Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kosninga- miðstöð Þjóðvaka opnuð ÞJÓÐVAKI, hreyfing fólksins, hefur opnað kosningamiðstöð á Brekkugötu 5b, Akureyri. Til að byrja með verður dagskrá hússins þannig að alla virka daga er opið og heitt á könnunni á milli kl. 17 og 19. Miðvikudaga og fimmtudaga eru málefnahópar að störfum milli kl. 18 og 20. Alla laugardagsmorgna verður morgunkaffi frá kl. 10 til 12. Þá munu frambjóðendur taka á móti kaffigestum og ræða málin. AKUREYRI Leikskólanefnd fjallar um afslátt til háskólanema BJÖRN Jósef Amviðarson bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks vakti athygli á ítrekuðum heimsóknum fulltrúa há- skólanema í viðtalstíma bæjarfull- trúa en erindi þeirra varðar breytingu sem felst í því að afsláttur bama námsmanna á leikskólum bæjarins hefur verið felldur niður. Björn sagði á fundi bæjarstjórar í vikunni að eftir á að hyggja sýnd- ist sem menn hefðu gengið skrefi lengra en þeir hefðu viljað í málinu, ef til vill hefðu menn ekki gert sér grein fyrir að áhrifin yrðu jafnmikil á jafnstóran hóp. Gagnrýni hefði einnig komið á framkvæmd málsins, námsmönnum hefði ekki verið gefinn aðlögunartími. Upplýsti Bjöm að leikskólanefnd hefði málið til umfjöllunar og vænti hann þess að það yrði tekið til vin- samlegrar skoðunar í nefndinni og að hratt yrði unnið. Jakob Bjömsson bæjarstjóri sagði að bréf hefði borist bæjarstjóm þar sem farið væri fram á að fyrri ákvörðun yrði hnekkt, afslátturinn yrði ekki felldur úr gildi. Eftir um- fjöllun í leikskólanefnd verður málið tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarstjómar. Valgerður Hrólfsdóttir, Sjálfstæð- isflokki, sagði við umræðuna að sér virtist sem leikskólanefnd einbeitti sér einkum að því að gera úttektir á hinum ýmsu málum. Vonaðist hún til að nefndin sæi sér fært að fjalla um sumarfrí á leikskólum, en það kæmi illa við marga að þurfa ætíð að stilla sumarfrí sín inn á sumarlok- un leikskólanna. Heimir Ingimarsson, Alþýðu- bandalagi, kvaðst einnig vilja leggja inn minnispunkta til leikskólanefnd- ar, nefnilega að tekin yrði upp um- ræða um systkinaafslátt. Nefndin gæti kannski tekið málið upp þegar umræðu þryti um úttektir. Löng og ströng törn hjá snjómokstursmönnum sem ekki sér fyrir endann á Það . besta er eftir - vorið ÞEIR ERU sammála um það, starfsmenn bæjarins sem sjá um snjómoksturinn, að vetur- inn hefur verið langur og Ieið- inlegur. Óvenjumikið er af snjó, hann er blautur og þung- ur og erfiðleikum bundið að koma honum frá sér. Törnin hefur verið löng og ströng og stærstur hluti þess fjár sem bæjarstjórn ætlaði til mokst- ursins er að verða uppurinn. En mikið á eftir að moka enn. Þeir stilla saman strengi sína eftir veðurfréttir í sjónvarpinu, stórhríðarspá þýðir að „fyrsta startið“ svokallaða, hópur va- skra manna hefst handa kl. 5 næsta morgun. Bæjarverk- stjórinn, Hilmar Gíslason, hef- ur áætlun á reiðum höndum, fyrst eru strætisvagnaleiðirnar opnaðar, sama hversu mikið hefur snjóað, þær eiga að vera færar kl. hálfsjö. Þá er tekið til við að opna leiðir að Ieik- og grunnskóium bæjarins sem eiga að vera færar klukku- stund síðar. Síðan er haldið áfram koll af kolli, opnað fyrir íbúa í hverri götunni á fætur annarri, þeim fjölmennustu fyrst. Og áfram er haldið fram á kvöld, því bæjarbúar vilja komast leiðar sinnar. Vinnu- dagarnir verða því oft langir á hörðum vetri sem þessum. Langverst þegar við erum eltir upp í ruðningana „Það fer ekkert í skapið á okkur,“ sagði einn moksturs- mannanna sem ræddu við Morgunblaðið í kaffitímanum í gærmorgun. Þeir viðurkenndu reyndar að vissulega væri hvimleitt hversu margir færu af stað eftir stórhríðarnótt á fólksbílum, sætu fastir og mokstursmenn ættu ekki ann- ars úrkosti en draga bílana upp úr sköflunum, slíkt tefði störf þeirra. „Það er langverst þegar við erum eltir upp í ruðning- ana, eins og iðulega kemur fyrir,“ sagði annar, en enginn vissi hvað ökumönnum gengur til við slíkt athæfi. Hilmar sagði afar mikilvægt að fólk færði bíla sína, sérstaklega í Morgunblaðið/Rúnar Þór Þeir hafa staðið í ströngu undanfarið, snjómoksturs- mennirnir, og þá er gott að koma aðeins inn í hlýjuna og fá sér kaffisopa. eldri hlutum bæjarins áður en snjómoksturinn hæfist, það sparaði mikinn tíma. En hvað skyldi vera skeinmtilegast við þetta starf, snjómoksturinn? „Það sem er skemmtilegast við þetta," segir einn þeirra, „ er ekki komið enn. Það er vorið.