Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 15
NEYTENDUR
BRÚSINN er með
öryggistappa.
Glitra í
nýjum
umbúðum
UPPÞVOTTADUFTIÐ Glitra, sem
sápugerðin Frigg framleiðir, er nú
í nýjum umbúðum og_ er selt undir
heitinu Þvol Glitra. í tilkynningu
frá framleiðanda kemur fram að
umbúðirnar eru með hentugu
handfangi og öryggistappa. Þar
segir: „Oryggistappinn er settur á
brúsann til að auka öryggi bama
á heimilum, en alvarleg slys hafa
hlotist af því að börn komast í
uppþvottaduft, þar sem þau em
oft geymd í neðri skápum."
Tyggjó úr
hárinu
STUNDUM vill tyggjó festast í
hári lítilla barna og það er ekki
skemmtilegt að þurfa að beita
skærunum á hárið hjá litlum stelp-
um sem eru að safna. Til að koma
í veg fyrir sáran grát má reyna
þetta ráð sem við rákumst á í er-
lendu tímariti.
Takið væna skeið af hnetu-
smjöri og berið á flötinn þar sem
tyggjóið festist. Nuddið smjörinu
vel í hárið og bætið við ef þarf.
Eftir nokkrar mínútur á tyggjóið
að losna úr hárinu.
Það þarf varla að taka fram að
hárið þarfnast þvottar á eftir.
» ♦ ♦---
Títuberja-
safi gegn
blöðrubólgu?
ÞEIR sem fá oft blöðrubólgu ættu
að drekka títuberjasafa reglulega.
Hann dregur úr bakteríum sam-
kvæmt rannsóknum í Bandaríkjun-
um.
í þessum niðurstöðum kom fram
að bakteríum í þvagi 60 sjúklinga
sem drukku 3 dl af títubeijasafa
daglega í sex mánuði fækkaði
verulega í samanburði við hóp
sjúklinga sem fékk engan títu-
beijasafa.
URVERINU
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
UNNIÐ við að landa loðnu úr Júpíter í Stakfellið og á vörubíla á hafnarbakkanum.
Júpíter ÞH dælir loðnu á
bæði borð í Þorlákshöfn
Loðna flokkuð úti á sjó eftirsóttasta hráefnið
Selfossi. Morgunblaðið
LOÐNUSKIPIÐ Júpíter landaði
um 200 tonnum af sjóflokkaðri
loðnu í Þorlákshöfn í gær. Loðn-
unni var dælt í tvær áttir, á vöru-
bíla á hafnarbakkanum og um
borð í frystitogarann Stakfell sem
lá við hlið Júpíters. Fyrir utan
Þorlákshöfn beið svo Sléttanesið
eftir að komast að og taka loðnu
um borð til frystingar. Bílarnir óku
loðnunni til Reykjavíkur, Akranes,
Fáskrúðsfjarðar, Þórshafnar og
einnig í vinnsluhús í Þorlákshöfn.
Allt vitlaust eftir
fyrstu 100 tonnin
Júpíter er eitt þriggja loðnuskipa
sem flokkar loðnu um borð, hin tvö
eru Þórshamar og Hákon. Fyrir-
hugað var að fá loðnuskipið Amm-
assat og Hágangana tvo til að taka
hænginn og hrynguna úti á sjó og
flytja í bræðslu og frystingu en
það fékkst ekki, en Lárus Grímsson
sagði að reyndar fengi Ammassat
að taka hratið um borð í höfn.
Hann sagði að búið væri að leigja
pramma til að taka hrat. Þeir gerðu
allt til að ná sem mestum afköstum
með þeim tækjum sem þeir hefðu.
„Eftir fyrstu 100 tonnin varð
allt vitlaust og maður finnur inn á
að það eru einhveijir að reyna að
torvelda þessa starfsemi," sagði
Lárus og ennfremur að þetta hefði
verið gert undanfarin ár og búið
að fá öll leyfi.
Allt landið opið
fyrir frystingu
„Með því að flokka loðnuna þarf
frystingin ekki að hugsa um
bræðsluna. Við erum því búnir að
opna allt landið fyrir frystingu sem
var útilokað áður. Það er nefnilega
ekki svo auðvelt að losna við hrat-
ið eitt og sér til bræðslu.
