Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D
45. TBL. 83. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Hvítir
kenna
jarð-
yrkju
Jóhannesarborg. Reuter.
HVÍTIR bændur í Suður-Afr-
íku, sem löngum voru dygg-
ustu stuðningsmenn aðskiln-
aðarstefnunnar, hyggjast nú
verða við beiðni stjórnvalda í
nokkrum Afríkulöndum um
að kenna innfæddum nútíma-
legan landbúnað.
Meðal landanna eru Mós-
ambík, Angóla, Kongó, Gabon
og Zambía. „Þeir ráða yfir
einhveijum bestu jörðum í
Afríku en nýta þær ekki,“
sagði Dries Bruwer, forseti
búnaðarsambandsins í
Transvaal en hann var nýverið
í Mósambík ásamt Constand
Viljoen, einum helsta leiðtoga
hvítra íhaldsmanna. „Þeir
geta ekki gert áætlanir, geta
ekki stjórnað rekstri, þess
vegna vilja þeir fá okkur,“
bætti Bruwer við.
Hann sagði þúsundir
bænda þegar hafa boðið sig
fram til starfa en miklir þurrk-
ar og efnahagsóreiða hafa
undanfarin ár valdið mörgum
s-afrískum bændum erfiðleik-
um.
Metflug í
loftbelg
STEVE Fosset, fimmtugur verð-
bréfasali frá Chicago, hefur sett
met í loftbelgsflugi og varð fyrst-
ur til að fara í loftbelg yfir
Kyrrahaf einn síns liðs. Fosset
lenti í fyrradag nálægt bænum
Leader, sem er í Saskatchewan
í Kanada, og sést hér stíga upp
úr körfunni. Ferðin hófst í Suð-
ur-Kóreu á laugardag og hann
ferðaðist 9.600 km. Fosset sló
þannig met Bens Abruzzos og
fleiri loftfara sem ferðuðust
8.320 km árið 1981, sem var
lengsta flug á loftbelg er hafði
verið viðurkennt.
Sljóm Svía ítrek-
ar hhitleysisstefnu
Stnkkhólnii. Rpntpr.
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKA ríkisstjórnin
ítrekaði hlutleysis-
stefnu sína í gær og
sagði, að vangaveltur
fyrri stjómar um hugs-
anlega aðild að vest-
rænum vamarbanda-
lögum ættu ekki lengur
við, hvorki að Atlants-
hafsbandalaginu,
NATO, né að V-Evr-
ópusambandinu, WEU.
í árlegri umræðu á
þingi um utanríkismál
sagði Lena Hjelm-
Wallen utanríkisráð-
herra, að fyrri stjórn
Carls Bildts og borgaraflokkanna
hefði látið það berast, að réðust
Rússar á Finnland eða Eystra-
saltsríkin, myndu Svíar hugsan-
lega snúast þeim til varnar. Sagði
hún, að þessi afstaða hefði verið
túlkuð þannig, að hlutleysisstefn-
an gilti ekki gagnvart þessum ríkj-
um og því hefði verið um að ræða
loforð um hernaðarleg afskipti.
Lena Hjelm-
Wallen, utanríkis-
ráðherra Svía.
Hjelm-Wallen sagði
þetta óheppilegan mis-
skilning, það væri ós-
amrýmanlegt stefnu
Svía að gefa einhvern
ádrátt um afskipti af
hemaðarátökum.
Ríkisstjórn Bildts
gerðist aðili að Friðar-
samstarfi NATO-ríkj-
anna, sem upphaflega
var hugsað sérstaklega
fyrir Austur-Evrópu-
ríkin, og þegar hún
sótti um aðild að Evr-
ópusambandinu var
ekki minnst á hlutleys-
isstefnuna. Vakti það spurningar
um hvort Svíar hefðu hug á að
ganga í Vestur-Evrópusamband-
ið.
Lítili stefnumunur?
Hjelm-Wallen ítrekaði, að engin
breyting hefði orðið á hlutleysis-
stefnunni og væri hvorki stefnt
að aðild að WEU né NATO. Haft
Reuter
Svört skýrsla frá Alþjóðavinnumálastofnuninni
Segja heiminn stefna í
mikla atvinnukreppu
Genf. Reuter.
SAMKVÆMT skýrslu Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar (ILO),
sem birt var í gær, stefnir í alvar-
lega atvinnukreppu í heiminum.
Ráðamenn í ríkjum heims eru hvatt-
ir til að gera ráðstafanir til að af-
stýra „félagslegri ólgu út um allan
heim“.
