Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 25
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 25 Morgunblaðið Sverrir hefði skorið framlög til þess niður um 2 milljarða og lánþegum hjá LÍN fækkað um 26% vegna þess að sjóður- inn hefði verið eyðilagður. Kristín sagði að kennarar hefðu ekki kosið verkfall, heldur ríkisstjórn- in, með því að draga samninga. Launakerfi ríkisins væri handónýtt og réttlæti í launamálum yrði eitt helsta kosningamálið. Agúst sagði Háskólann stefna í að verða 2. flokks menntastofnun vegna niðurskurðar á framlögum og bæta þyrfti kjör kennara. Hann furðaði sig á að íjármálaráðherra boðaði laga- setningu á kennara eftir kosningar, tækjust samningar sem ríkið væri óánægt með. Þessu mótmælti Friðrik og sagði að ríkisstjórnin myndi ekki beita slíkum vinnubrögðum. Finnur sagði slæmt að Ágúst sæti ekki enn í forsæti samninganefndar ríkisins, fyrst hann hefði þessa afstöðu. Fjár- málaráðhera ætti að beita sér fyrir skammtímasamningi við kennara, til að koma í veg fyrir verkfall. Auk þess samnings fengju kennarar aðrar hækkanir sem samið yrði um á al- mennum vinnumarkaði. Friðrik sagði að þetta væri einmitt afstaða ríkisins. Þá vék hann að full- yrðingu Svavars um 2 milljarða niður- skurð til menntamála og sagði að í menntamálaráðherratíð hans hefðu verið tekin erlend lán til að fjármagna LIN. Svavar hefði einnig setið í ríkis- stjórn, sem samdi við opinbera starfs- menn og tók svo hækkunina til baka með lögum. Jón Baldvin sagði stjómmálaum- ræður stundum snúast upp í uppboðs- markað, þar sem allir reyndu að bjóða hæst. Hann sagði að Svavar, sem menntamálaráðherra og ábyrgðar- maður LÍN, hefði lofað upp í ermina á sér, en þau loforð hefðu verið inni- stæðulaus. Slíkt ættu kjósendur að varast. Haraldur Bjamason spurði hvað hefði komið út úr störfum nefndar um kjördæmaskipan. Friðrik skýrði frá þeim hugmyndum nefndarinnar að svokallaður flakkari yrði þingmað- ur Reykvíkinga og þingsæti yrði flutt frá Norðurlandi eystra til Reykjaness. Þetta væri liður í að jafn atkvæða- vægi. Ágúst, Svavar og Finnur voru spurðir hvar þeir ætluðu að fá peninga til að leggja í menntakerfið. Finnur sagði að ef brotist væri út úr víta- hring stöðnunar með auk- inni atvinnu væri hægt að numál ná hallalausum fjárlögum í i kosn- lok næsta kjörtímabils og nálið þar með sköpuðust forsend- ur fyrir auknum framlögum til menntamála. Ágúst benti á að árlega töpuðust 11 milljarð- ar vegna skattsvika. Þjóðvaki vildi setja á fjármagnstekjuskatt, hátekju- skatt og stóreignaskatt. Fjárlög ættu að vera til lengri tíma, fjögurra ára í senn, því bætt áætlanagerð skilaði hagræðingu. Kristín benti á að slys kostuðu 10 milljarða á ári, þar af umferðarslys 5 milljarða. Þar mætti hugleiða ýmsar aðgerðir. Svavar sagði að aukin framlög til menntamála nú þýddu betri lífskjör síðar. Vöxtur atvinnulí fsins forsenda vinnu CARL Bildt er leiðtogi Hægri- flokksins og sænsku stj ómarandstöðunnar. Hann er fæddur 1949, varð flokksformaður 1986, aðeins 37 ára gamall og þótti í byijun svolítið gjarn á að slá strákslega í kringum sig með afburða þekkingu sinni á stjórn- málum og efnahagsmálum. En síðari árin hefur hann orðið æ virtari bæði innan flokks og utan fyrir stjómmála- hæfileika