Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSGRÍMUR STEFÁN BJÖRNSSON + Ásgrímur Stef- án Björnsson fæddist í Reykjavík 14. desember 1922. Hann lést á Land- spítalanum 13. febrúar síðstliðinn. Foreldrar hans voru Björn Bjama- son og Þorbjörg Ásgrímsdóttir. Systkini Ásgríms vom fimm: 1) Lauf- ey, húsmóðir. 2) Jón Hilbert, sjó- maður, látinn. 3) Bjami, starfsmað- ur við Reykjavíkurhöfn, látinn. 4) Björa Kári, trésmiður. 5) Sigurður, vélvirki. Eftirlifandi eiginkona Ásgríms heitir Cam- illa Pétursdóttir. Hjónin eign- uðust fjögur böm: 1) Þor- björgu, hjúkrunarfræðing. 2) Agnar Gunnar Láms, vélfræð- ing. 3) Bjöm Stefán, en hann lést á unga aldri. 4) Ásgrím Láms, sjómælingamann hjá Landhelgisgæslunni. Ásgrímur var gagnfræðing- * > ur frá Ingimarsskóla í Reykja- vík og hann lauk farmanna- prófi frá Stýrimannaskólan- HANN afi okkar er dáinn og er undarlegt til þess að hugsa. Það er erfitt að lýsa samverustundum okkar krakkanna með afa og enn erfiðara er að lýsa afa í orðum, minningar okkar verða aðeins að vaðveita það. Það er erfítt til þess að hugsa að aldrei framar verður farið í skíðaferð, á skauta, í sund eða út í Viðey með honum afa okkar. Viðey, eyjan sem afi ólst upp í, var honum ávallt ofarlega í huga og ferðir okkar á Sæbjörgu, litla bátnum hans, voru ófáar. Heitt kakó og bakkelsi hafði hann ávallt með í ferðum okkar og hann sagði af hjartans list sögur frá upp- vaxtarárum sínum í Viðey eða skemmtilegar sögur af sjónum sem hann unni mikið. Það þurfti aldrei að biðja hann nema einu sinni að fara með okkur í þessar ferðir og þá var hann kominn strax geisl- andi af gleði. Afí mat gildi vinnunnar mikils enda var hann á sjó allt frá blautu ^"bamsbeini og stundaði sjóinn fram á síðasta dag. Okkur strákunum kenndi hann að veiða físk og ýmis handbrögð við sjómennsku og hann kenndi okkur ávallt af hjartans ánægju. Hann var mikill dýravinur og tók að sér veik og særð dýr. Okkur stelpnunum kenndi hann að synda og hvatti okkur áfram í íþróttum, lét okkur keppa í víða- vangshlaupum og handbolta. Einn- ig fengum við að rækta með honum garðinn hans og byggja snjóhús á vetrum. Afí var einstaklega góður maður og það sást meðal annars á því að flest böm hændust að honum -*og sum, sem komu með okkur í ferðimar, kölluðu hann jafnvel afa. Um ömmu hugsaði hann alltaf vel og í öllum hennar veikindum var hann hennar stoð og stytta. Pabbi hefur oft sagt okkur frá því að afí hafí verið eins við sig og vini sína þegar hann var lítill og fram á fullorðinsár. Það verður aldrei fyllt í það skarð sem rofíð er við fráfall afa en minningamar gera söknuðinn léttbærari. Elsku amma okkar, við vonum að þú hafir það alltaf gott * *0g biðjum guð um að blessa afa og minninguna um hann. Dagur, Kári, Helga, Guð- björg og Camilla. Það er sárt að horfast í augu við það skyndilega að geta ekki framar notið samvista við qfa okk- ar. um í Reykjavík 1947, Ásgrímur sinnti fjölmörgum störf- um bæði til sjós og lands: Hann sigldi sem stýrimaður og skipstjóri á strand- ferðaskipum rík- isins, var erindreki Sly savarnafélags íslands, útgerðar- stjóri hjá Vita- og hafnarmálaskrif - stofunni og afleys- ingaskipstjóri hjá Hafskipum. Ekki má gleyma þeim þætti í atvinnusögu Ásgríms að hann vann um árabil óeig- ingjarnt sjálfboðaliðsstarf fyrir Slysavarnafélag íslands og sigldi sem skipstjóri á björgunarskipinu Henry Hálf- danssyni, stolti Slysavarnafé- lags íslands. f marga hættuför hefir Ásgrímur haldið með litlum fyrirvara til að bjarga mönnum og skipum í sjávar- háska. Ásgrímur Stefán Björasson verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Við