Morgunblaðið - 31.01.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Spáð 4,5-5%
hækkun láns-
kjaravísitölu
FYRIRSJÁANLEGT er að verðbólga verði meiri á árinu 1995 en verið
hefur síðastliðin ár, að mati fréttabréfs Landsbréfa hf. fyrir lífeyrissjóði
sem nýlega er komið út. Er því spáð að lánskjaravísitalan mun hækka
um 4,5—5% á árinu sem hefði í för með sér að nafnávöxtun verðtryggðra
skuldabréfa yrði líklega á bilinu 9-10% á þessu ári.
í fréttabréfinu er stuðst við verð-
bólgulíkan Seðlabankans sem byggt
er á rannsókn Guðmundar Guð-
mundssonar. Þar er reiknað með
því að launabreytingar valdi 75%
samsvarandi breytingu í lánskjara-
vísitölu sem þýddi að 10% launa-
hækkun myndi valda 7,5% hækkun
vísitölunnar.
Tekið er mið af kröfugerð Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur sem
hljóðaði upp á 3% launahækkun við
undirritun, 3% 1. október og 3%
1. mars 1996. Þetta hefði í för með
sér 4% verðbólgu á þessu ári og
2,5% verðbólgu árið 1996. Verði
verðhækkanir erlendis 3% á næstu
tveimur árum hækkaði það innlent
verðlag aukalega um u.þ.b. 0,75%.
Hér er ekki gert ráð fyrir verðbreyt-
ingum innflutningsvara eða að
launaskrið verði á tímabilinu. Hins
vegar er á það bent að ef spár um
lækkun á gengi krónunnar verði
að veruleika muni það hafa áhrif
til hækkunar verðbólgu. Sú hækkun
kæmi þó ekki fram fyrr en að ein-
hveijum tíma liðnum og óvíst hvort
hún kæmi fram fýrr en árið 1996.
Raunar sé áhætta varðandi gengis-
fellingar talin lítil fyrr en í fyrsta
lagi eftir kosningar.
tffscrfcr/
HAMAX-
Snjóþotur-sleðar
stýrirsleðar frá Noregi...
... a meðan birgðir endast.
_ _ Reidhjóla verslunin
SKEIFUNN111
SÍMI, 588-9890
Hádegisverðarfundur
í Átthagasal, Hótel Sögu
fimmtudaginn 2. febrúar 1995 kl. 11.00-13.00
Niels Helveg Petersen,
utanríkisráðherra Danmerkur:
REYNSLA DANA Í ESB
0G FRAMTÍÐ
EVRÓPUSAMBANDSINS
Fyrirlesorinn,
Niels Helveg Petersen,
flytur ræðu sina ó dönsku
en svarar fyrirspurnum
ó dönsku og ensku
Fundargjald meS veitingum er kr. 2.500
Fundurinn er opinn
en tilkynna verður þátttöku fyrirfram
í síma 588 6666 (kl. 08-16)
VERSLUNARRAÐ
ÍSLANDS
VINNUVEITENDASAMBAND
ÍSLANDS
Morgunblaðið/Halldór
CARL Johansen (með stóra pottinn) og starfsmenn Skiðaskálans
búa sig undir flutning í bæinn.
Carl Johansen veitingamaður
Selur Skíðaskálann
og fer til Grand Hotel
CARL Johansen veitingamaður
hefur selt Skíðaskálann í Hverad-
ölum eftir 10 ára rekstur og mun
taka við veitingarekstri hjá Grand
Hótel Reykjavík, sem áður var
Hótel Hoíiday Inn. Kaupandi
Skíðaskálans er Ólafur Torfason,
aðaleigandi Kaupgarðs og einn
af aðstandendum fyrirtækisins
Hótelið við Sigtún 38 í Reykjavík
hf., sem keypti Holiday Inn af
íslandsbanka fyrr í mánuðinum.
