Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995
f
MORGUNBLAÐIÐ
Lágt flug á
hálendingi
KVIKMYNPIR
Iláskólabíó
Hálendingfurinn 3:
Seiðkarlinn
„The Highlander 3“ ★
Leíkstjóri: Andy Morahan. Aðalhlut-
verk: Christopher Lambert, Mario
van Peebles.
FYRSTA myndin um Hálending-
inn eða Skotann Connor MacLeod,
sem ódauðlegur varð á miðöldum og
barðist við fjendur sína í samtím-
anum, var heilmikið og spennandi
bíó og því kemur ekki á óvart að
þriðja myndin í bálknum, Hálending-
urinn 3: Seiðskrattinn, leitar aftur
til upprunans í stíl og innihaldi. Hún
hefur þó ekki erindi sem erfíði því
eins og mynd númer tvö nær þessi
ekki með tærnar þar sem frummynd-
in hefur hælana.
Tvær seinustu myndimar hafa
snúist um baráttu góðs og ills um
yfirráð yfir jörðinni hvorki meira né
minna. Númer tvö minnir mig að
hafi gerst í framtíðinni en nú erum
við aftur komin til samtímans og
Mario van Peebles leikur seiðskratta
að nafni Kane, höfuðóvin hálendings-
ins, er Christopher Lambert leikur
að venju. Þetta er svona mynd þar
sem hækkað er í rokktónlistinni í
hasaratriðum og þegar kynlíf er
stundað. Það er sjáifsagt tilraun til
að fela spennuleysið í því fyrmefnda
en álappalegheitin í því síðarnefnda.
Nema verið sé að klippa saman tón-
listarmyndbönd því fáránlega rýrt
innihaldið gæti sannarlega rúmast í
einu slíku.
Leikstjórinn Andy Morahan leitar
mjög í smiðju Russell Mulcahys, þess
sem gerði íyrstu myndina, sprengir
mikið rúðugier og hefur útlitið dökkt
og drungalegt en nýmeti ef svo skyldi
kalla felst í sjónhverfingum seið-
skrattans Peebles, sem unnar em í
tölvu. Lambert virðist hættur að
nenna að leika hlutverkið á meðan
Peebles ofleikur svo óþokkann að það
hálfa væri nóg. Að auki gerast aukal-
eikaramir æ verri eftir því sem fram-
haldsmyndunum fjölgar. Hálending-
urinn 3 er léleg hasarmynd að öllu
leyti. Því er lofað í lokin að nú sé
sagan öll. Bara að þeir standi við það.
Arnaldur Indriðason
TÓNOST
Listasafn íslands
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
íslensk kammertónlist leíkin af
Caput hópnum. Sunnudagurinn
12. febrúar 1995.
MYRKIR músíkdagar eru haldn-
ir af Tónskáldafélagi íslands en í
sumar eru liðin 50 ár frá stofnun
þess. Jón Leifs var hugmyndasmið-
urinn og hann stóð einnig fyrir
stofnun Stefs og vann þar með
merkilegt starf á sviði höfundar-
réttarmála, sem þá voru mjög í
lausu iofti og á ýmsan hátt fótum
troðin. Nú hefur svo skipast, að
núlifandi íslensk tónskáld eiga Jóni
Leifs fleira að þakka en góða tón-
list og sýnist sem ungu mennimir,
er nú stjóma Tónskáldafélaginu,
kunni þar betur um að búa og hlúa
að en samtímamenn Jóns.
Tónleikar Caput hópsins hófust
á kvartett eftir Lárus H. Grímsson,
ritaðan fyrir þrjá strengi og fagott
og nefnir hann verkið Tales from
a forlom fortress. Vera má að verk-
ið sé að gerð eitthvað er minnir á
frásagnir af yfirgefnu borgvirki og
það að hefðbundið tónferli og stíll
verksins sé eins konar gömul sögn.
Sé svo, var sagan ekki mjög við-
burðarík eða ef til vill of látlaus til
að vekja áhuga, þrátt fyrir ágætan
leik Brjáns Ingasonar, Hildigunnar
Halldórsdóttur, Sígurðar Halldórs-
sonar og Guðmundar Kristmunds-
sonar.
