Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR31. JANÚAR 1995 27 AÐSENDAR GREINAR af þessum toga eru um að setja inn í frumvarpið almennar pólitísk- ar stefnuyfirlýsingar um oft ágæt baráttumál ýmissa þjóðfélagshópa. Slíkar yfirlýsingar eiga ekki heima í stjórnarskránni. Þær gera ekki annað, eins og áður sagði, en að þynna út þau ákvæði, sem hafa raunverulegt réttarlegt gildi og veita mönnum vernd gegn misbeit- ingu ríkisvalds. Dæmin sem þekkj- ast úr stjórnarskrám annarra ríkja um ákvæði af þessu tagi, eru yfir- leitt úr stjórnarskrám þeirra ríkja sem mest hafa fótum troðið mann- réttindi. Syndaaflausnin hefur þá falist í merkingarlausum fagurgala í stjórnarskrá. Við skulum forðast þetta. Misskilningur um félagafrelsi í þriðja lagi hefur komið fram gagnrýni frá verkalýðshreyfing- unni á ákvæði 12. gr. frumvarpsins um félagafrelsi. Þar er í 1. mgr. kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhveijum löglegum tilgangi. Verkalýðshreyfingin virð- ist vilja að stéttarfélög verði þar nefnd sérstaklega. Auðvitað er engin ástæða til þess. Þau félög njóta að sjálfsögðu frelsins rétt eins og hver önnur félög. Gagnrýn- in beinist að öðru leyti aðallega að 2. mgr. greinarinnar, þar sem segir: „Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauð- synlegt til að félag geti sinnt lög- mæltu hlutverki vegna almanna- hagsmuna eða réttinda annarra." Alþýðusamband íslands telur, að þessu ákvæði sé beint gegn starf- semi stéttarfélaga í landinu. Finn- ur sambandið að því að ekki sé að vernda borgarana í samskiptum þeirra við ríkisvaldið. Þar er gerð grein fyrir þeim grundvallarréttind- um, sem valdhafar mega ekki skerða. Það er því afar varasamt að þynna mannréttindaákvæði út með því að veita víðtækar heimildir til undantekninga frá þeim, eins og gert er í 11. og 12. grein stjórnar- skrárfrumvarpsins. Nú kann ein- hver að segja að þessar undantekn- ingar geti ekki verið skaðlegar, þar sem sett sé það skilyrði að þær komi fram í lögum og lögin séu sett af lýðræðislega kjörnu þingi. Það er rétt að þetta lögmætisskil- yrði dregur úr hættunni á skerðingu mannréttinda, en það útilokar hana hins vegar ekki. Það er ekki tryggt, að meirihluti Alþingis eða meiri- hluti þjóðarinnar sé ávallt tilbúinn að virða tjáningarfrelsi einstakra hópa eða einstaklinga með óvinsæl- ar skoðanir, eða taka tillit til óska einhverra manna um að standa utan félaga sem almennt eru talin vinna í þágu almannahagsmuna. Það á hins vegar ekki að leiða til þess að réttur þessara aðila verði fyrir borð borinn. Mannréttindaákvæðum er ekki síður ætlað að vernda rétt minnihlutahópa en meirihlutans. Þá má geta þess að lokum að dómstólar hér á landi hafa talið löggjafann hafa afar mikið svigrúm til að meta hvenær nota beri heim- ildir sem veittar eru til undantekn- inga frá meginreglum sem fram koma í stjórnarskránni. Til dæmis um það má nefna ákvæðið um bráðabirgðalög, en þar segir að setja megi bráðabirgðalög þegar „brýna nauðsyn beri til“. Dómstólar hafa alveg látið bráðabirgðalöggjaf- anum eftir að meta hvenær þetta orðalag eigi við og hvenær ekki. Einnig hafa þeir fallist á mat lög- gjafans á því hvenær „almennings- þörf“ leiði til þess að skerða megi eignarrétt manna og hvenær „al- menningsheill“ krefjist þess að bönd séu lögð á atvinnufrelsi