Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 11 Víðtæk verkefni Rannsóknaráðs Hlutverkið að styrkja stoðir menn- ingar og atvinnulífs NÝLEGA gekk Rannsóknarráð ís- lands frá skipun í fagráð og úthlut- unarnefndir á vegum ráðsins, en samkvæmt lögum skipar ráðið tvær úthlutunarnefndir, eina fyrir Vís- indasjóð og aðra fyrir Tæknisjóð, og sitja fimm manns í hvorri nefnd. Lög um Rannsóknarráð íslands tóku gildi á miðju síðastliðnu ári með sameiningu á Vísindaráði og Rannsóknaráði ríkisins, og er hlut- verk ráðsins samkvæmt lögunum að styrkja stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs. Að undanförnu hefur verið unnið að skipulagningu á störf- um ráðsins. í ráðinu sitja eftirtaldir einstaklingar: Prófessor Sigmundur Guðbjarnason, formaður, prófessor Þórólfur Þórlindsson, dr. Alda Möll- er, prófessor Anna Soffía Hauks- dóttir, dr. Halldór Þorgeirsson, Hall- grímur Jónasson, prófessor Helgi Valdimarsson, Jakob Jakobsson og prófessor Vésteinn Olason. Sex fagráð Skipuð hafa verið sex fagráð til að fjalla um einstök svið vísinda og tækni og gefa faglegar umsagnir um styrkumsóknir tii sjóðanna, en hvert fagráð er skipað sjö sérfróðum' einstaklingum. Fagráðin meta vísindalegt, tækni- legt og hagrænt gildi umsókna og flokka þær eftir hæfni umsækjenda og gæðum og gagnsemi verkefn- anna, en fagráðin gera hins vegar ekki tillögu um úthlutun þar sem það er á verksviði úthlutunarnefnd- anna. Jafnframt er fagráðunum ætl- að að meta stöðuna á viðkomandi vísinda- og tæknisviði og vera Rann- sóknarráði íslands til aðstoðar við stefnumörkun og eflingu rannsókn- arstarfseminnar í landinu. Stefna ráðsins mótuð til næstu framtíðar Að sögn Sigmundar Guðbjarna- sonar, formanns Rannsóknarráðs, er annað meginverkefni ráðsins, auk þess að undirbúa úthlutanir styrkja, að móta stefnu ráðsins til næstu framtíðar og er sú vinna nú í undir- búningi. Hann sagði að þegar búið væri að móta nokkuð útiínurnar á þennan hátt væri áformað að funda með fagráðunum og reyna að takast á við tiltekin fræðasvið eftir því sem við ætti. Mótuð yrði sameiginleg stefna hvað varðar áherslur ráðsins með hliðsjón af því sem annars veg- ar væri að þróast í þjóðfélaginu og hins vegar því sem talin væri þörf á að leggja áherslu á. „Þessi sameiginlega stefna kemur svo til með að hafa áhrif á það hvern- ig styrkjum verður ráðstafað, t.d. á næsta ári, og þannig verður þetta unnið í áföngum. Við byijum á því að reyna að gera okkur grein fyrir því í stórum dráttum í hvernig sam- félagi við viljum búa, og þar erum við bytjuð að greina meginlínur. Síð- an er ætlunin að taka hveija megin- grein fyrir sig og skilgreina þau áherslusvið sem rannóknastarfsemin og Rannsóknarráð getur beint sér að, hvort sem það er á sviði menn- ingarmála, heilbrigðismála, mennta- mála, umhverfismála eða atvinnu- mála í víðum skilningi. Að þessu verður unnið á næstu vikum og mánuðum og við gerum ráð fyrir að einhveijum slíkum áfanga verði náð í haust, sem síðan verður til hliðsjónar við úthlutun styrkja að ári. Þannig tökum við svo fyrir eitt sviðið af öðru,“ sagði Sigmundur. Athugasemd TR MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Tryggingastofnun ríkisins sem nefnd er „Rangar upp- lýsingar frá sérfræðingum". Þar seg- ir: „Vegna heilsíðu auglýsingar frá 257 sérfræðingum sem birtist á síðu 5 í Morgunblaðinu 22. febrúar skal eftirfarandi tekið fram: Af þeim sérfræðingum sem undir- rita yfirlýsingu um að þeir hafi sagt sig úr samningi við Tryggingastofn- un frá og með 1. maí 1995, hefur 41 læknir ekki sagt