Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 17 ERLEIMT Forsætisráðherrar Bretlands og Irlands á blaðamannafundi í Belfast Áætlun um frið og sam- vinnu á Norður-íriandi Mótmælendur óttast að verið sé að undirbúa sameiningu við írland Bclfast. Reuter. Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og John Bruton, írsk- ur starfsbróðir hans, kynna áætlunina um lausn deilunnar á Norður-írlandi. Þeir lögðu áherslu á, að um væri að ræða um- ræðugrundvöll en ekki endanlega niðurstöðu. BRESKA og írska ríkisstjórnin kynntu í gær áætlun sína um póli- tíska lausn á deilunum á Norður- írlandi. Hvatti John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, N-íra til að segja skilið við gamla fordóma og dæma áætlunina eingöngu eftir innihaldi hennar. Vonast er til, að sá friður, sem ríkt hefur í Norður- írlandi í hálft ár, vegi það þungt, að mótmælendur fallist á að ræða um framtíðina á grundvelli sam- komulagsdraganna. „Kynnið ykkur áætlunina vel og veltið fyrir ykkur hvaða árangur og ávöxt hún getur borið,“ sagði Major á blaðamannafundi í Belfast í gær. „Við skulum samt ekki hrapa að neinu. Við erum ekki enn komn- ir í áfangastað." Með Major á fund- inum var John Bruton, forsætisráð- herra Irlands. Áætluninni líkt við „útburð“ Áætlunin er í þremur liðum og er meðal annars gert ráð fyrir nýju þingi á Norður-írlandi og sérstök- um stofnunum, sem eiga að bæta samskipti írsku ríkjanna, jafnt í efnahagsmálum sem á öðrum svið- um. Mótmælendur eru hins vegar í uppreisnarhug og óttast, að verið sé að stíga fyrsta skrefið í átt til sameiningar við írland. Peter Robinson, varaformaður Sambandsflokks mótmælenda, sagði í gær, að áætlunin jafngilti „útburði", verið væri að reka Norð- ur-írland út úr Bretlandi. Bruton og Major vísuðu þessum ummælum á bug og sögðu, að áætlunin væri umræðugrundvöllur fyrir viðræður allra flokka. Hugsan- leg niðurstaða yrði síðan borin und- ir þjóðaratkvæði í N-írlandi og loks þingið. Meginatriðin í áætluninni eru meðal annars þessar tillögur: ■ Nýtt þing, skipað 90 mönnum, verði kosið hlutfallskosningu en á Norður-írlandi eru 60% landsmanna mótmælendur og 40% kaþólikkar. ■ Bretland og Irland falli frá kröf- um til yfirráða á N-írlandi til að íbúarnir geti sjálfir ráðið framtíð sinni. ■ Þing Norður-írlands og þing írska lýðveldisins komi á fót ýmsum stofnunum til að greiða fyrir efna- hagslegri samvinnu. Ákvarðanir verði teknar einróma og hafi hvort þingið um sig neitunarvald. ■ Samstarf Breta og íra verði eflt með skipan fastaráðs og stjórnar- deildar. ■ Lagt verði fram frumvarp um mannréttindamál, sem tryggja skuli menningarleg og borgaraleg rétt- indi mótmælenda og kaþólikka. Vopnin verði afhent Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, IRA, og hóp- ar, sem tengjast vopnuðum sveitum mótmælenda, hafa átt í óformlegum viðræðum við bresku stjórnina en Major lagði á það áherslu í gær, að skilyrðið fyrir þátttöku í viðræð- um allra flokka um framtíð landsins væri, að vopnin yrðu afhent réttum yfirvöldum. Kröfur mótmælenda hafa fyrst og fremst snúist um stjórnarskrár- breytingu og nýtt þing en þingið mun ráða mestu um framtíðarsam- skipti Norður-írlands og írlands. Vopnahléið, sem nú hefur ríkt í sex mánuði, er hins vegar tilkomið vegna þeirra