Þetta er ansi mikil bylting sem
gefur betra hráefni enda vilja Jap-
anir frekar sjóflokkaða loðnu, hún
er mun ferskari. Það er best að
flokka loðnuna fyrstu 17 tímana
auk þess sem hún verður fyrir mun
minni veltingi milli tækja með
þessu móti. Við hÖfum átt gott
samstarf við Fiskistofu og viljum
ekki henda hratinu. Við þurfum
að fínna út úr því að koma þessu
í verð á sem auðveldastan hátt óg
leggjum allt undir til að koma öllu
í land, ekki bara ijómanum heldur
undanrennunni líka,“ sagði Lárus
Grímsson skipstjóri á Júpíter þar
sem hann sat í brúnni og fylgdist
með loðnulönduninni í Stakfellið
og á vörubílana sem hver af öðrum
ók á brott með verðmæta loðnu til
frystingar.
Ammassat fær ekki að
flylja loðnu utan af sjó
Skálar hf. útgerð Júpíters hafði
fengið leyfi frá sjávarútvegsráðu-
neytinu til flokkunar á loðnu um
borð í skipinu. Var þá gert ráð
fyrir því, að flokkaðri loðnu yrði
dælt um borð í frystiskip eða til
landvinnslu, en bræðsluloðnu yrði
landað^ í flutningsskip eða beint í
land. í leyfí ráðuneytisins sagði,
að yrði afla landað um borð í flutn-
ingsskip, gilti vigtin á loðnunni,
þegar henni væri landað úr flutn-
ingsskipinu til bræðslu.
Væri þá gert ráð fyrir því að
flutningsskipið hefði aðeins tekið
við afla frá Júpíter í viðkomandi
ferð. Þá var jafnframt gert ráð
fyrir því, að yrði flokkaðri loðnu
landað um borð í frystiskip skyldi
Fiskistofu tilkynnt um áætlað
magn hveiju sinni, en endanleg
vigt fengist síðan, þegar afurðun-
um yrði landað.
Júpíter flokkar loðnuna um borð
en frystir ekki. Um borð er loðnan
flokkuð til þess að auka aflaverð-
mæti skipsins. Gert hafði verið ráð
fyrir því, að grænlenzka loðnuskip-
ið Ammassat, flytti hænginn frá
Júpíter til bræðslu í landi. Þá var
einnig gert ráð fyrir því, að togar-
inn Hágangur flytti flokkaða loðnu
ísaða í körum í land til frystingar
þar, meðan fjarlægð frá miðunum
væri ekki of mikil.
Leyfilegt að flylja
Ioðnu milli hafna
Útgerðinni barst svo skeyti frá
sjávarútvegsráðuneytinu nú í vik-
unni, að skip undir erlendum fána
mættu ekki flytja loðnu frá miðun-
um í land. Aðeins væri heimilt að
nota erlend skip til slíkra flutninga
að loðnunni hefði verið landað og
hún vegin í löndunarhöfn fyrst.
Vísaði ráðuneytið ákvörðun sinni
til stuðnings í lög um veiðar i efna-
hagslögsögu íslands, þar sem er-
lendum skipum eru bæði bannaðar
veiðar og vinnsla innan lögsögunn-
ar. Ammassat hefur hins vegar
fengið leyfí til að flytja loðnu frá
Júpíter, sé henni dælt um borð í
höfn, án þess að loðnan hafi verið
vegin áður. Þess í stað verði hún
vegin í þeirr. höfn, sem henni verði
landað til bræðslu.
Verið að koma í
veg fyrir framfarir
Jóhann A. Jónsson, útgerðar-
maður, segir að slík túlkun á lög-
unum geti varla staðizt. Þarna sé
um að ræða flutningaskip, sem
hvorki stundi veiðar né vinnslu.
Þessi skip hefðu átt að fá greitt
sem verktakar fyrir að flytja loðn-
una í land, þau hefðu ekki verið
með veiðarfæri og aldrei tekið þátt
í veiðunum. Þama virtist einungis
verið að koma í veg fyrir hag-
kvæma vinnslu, en flokkun á loðnu
um borð sé ein af forsendum þess,
að vel gangi að frysta upp í gerða
samninga. Þá þurfí frystingin ekki
að tefja sig við að koma úrgangi
í bræðslu og flokkun um borð skili
mun betri nýtingu en flokkun í
landi.
„Það hefði verið til hagsbóta
fyrir fjölmarga aðila, hefði leyfi
fengizt til að flokka úti á sjó og
flytja hænginn í land eins og til
stóð. Þá hefði Júpíter getað ein-
beitt sér að flokkuninni. Nú þarf
skipið að fara í höfn til að losa sig
við hratið og því verða afköstin
við flokkunina minni. Það er kom-
in niðurstaða í málið og við verðum
að una við hana, þó í henni felist
ekki ítrasta hagkvæmni. Þetta er
enn eitt dæmið um það hvaða við-
spyrnu framfarir og nauðsynlegar
nýjungar í sjávarútvegi verða oft
fyrir. ,“ segir Jóhann A. Jónsson.