“ Flotinn, tveir heflar, þrjár hjólaskóflur, jarðýta, dráttar- vél og lánstæki frá raf- og vatnsveitu ásamt fjölda Ieigu- véla hefur verið að nánast sleitulaust frá áramótum og ekkert lát virðist vera á siyó- komunni. Yfirferðin er mikil, frá Kjarnaskógi í suðri að Grænhól nyrst í bænum, opna þarf leið- ina upp í Hlíðarfjall og að Hesjuvöllum ofan Akureyrar. Þá þurfa hestamenn að komast í Breiðholt og þá þurfa menn líka að komast að sorphaugum bæjarins í Glerárdal. Mikill barningur að komast gegnum snjóinn Margir karlanna eiga langan feril að baki hjá bænum, muna ýmsa snjóavetur en þessi slær allt út. Meira að segja stórhríð- arveturinn 1974—75 ogvissu- lega segja þeir snjóinn hafa verið meiri á útmánuðum 1989, en þá muna menn eftir að hafa verið við snjómokstur í byrjun maí. „Snjórinn er erfiður viður- eignar núna,“ segja þeir, „hann hefur að mestu komið í suð- vestanátt sem er óvenjulegt og það er bara mikill barningur að komast í gegnum hann.“ Segja þeir áður en farið er í gallann og út að böðlast í jök- ulruðningunum. Hagyrð- ingakvöld í Deiglunni HAGYRÐINGAKVÖLD verð- ur haldið í Deiglunni í Gróf- argili í kvöld, fimmtudags- kvöldið 23. febrúar, og hefst það kl. 23.30. Slíkt hagyrðingakvöld var haldið í október síðastliðnum við miklar vinsældir, en þeir sem nú leiða saman hesta sjna eru Hákon Aðalsteinsson, Ósk Þorkelsdóttir og Stefán Vil- hjálmsson. Hákon er lands- þekktur fyrir kveðskap sinn, Ósk sem er Húsvíkingur er þekkt á heimaslóðum fyrir yrkingar, en Stefán er á heimavelli, er Akureyringur og tók þátt í fyrra hagyrð- ingakvöldi Gilfélagsins í haust og átti þar magnaðar vísur. Þórarinn Hjartarson mun kveða nokkrar stökur og Ragnhildur Jónsdóttir lesa upp. Gestum í sal er fijálst að láta flest flakka og kasta fram fyrri- og seinnipörtum að vild. Stjómandi kvöldsins er Birgir Sveinbjörnsson. Gilfélagið og Dagur standa að hagyrðingakvöldinu í sam- einingu. Tónleikar Bernardel- kvartetts BERNARDEL-strengj akvart- ettinn efnir til tónleika í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju kl. 16.00 næstkomandi laug- ardag en þeir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Kvartettinn hefur starfað frá haustinu 1993 og haldið tónleika víða um land. Hann skipa þau þau Zbigniew Du- bik, Gréta Guðnadóttir, Guð- mundur Kristinsson og Guð- rún Th. Sigurðardóttir en þau leika öll með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og hafa einnig tekið mikinn þátt í flutningi kammertónlistar hér á landi á undanförnum árum. Á tónleikunum flytja þau strengjakvartetta eftir Beet- hoven, Sjostakovich og Moz- art. Meðlimir kvartettsins efna einnig til námskeiðs fyrir nemendur strengjadeildar Tónlistarskólans á Akureyri. Síðustu sýningar á Svörtum fjöðrum SÍÐUSTU sýning;ar á leikrit- inu Á svörtum fjöðrum - úr ljóðum Davíðs Stefánssonar eftir Erling Sigurðarson, verða um helgina, á laugar- dags- og sunnudagskvöld. Sýningin verður að hverfa af sviðinu þar sem undirbún- ingur næsta verkefnis er langt á veg kominn og leggja þarf sviðið undir nýja leik- mynd. Á svörtum fjöðrum var sér- staklega samið fyrir LA í til- efni af aldarafmæli Davíðs Stefánssonar og er verkið byggt á ljóðum skáldsins. Það gerist eina kvöldstund á heim- ili hans..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.