sig úr samningi við stofnunina frá þeim tíma. í aug- lýsingunni eru birt nöfn 35 lækna, sem sagt hafa upp samningi við Tryggingastofnun frá og með 1. júní 1995, en ekki 1. maí. Að auki hafa uppsagnir enn ekki borist til stofnun- arinnar frá sex læknum, sem undir- rita auglýsinguna. Þessir læknar eru því að veita al- menningi rangar upplýsingar, sem ber að leiðrétta. Þeir 35 læknar, sem undirrita aug- lýsinguna, en hafa í raun sagt upp samningi við Tryggingastofnun frá og með 1. júní 1995, en ekki 1. maí: 1. Ingibjörg Georgsdóttir, barnalæknir 2. Stefán Hreiðarsson, bamalæknir 3. Þröstur Laxdal, barnalæknir 4. Brynjólfur Mogensen, bæklunarlæknir 5. Gunnar Þór Jónsson, bæklunarlæknir 6. Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir 7. Stefán Carlsson, bæklunarlæknir 8. Grétar Sigurbergsson, geðlæknir 9. Ingvar Kristjánsson, geðlæknir 10. Óiafur Bjamason, geðlæknir 11. Rannveig Pálsdóttir, húðlæknir 12. Magnús Ólason, endurhæfingarlæknir 13. Sigurður Árnason, krabbameinslæknir 14. Arnar Hauksson, kvensjúkdómalæknir 15. Gunnlaugur Snædal, kvensjúkdómalæknir 16. Andrés Sigvaldason, lyflæknir 17. Árni Kristinsson, lyflæknir 18. Bjarni Þjóðleifsson, lyflæknir 19. Guðmundur Þorgeirsson, lyflæknir 20. Haraldur Briem, lyflæknir 21. Kjartan Pálsson, lyflæknir 22. Kristján Steinsson, lyflæknir 23. Höskuldur Kristvinsson, skurðlæknir 24. Kjartan G. Magnússon, skurðlæknir 25. Sigurgeir Kjartansson, skurðlæknir 26. Ólafur Þ. Jónsson, svæfingalæknir 27. Ásgeir Ellertsson, taugalæknir 28. Einar Valdimarsson, taugalæknir 29. Elías Ólafsson, taugalæknir 30. Finnbogi Jakobsson, taugalæknir 31. Grétar Guðmundsson, taugalæknir 32. Gunnar Guðmundsson, taugalæknir 33. Marinó Hafstein, taugalæknir 34. Þorsteinn Gíslason, þvagfæra- skurðlæknir 35. Sigurbjöm Björnsson, öldrunarlæknir Uppsagnir á samningi hafa ekki borist Tryggingastofnun frá þessum sex læknum, sem þó skrifa undir auglýsinguna: 1. Þórey Sigurjónsdóttir, barnalæknir 2. Guðmundur Björnsson, endurhæfingarlæknir 3. Jóhann G. Þorbergsson, lyflæknir 4. Jón Þorsteinsson, lyflæknir 5. Sjöfn Kristjánsdóttir, lyflæknir 6. Þórarinn Gíslason, lyflæknir" Morgunblaðið/RAX RANNSÓKNARRÁÐ Islands ásamt starfsmönnum á fundi nú í vikunni. Talið frá vinstri eru Hörður Jónsson, forstöðumaður tæknisviðs Rannsóknarráðs, dr. Alda Möller, prófessor Vésteinn Ólason, dr. Halldór Þorgeirsson, dr. Vilhjálmur Lúðviksson, framkvæmdasljóri Rannsóknarráðs, prófessor Sig- mundur Guðbjarnason, formaður Rannsóknarráðs, prófessor Anna Soffía Hauksdóttir, dr. Jónas Jónasson, Jakob Jakobsson og Kristján Kristjánsson, forstöðumaður visindasviðs Rannsóknarrráðs. j,; I ' t /kiii B t |i Austurlönd fjær Á hverju ári annast skrifstofa Eimskips í Hamborg flutning á þúsundum gámaein- inga af inn- og útflutningsvöru íslendinga á leið sinni til og frá Austurlöndum fjær. Samstarfsaðilár Eimskips í þessum flutningum eru öflug alþjóðleg flutningafyrirtæki eins og Hapaq-Loyd, Mærsk, Evergreen, K-line og Mitsui. Með því samstarfi tryggir Eimskip viðskiptavinum sínum fyrsta flokks flutningaþjónustu við Austurlönd fjær. „Vanti þig ráðgjöf og vandaða flutningsmiðlunarþjónustu vegna flutninga til og frá Austurlöndum fjær skaltu hafa samband við Eimskip.“ Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- pjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsapjónustu, innanlands- flutninga, framháldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 569 71 00 • Fax 569 71 79 Netfang: mottaka@eimskip.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.