yfirlýsinga írsku og bresku stjórnarinnar, að stöðu hér- aðsins verði aðeins breytt með sam- þykki meirihluta íbúanna. Mótmælendur á Norður-írlandi hafa alltaf viljað efla gæslu á landa- mærunum við írland en með áætl- uninni er augljóslega stefnt að því að leggja þau niður smám saman. Það væri líka í anda þess, sem nú er stefnt að innan Evrópusam- bandsins. Chirac ætlar að halda sig við málefnin HRATT fylgishrun Edouards Balladurs forsætisráðherra Frakklands síðustu daga hefur verið talið styrkja stöðu sam- flokksmanns hans, Jacques Chiracs borgarsljóra í París, í baráttunni um starf Frakk- landsforseta. Balladur hefur sætt gagnrýni fyrir að gefa lög- reglu heimild til símhlerana. Hann segir málið hafa verið slit- ið úr öllu samhengi og varaði í gær hægrimenn við að beina spjótum að sér, því það myndi aðeins auka líkur á því að jafn- aðarmaður færi með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Fyrri umferð þeirra fer fram 23. apríl og sú seinni 7. maí. Chirac hét því í gær að halda sig við pólitísk málefni fram að kosningum. Pólitísk eilífð „Tilgangslausar persónulegar árásir, sem leitt geta til klofn- ings, eru bæði óskynsamlegar og óréttlætanlegar,“ sagði hann í útvarpssamtali. Var það svar hans við áskorun Balladurs og Francois Leotards vamarmála- ráðherra, sem varaði „afreks- menn í pólitiskum launsátursað- gerðum“ í röðum hægrimanna við því að færa jafnaðarmönn- um þriðja sigurinn í forseta- kosningum í röð. Hið íhaldssama blað Le Figaro sagði í gær, að of snemmt væri að afskrifa Balladur þó svo fylgi hafi hrunið af honum. Blaðið sagði að hálf níunda vika væri til kosninga. „Það er eins og öld eða meira,“ á mælikvarða stjórnmálanna, sagði blaðið. Myndin var tekin á kosninga- fundi Chiracs í Rúðuborg í gær. Tróna slagorð hans, Frakkland fyrir alla, í bak og fyrir. Frakkar reka fimm banda- ríska njósnara irís. Reuter. FRÖNSK stjórnvöld hafa farið þess á leit við bandarísk stjórnvöld, að þau kalli heim fimm bandaríska þegna vegna meintra njósna í Frakk- landi. Þar á meðal eru fjórir stjórnar- erindrekar, að því er blaðið Le Monde skýrði frá í gær. Samkvæmt upplýsingum frönsku gagnnjósnaþjónustunnar eru hinir meintu njósnarar allir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar (CLA). Reyndu þeir meðal annars að fá háttsetta embættismenn til að starfa fyrir sig. Um er að ræða þrjár konur og tvo karlmenn. Öll eru þau utan ein kona á skrá yfir bandaríska stjórnarerind- reka. Pamela Harriman, sendiherra Bandaríkjanna í París, var kölluð fyrir Charles Pasqua innanríkisráð- herra 26. janúar og 3. febrúar. Þar var þess farið á leit við hana að bandarísk yfirvöld kölluðu viðkom- andi heim. Le Monde sagði hins vegar í gær, að stjórnarerindrekarnir fjórir hefðu enn verið á símaskrá sendiráðsins í fyrradag. Meðal njósnaranna eru yfirmaður CIA í Frakklandi og aðstoðarmaður hans. Þeim er gefið að sök að hafa stundað pólitískar og efnahagslegar njósnir. Reyndu þeir m.a. að fá mann í einkastarfsliði Edouards Balladurs forsætisráðherra til liðs við sig. Þegar það komst upp var hann samstundis leystur undan störfum. Reuter N O V E L L J « NetWare 4.1 Inn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 Tæknival

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.