Brot gegn
EES-samkomulaginu?
Sjávarútvegsnefnd Alþingis
íjallaði um þetta mál meðal ann-
arra í gær og voru nefndarmenn
almennt á þeirri skoðun, að ekki
væri hægt að banna það, að Amm-
assat flyti loðnu frá miðunum í
land. Vilhjálmur Egilsson, einn
nefndarmanna, segir að líklega
bijóti þessi málsmeðferð í bága við
samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið. Sjávarútvegsráðu-
neytið hafí sjálft skilgreint þetta
sem flutninga og talað um flutn-
ingaskip. Samkvæmt EES-sam-
komulaginu megi ekki mismuna
aðildarlöndum EES hvað varðar
flutninga innan svæðisins. Vil-
hjálmur segir, að sér sé enn frem-
ur ekki kunnugt um að nokkur lög
eða reglur geti bannað erlendum
aðilum flutninga hér við land.
Norðmenn
leyfa veiði á
301 hrefnu
NORSKA sjávarútvegsráðuneytið
hefur ákveðið hrefnukvóta Norð-
manna fyrir þetta ár. Alls verður
leyft að veiða 301 dýr. Það er sami
fjöldi og á síðasta ári, en ákvörðun
um fjölda dýra er byggð á vísinda-
legum niðurstöðum og reiknistuðl-
um, sem hafa verið viðurkenndir
af Alþjóða hvalveiðiraðinu.
Veiðar mega nú hefjast annan
maí. Öll skip, sem veiðarnar stunda
skulu vera með eftirlitsmann um
borð. í sumar verður einnig hvala-
talning í Norðaustur-Atlantshafi
undir stjórn Hafrannsóknastofnun-
arinanr í Noregi en með þátttöku
fleiri þjóða. Hvalatalningin hefst
3. júlí og taka 10 bátar þátt í henni.
-----■»■♦ ♦---
Hraðvirkar
mæliaðferðir í
matvælaiðnaði
NÁMSSTEFNA um hraðvirkar
mæliaðferðir og tækninýjungar í
matvælaiðnaði verður haldin á
Hótel Sögu dagana 7.-8. mars
næstkomandi. í fréttatilkynningu
segir að ólíkt hefðbundnum mæl-
iaðferðum, sem veiti fyrst og
fremst upplýsingar eftir á um
gæði tilbúinna framleiðaluvara,
leiði hraðvirkar mæliaðferðir til
jafnari gæða og færri framleiðalu-
mistaka. Á námsstefnunni verður
lögð áhersla á mæliaðferðir sem
eru auðveldar í notkun og kreijast
ekki mikillar sérfræðiþekkingar.
Námsstefnan er einkum ætluð
þeim sem koma til með að ákveða
hvaða mælingar skuli framkvæmd-
ar, þeim sem vinna að uppsetningu
gæðakerfa, gæðastjórum og öðr-
um sem vilja fylgjast með og kynn-
ast nýjum aðferðum og nýrri tækni
við gæðastjórnun.
-----» ♦ ♦----
Bræla við
Bretland
BRETAR hafa, ekki síður en við
íslendingar, fengið að kenna á
þrálátum brælum í vetur. Bafa
mörg skip fengið brot á sig og
skemmzt. Þeirra á meðal er nó-
taksipið Adenia II, en hún er betur
þekkt hér á landi undir nafninu
Pétur Jónsson RE.
Adenia II er gerð út frá Hjalt-
landi, en þangað var hún keypt í
fyrra. Hún fékk á sig brotsjó um
160 sjómílur út af Leirvík og urðu
verulega skemmdir á fiskiskilju á
framdekkinu og öðrum búnaði.
Skipstjórinn, George Andersson,
reyndi fyrst að hleypa undan í
bijáluðu veðri, en vindátt snérist
síðan og tókst honum þá að kom-
ast inn til Leirvíkur eftir töluverða
hrakninga.
-----♦ ♦ »----
Einkaleyfi
ekki fengið
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
sú athugasemd frá Einkaleyfa-
stofu íslands, að ekki sé rétt að
einkaleyfi hafi fengizt vegna fram-
leiðslu á Grip-lásnum, sem ætlaður
er til að skeyta saman fléttað tóg.
Samkvæmt upplýsingum Einka-
leyfastofunnar hefur verið sótt um
einkaleyfi vegna framleiðslu láss-
ins og er sú umsókn til umfjöllun-
ar. Einkaleyfi á framleiðslu hans
hefur ekki verið gefið út eins og
haft var eftir framleiðendum láss-
ins í sérblaði Morgunblaðsins Úr
verinu fyrr í þessum mánuði.