Strengjakvartett nr. 2 eftir
LISTIR
WILLIS og March í sálarháska.
Sálar í háska
KVIKMYNPIR
Regnboginn
Litbrigði næturinnar
(„Color of Night“) ★ ★
Leikstjóri Richard Rush. Handrit
Barry May. Tónlist Dominic Fronti-
ere. Aðalleikendur Bruce Willis, Jane
March, Ruben Blades, Lesley Ann
Warren, Lance Hendriksen, Kevin
0’ Connor, Brad Dourif, Jeff Corey,
Shirley Knight, Kathleen Wilhoit,
Scott Bakula. Bandarísk.
Cinergi 1994.
ORÐIÐ „sálfræðitryllir“ kallar
nafn Alfreds Hitchcocks beint uppí
hugann. Um þessar mundir er ein-
mitt verið að sýna mörg hans bestu
verk á annarri sjónvarpsstöðinni,
það segir meira en nokkur orð að
bera saman myndir meistarans við
þau verk af sama toga sem gerð
hafa verið á undanfömum árum.
Þau standast þeim ekki snúning.
Hver minnist í dag Jennifer 8, Fin-
aI Analysis og annarra, nýlegra
„sálfræðitrylla"? í samanburði við
myndimar hans Hitchcocks kemur
í ljós að þær em fyrst og fremst
alltof snúnar og sálarlausar til að
hrífa áhorfandann.
Litbrigði næturinnar er fjarri því
að vera slæm mynd, hún rís þó
tæpast uppúr meðallaginu og er það
ekki síst að kenna óhóflegri lengd.
Samanþjappaðri hefði hún orkað
betur á taugakerfið. Það er mikið
um óþarfa málalengingar og lopa-
teygingar, þá dettur myndin gjör-
samlega niður í löngum ástarsen-
um, sem em þó, aldrei þessu vant,
erótískar og vel gerðar. Söguhetjan,
leikin af Bmce Wilis, er sálfræðing-
ur sem leitar hvíldar hjá gömlum
skóla- og starfsbróðir í Los Angel-
es, eftir að hafa lent í áfalli. En
það á ekki af Willis að ganga því
vinurinn er myrtur og tekur Willis
þá við nokkrum sjúklingum hans,
sem stunduðu hópmeðferð og það
er ljóst að einn þeirra er morðing-
inn. Inní uppljóstmnarsöguna flétt-
ast eldheitt ástarævintýri Willis og
dularfullrar kvenpersónu (Jane
March).
Litbrigðum næturinnar telst
helst til tekna litríkur hópur skap-
gerðarleikara sem kryddar inni-
haidið og bætir. Leikstjóm Rush
er einnig athyglisverð á köflum, en
eins og fyrr segir þá er það lengdin
sem er aðalhöfuðverkurinn hér,
söguþráðurinn klaufalega flæktur í
tengslum við aðra aðalpersónuna
og sökudólgurinn því miður full
fyrirsjáanlegur. Grimm skærisnotk-
un hefði bjargað miklu.
Sæbjörn Valdimarsson
í hringiðunni
LEIKLIST
Rcimlcikar
í Risinu
LEIKFÉLAGIÐ
SNÚÐUR OG SNÆLDA
Leikfélagið Snúður og Snælda;
Reimleikar í Risinu eftir Iðunni
og Kristínu Steinsdætur. Leik-
stjóm: Sigrún Valbergsdóttir.
Lýsing: Kári Gislason. Leikendur:
Brynhildur Olgeirsdóttir, Sigur-
björg Sveinsdóttir, Sigrún Péturs-
dóttir, Ragnheiður Þorstehisdótt-
ir, Ársæll Pálsson Þorsteinn
Ólafsson, Iðunn Geirdal, Anna
Tryggvadóttir, Sveinn Sæmunds-
son, Sigríður Söebech. Frnmsýn-
ing 12. febrúar í Risinu við
Hverfisgötu.
EITT fyndnasta augnablikið
í bráðskemmtilegu nýju leikriti
Iðunnar og Kristínar Steinsd-
ætra gerist á miðilsfundi þegar
þvottavél treður sér fram fyrir
alla sem bíða með skilaboð að
handan. Og einhver löngu liðinn
sjarmörinn vill minna Halldóm
á ástarfundi á Kópaskeri fyrir
margt löngu. En Halldóra, þótt
ekki sé hún dauð úr öllum
æðum, kveðst aldrei á Kópasker
hafa komið hvað þá heldur ...
