Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 39 FRÉTTIR Umferðarátak lögreglunnar á Suðvesturlandi • • Okumenn hvattir til samstarfs SAMEIGINLEGT umferðará- tak lögreglunnar á Suðvestur- landi hófst á þriðjudag og er athyglinni sérstaklega beint að ástandi ökutækja og öku- manna. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns í Reykjavík, tóku nær allir lögreglumenn þátt í átakinu í fyrradag, einnig þeir sem alla jaJfna vinna innistörf. Á þriðja þúsund miðar afhentir Á þriðja þúsund miðar voru afhentir ökumönnum á svæð- inu þar sem þeir eru hvattir til samstarfs um að fækka umferðarslysum. Einnig voru Ómar Smári sagði að mest ekki verið með beltin spennt. gerðar athugasemdir við þau hefði borið á vanbúnaði ljósa Annars hefðu ökumenn tekið ökutæki þar sem þurfa þótti. og of margir ökumenn hefðu viðleitni lögreglunnar vel. MorgunhJaðið/Júlíus BJÖRN Helgason rannsóknarlögreglumaður (t.v.) og Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræða við öku- mann á Hringbrautinni í Reykjavík á þriðjudagsmorgun. Hátíðar- fundur Ætt- fræðifélags ÆTTFRÆÐIFÉLAGIÐ er 50 ára um þessar mundir. Af því tilefni heldur félagið hátíðarfund í Gerðu- bergi laugardaginn 25. febrúar. Þar verður einnig opnuð sýningin Ættfræðinnar ýmsu hliðar. Sýnt er hvernig unnt er að nálgast ættfræð- ina frá ýmsum hliðum. Sigurður Líndal, prófessor, flytur hátíðarræðu fundarins og sýnishorn af æsku landsins, Léttsveit Tónmenntaskól- ans í Reykjavík undir stjórn Snæ- bjarnar Jónssonar spilar fyrir gest- ina. „Ættfræðiáhugi hefur vaxið gíf- urlega á seinustu árum eins og t.d. hin mörgu niðjamót sanna en þar hittist náskylt fólk oft í fyrsta sinn og stofnar til kynna. Tölvuforrit hafa líka aukið til muna áhuga yngri kynslóðarinnar á ættfræði. Allir hafa þörf fyrir að þekkja til uppruna síns og ættar og ábyrgðin hvílir á hvetj- um og einum að halda við og miðla ættfræðinni til komandi kynslóða svo þessi mikilvæga keðja fróðleiks og tengsla slitni aldrei,“ segir í frétt frá Ættfræðifélaginu. Lauk doktorsprófi í læknisfræði EINAR S. Bjömsson læknir lauk fyrir skömmu doktorsprófi í læknisfræði við há- skólann í Gautaborg í Svíþjóð. Doktorsritgerðin ber heitið „Interdiges- tive gastrointestinal motility in humans. Studies wiht special reference to small int- estinal peristalsis" og fjallar um hreyfingar í maga og skeifugörn hjá heilbrigðu fólki við ýmsar kringumstæð- ur. Þar er lýst m.a. óþekktu hreyfingar- munstri í skeifugörn og áhrifum hækkaðs blóðsykurs og insúlíns á hreyfingar í maga og smágirni. Leiðbeinandi var Hasse Abrahams- son, yfirlæknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, og and- mælandi Lionel Bueno, prófessor við háskólann í Toulouse í Frakk- landi. Einar S. Björnsson •fæddist á Siglufirði 23. apríl 1958, sonur hjónanna Þorbjargar Einarsdóttur og Bjöms Stefánssonar fv. kaupfélagsstjóra. Hann lauk stúdents- prófi árið 1978 frá Menntaskólanum á Akureyri. Einar stundaði nám í heim- speki og sálarfræði við Háskóla íslands í 3 ár áður en hann hóf nám í læknisfræði, sem hann lauk árið 1989. Að loknu emb- ættisprófi starfaði hann á kandidatsári í Mora í Sví- þjóð en hefur búið í Gautaborg frá 1990 og starfað á Sahlgrenska sjúkrahúsinu. Einar hefur lokið sérfræðiprófi í lyflækningum en er nú í framhaldsnámi í meltingar- sjúkdómum. Kona Einars er Þor- gerður Jónsdóttir framhaldsskóla- kennari og eiga þau fjögur börn. Dr. Einar S. Bjömsson Hönnunar- dagar 1995 hefjast í dag HÖNNUNARDAGAR 1995 hefj- ast í dag, fimmtudaginn 23. febr- úar, og lýkur 5. mars. Markmið Hönnunardaga er tvíþætt: Að vekja íslenska framleiðendur til aukinnar vitundar um vægi hönn- unar í markaðssetningu iðnaðar- vara og kynna íslenska hönnun fyrir almenningi. Dagskráin hefst, eins og fyrr segir, í dag með opnu húsi hús- gagna- og innréttingaverslana sem selja íslenska hönnun frá kl. 14-16. Þeir sem taka þátt í opnu húsi eru: Axis-húsgögn hf., Á. Guðmundsson hf., Penninn hús- gögn hf., Egill Árnason hf., Eld- hús og bað hf. og Epal hf. Um kvöldið kl. 18.30 verður teiti í sýningarsal Hafnarhússins. Þar verða veitt verðlaun fyrir bestu hönnunina í þessum geira og jafn- framt verða Hönnunardagar 1995 settir. Frá föstudeginum verða opnar fimm hönnunarsýn- ingar frá kl. 12-19. I Hafnarhúsi verður sýning húsgagna hönnuða og framleið- enda. Þar