manna. Nú er lagt til í stjórnarskrárfrumvarp- inu að löggjafinn hafi enn meira svigrúm en í þessum dæmum til að takmarka tjáningarfrelsið og félagafrelsið og verður það að telj- ast afar varasöm þróun. Höfundur stundar nám í lögfræði við Háskóla íslands. minnst á starfsemi stéttarfélaga eða forgangsréttarákvæði kjara- samninga og skyldugreiðslur til stéttarfélaga í greinargerð með frumvarpinu. Hér er einhver mis- skilningur á ferðinni. Minnt skal á, að verkalýðshreyfingin hefur jafnan sagt, að enginn sé skyldað- ur til aðildar að stéttarfélögum. Einungis sé um að ræða forgangs- réttarákvæði í kjarasamningum, sem séu fijálsir samningar milli félaga launþega og atvinnurek- enda og kveði á um forgang laun- þeganna í viðkomandi stéttarfélagi til vinnu hjá atvinnurekendunum í hópi viðsemjendanna. Um þetta er ekki verið að íjalla í þessu ákvæði frumvarpsins. Að mínum dómi er það miður. Mér finnst að það ætti að vernda menn gegn þeirri þving- un til aðildar að verkalýðsfélögum sem felst í þessum forgangsréttar- ákvæðum kjarasamninga. Menn eigi sjálfir að fá að ráða því þving- unarlaust í hvaða félög þeir ganga. En þessi vernd er ekki veitt í frum- varpinu. Það er því torskilið, hvers vegna verkalýðshreyfingin leggst gegn þessu ákvæði. Nema menn þar á bæ vilji að í stjórnarskrána verði tekið ákvæði sem hreinlega heimilar löggjafanum að skylda alla launþega til aðildar að verka- lýðsfélögum. Ef Alþýðusambandið vill fá slíkt ákvæði í stjórnar- skrána, á sambandið að segja það skýrt og skorinort. Ég fullyrði, að um slíkt getur aldrei orðið neitt samkomulag, auk þess sem líkleg- ast er að þess háttar lagaskylda yrði talin fara í bága við Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Ég fæ ekki betur séð en að þær umræður sem fram hafa farið opin- berlega um þetta stjórnarskrár- frumvarp staðfesti að vel hefur tekist til við gerð þess. Sýnist frumvarpið fela í sér sanngjarna málamiðlun milli mismunandi sjónarmiða. Er þess að vænta að Alþingi samþykki frumvarpið eins og það liggur fyrir. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Um síðustu áramót stóðu kæliefnanotendur á krossgötum. Hefur þú áttað þig? Suva MP39 (R40IA):Á gömul kerfi, ein olíuskipti, alhliða notkun Suva MP66 (R40I B):Á gömul kerfi, ein olíuskipti, fyrir frystigáma o.fl. Suva 134a (Rl 34a): Á ný og gömul kerfi, alhliða notkun. Suva HP80 (R402A): Á gömul kerfi, ein olíuskipti, alhliða notkun. Suva HP81 (R402B): Á gömul kerfi, ein olíuskipti, td. fyrir ísvélar o.fl. Suva HP62 (R404A):Á ný og gömul kerfi, alhliða notkun. rlð velk°'1lin NÝBÝLAVEGUR Toyota Opið virka daga frá kl. 9 - 18 og laugardaga frá kl. 10-14 Splunkunýjar vörur með afslætti í nokkra daga!! Aðeins nokkrir dagar eftir!! □ Stakir herrajakkar frá kr. 5.900 □ Jakkaföt frá kr. 9.900 □ Herrabuxur, fínni frá kr. 2.900 □ Flauelsbuxur frá kr. 2.900 □ Herraskyrtur frá kr. 790 □ Dömudragtir frá kr. 8.900 □ Dömujakkar frá kr. 5.900 □ Dömubuxur, fínni frá kr. 2.900 □ Dömupeysur frá kr. 2.900 □ Dömublússur frá kr. 2.500 □ Kuldaúlpur frá kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar fatnaði f ódýra horninu. Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 45800. GLÆSILEG VERSLUN MIÐSVÆÐIS Á ST Ó R - R E Y K J AV í KU R S VÆÐIN U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.