Ölkær afturganga trítlar um
í þessu leikriti sem hefur það
umfram Intemetið að þurfa
ekki ljósleiðara til að komast í
samband hinum megin. Hér
bregður líka fyrir skondnum
persónum af holdi og blóði. Ein
æðir um með kústinn og þarf
að hafa allt í röð og reglu í
kring um sig. Önnur ætlar að
skrifa skáldsögur eins og Bar-
bara Cartland. Fyrst vill hún
læra á ritvél. Sú þriðja er art-
isti og ámmeistari sem vinnur
kauplaust fyrir flokkinn. Hver
um sig verða þær að bregðast
við tilteknum uppákomum sem
mynda fléttu leikritsins. Hún
verður ekki rakin hér en látið
nægja að slá fram þeirri tilgátu
hvort karlmenn séu yfir höfuð
alandi einmitt vegna þess að
þeir em ófeijandi.
Víða gefst tilefni til hláturs.
Höfundar gera grín að löstum
mannsins og brestum. Hver
þekkir sig þar sjálfur og brosir
að. Þá skírskota þær til atburða
í samtímanum að hætti revíu-
höfunda á fyndinn hátt en ekki
meinlegan. Þó felst styrkur
þessa verks í allt öðm, ef grannt
er skoðað. Hér er dauðinn nefni-
lega sýndur sem eðlilegur hluti
af lífi mannsins og ekkert
feimnismál. Enda er hann nátt-
úrulegur þáttur í framvindu
sem er raunveraleg eins og blær
á vanga þótt hún sjáist ekki öll
á tölvuskermi raunhyggjunnar.
Hveijum manni er hollt að
minnast þessa þótt stundum
þurfi kjark til.
Leikendur gera þessum þætti
verksins góð skil og umvefja
hann húmornum svo úr verður
hin besta skemmtun. Undir til-
sögn Sigrúnar Valbergsdóttur
em þau hreyfanleg á sviðinu
og þeim tekst oft að verða t.d.
Álfhildur, Katrín eða Fomólfur,
en þeir sem til þekkja segja að
auðveldara sé að hrista af sér
fjósalykt en áhorfendur. Þeim
vex öllum ásmegin þegar á líður
leikritið og verða hæfilega
kæmleysisleg þegar þau skella
fram bröndumnum.
Talsvert álag fylgir því að
taka þátt í leiksýningu. Það er
erfitt að koma sér af stað.
Maður leggur mikið undir.
Sjálfan sig. En eins og félagarn-
ir í Snúð og Snældu vita (þau
þurfa ekki mig til að segja þeim
það) getur uppskeran verið
ríkuleg. Maður uppsker sjálfan
sig. Þetta hafa þau gert í Reim-
leikunum í Risinu, áhorfendum
til ánægju. Best af öllu er nátt-
úmlega að vera þátttakandi í
hringiðunni. Hringiðu lífsins.
Guðbrandur Gíslason.
Að kinka þrisvar kolli
Iljálmar H.
Ragnarsson
’Snorra Sigfús Birgisson er sagður
vera þriggja þátta en það er í raun
aðeins fyrsti þátturinn sem skiptir
máli og er hann frábærlega vel
gerður og á köflum rismikill. Seinni
þættirnir sóma sér engan veginn
í samfélagi við fyrsta þátt og sá
síðasti, sem höfundurinn segir að
„kinki þrisvar kolli til hinna
tveggja", er vægast sagt eitt
undarlegt uppátæki. Verkið var
mjög vel flutt af Auði Hafsteins-
dóttur, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur,
Helgu Þórarinsdóttur og Bryndísi
Höllu Gylfadóttur.
Næstu tvö verk eiga það sam-
merkt að vera mjög þétt ofin og
er það eins konar andsvar við gis:
ofnum tónvef minimalistanna. í
þessum þétta vef má oft merkja
kontrapúnktísk vinnubrögð, þó
megin áhersla hafi oft verið lögð
á samhljómunina.