sína, auk þess sem hann er vel kynntur utan Norðurlanda. Flokkurinn vann heldur á í síðustu kosningum, þrátt fyrir stjórnarsetu, en tapaði samt stjómartaumunum, þar sem samstjórnarflokkunum gekk laklega og í skoðanakönnunum und- anfarið hefur hann enn bætt við sig. Velgengni flokksins hefur þó ekki komið í veg fyrir gagnrýni í garð flokksforystunnar undanfarið. í kosningabaráttunni og meðan ESB-umræðan stóð sem hæst fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í haust virt- ist hann óþreytandi að ræða málin. Minnti oft á boxara sem hoppar um í hringnum, tilbúinn að útdeila högg- um á andstæðinginn, svo hann stund- ar stjórnmálin augljóslega af lífi og sál. Spurningin um hvers lags ánægju hann hafi af stjómmálunum kemur flatt upp á hann, en við nánari um- hugsun segir hann að það sé reyndar alltaf gaman í kosningabaráttu. „Stjórnmál snúast ekki aðeins um að tala sjálfur, heldur hlusta á aðra. Til þess gefst tækifæri í kosningabar- áttunni. Af því kvikna hugmyndir og maður heyrir af mörgum málum, sem maður vissi annars ekki af, svo það er mjög lærdómsríkt að fara um og hitta fólk, ekki til að tala sjálfur, heldur einmitt til að hlusta á hvað aðrir hafa að segja.“ Eftir kosningarnar hefur verið rætt um að betur færi á að flokkur- inn ræddi heidurminna um efnahags- mál og meira um mannlegu hliðina. Hvað viltu segja um þessar raddir? „Ég trúi ekki á þessa kenningu. Verkefni stjómmálmanna er að Ieysa þann vanda sem við er að glíma. Undanfarið hafa ESB-aðild annars vegar og efnahagsmálin hins vegar verið efst á baugi. Ef mistekst að leysa efnahagsvandann, þá horfir illa. Hin félagslega hlið tengist hinni efna- hagslegu og félagsleg vandamál verða ekki leyst án tengsla við efna- hagsmálin.“ F orgöngumenn breytinga Ef við víkjum að kosningunum í haust og falli borgaralegu stjómar- innar. Hver er þín skýring á sigri jafnaðarmanna í síðustu kosningum? „Þeir lofuðu að láta niðurskurð eiga sig og þeim tókst að spila á óvissu fólks og hún hitti einkum mið- flokkana fyrir, auk þess sem uppsvei- flan var ekki komin nægilega skýrt í ljós. Nú hefur stjórn jafnaðarmanna sett fram sparnaðaráætlanir, eftir að hafa notað kraftana til að beijast gegn sparnaðaráætlunum okkar öll þau þijú ár, sem þeir vom í stjórnar- andstöðu. Þetta sýnir að við höfðum rétt fyrir okkur og eykur trúverðug- leika okkar. En við höfum heldur ekkert á móti því að vera álitnir forgöngumenn þeirra breytinga, sem þarf að gera í Svíþjóð og til lengdar held ég að það sé af hinu góða að kjósendum sé ljóst að svo sé. Landið á við ákveðna kerfisgalla að glíma og þessa galla þarf að laga ef við eigum ekki að halda áfram að dragast aftur úr, eins og við höfum verið að gera fram að þessu. Á sjöunda og áttunda áratugn- um vorum við í hópi allra ríkustu landa heims. Samkvæmt nýjustu tölum erum við í 20. sæti, neðar en flest hin ESB-löndin. Á þessu þarf að taka og það vildum við gjarnan gera. Við höldum'fram þjóðfélagi, Sænska velferðarkerfið er gjaldþrota en niður- skurðarhugmyndir jafnaðarmanna mælast mis- jafnlega fyrir. Svíar standa frammi fyrir áður óþekktiim vanda á sama tíma og þeir hefja þátt- töku í Evrópusambandinu. Sigrún Davíðsdóttir sótti sænska áhrifamenn og sérfræðinga heim, þeirra