Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 52
 HEWLETT PACKARD 129 HPÁ Í5LANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLABID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 23. FEBRUAR 1995 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Eign á fiskimið- um verði fest í stjórnarskrá RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að leggja fram frumvarp á Alþingi um að lögfesta í stjómarskrá að nytjastofnar við Island skuli vera sameign þjóðarinnar. Óvíst er hvort samstaða er á þingi um að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok. Frumvarpið verður ekki hluti af tillögum stjórnar- skrámefndar. Ákvæðið hljóðar þannig: „Nytja- stofnar á hafsvæði því sem fullveld- isréttur Islands nær til em sameign íslensku þjóðarinnar. Kveðið skal á um hagnýtingu og vemdun þessarar auðlindar í lögum og stjómvaldsfyr- irmælum." Geir H. Haarde, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að málið hefði ekki verið rætt í þing- flokki sjálfstæðismanna og ekki hefði Ríkisbréfasala fyrir 600 millj. Vextir niður um 0,2-0,4 prósent ÓVERÐTRYGGÐ ríkisbréf til tveggja ára í eigu Seðlabanka hófu að seljast á Verðbréfa- þingi íslands í fyrradag, og seldust bréf bankans fyrir 600 milljónir króna. Vextir af þessum bréfum lækkuðu vegna aukinnar eftirspurnar um 0,2%-0,4%. Birgir ísleifur Gunnarsson bankastjóri Seðlabankans segir skýringuna á þessari skyndilegu eftirspurn aug- ljóslega vera þá að menn horfi fram á að verðbólga standi í stað í kjölfar kjarasamninga. í eldhúsdagsumræðum á Al- þingi í gær vakti Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra athygli á þessum áhrifum samninganna. Stöðugleiki tryggður „Búið er að eyða óvissu sem var samfara því að kjara- samningar myndu hugsanlega valda aukinni verðbólgu, og nú er ljóst að markaöurinn lítur svo á að búið sé að tryggja stöðugleika og lága verðbólgu, því sé óhætt að kaupa óverðtryggð bréf til langs tíma,“ segirBirgir. Salan í fyrradag er mikil á mælikvarða Seðlabankans. Birgir sagðist ekki vita hveij- ir hefðu aðallega staðið að kaupum á bréfunum. Birgir kveðst ekki vilja spá um hvort þessi vaxtalækkun marki upphaf frekari lækkun- ar. „Það eru einhver mörk fyrir því hversu vextimir lækka mikið, en mér fínnst sala mjög góð vísbending um að menn séu tilbúnir að kaupa óverðtryggt til lengri tíma.“ komið til tals að það yrði hluti af tillögu stjómarskrárnefndar. Jón Baldvin Hannibalsson sagðist telja að ekki væri efnislegur ágrein- ingur um þetta mál milli flokkanna. Hann viðurkenndi að málið kæmi seint fram, en sagðist vona að sam- komulag tækist um að afgreiða það fljótt. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði að frumvarpið myndi engu breyta um eignarrétt fiskimiðanna. Ákvæði sama efnis væri í lögunum um stjórn fiskveiða. Halldór Ásgrímsson sagði að Jón Baldvin hefði kynnt þetta mál sem nauðsynlegan undirbúning að viðræð- um íslands við ESB. Hann sagðist skilja þennan tillöguflutning þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið inn á stefnu Jóns Baldvins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FÉLAGSFUNDUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, eins stærsta stéttarfélags landsins, var í Súlnasal Hótel Sögu í gærkveldi. Fyrstu stéttarfélögin greiða atkvæði um nýgerða kjarasamninga Afgerandi stuðningnr við samninginn í félögunum FYRSTU stéttarfélögin báru ný- gerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði undir atkvæði fé- lagsmanna sinna í gær. Fyrst fé- laga til að samþykkja var Tré- smiðafélag Reykjavíkur, síðan fjögur félög innan Rafiðnaðarsam- bandsins og loks Verslunarmanna- félag Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfírgnæfandi fjöldi félagsmanna allra félaganna samþykkti samn- ingana. Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir á félagsfundi í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur í gær. Alls sögðu 76 já, 10 nei og 7 at- kvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. Samningarnir voru bornir undir atkvæði í Rafiðnaðarsambandinu. Þar samþykktu fjögur aðildarfélög þess, Félag íslenskra rafvirkja, Félag rafeindavirkja, Félag tækni- fólks í rafiðnaði og Félag nema í rafiðnaði, samningana í sameigin- legri atkvæðagreiðslu og sögðu 105 já, en 5 nei. Samningamir era frábrugðnir öðrum samningum sem gerðir voru að því leyti að um næstkomandi áramót kemur á samning Rafíðnað- arsambandsins 3% hækkun launa á meðan aðrir fá krónutöluhækkun. í kvöld munu Félag rafiðnaðar- manna á Suðurlandi, Rafíðnaðar- félag Suðurnesja og Rafvirkjafélag Norðurlands fjalla um samninginn á fundum sem verða haldnir í fé- lagsmiðstöðvum rafíðnaðarmanna á Akureyri, á Selfossi og í félags- heimili iðnaðarmannafélagsins í Keflavík. Atkvæði um tvenna samninga Verslunarmannafélag Reykja- víkur hélt félagsfund í gærkvöldi. Nokkrir fundarmenn gerðu at- hugasemdir um að æskilegt hefði verið að hinir lægstlaunuðu hefðu fengið meira, eins og Magnús L. Sveinsson formaður VR tók fram í byijun, en ekki hefði verið grund- völlur til að ná meiru fram. Ann- ars vegar voru greidd atkvæði um samninga við VSÍ en hins vegar við Félag íslenskra stórkaupmanna sem VR gerði í gær. Eini munurinn á samningunum er sá að í samn- ingum við Félag íslenskra stór- kaupmanna er ákvæði um að frí- dagur verslunarmanna skuli greiddur með sérstöku hátíðar- álagi. 176 greiddu atkvæði á fundi VR en fundarmenn voru um 180 talsins. 157 sögðu já og 19 nei, en enginn miði var auður eða ógild- ur. Atlanta fær nýjan samning um pílagrímaflug í Saudi-Arabíu í sumar 170 Islendingar starfa við flugið BOEING 747-véIar Atlanta á flugvellj í Saudi-Arabíu í fyrra. Þá störfuðu þar 127 íslendingar. FLUGFELAGIÐ Atlanta hefur gert samning við Saudi Arabian Airlines um leiguflug í sumar. Atlanta verður með þrjár breið- þotur af gerðinni Boeing 747 í Saudi-Arabíu. Þetta er þriðja árið í röð sem viðskipti takast með þessum flugfélögum. Þá hefur Atlanta samið við Istanbul Air- lines um flug á Tristar-vél fyrir- tækisins. Heildarstarfsmannafjöldi í kringum flugið verður 230-240, þar af 60-70% íslendingar eða á bilinu 138-168 manns. Breiðþoturnar eru nú allar í skoðun í Bandaríkjunum eða á íslandi. Arngrímur Jóhannsson, eigandi Atlanta, segir að fyrstu þijá mánuðina verði flogið með pílagríma og seinni þijá flogið með kennara til Saudi-Arabíu. Flogið verður með pílagríma frá Pakistan, Egyptalandi, Persaflóa og Norður-, Áustur- og Vestur- Afríku. Arngrímur sagði að margir yrðu ráðnir til starfa vegna þessa verkefnis og þeir látnir ganga fyrir um störf sem voru við píla- grímaflug Atlanta í fyrra. Þá er Atlanta að ráða fleiri flugmenn en Arngrímur sagði að þeir flygju minni vélum fyrirtækisins. Atlanta rekur nú níu flugvélar, þar af tvær 747 breiðþotur hjá flugfélaginu Kapo í Nígeríu í píla- grímaflugi sem hefst 12. apríl nk. Ný Tristar-vél Atlanta verður í leiguflugi fyrir Istanbul Airlines í Tyrklandi, en ekki hefur tekist að finna verkefni fyrir aðra Tri- star-vél Atlanta. Tvær Boeing * 737-vélar eru í leiguflugi fyrir Lufthansa. í fyrra var Atlanta með ellefu vélar í rekstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.