Fyrra af þessum tveimur nefnist
Skúlptúr og er eftir Hauk Tómas-
son. Hugmyndinni er lýst sem eins
konar „skekktri samhverfu" og er
þessi samhverfa, sem ekki grópast
saman, greinileg I upphafi verks-
ins, þar sem fiðluraddimar hljóma
ósamvirkar við sellóið og klarinett-
ið. Gott verk, sem var vel leikið
af Gerði Gunnarsdóttur, Hildi-
gunni, Bryndísi, Guðmundi og
Guðna Franzsyni.
Seinna verkið ber nafnið Vink 2
og er eftir Atla Ingólfsson. Ágætt
verk uppfullt af skemmtilegum
tónhugmyndum, er sumar vísa til
hefðbundins tónferlis, og jafnvel
tónbilaleik með þríundir, sem
minnti eitt augnablik á Beethoven.
Vink var, eins og reyndar öll verk-
in á tónleikunum, mjög vel flutt
af Snorra S. Birgissyni, Auði, Kol-
beini Bjamasyni, Guðna og Brynd-
ísi.
Rómansan, eftir Hjálmar H.
Ragnarsson, er gamall kunningi,
sem enn reynir nokkuð á hlust-
unarþol hljómleikagesta. Nokkuð
er um krómatískt tónferli og and-
stæðumar, bæði er varðar tón-
stöðu og styrk, eru ákaflega skarp-
ar en boðskapur rómönsunnar á
margt sameiginlegt með and-róm-
antískum viðhorfum nútímans.
Snorri, Guðni og Kolbeinn léku
verkið og var leikur Guðna einkar
ákafur.
Elja heitir 10 manna kammer-
verk eftir Áskel Másson og bar það
nokkuð af þeim verkum sem hér
vom flutt, fyrir fjölbreytileika tón-
málsins og sterk leikræn tilþrif.
Tónskáldið getur þess að gamalt
stef, Eljakvæði, heyrist þrisvar í
verkinu og var notkum þess veik-
asti hlekkur þess og ekki að heyra,
að það hafi haft aðra þýðingu fyr-
ir verkið, en að bera fyrir eyru
þrisvar sinnum. Sú merking orðs-
ins „elja“, sem vitnað er til í efnis-
skrá (ákafi, vinnusemi, barátta og
stríð) mun ekki eiga hér við, því í
kvæðinu er átt við hjákonu eða
frillu, eins og stendur í Elja kvæði:
Þreraur hefi eg verið
mðnnunum gíft,
allar hafa mig eljumar
yndinu svipt.
Sá er enginn glaður eftir annan þreyr.
Lagið er úr safni er Thomas
Laub gaf út í Kaupmannhöfn 1899
og var deilt um það hvort um
væri að ræða íslensk eða samnorr-
æn sönglög. Hvað um það og þrátt
fyrir þennan veika „dönskuskotna"
hlekk, er verkið mjög gott og auð-
heyrt að Áskell er að heyja sér
kraft til stórtækra átaka við gerð
tónverka sinna og að hljóðfæra-
leikaramir nutu þess að leika þetta
ágæta verk undir stjóm Guðmund-
ar Óla Gunnarssonar, sem lagði
áherslu á að draga fram hinar leik-
rænu andstæður verksins. Þeir sem
komu nýir til leiks, auk stjórnand-
ans, voru Eydís Franzdóttir, Emil
Friðfinsson og Richard Korn.
Síðasta verkið var gamansöm
útfærsla á íslenskum þjóðlögum,
sem Jón Leifs notaði í Rímnadöns-
um sínum. Vandséð er hvort nafn-
ið Rímnadansar eigi rétt á sér, því
fræðimenn telja vafa leika á, að
dansað hafi verið nokkurn tíma
eftir rímum. Hvað sem þvi líður,
var þessi gamansama útfærsla
Atla Heimis Sveinssonar, mjög vel
leikin af Snorra, Guðna, Áuði,
Kolbeini og Bryndísi. í sambandi
við sérkennilega tónmótun náðu
Guðni og Bryndís oft að framkalla
kátleg blæbrigði, er jók mjog á
glettið yfirbragð verksins.
Jón Ásgeirsson