Carl sagði að hann og nokkrir
kokkar og þjónar í Skíðaskálan-
um myndu flytja reksturinn sem
fram fór í skálanum með sér á
hinn nýja vinnustað. „Við verðum
þar með „brasserí", léttur staður
þar sem boðið verður upp á ódýra
jafnt sem dýra rétti, þar sem þú
getur fengið þér samloku en líka
piparsteik. Síðan verða þessir
ÍSLENSKI markaðsklúbburinn,
Imark, boðar til hádegisverðarfundar
í dag þar sem reynt verður að varpa
ljósi á kostunar- og stuðningsmál
fyrirtækja. Einnig verður fjallað um
málið frá sjónarhóli þess sem fær
stuðninginn.
Á fundinum verður leitað svara
við því hvaða áhrif stuðningur við
stór samtök á borð við Knattspyrnu-
samband Islands eða einstök stað-
bundin félög hefur á ímynd fyrir-
tækja. Þá verður m.a. flallað um
hefðbundnu veislusalir fyrir brúð-
kaup og annað, þetta verður
svona í skálastíl." Auk þess verður
boðið upp á veislueldhús úti í bæ.
En af hveiju er Carl að selja
Skíðaskálann? „Það var kominn
tími til að breyta til, við erum
ánægðir með að hafa komið þessu
húsi upp og okkur finnst það hafa
tekist ágætlega. Það verður líka
spennandi að takast á við þetta
nýja verkefni hjá Grand Hótel,“
sagði Carl. Hann sagði að rekstur
Skíðaskálans gengi vel og bókanir
væru miklar alveg fram á vor.
Carl sagðist ekki vilja gefa upp
söluverð Skíðaskálans. Gamli
skálinn var reistur árið 1934, en
hann brann í janúar 1991. Nýr
skáli var svo reistur á sama stað
og opnaði hann 17. júní 1992.
hvernig hægt sé að nýta stuðninginn
með öðrum markaðsaðgerðum og
hvað sé eðlilegt að greiða í kostnað.
Fýrirlesarar verða Gunnar Steinn
Pálsson, almannatengill, Kristján
Jóhannsson, kynningarstjóri Eim-
skips, Andri Hrólfsson, markaðs-
stjóri Visa íslands og Magnús Krist-
jánsson, markaðsstjóri íslenska út-
varpsfélagsins.
Fundurinn verður haldinn í Vík-
ingasal Hótels Loftleiða og stendur
frá kl. 12.00 til 13.30.
Apple með
nýja New-
ton PDA
tölvu
Palo Aito, Kaliforníu. Reuter.
APPLE-tölvufyrirtækið kynnir
þessa dagana nýja og endur-
bætta ferða- eða handtölvu,
Newton MessagePad 120, sem
getur sent og tekið við tölvu-
pósti og símbréfum, auk þess
að sjá um bókhald og fleira í
einkaþágu.
Fyrsta Newton tölvan kom á
markaðinn fyrir 18 mánuðum.
Sagt var að um væri að ræða
tölvu af nýrri kynslóð, sem
þekkti rithönd notandans, en
hún fékk slæma dóma og seld-
ist illa.
Nú taka starfsmenn Apple
vandlega fram að Newton sé
látinn„þróast“ án „byltingar,"
að því er virðist til þess að koma
í veg fyrir að of miklar vonir
verði bundnar við nýju gerðina,
sem kostar 599 dollara eins og
sú fyrri.
Önnur fyrirtæki bjóða eins
konar PDA-tölvur þar á meðal
BellSouth, Sharp, Sony, Tandy
og Motorola, sem nýlega kynnti
afbrigði af Newton frá Apple.
Wellcome
leitar að
betra boði
London. Reuter.
SÍÐAN brezka lyfjafyrirtækið
Wellcome hafnaði 8.9 milljarða
punda tilboði Glaxo Plc á þeirri
forsendu að tilboðið væri ekki
nógu hátt hefur það leitað log-
andi ljósi að einhveiju öðru
voldugu lyfjafyrirtæki, sem get-
ur boðið betur.
