Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fj ögrirra leitað TUGIR björgunarsveitarmanna '•leituðu við erfiðar aðstæður seint í gærkvöldi fólks á tveimur bílum á Snæfellsnesi, en þar var glórulaust illviðri og blindbylur. Annars vegar var leitað manns sem var einn á ferð í bíl á leið til Ólafsvíkur frá Reykja- vík, og hins vegar að þrem full- orðnum í bíl á leið frá Ólafsvík til Arnarstapa. Að sögn lögreglunnar í Ólafs- vík voru aðstæður til leitar með versta móti og erfitt að koma við vélsleðum eða vegavinnu- tækjum við leitina. Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna fannfergis og illviðris Hundruð manna þurftu að yfírgefa heimili sín TALSVERÐ snjóflóðahætta skapaðist víða á Vestfjörðum og Norðurlandi í gær vegna mikillar snjókomu og norðaustan hvass- viðris, og þurftu nokkur hundruð íbúar á Patreksfirði, Flateyri, ísafirði, Hnífsdal og Súðavík að rýma hús sín af þeim sökum. Einnig voru sjö hús á Siglufirði rýmd vegna snjóflóðahættu um kvöldmatarleytið í gær.Horfur eru á að veðrið gangi niður seinni- partinn í dag og þá dragi úr snjókomu á Vestfjörðum. Morgunblaðið/Þorkell MÆÐGURNAR Guðný Klara og Þórdís Klara Bridde á barnadeild Landspítalans í gær. Kuldagallinn bjargaði lífí hennar „ÞAÐ hefur vafalaust bjargað lífi hennar að hún var í þykkum kuldagalia, en gallinn einangraði hana gjörsamlega og brenndist hún hvergi nema á þeim líkams- hlutum sem voru óvarðir. Þetta fór betur en á horfðist og við erum mjög vongóð um að þetta fari allt saman vel,“ sagði Bjarni Júlíus- son, faðir Guðnýjar Klöru, sem er tæplega tveggja ára gömul, en hún brenndist illa á höndum, í andliti og á háisi þegar hún féll ofan i tæplega 70 gráðu heitt vatn í heitum potti við orlofshús í Ása- byggð við Flúðir á sunnudaginn. Guðný Klara var komin af gjör- ga^slu síðdegis í gær og liggur hún nú á barnadeild Landspítalans, en að sögn Bjarna þarf hún að liggja þar í nokkrar vikur á meðan brunasárin eru að gróa. Þórdís Klara Bridde, móðir Guðnýjar Klöru, brenndist á fótum þegar hún bjargaði dóttur sinni upp úr heita pottinum. Var mjög snögg „Við vorum í sumarbústað sem Kennarasambandið á, og mæðg- urnar voru saman úti við heita pottinn. Það vildi ekki betur til en svo að sú litla-datt í hann. Móðir hennar var nyög snögg að draga hana upp úr, en hún fór reyndar sjálf út í til að ná á henni betra taki. Við höldum að hún hafi ekki verið nema kannski fimm sekúndur í vatninu, en það var nóg til þess að hún skað- brenndist. Það hjálpaði kannski líka til að það var ekki komið mikið vatn í pottinn, en við vorum að láta renna í hann,“ sagði Bjarni. Mæðgurnar voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Bjarni sagði að fyrir utan að koma á framfæri þakk- læti til þeirra sem veittu hjálp vildi hann brýna fyrir þeim sem hlut eiga að máli að huga að öryggis- málum varðandi heitu pottana. ■ Brennheitt vatn/4 Á Patreksfirði þurftu tæplega 240 manns að yfirgefa samtals 66 hús í bænum um miðjan dag í gær vegna snjóflóðahættu, en þar var þá blind- bylur og hafði snjóað án afláts frá því á sunnudagskvöld. Að sögn Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á Patreksfirði, var ekki hægt að greina ástandið í fjallinu ofan bæjarins vegna blindu, en þar höfðu þegar myndaat snjóhengjur áður en óveðrið skall á um helgina. Ekki var talin ástæða til að rýma hús á Bíldudal og í Tálknafirði, en í Reykhólasveit þurfti að rýma bæina Miðjanes og Hamraland vegna snjó- flóðahættu, í Hnífsdal þurftu um 60 íbúar að yfirgefa heimili sín í öllum húsum við Smárateig og Fitjateig og einnig í Heimabæ. A ísafirði þurfti að rýma Brúamesti, Seljaland og Grænagarð. Rækjuvinnsla þrátt fyrir hættuástand Jón Gauti Jónsson, settur sveitar- stjóri í Súðavík, sagði að þar hefði fólki verið safnað saman í skólahús- inu, en 36-38 manns fengu að starfa við rækjuvinnslu