verða 8 framleiðendur með sýnishorn af framleiðslu á íslenskt hönnuðum húsbúnaði. Ennfremur verða 12 fremstu hönnuðir landsins með nýjustu verk sín. í Geysishúsi verða leirlista- menn, textílhönnuðir og gullsmið- ir með sameiginlega sýningu. Alls munu um 30 manns eiga verk á sýningunni. í gamla Morgunblaðshúsinu verður Félag íslenskra iðnrek- enda með sýningu. Þessi yngsta grein hönnunar mun gera grein fyrir hlutverki sínu og verksviði. í Iðnó verða landslagsarkitekt- ar, arkitektar og svonefndir fata- iðnir með sameiginlega sýningu. í Kringlunni verða grafískir hönnuðir með plakatsýningu. Hönnuðirnir sýna á gríðarstórum plakötum eða borðum. Auk sýninga verða haldnir fyrirlestrar í Norræna húsinu er tengjast þessum sviðum og hafa verið fengnir fjórir valinkunnir norrænir fyrirlesarar sem munu halda erindi í Norræna húsinu meðan á dagskránni stendur en þeir eru Charlie Norrman, Petter T. Moshus, Tapio Y. Viikari og Claus Bjarrum. Fundur um ástandið í Rússlandi UTANRÍKISNEFND Sambands ungra sjálfstæðismanna heldur fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30 opinn fund í neðri deild Valhallar á Háaleitisbraut 1 um stjórnmálaástandið í Rússlandi. Frummælandi verður Amór Hannibalsson, prófessor við Há- skóla íslands. Hann mun m.a. ræða það hvort óstöðugleiki í Rússlandi ógni stöðugleika í heiminum og hver framtíð Jelts- íns sé í rússneskum stjómmálum. Allir velkomnir meðan húsrými leyfir. •VÍttiijéif Dregið í BKI bílaleiknum DREGIÐ var í BKI bílaleiknum 22. desember sl. Aðalvinningur- inn Fiat Punto árg. 95 kom í hlut Sigurðar Sigurðssonar sem búsettur er á Selfossi. Myndin er tekin þegar Sigurð- ur veitti bílnum viðtöku. Með honum á myndinni eru eigin- kona hans og dóttir ásamt Pál- ínu Magnúsdóttur frá íslensk- ameríska hf. Til að taka þátt í þessum leik þurfti að senda tvær strikamerkingar ásamst þátttökuseðli til Útvarpsstöðv- arinnar Bylgjunnar sem sá um framkvæmd leiksins. 4 milljónir gesta á 13 árum STÆRSTI salur Bíóhallarinnar, Salur 1, gjörbreyttur eftir endurnýjunina með nýjum sætum eins og raunar allir fimm salir biósins.í kjallara er svo Sagabíó með þremur söium. Morgunblaðinu hefur borizt frétta- tilkynning frá Bíóhöllinni, sem er svohljóðandi: „Á þESSU ári eru liðin tuttugu ár frá því að bíókóngurinn Árni Samúelsson opnaði sitt fyrsta kvikmyndahús, Nýja Bíó, í Kefla- vík. Hans þekktasta kvikmynda- hús er þó Bíóhöllin sem opnaði 2. mars 1982. Á þeim þrettán árum sem húsið hefur verið opið hafa komið þangað fjórar milljónir kvik- myndahússgesta og ekkert lát er á aðsókninni. Að sögn Árna Samúelssonar, eiganda Sambíóanna, töldu flestir að þetta ævintýri væri dæmt til að mistakast. „Það héldu allir að ég væri bandvitlaus að fara út í þessar framkvæmdir, vegna þess að videovæðingin var í algleym- ingi. Fólk var alveg visst um að kvik- myndir myndu leggjast af, enda voru myndirnar alltaf orðnar svo gamlar þegar þær bárust til ís- lands,“ segir Árni. „Þessu snérum við við og hófum að Evrópufrumsýna þær myndir sem við höfðum rétt á fýrir ís- land. Því var svo vel tekið að Bíó- höllin er búin að vera aðsóknar- mesta kvikmyndahús á íslandi frá opnun þess fyrir réttum 13 árum.“ Að sögn Árna var aðdragandinn að opnun Bíóhallarinnar sá að kvikmyndahús hans í Keflavík átti orðið mikinn lager kvikmynda sem þurfti að sýna í Reykjavík og því var ákveðið að fara út í bygging- una. í Dagblaðinu & Vísi 19. febr- úar 1982 má sjá viðtal við Árna undir fyrirsögninni „Hinir bíóeig- endurnir ráku mig út í þetta.“ Þar kemur einmitt fram að Árni flutti inn mikinn fjölda mynda sem ekki fengu sýningu í reykvískum kvikmyndahúsum og því teldi hann besta kostinn að byggja sitt eigið kvikmyndahús fyrir Reykvík- inga. Mikill slagur stóð um lóð húss- ins í Mjóddinni, en svo fór að Árni fékk henni úthlutað árið 1981. Frá þeim tíma hefur margt breyst í útliti og rekstri kvikmyndahússins, en áherslan hefur alltaf verið lögð á að bjóða upp á allt það besta sem völ er á fyrir kvikmyndhús. Því til staðfestingar hafa Bíóhall- armenn nú skipt um alla stóla í kvikmyndahúsinu og eru nýju stól- arnar með því besta sem völ er á í heiminum. Einnig hafa allir salir hússins verið endurnýjaðir og því má segja að Bíóhöllin sé nú glænýtt kvik- myndahús þrettán árum eftir opn- un þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.