Tilraunirnar hafa ekki enn
borið árangur og hermt er að
þýzka fyrirtækið Höchst sé úr
leik, þar sem það eigi í viðræð-
um um kaup á Marion Merrell
Dow. Enn er ekki talið útilokað
að Glaxo hækki tilboð sitt og
fyrirætlanir um að koma á fót
stærsta lyfjafyrirtæki heims
verði að veruleika.
Hlutabréf í Wellcome-fyrir-
tækinu hækkuðu í verði þegar
tilboði Glaxo var hafnað og
seldust á yfir 10 pund á föstu-
dag.
Fundur um kostun hjá ímarki
Bílaumboð
Bnmborg tekur við
Ford og Citroen
FORD Motor Company og Citroén
International hafa nú staðfest sam-
komulag Brimborgar hf. og Globus
hf. um að Brimborg taki við Ford
og Citroén-bílaumboðunum.
Eins og fram hefur komið tók
Globus þá ákvörðun að draga sig út
úr rekstri með bíla og bílavörur og
einbeita sér í staðinn að heildsölu-
verslun með almennar neysluvörur
og umboðsrekstur fyrir áfengi og
tóbak annars vegar og hins vegar
verslun með vinnuvélar, landbúnað-
artæki og samsvarandi þjónustu. I
þeim tilgangi hefur Globus hf. verið
skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki,
Globus heildverslun og Globus véla-
ver sem hvort um sig mun einbeita
sér að sínu sérsviði, að því er segir
í fréttatilkynningu. Brimborg hf.
mun taka yfír sölu og þjónustu Ford
og Citroén bifreiða frá og með 1.
febrúar 1995. Brimborg mun kaupa
allar eignir tengdar bíladeild Globus,
þ.m.t. allan búnað á verkstæði og
varahlutaverslun ásamt varahluta-
lager og lager nýrra bíla.
Flestir starfsmenn bíladeildar Glo-
bus munu hefja störf hjá Brimborg
1. febrúar 1995.
Brimborg hf. hóf bílainnflutning
1977 með innflutningi á Daihatsu-
bifreiðum en systurfyrirtæki þess,
Ventill hf., hefur rekið öll þjónustu-
verkstæði fyrirtækisins og hefur ver-
ið starfrækt frá árinu 1964. Árið
1988 tók Brimborg hf. við sölu og
þjónustu Volvo fólks- og vörubifreiða
ásamt Volvo Penta-bátavélum og
fjölda annarra umboða tengdum
fólks- og vörubílum.
Með yfírtöku Brimborgar á Ford
og Citroén-umboðunum getur fyrir-
tækið í fyrsta skipti boðið ökutæki
í öllum flokkum fólks-, sendi-, vöru-
og fólksflutningabifreiða. Þá segir í
fréttinni að þetta muni gera Brim-
borg kleift að keppa af meiri krafti
á markaðnum. Hagkvæmni í rekstri
aukist til muna vegna aukinnar fram-
leiðni sem muni skila sér í lægri
kostnaði og lægra verði til viðskipta-
vina okkar, bæði til Volvo- og Dai-
hatsu-viðskiptavina og Ford- og
Citroén-viðskiptavina.
í upphafi verður jögð mest áhersla
á að koma verkstæðis- og varahluta-
þjónustu í gott horf og hefur þegar
verið hafíst handa við flutninga á
varahlutaverslun og verkstæði. Taka
mun 10 daga að flytja og telja vara-
hlutalager Ford og Citroén ásamt
flutningi og uppsetningu á búnaði
fyrir verkstæði og mun fullbúin vara-
hluta- og viðgerðarþjónusta verða
opnuð mánudaginn 6. febrúar á
Bíldshöfða 6.
Sölustarfsemin mun hefjast í
tveimur áföngum. Fyrst verður lögð
áhersla á sölu og markaðssetningu
Ford-bifreiða en ákveðið hefur verið
í samráði við Citroén International
að hefja sölu og markaðssetningu
um áramótin 1995/1996. Allar upp-
lýsingar um nýja og notaða bíla verða
þó veittar frá upphafí. Sala nýrra
og notaðra bifreiða mun fara fram
í sal fyrirtækisins í Faxafeni 8.
)
>
I
)