Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kennarar segja að afgreiðsla memitamálanefndar geti skaðað samningaviðræður „Eins og að hella olíu á eld“ SAMNINGANEFND ríkisins (SNR) og viðræðu- nefndir kennarafélaganna komu saman til fund- ar síðdegis í gær. Forystumenn kennarafélag- anna brugðust hins vegar ókvæða við þegar þeir fréttu um kvöldmatarleytið að menntamála- nefnd Alþingis hefði afgreitt frumvarp um grunnskóla út úr nefndinni og óskuðu kennarar strax eftir að fundi yrði frestað til morguns. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, segir að þessi skilaboð hafi neikvæð áhrif á samningaviðræðumar og séu kaldar kveðjur til kennara. Forystumenn kennarafélaganna segja að rétt- indamál kennara séu algerlega óútkljáð ef grunnskólafrumvarpið verður samþykkt en það felur í sér að rekstur grunnskólans færist yfir til sveitarfélaganna. Eiríkur sagði að kennarar hefðu gengið á fund menntamálanefndar í gær- morgun og þar hefði komið í ljós að menntamála- nefnd hefði ekki séð frumvarp sem ætti að taka á réttindamálum kennara. Engu að síður hefði meirihluti nefndarinnar afgreitt grunnskóla- frumvarpið út úr nefndinni. „Okkur finnst þetta vera ákveðin yfirlýsing af hálfu menntamála- nefndar um að nefndarmenn láti sér í léttu rúmi liggja hvað verður um þessi réttindamál," sagði hann. Samningafundur boðaður í dag „Þetta er hluti af kjarapakka kennara og þegar þessu er hent út úr nefndinni á sama tíma og kjaraviðræður okkar eru á mjög viðkvæmu stigi þá hefur það mjög slæm áhrif á þessi mál öll,“ sagði Eiríkur ennfremur. Elna K. Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, sagði að afgreiðsla menntamála- nefndar þingsins væri mjög alvarlegt mál. „Það er eins og að hella olíu á eld að senda kennurum í grunnskólum landsins þau skilaboð að meðferð á þeirra réttindamálum og réttindastöðu við flutning grunnskólans skipti svo litlu máli að það eigi að handboxa grunnskólafrumvarpið í gegnum þingið án þess að hafa unnið sína heima- vinnu í því efni,“ sagði hún. Ríkissáttasemjari hefur boðað til annars samningafundar með kennurum og SNR í dag. ■ Fresta gildistöku til áramóta/6 Kennarar blésu í herlúðra á fundi á Akureyri í gær Hungurmarkalauna- stefnu mótmælt Akureyri. Morgunbladið. SAMEIGINLEGUR fundur félags- manna í Kennarasambandi íslands og Hinu íslenska kennarafélagi sem haldinn var á Hótel KEA í gær skoraði á fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs „að ganga nú þeg- ar til móts við sanngjamar kröfur kennarafélaganna og koma að samningum um kaup og kjör fé- laga þeirra af fullri alvöru og heil- indum,“ eins og segir í ályktun fundarins. Már Vilhjálmsson sem sæti á í samninganefnd sagði að sér virtist engin flötur vera á að aðilar næðu saman. Beðið væri tilboðs frá rík- inu sem kæmi til móts við kröfur kennara en svo virtist sem þeir ættu í viðræðum við aðila sem ekki hefði skilning á starfinu. Hólmfríður Sigurðardóttir sagði sífellt auknar kröfur gerðar til kennara, uppeldishlutverkið hefði í auknum mæli flust til skól- anna, æ fleiri þættir væru teknir Díana prinsessa verndarí göngu yfir ísland 60 daga góðgerðar- ganga yfir hálendið Grunnskóli Súðavíkur flytur heim daginn fyrir verkfall Bjargtangar inn í skólastarfið og kröfur væru gerðar frá fleiri aðilum um að þeir stæðu við sitt. Hún sagði kennara nú fara fram á skilning og að efnd yrðu gefin fyrirheit um launahækkun. Vegna lágra launa og einsetningar skóla væri kennarastarfið að verða að hluta- starfi. Aukin menntun kennara virtist hafa Ieitt af sér lægri Iaun, i eina tið hefðu kennaralaun dugað til að framfleyta fjölskyldu en ekki lengur. Skammsýni þeirra sem stjórna sé ótrúleg. Kennarar yrðu að geta haldið sjálfsvirðingu sinni ættu þeir að geta uppfrætt aðra. Starfið yrði að gera eftirsóknar- vert, en það væri það siður en svo með þeirri „hungurmarkalauna- stefnu" sem nú væri rikjandi. Hörmulegt væri ef til verkfalls kæmi, en hún lýsti fullri ábyrgð á hendur viðsemjenda kennara kæmi til þess. Bann við barnaklámi ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráð- herra hefur ákveðið að hefja undir- búning að setningu laga um bann við því að hafa barnaklám undir höndum. Þetta kom fram á Alþingi í svari ráðherra við fyrirspurn frá Valgerði Sverrisdóttur. Aðrar Norðurlanda- þjóðir hafa eða eru að setja löggjöf um þetta efni. Mannréttindanefnd SÞ, Evrópu- ráð og Norðurlandaráð hafa skorað á aðildarríki sín að gera vörslu á bamaklámi refsiverða. Norðmenn hafa sett lög um þetta efni. Sænska þingið hefur samþykkt lög um barnaklám, en nauðsynlegt er að breyta sænsku stjórnarskránni til að þau öðlist gildi. Lagt var fram frumvarp um barnaklám á danska þinginu í nóvember sl. Brú í Hrútafiröi og Egiisstaöir eru birgbastaöir Morgunblaðið/Rúnar Þór KENNARAR af Norð- urlandi fjölmenntu til fundarins. ATLI Guðlaugsson blés kennurum baráttuanda í bijóst í upphafi sam- eiginlegs fundar fé- lagsmanna í kennara- félögunum á Akureyri í gær. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins Spurt og svarað um tilvísunarkerfið HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð um tilvísunar- kerfí í heilbrigðisþjónustunni. Til að auðvelda lesendum að átta sig á þessari breytingu mun Morgun- blaðið taka á móti spurningum þeirra í síma 691100 milli kl. 10 og 11 árdegis, mánudaga til föstu- daga. Spumingunum verður kom- ið á framfæri við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, svo og Sé fræðingafélag íslenzkra lækn eftir því, sem efni þeirra gefí tilefni til, og verða svörin birt s\ fljótt sem unnt er. Lesendur ge1 beint spurningum sínum til anna: hvors aðilans eða beggja ef þ er að skipta. Nauðsynlegt er i nöfn og heimilisföng fylgi spuri ingum lesenda. Ekið á Fokker Flugleiða í Svíþjóð Sá seki ófundinn EKIÐ var á Fokker 50 flugvél, sem Flugleiðir hafa leigueign á og framleigja til sænska flugfé- lagsins Skyways, á föstudags- kvöld í borginni Borlánge í Sví- þjóð. Skrúfublað skemmdist og er talið að flutningatæki hafí rekist á það, en tjónvaldurinn hefur ekki gefíð sig fram. Höfuðstöðvar Skyways eru í Linköping en vélin annast flug milli Stokkhólms og Borlánge að sögn Sigfúsar Erlingssonar sem hefur yfirumsjón með leigu véla Flugleiða. íslensk áhöfn og flugvirki fylgja vélinni. Engin vitni Ekki hafa fundist vitni að atvikinu, sem talið er að hafí átt sér stað á flugbraut eða inni í flugskýli meðan vélin var í vörslu starfsmanna Skyways. Skemmdimir uppgötvuðust þegar færa átti vélina úr skýli síðdegis á sunnudag. Sigfús segist eiga von á að sökudólgamir muni fínnast, enda sé svæðið afmarkað og því ekki torvelt að rannsaka umferð flutningatækja. Hann segir ekki búið að áætla tjónið og það verði ekki gert fyrr en blaðið berst í hend- ur þeirra sem annast viðgerðir. Þegar skemmdir verða á skrúfublaði þarf að fjarlægja hitt blaðið einnig, þótt óskemmt sé, vegna þess að stilla þarf blöðin miðað við að þau séu í jafnvægi hvort á móti öðru, sem eykur kostnað. Flugleiðir sendu út ný skrúfublöð á aðfaranótt mánudags með vél sem flaug innanlandsflug í Svíþjóð meðan gert var við skemmdir á hinni vélinni. Hún kom aftur til lands- ins í fyrrinótt. Undanþága til umræðu FJÓRIR breskir landgönguliðar ætla að ganga á skíðum þvert yfir Isiand í fjáröflunarskyni fyrir rannsóknasjóð mænuskaddaðra. Gengið verður frá Bjargtöngum á Vestfjarðakjálka að Gerpi á Aust- urlandi, með viðkomu á Brú og Egilsstöðum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi leið er farin á skiðum, að sögn Friðþórs Eydals upplýsinga- fulltrúa varnarliðsins, sem verður leiðangursmönnum innan handar ásamt innlendum aðilum, þar á meðal björgunarsveitarmönnum ogreyndum fjallamönnum. Ástæða þess að Island varð fyr- ir valinu er sögð sú að landið sé eitt af fáum sem státað geti af óspilltri náttúru en einnig séu harðneskjuleg vetrarveður há- lendisins kjörin áskorun fyrir landkönnuði og ævintýramenn. Gert er ráð fyrir að ferðin taki sextíu daga og hefst leiðangurinn 5. mars. Koma þátttakendur til landsins 28. febrúar. Díana prinsessa af Wales er verndari átaksins og vonast að- standendur þess til að hægt verði að safna áheitum að jafnvirði tíu milljóna íslenskra króna. Kostnað- ur vegna fararinnar er ráðgerður tvær miHjónir króna. Leiðangurs- stjóri verður landgönguliðinn Sean Chapple. SKÓLANEFND grunnskóla Súða- víkur og hreppsnefnd Súðavíkur ræddu í fyrradag þann möguleika að sækja um undanþágu fyrir skól- ann frá verkfalli kennara sem boðað hefur verið 17. febrúar. Heiðar Guðbrandsson, sem sæti á í hrepps- nefnd og skólanefnd, segir að böm- in séu búin að missa mikið úr námi og megi tæpast við frekari áföllum. Ákveðið hefur verið að grunn- skólinn verði fluttur til Súðavíkur á morgun, en skólinn hefur starfað á ísafírði frá því að snjóflóð féll á Súðavík 16. janúar. Skólasálfræð- ingar, sem fylgst hafa með börnun- um, em á leið til bæjarins og verða með bömunum um helgina. Heiðar sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um það hvort sótt yrði um undanþágu frá verkfallinu. Hann sagði að allir vonuðust enn eftir því að kjaradeilan leystist áður en til verkfalls kæmi. Málið yrði hins vegar rætt í hreppsnefndinni á föstudaginn, daginn sem verkfallið á að hefjast. „Bömin eru búin að missa mjög mikið úr námi vegna þeirra hörm- unga sem yfir þau hafa dunið,“ sagði Heiðar. Það væri auk þess ekki gott fyrir börnin að missa þá kjölfestu sem skólinn væri svo skömmu eftir að snjóflóðið féll. Foreldrar barna í Súðavíkurskóla komu saman til fundar í gærkvöldi á Isafirði til að ræða flutning skól- ans og ýmis mál tengd honum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.