bræður vorum ekki háir í loftinu þegar hann fór að sækja okkur á gamla Willys-jeppanum, sem hann hafði málað í litum Slysavamafélagsins og flutti okkur á vit ævintýra. Á sunnudögum fór- um við gjaman í bamaguðsþjón- ustur og eftir það í bíltúr niður á höfn með viðkomu í Slysó. Alltaf kunni hann svör við spuringum okkar og var sömuleiðis duglegur við að fræða okkur um hluti í umhverfinu og lífíð sjálft. Afi hafði yfír að ráða gömlum trébát, sem heitir Sæbjörg. Dyttaði hann að henni á hverju vori og kom á flot. Á Sæbjörginni sigldum við oft saman um Sundin, sem vom honum afar kær, og oft var rennt fyrir fisk. í þessum sjóferðum var yfírleitt komið við í Viðey, þar sem hann ólst upp. Sögur hans frá þeim tíma em margar og ógleymanleg- ar. Heitt kakó og meðlæti dmkkum við ævinlega á tröppum húsarústa heimilis hans þar. Óteljandi era allar skautaferð- imar upp á Rauðavatn með afa, þar sem hann leiddi okkur inn í ævintýraheim stjamanna og tunglsins. Skíðaferðir í Skálafell og Bláfjöll standa líka upp úr í minningunni. Svo ótalmargt fleira gerðum við saman. Má nefna sundferðir, íjall- göngur, fjömferðir og fleira. Síð- asta sumar gerðum við okkur grein fyrir því að Sæbjörgin væri orðin það illa farin að hún færi varla á flot næsta sumar. Ekki datt okkur í hug þá að sömu sögu yrði að segja um afa okkar. Enginn maður hefur mótað okk- ur og gefíð jafn mikið og afí. Hann er án efa besti vinur sem við höfum nokkum tíma átt. Egill og Ásgrímur Haukur Helgasynir. í dag kveðjum við Ásgrím S. Björnsson skipstjóra og fyrrum er- indreka Slysavamafélags Islands á ámnum 1956-1960 og 1981- 1985. Störf Ásgríms fyrir Slysavama- félagið verða seint fullþökkuð. Hann var erindreki í þess orðs fyllstu merkingu, slíkur eldhugi þegar málefni Slysavamafélagsins voru annars vegar og snjall ræðu- maður að hann hreif alla með sem á hlýddu. Ásgrímur helgaði auk þess Slysa- vamafélaginu nær allar sínar frí- stundir. Hann starfaði mikið á vett- vangi björgunarsveitar Ingólfs og sem skipstjóri á björgunarbátunum Gísla J. Johnsen og Henry A. Hálf- danssyni. Óhætt er að fullyrða að enginn hefur staðið þar lengur við stjórnvöl en hann, og þær vom orðnar margar ferðirnar sem hann fór til leitar- og björgunarstarfa á sjó. Öryggisfræðsla sjómanna var Ásgrími hugleikin alla tíð og hann hafði mikinn áhuga á stofnun Slysa- vamaskóla sjómanna sem tók til starfa 1985. Það var honum kært, sem skipstjóra á björgunarbátun- um, að fá að fræða og æfa nemend- ur Slysavarnaskolans á ytri höfn- inni í Reykjavík eða úti á Faxaflóa. Þegar björgunarbáturinn Henry A. Hálfdansson var keyptur frá Skotlandi árið 1989 var Ásgrímur, eða Ási eins og hann var jafnan kallaður, skipstjóri á heimsigling- unni. Undirritaður var í áhöfn þá og mun öll sú ferð seint úr minni líða. Ég sé enn fyrir mér undrunar- og gleðisvipinn á Ása þegar hann leit bátinn fyrst augum við bryggj- una í Buckie. Á leiðinni heim hrepptum við hið versta veður, en það var eins og Ási yngdist upp um mörg ár þegar hann fann hvað báturinn varði sig vel áföllum, og hann sagði oft við okkur hina: „Það verður hægt að bjarga miklu á þess- um báti heima á Islandi þegar á reynir fyrir alvöra.