meðal Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Carl Bildt, leiðtogi sæuska Hægriflokksins, leiðir son sinn, Nils, á leið á kjörstað í Evrópusambands-kosningunum síðasta haust. Landið á við ákveðna kerf- isgalla að glíma sem markað er sjálfstæði og ábyrgð einstaklingsins, valfrelsi og borgara- legum gildum. Ég trúi ekki á að draga úr mun milli flokkanna af „taktískum" ástæðum. Munurinn á flokkunum er fyrir hendi og hann mun einnig koma fram í afstöðunni til ESB og hveiju við viljum beita okkur fyrir þar. Við trúum síður á að njörva allt niður í reglur, en fremur á fijálsan og opinn markað. Við viljum auka valfrelsi þar, meðan jafnaðarmenn tala næst- um eingöngu um vinnumarkaðsmál og lausn atvinnuleysisins með sam- eiginlegu átaki allra ESB-landanna. Það eru vissulega sterkar félagslegar ástæður fyrir að leysa atvinnuleysis- vandann og þá með tilkostnaði, líkt og tíðkast á Norðurlöndunum. En það má ekki gleyma því að að það er vöxtur atvinnulífsins einn, sem skap- ar vinnu.“ „í Svíþjóð höfum við leyst þetta vandamál“ Þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB- aðild, sem fylgdi í kjölfar þingkosninganna, var ann- ar tveggja megin viðburða í sænskum stjórnmálum síðari hluta ársins. Eftir hana var talað um að hún ______ hefði klofíð þjóðina, þar sem fólk greiddi atkvæði eftir stétt og búsetu. En má ekki fremur líta á að atkvæða- greiðslan sýni mun, sem fyrir er, en skapast ekki af skoðanamismun á ESB? „Jú, sannarlega. Segja má að skoðanamunurinn endurspegli af- stöðu til hvort og hvernig eigi að breyta sænska kerfinu. Hægriflokk- urinn, sem var langstærsti já-flokk- urinn, heldur fram þörfinni á að gera Svíþjóð nútímalegri og hann höfðar til þess hluta miðstéttarinnar, sem kýs breytingar. Jafnaðarmanna- flokkurinn hefur tilhneigingu til að vera formælandi þeirra sem eru tor- tryggnir á breytingar. Nú eiga hugmyndir um sameinaða Evrópu rætur að rekja til frjáls- hyggju og meðal annars nefnir Hay- ek slíkan möguleika í „Leiðinni til ánauðar", sem kom út 1943. Jafnað- armenn á Norðurlöndum voru seinir að taka við sér, en danskir jafnaðar- menn fengu þó mun fyrr augastað á slíkum hugmyndum en sænskir flokksbræður þeirra. Kanntu skýr- ingu á þvf? Tíminn líður kannski hægar í Svíþjóð? „Já, eigum við ekki að segja að hér ríki sænskur tími... Sænskir jafn- aðarmenn voru reyndar opnir gagn- vart Evrópu á fimmta og sjötta ára- tugnum, en síðan misstu þeir áhug- ann og sneru sér að hinu sænska og voru uppteknir af því sem þeir álitu velgengni heima fyrir. Það var haft á orði að þegar sænskir stjórnmála- menn úr röðum jafnaðar- manna voru á fundum er- __________ lendis og einhver vandamál bar á góma, þá væri við- kvæði Svíanna jafnan: „í Svíþjóð höfum við leyst þetta vandamál.“ Á þeim árum var ofmetnaður vegna sænska kerfisins ríkjandi eiginleiki Svía, sem gerði það að verkum að þeir vildu ekki um of blanda geði við þjóðir, sem óhjá- kvæmilega voru skemur komnir en þeir sjálfir. Þessi skilningur kom skýrt fram i málflutningi Tage Erlanders, fyrrum leiðtoga jafnaðarmanna. Þar að auki álitu Svíar sig ekki eiga samleið með neinni þjóð, því þeir væru á þriðju Viö trúum síA- ur á að njörva allt niður I reglur leiðinni, millistigi sósíalisma og kapít- alisma, auk þess sem hlutleysisstefna þeirra staðsetti þá milli vesturs og austurs. Það sem skilur svo reyndar Norðurlandaþjóðirnar frá hinum Evr- ópuþjóðunum er að reynsla okkar af stríðinu var öll önnur en þeirra, svo skilningur okkar á sameiningu Evr- ópu sem friðarverkefni var og er miklu sljóari en meðal hinna þjóð- anna.