Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 21 _______________ LISTIR Myrkir músíkdagar Morgunblaðið/Jónas Þór Jóhannsson TATU átónleikum í Valaskjálf. Tatu Kantomaa á tónleikum í Valaskjálf TÓNUST Gerdarsaíni TVÍLEIKUR Laufey Sigurðardóttir, fiðlu, Elísabet Waage, hörpu. Lex van Delden tón- skáld, Mist Þorkelsdóttir tónsk., Leif- ur Þórarinsson tónsk., Jurriaan Andriessen tónsk. Þriðjudagur 21. febrúar. MYRKIR músíkdagar halda áfram og Tónskáldafélagið telst ennþá aðeins fimmtíu ára. í annars myndarlegri efnisskrá Tónskáldafélagsins saknar maður þess nokkuð að ekki skuli rakinn að einhveiju marki ferill Tón- skáldafélagsins á þessu fímmtíu ára tímabili. Kannski er efnið þó of viðamikið, því sli'k býsn hefur verið skrifað af tónlist á þessu tímabili og svo margir komið við sögu, að til þarf líklega heila tón- listarsögu til að gagni komi, og vonandi er sú saga í smíðum, þótt reyndar verði sagan aldrei sögð, því hún er jú alltaf að skapast. Góð hugmynd, og sjálfsögð, er að flytja verk erlendra höfunda á þessum tónleikum ásamt íslensku verkunum, m.a. til að minna okkur á að við erum ekki ein í heiminum og kynna strauma annars staðar frá, séu þeir ekki þegar komnir inn í okkar heimaframleiðslu. Ekki sá ég þó sérstaka ástæðu til að kynna Duetto eftir Hollending að nafni Lex van Delden. Að vísu er verkið ljúft, nýrómantísk og tematískt, með tveim hægum þáttum og ein- um hröðum, þar sem í fyrsta þætti að harpan var undirleikur fíðlunn- ar. Þótt báðar spiluðu vel, fannst mér einhvern veginn sem verkið næði ekki fyllilega tökum á flytj- endunum og þó kannske síður á þeim ágæta fíðlara, sem Laufey er. Mist Þorkelsdóttir átti aftur á móti fallegt verk í „Haustlaufi" sínu, sem skrifað er frá áhrifum haustsins á NA-strönd Bandaríkj- anna. Kannske minnti það mig ekki fyrst og fremst á haustlauf, en á fegurð haustsins gjarnan og um leið á íslenskan dans, í miðju verksins. En hvað um það, þetta er fallega skrifað verk og fullt af póesíu og náði sannarlega hjörtum flytjendanna. Um frumflutning verksins var hér að ræða. Leifur Þórarinsson lætur of sjaldan í sér heyra. Eftir hann var frumflutt Serena, sem hann skrifaði fyrir þær Laufeyju og Elísabet og tilefn- ið í kvöld. Byijaði með löngum flasulett-tónum á fíðluna og stök- um plokk-tónum á strengi hörp- unnar. í sinni hægferð um tónsvið- ið var yfírborð verksins óráðið, djúp íhugun eða trúarleit, kannske líka eitthvað allt annað, en verkið greip mann og áreiðanlega einnig flytjendurna. Tónleikunum lauk með verki eftir Jurriaan nokkurn Andriessen, sem ég veit engin deili á, en bend- ir til að sé hollenskur, eins og höfundur fyrsta verksins. Eftir þennan J. A. voru fluttir tveir þætt- ir, byggðir á sögunum um Don Kíkóta, sá fyrri „Söngur til hinnar ljúfu Dulcineu“ og sá síðari um „Baráttu Don Kíkóta við vindmyll- urnar“. J.A. þessi mun hafa lært um tíma hjá 0. Messiaen, og þótti tónsmíðin bæri þess engin greini- leg merki, var hún lífleg, dálítið úr hinni og þessari áttinni, en hvers vegna ekki? Ragnar Björnsson Egilsstöðum. Morgunblaðið. TATU Kantomaa, fínnskur harm- oníkuleikari, hélt tónleika í Vala- skjálf, laugardaginn 11. febrúar sl. Harmóníkufélag Héraðsbúa stendur fyrir komu hans til landsins og verður hann hér á landi fram í apríl. Hann mun veita harmóníku- leikurum tilsögn og kennslu á með- an hann dvelur hér. Að sögn Hreins Halldórssonar formanns Harmón- íkufélags Héraðsbúa tókust tónleik- arnir vel. Þeir stóðu yfír í einn og hálfan tíma og flutti hann 21 lag. Tónleikar verða víðar Tónleikamir sem Tatu hélt í Valaskjálf eru þeir fyrstu sem hann hélt í þessari ferð sinni. Fleiri eru á döfínni og verður hann í Borgar- firði eystri um næstu helgi og fyrir- hugað er að heimsækja Vopnafjörð, Þórshöfn og fleiri staði í Þingeyjar- sýslum. Tatu verður síðan með tón- leika í Reykjavík um miðjan mars og á Skíðaviku ísfírðinga um pásk- ana. félögum í Arkítektafélagi islands, FAIagi húsgagna- og innanhússarkitekta og Fólagl iðnhönnuða. Lystadún-Snæland efnir til samkeppnl um Hönnun húsgagna með svampi. Keppnln er haldin I samvinnu vlö Hönnunarstöðina og ætluð Tillögum ber að skila tll Hönnunarstöðvarlnnar, Hallveigarstlg 1, fyrir kl. %. 17:00 þann 21. april 1995 Ir . * » a g t rtð Skútuvogl 11. a flpm" !- — —Verðlaunafé eöalls 350.000 kr. T , — 1. verðlaun \ 200^00 kr. 2. verðlaun ^IPO.OÖO Rr. 3. verðlaun 50/000 krT ~ Hægt er_s Lék inn * um í -Jiromur flokkiujrr 1. Svefnhúsgagn Meá svefnliúsgagni er meðal annars átt við svefnsófa, svefnstól, legukekk osfrv. Markkópur Jressara liúsgagna geta verið köm, táningar og ungt fólk. 2. Nytjahúsgagn Með nytjakúsgagni er átt við sófa, stól, raðkúsgagn osfrv. 3. Frjáls flokkur Tllgangur samkeppnlnnar er: l. Að veita könnuðum lækifæri til að nýta svamp sem kráefni í atkyglisverða kötinun. 2. Framlag LystaJúns-Snælands til að vekja atkygli á íslenskri könnun. Skilyrðí er að við könnunina sé notaáur svampur að stórum kluta. Lystadún—Snæland mun annast framJeiðslu fruntgerðar af verðlaunatillögunum í samráði við könnuði. ' >*v ’ l dómnefnd verða jtrír; einn frá Félagi kúsgagna- og innankúss- arkitekta, einn frá Árkitektafélagi Islands, tilnefndur af Lystadúni— Snæland og loks einn frá fyrirtækinu sjálfu. HÖNNUNARSTÖÐ Des-IÚN CENTgn Skútuvogi Í3 • Sími 568-5588

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.