Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkin og Kína Reynt að semja um við- skipti Peking. Reuter. LEE Sands, samningamaður Bandaríkjastjómar í viðskiptamál- um, kom í gær til Peking til við- ræðna við kínverska ráðamenn um lausn á viðskiptadeilu ríkjanna. Sands fór þegar til viðræðna við embættismenn þó formlegir fundir ættu ekki að hefjast fyrr en í dag. Engin tímamörk hafa verið sett á samningafundina. Ætlunin er að freista þess til þrautar að ná samkomulagi áður en refsiaðgerðir Bandaríkjastjómar koma til framkvæmda 26. febrúar næstkomandi. Sands vildi ekki tjá sig um hvaða möguleikar væm á að samningar tækjust er hann kom til Peking. Kínverskir og bandarískir emb- ættismenn hafa reynt að leysa ágreining landanna um viðskipta- mál á átta samningafundum frá í júní í fyrra. Báðir aðilar kenna stífni og ósveigjanleika hins um. Nýjar vísbendingar Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjómar, sagði í síðustu viku, að vísbendingar hefðu borist um að Kínveijar væm reiðubúnir að koma til móts við kröfur Banda- ríkjamanna. Ágreiningur hefur staðið um vemdun höfundaréttar, einkaleyfis- réttar og vömmerkja, en Kínveijar hafa verið tregir til að viðurkenna vestrænar venjur í þeim efnum. ísraelska lottóið Fær ekki auðæfin Jerúsalem. Reuter. SÚ ákvörðun stjórnvalda í ísrael að loka landamæmm ríkisins og hernumdu svæðanna til að koma í veg fyrir hryðjuverk öfgamanna hefur bitnað á manni, sem á óvenju- brýnt erindi til landsins. Maðurinn þarf að sækja þangað meira en 100 milljónir króna, sem hann vann í ísraelska lottóinu. Talsmenn lottósins segja, að Pa- lestínumaðurinn heppni þurfí ekki að hafa neinar áhyggjur af auðæf- unum, þeirra verði vel gætt þar til hann fær að vitja þeirra hvenær sem það nú verður. Ekvador og Perú boða vopnahlé Reuter HERMENN Ekvadors beita sprengjuvörpu eftir að hafa heyrt til hersveitar frá Perú á landamærasvæði sem ríkin greinir á um. Lima. Reuter. STJÓRNVÖLD í Perú og Ekvador féllust í gær á vopnahlé eftir 19 daga átök um fjöllótt landamæra- svæði sem ríkin hafa deilt um. Bæði ríkin sögðust hafa þijár landamærastöðvar, sem barist hef- ur verið um, á valdi sínu. Alberto Fujimori, forseti Perú, tilkynnti að stjóm sín hefði lýst yfir einhliða vopnahléi frá kl. 17 í gær. Stjórn Ekvadors féllst síðan á vopnahléð og fyrirskipaði her- mönnum sínum að hætta að beij- ast nema ráðist yrði á þá. „Langri og spennuþrunginni bið er lokið í dag með brottrekstri hermanna Ekvadors af landsvæði okkar,“ sagði Fujimori í stuttu sjónvarpsávarpi. Fujimori sagði að hersveitir Perú hefðu náð þremur landamæra- stöðvum af hermönnum Ekvadors og fáni Perú væri þar aftur við hún. Stjóm Ekvadors kvaðst hins vegar ekki hafa misst landamæra- stöðvamar og bauð fulltrúum er- lendra ríkja að fara þangað til að staðfesta það. Fujimori sagði að 38 Perúmenn hefðu beðið bana í átökunum og Lundúnum. The Daily Telegraph. KOSSAR geta kallað á meiri vöðvanotkun en menn gera sér grein fyrir, að sögn breskra vísindamanna. Þeir segja að því sem næst hver einasti vöðvi líkamans sé not- aður þegar varirnar mætast í ástríðufullum kossum, sem geti brennt um 150 kaloríum, eða álíka mörgum og 15 mín- útna skriðsund. Læknarnir hafa verið að rannsaka kossa með því að skanna andlit sjálfboðaliða með leysum, skoða vöðvana með skönnum og festa raf- skaut við varir og vanga þeirra. Sá hluti heilabarkarins, sem nefndur hefur verið „andlitstaugakjarni", stjórn- ar kossunum, eins og öllum svipbrigðum andlitsins. Til þess sendir kjarninn bylgjur af rafefnafræðilegum merkj- um til tveggja tauga sem eru með þræði til allra andlitsvöð- vanna 34. Með þessari raf- efnafræðilegu starfsemi geta andlitstaugarnar stjórnað vöðvunum til að halda stúti á munninum og deplað augun- um. Kossar geta kost- að 150 kaloríur Kossar eru mjög lostafull reynsla vegna þess að varim- ar eru með fjölda taugaenda sem verka á miklu stærra svæði í heilaberkinum en önn- ur líffæri. Með því að festa rafskaut við vamirnar gátu læknarnir búið til „vöðvaraf- rit“ sem sýna rafstrauma sem fara um vöðvana við kossa. Þessi líflegu rafrit sýndu að við kossa á sér stað flókinn „listdans" allra andlitsvöðva, þannig að kossarnir eru miklu viðameira og flóknara fyrirbæri en samdráttur „kossavöðva“. Þegar fólk kyssist notar það ekki aðeins andlitsvöðv- ana. Til að mynda koma háls- og bakvöðvar til sögunnar þegar höfðinu er hallað til hliðar svo nefin rekist ekki saman. Með því að halda utan um hvort annað nota elskend- umir einnig útlimavöðva