“ Efnahagssamstarfið er undirstað- an fyrir pólitíska samstarfínu. Fyrr eða seinna tekur yfírstandandi upp- sveifla í evrópsku efnahagslífi enda. Er og verður ekki erfítt fyrir einstök lönd að einbeita sér að samruna, þegar þau eiga við efnahagsvanda að glíma heima fyrir? „Jú, en um leið verður að átta sig á að efnahagsvandi er einnig orðinn alþjóðlegt fyrirbæri og ekki lengur einkamál hvers lands fyrir sig. Það hefur komið glögglega fram undan- famar vikur, þegar kreppa í Mexíkó veldur vandræðum víða um lönd og þá meðal annars í Sviþjóð. Það verð- ur æ erfiðara að draga markalínu milli efnahags einstakra þjóða og svo hins alþjóðlega viðskiptalífs. Hins vegar getur hvert land reynt að styrkja sem best forsendur sínar til að spjara sig vel efnahagslega og styrkja þannig samkeppnisaðstöðu sína á alþjóðamarkaði." NATO-aðild ekki á dagskrá ESB er verkefni um frið og því liggur beint við að ræða um sam- bandið og sænsk öryggismál. Danir eru í Atlantshafsbandalaginu, en utan Vestur-Evrópusambandsins og Bildt segir það ofvaxið hans pólitíska skilningi hvernig þjóð, sem er í Atl- antshafsbandalaginu sjái tormerki á aðild að Vestur-Evrópusambandinu. Það hljóti nánast að eiga sér ein- hveija trúarlega skýringu.„Aðstaða Svía og Finna er nokkuð önnur. Svíar eru áheyrnaraðilar í Vestur-Evrópu- sambandinu og aðilar að friðarsam- starfi Atlantshafsbandalagsins. Hins vegar er aðild að Atlantshafsbanda- laginu ekki á dagskrá.“ En hvað þá með afstöðu Svía gagnvart Atlantshafsbandalaginu, að mega ekki heyra aðild nefnda, jafn- vel þó að að hlutleysi sé orðið merk- ingarlítið hugtak? Er sú afstaða þá ekki líka fremur af trúarlegum toga en mörkuð raunveruleikanum? „Það má kannski segja það. En sé málið gaumgæft horfír það öðru vísi við. Hvað ísland og Noreg varðar þá getur ísland ljóslega ekki varið sig sjálft og Noregur ræður vísast varla við að veija Norður-Noreg. Svo lengi sem við Svíar álitum hins vegar að við getum varið land okkar betur en aðrir höfum við ekkert að gera í hernaðarbandalag. íslendingar og Norðmenn ættu manna best að vita að Bandaríkja- menn eru að draga sig út úr vömum Evrópu. í sænska Hægriflokknum kjósum við hiklaust að veija töluverð- um fjármunum til eigin vama og teljum það betri kost en að draga úr vömum okkar og ganga í Atlants- hafsbandalagið og þurfa þar með að treysta á aðra, fremur en --------- okkur sjálfa. Eins og er myndi slíkt veikja vamir okkar. Munurinn á aðstöðu Islands og Noregs annars vegar og okkar hins vegar er að við höfum tök á að veija okkur, en ekki hinar þjóðirnar tvær, vegna fólksfæðar og erfíðra aðstæðna." En gætu Svíar ekki bæði haldið sterkum vörnum og gengið í Atlants- hafsbandalagið? Það væri því þá til styrktar. „Jú, að sjálfsögðu væri það mögu- leiki, en sem stendur held ég að það sé enginn áhugi innan bandalagsins. Sjálfur er ég þó öldungis afslappaður gagnvart þeim möguleika." I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.