sem hófst á nýjan leik hjá Frosta hf. í gær. Var fisk- vinnslufólkið væntanlegt í skólann seint í gærkvöldi, en þar voru 18 manns fyrir. Jón Gauti sagði að snjó hefði kyngt niður í Súðavík frá því á sunnudaginn, og á veginn þangað frá ísafirði hefði fallið fjöldi snjó- flóða í gærmorgun. Á Flateyri þurfti að rýma fjölda húsa og einnig þurftu íbúar á bæjun- um í Fremri- og Neðri-Breiðadal, Veðrará og Kirkjubóli í Korpudal að yfírgefa hús sín fyrir hádegi í gær. Kristján J. Jóhannesson, sveitar- stjóri á Flateyri, sagði ástandið þar slæmt, blindbyl og talsverða ofan- komu, en hann sagðist ekki vita til þess að nokkur snjóflóð hefðu fallið. Á Siglufirði voru fjögur hús við Suðurgötu, tvö hús við Laugaveg og eitt við Hlíðarveg rýmd um kvöld- matarleytið vegna snjóflóðahættu úr Strengsgili, en þar féll snjóflóð fyrir tíu dögum. Björn Valdimarsson bæjarstjóri, formaður almanna- varnanefndar Siglufjarðar, sagði að mikið fannfergi væri í bænum, en veður fór þar versnandi í gærkvöldi og var mikill skafrenningur. Vegir víðast Iokaðir Snjóflóð féllu á nokkrum stöðum á vegi á Norðurlandi og Vestfjörðum í gær, en ekki er kunnugt um að tjón hafi orðið af þeim sökum. Veg- ir voru orðnir ófærir víðast hvar á vestan- og norðanverðu landinu síð- degis í gær, og þá voru líkur á að vegir á norðaustanverðu landinu myndu einnig lokast. Fjórir bílar, sem flytja áttu starfs- fólk fiskvinnslunnar Fanneyjar á Brjánslæk til síns heima um sjöleyt- ið í gærkvöldi, sátu enn fastir í skafli undir miðnætti. Að sögn Sveins Þórðarsonar í Innri-Múla á Barða- strönd, sem var í talstöðvarsam- bandi við fólkið, fór fjórhjóladrifin dráttarvél á undan hópnum til að ryðja veginn en allt kom fyrir ekki. Davíð Oddsson um tillögur sjálfstæðismanna á Yestfjörðum Skaðlaust að ræða máJið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir það af hinu góða að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins /•Jkestfjörðum skuli hafi lagt fram tillögur í jafn- viðamiklum málaflokki og sjávarútvegsmálin séu og segist ekki sjá að það valdi neinum skaða að ræða þær af fullri eindrægni. Davíð vill ekki tjá sig efnislega um tillögurnar fyrr en hann hefur kynnt sér þær betur en hann kom heim af fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í gær. Davíð benti á að lengi hefðu verið uppi mjög misjafnar skoðanir í sjávarútvegsmálum innan Sjálfstæðisflokksins. „Stefna flokksins er ákveð- Lengi uppi misjafnar skoð- anir í sjávarútvegsmálum innan Sjálfstæðisflokksins in af meirihlutanum á landsfundi, í þingflokki og víðar en það hefur aldrei verið launungarmál að það eru uppi ýmis sjónarmið í Sjálfstæðis- flokknum um sjávarútvegsstefnuna," sagði hann. Davíð sagði að Vestfírðingar hefðu lengi haft nokkra sérstöðu í þessum málum en þó sætt sig við þá grundvallarstefnu sem meirihlutinn hefði ákveðið. Hann sagðist telja það jákvætt að fram- bjóðendur flokksins á Vestfjörðum settu fram hugmyndir sínar með skipulögðum hætti og ekkert væri á móti því að menn ræddu þær eins og aðrar hugmyndir ef menn gættu þess að taka tillit til sjónarmiða annarra. „Það er engin ein stefna algild í þessu efni,“ sagði Davíð. ■ Sóknarstjórn/24 ■ Sjávarútvegsráðherra/28 Tomasz fékk keppnisboltann KEPPENDUR í bikarúrslitaleikn- um í körfuknattleik tóku eftir því að þegar Tomaszi Lupinski var grafinn úr snjóflóðinu í Súðavik eftir 24 klukkustundir, bar hann fram þrjár spurningar við björg- unarmennina: „Hvar er ég?“, „Er skóli í dag?“ og „Hvernig fór leik- urinn milli Orlando og Philadelp- hia?“ Þessi áhugi á körfuknattleik varð til þess að keppnisliðin Njarðvík og Grindavík ákváðu að senda Tomaszi boltann áritaðan. Myndin er tekin á Isafirði í gær er Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ísafjarðar, af- henti Tomaszi boltann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.