og þeir verða að skipta um stell- ingar til að halda jafnvægi. Að lokum slær hjartað auð- vitað örlítið hraðar. „Menn nota því sem næst alla vöðva líkamans," sagði einn vísinda- mannanna, Gus McGrouther. að minnsta kosti 70 særst. Stjóm Ekvadors sagði að tíu Ekvador- menn hefðu fallið og 37 særst, en fregnir herma að mannfallið hafi verið meira en ráðamenn ríkjanna vilja viðurkenna. Ný friðaráætlun Ríkin hafa barist um 78 km langt fjallasvæði við landamærin, sem hafa ekki verið afmörkuð nákvæm- lega á þessum slóðum eins og stefnt var að samkvæmt samningi frá árinu 1942. Samningnum var ætlað að leysa deilu ríkjanna um stórt frumskóga- svæði sem ríkin börðust um árið áður. Samningurinn var gerður fyrir tilstilli Bandaríkjanna, Brasil- íu, Chile og Argentínu en Ekvador- menn höfnuðu honum árið 1960 og síðan hafa bardagar blossað upp við landamærin með reglulegu millibili. Sixto Duran Ballen, for- seti Ekvadors, kvaðst geta fallist á friðaráætlun, sem milligöngurík- in fjögur hafa lagt fram. „Nýju tillögurnar gætu leitt til vopnahlés án þess að Ekvador þurfi að hörfa hænufet." Stórsignr stjórnar- andstöðu í Mexíkó STÆRSTI stjórnarandstöðuflokk- urinn í Mexíkó, Þjóðlegi framfara- flokkurinn, vann mikinn sigur um síðustu helgi í kosningum í ríkinu Jalisco. Féll ríkisstjóraembættið honum í skaut auk meirihluta á ríkisþinginu og í 90 af 124 sveitar- stjómum. Þeirra á meðal var Guad- alajara, önnur stærsta borg í Mex- íkó. Að sögn AP-fréttastofunnar eru úrslitin talin geta boðað enda- lokin fyrir valdaskeið stjórnar- flokksins, sem staðið hefur í 66 ár. Ernesto Zedillo forseti hafði lof- að heiðarlegum kosningum og auknu lýðræði í Mexíkó og þykir hafa staðið við það. Margir bjugg- ust þó við, að harðlínumenn í stjómarflokknum, Byltingar- flokknum, myndu reyna að hag- ræða úrslitunum en sagt er, að þeir hafí látið það ógert vegna ánægju með þá ákvörðun Zedillos Fundur Alþjóðabankans í Luzem um vanda vegna fólksfjölgunar Sm1"aumpic£pS“pprcisn Matarskortur fyrirséður ALÞJÓÐABANKINN hefur varað við því að inn- an tuttugu ára muni ekki verða nægur matur í heiminum, dragi ekki úr hinni gríðarlegu fólks- fjölgun í Áfríku og Asíu. Telur Alþjóðabankinn stöðuna svo alvarlega að leiðandi matvælafram- leiðendur voru boðaðir á neyðarfund sem haldinn var í síðustu viku í Luzem. Nú eru jarðarbúar um 5,6 milljarðar og mat- vælaskorts gætir nú þegar í þróunarlöndum. Er talið að um 700 milljónir líði nú þegar fyrir hann, að því er segir í skýrslu Alþjóðabankans. Það eru þó aðeins smámunir miðað við það ástand sem skapast þegar mannkyninu hefur fjölgað í 7,7 milljarða en gert er ráð fyrir að það verði eftir tvo áratugi. Hvað þá eftir 50 ár þegar margt bendir til þess að fjöldinn verði kominn upp í 10 milljarða. Ástandið er ekki síst slæmt vegna þess að 95% mannfjölgunar á sér stað í þróunarlöndum þar sem ræktunaraðferðir í landbúnaði eru van- þróaðar. Ismail Serageldin hjá Alþjóðabankanum segir í samtali við Politiken að jafnvel þó að lagt verði út í miklar fjárfestingar í landbúnaði í þróunarlöndum, sé mikil kreppa yfirvofandi. Segir hún að takmörk séu fyrir því hvað jörðin geti fætt marga og að við séum komin upp að þeim mörkum. Því er spáð að ástandið verði verst í Afríku, á Indlandi og í Kína. Svo kunni að fara að það verði kínversk börn sem sjónvarps- áhorfendur sjái svelta. Gjörnýting ekki til góðs í skýrslunni er það gagnrýnt að framlög iðn- ríkja til umbóta í landbúnaði í þróunarríkjum hafa lækkað verulega frá 1980. Jafnvel þó fram- farir hafi orðið í matvælaframleiðslu í þróunar- ríkjum, séu þær ekki nægilegar. Þá er bent á það að takist mönnum að gjörnýta jörðina til matvælaframleiðslu, muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Aðvörunarbjöllurnar séu nú þegar farnar að hringja: Fiskistofnar minnki og hverfi, æ minna sé um vatn og fuglum hafi fækkað. Sá fyrsti af mörgum Þótt stjórnarflokkurinn hafi beð- ið ósigur í Jalisco, eru kosningam- ar taldar nokkur sigur fyrir Zedillo vegna þess, að honum tókst að tryggja, að þær færu heiðarlega fram. Stjórnmálaskýrendur telja hins vegar, að sigur stjórnarand- stöðunnar hafi aðeins verið sá fyrsti af mörgum og telja hana eiga góða möguleika á að ná meiri- hluta í neðri deild þingsins í alríkis- kosningum 1997. Ein af ástæðunum fyrir ósigri stjórnarflokksins í Guadalajara var sprengingin í holræsakerfi borgar- innar 1992 en þá fórust 200 manns. Stafaði hún af gasleka en stjómvöldum var kennt um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.