í skýrslunni segir að um 820 millj-
ónir manna, eða 30% af vinnuafli
heimsins, séu án atvinnu eða þurfi
að sætta sig við ónóga atvinnu.
Ástandið sé verra en nokkru sinni
áður frá heimskreppunni á fjórða
áratugnum og geri stjórnvöld ekki
viðeigandi ráðstafanir eigi atvinnu-
leysið eftir að snaraukast á næstu
árum og skapa félagslega ólgu út
um allan heim.
Atvinnulausum fjölgar í
flestum heimshlutum
í flestum iðnríkjunum og fyrrver-
andi kommúnistaríkjum Mið- og
Austur-Evrópu er atvinnuleysishlut-
fallið komið í tveggja stafa tölu,
samkvæmt skýrslunni. Um 35 millj-
ónir manna eru án atvinnu í stærstu
iðnríkjunum.
Atvinnuleysið fer vaxandi í Mið-
og Austur-Evrópu og fyrrverandi
lýðveldum Sovétríkjanna og grefur
undan stuðningi við pólitiskar og
efnahagslegar umbætur. í Afríku
sunnan Sahara eru 60% vinnuaflsins
í borgunum án nægilegrar atvinnu.
í Rómönsku Ameríku fer þeim
einnig sífjölgandi sem hafa ekki
næga atvinnu.
er eftir vestrænum stjómarerind-
reka, að þrátt fyrir þessar yfirlýs-
ingar sé ekki mikill ágreiningur
með Carl Bildt og Ingvari Carls-
son, forsætisráðherra jafnaðar-
manna.
„Bildt er að segja að Svíar geti
ekki þóst vera hlutlausir á sama
tíma og evrópsk öryggismál skipta
þá æ meira máli og Carlsson er
að segja, að hlutleysið sé enn
stefnan en Svíar muni smám sam-
an bindast ýmsum evrópskum
stofnunum nánari böndum,“ sagði
erindrekinn.
Bæjaraland
Yerkfall í
málmiðnaði
Frankfurt. Reuter.
SAMBAND málmiðnaðarmanna í
Þýskalandi, IG Metall, boðaði í
gær verkfall í Bæjaralandi og
hefst það á morgun, föstudag.
Talsmenn sambandsins sögðu að
vinnustöðvunin væri fyrsti þáttur
í áætlun um víðtækar aðgerðir ef
ekki næðust samningar en sam-
bandið er stærsta stéttarfélag
landsins, með um þrjár milljónir
félaga.
Krafíst er 6% launahækkunar
og aukins atvinnuöryggis. At-
vinnurekendur neita að gera
gagntilboð, segja að fyrst verði
að semja um aðgerðir til að draga
úr útgjöldum fyrirtækjanna.
Síðast fóru þýskir málmiðnaðar-
menn í verkfall fyrir 11 árum. Það
stóð í nokkrar vikur og dró mjög
úr hagvexti á árinu. Heimildar-
menn telja að í þetta sinn verði
afleiðingarnar ekki jafn slæmar,
sambandið hyggst einbeita sér að
tiltölulega litlum fyrirtækjum til
að reyna að knýja fram samninga.
Gegn friðar-
tillögum
MÓTMÆLENDUR á Norður-
írlandi lýstu andstöðu sinni við
sameiginlegar friðartiHögur rik-
isstjórna Bretlands og írlands sem
kynntar voru í gær. Leiðtogar
mótmælenda í héraðinu voru harð-
orðir og sögðu Ijóst að með tillög-
unum væri stefnt að sameiningu
N-írlands og írlands. Ian Paisley
sakaði John Mígor, forsætisráð-
herra Bretlands, um að hafa svikið
mótmælendur. Gerry Adams, leið-
togi kaþólikkaflokksins Sinn Fein,
er vill sameiningu, sést hér tjá sig
um tillögurnar, hann sagði að
margt í þeim mætti betur fara en
samt væri (jóst að þær stefndu í
rétta átt, þ. e. sameiningu.
■ Friður ogsamvinna/17
Plöntur
hafa gott
minni
London. The Daily Telegraph.
PLÖNTUR muna eftir sjúk-
dómum sem heijað hafa á þær
og nota reynsluna til að auka
framleiðslu varnarhormóna
næst þegar þær verða fyrir
árás skaðvaldsins, að sögn
bandarískra vísindamanna.
Verði tóbakslauf sjúk auka
þau framleiðslu sýru sem gef-
ur síðan af sér nikótín er get-
ur bægt plöntusjúkdómum
frá.
Talið er að þessi uppgötvun
geti komið að gagni við að
rækta ný plöntuafbrigði sem
þola betur sjúkdóma.