“ Á öðru starfsári sínu sem erind- reki Slysavamafélagsins, árið 1957, setti Ásgrímur hugleiðingar sínar um slysavamamál í Árbók félags- ins, að lokinni erfíðri eftirlitsferð með skipbrotsmannaskýlunum austur á söndum Skaftafellssýslna. Þar segir m.a.: „Það er öllum ljóst að margt hefur verið gjört á undan- fömum ámm til eflingar slysa- varna. Margir hafa þar lagt hönd að verki og yngri kynslóðin þarf að halda vel á spöðunum ef hún ætlar að halda merkinu jafn hátt og þeir sem borið hafa hita og þunga dagsins hingað til. Þeir, sem eldri em, þyrftu að hugsa fyrir því í tíma og leiða þá, sem yngri em, til starfa í þessum málum, svo allt- af verði gróandi í félagsskapnum." Ásgrímur starfaði sannarlega af miklum eldmóði í samræmi við þessi orð, og með einstakri frásagnar- snilld náði hann vel til unglinga þannig að þeir sátu hugfangnir og hlustuðu á þennan rígfullorðna mann. Þegar slíkar samkomur bar á góma við aðra sagði Ási gjarnan: „Ja, ég var bara að boða fagnaðar- erindið," og um leið brosti hann sínu smitandi brosi. Mannkærleikur var í huga Ásgríms kjarni þessa boðskapar, kjami starfs Slysa- varnafélagsins. Ásgrímur S. Bjömsson hefur nú lagt upp í sína hinstu siglingu og ég veit að þar sem hann tekur land verða margir til að fagna honum. Við, sem vomm honum samferða, vitum hins vegar að skarð hans er vandfyllt. Við geymum minningar um góðan slysavamamann og góð- an dreng. Við fráfall Ásgríms bið ég guð að styrkja Camillu, eiginkonu hans, böm og aðra ættingja, og sendi þeim innilegustu samúðarkveðjur. Einar Sigurjónsson, forseti Slysavamafélags íslands. Enginn fær flúið tímans kall, en þrátt fyrir þessa vitneskju kem- ur andlátsfregn alltaf nokkuð á óvart. Svo var um andlát Ásgríms Stefáns Bjömssonar, sem við hjón- in hittum i fullu fjöri nokkurm dögum fyrir andlát hans. Á svona stundu rifjast upp minningar frá liðnum tíma og manni verður tregt um mál. Tveggja ára gamall fluttist Ás- grímur með foreldrum sínum út í Viðey, þar sem faðir hans gerðist verkstjóri hjá Kárafélaginu. Þar dvaldi Ásgrímur öll sín æsku- og uppvaxtarár. Hin mikla skipaumferð fram hjá æskuheimili Ásgríms hefír trúlega vakið áhuga hans á siglingum og öllu sem sjónum tengdist. Fljótlega fann hann athafnaþrá sinni farveg á þeim vettvangi, sem hann síðar gerði að ævistarfí sínu. Skömmu eftir að hann lauk gagnfræða- prófí, eða aðeins 15 ára gamall, hóf hann sinn sjómannsferil á fiski- bátum og toguram. Ekki lét hann þar staðar numið því hugurinn stefndi hærra. Stefnan var sett á Stýrimannaskólann í Reykjavík og þar hóf hann nám 1945 og lauk prófí frá farmannadeild skólans 1947. Ásgrímur, eins og bekkjarfé- lagar hans, lifði merk tímamót í þróunarsögu skólans. Hann sat bæði í gamla og nýja skólahúsinu og varð vitni að og þátttakandi í þeim umbrotum og stórhug, sem einkenndi íslenskt þjóðlíf á þessum áram. Alls vom bekkjarfélagamir níu, sem útskrifuðust úr farmanna- deildinni 1947. Bekkjardeildin var samstillt og einhuga um að ná settu marki. Ásgrímur féll einkar vel inn í þessa heild. Hann var vinfastur og sáttfús og samheldnin var honum í blóð borin. Að lokum rann upp sú stund að prófín vom í höfn. Skólinn var kvaddur með trega og söknuði, en á næsta leiti beið alvara lífsins með öllum sínum hættum og margslungna tækni- búnaði. Nú varð ekki aftur snúið á framabrautinni. Stefnan hafði þegar verið mörkuð og bjart var fyrir stafni. Vinátta bekkjarfélag- anna hafði verið innsigluð og sú vinátta var byggð á gagnkvæmu trausti og virðingu hvers fyrir öðr- um. Nú skildu leiðir og menn sigldu hver sinn sjó. Á tyllidögum skár- ust leiðir á ný og þá vom vináttu- tengslin treyst og gamlar minning- ar endurvaktar. Það er samdóma álit allra sem til þekkja og með Ásgrími hafa starfað að hann hafí verið ötull, ósérhlífínn, ráðagóður og traustur félagi. Camilla, eiginkona Ás- gríms, liggur nú á Borgarspítalan- um, en hún hefír átt við langvar- andi vanheilsu að stríða og verið bundin við hjólastól í 15 ár. Ás- grímur hefír sýnt henni mikla umhyggju og nærgætni og hann hefír reynst henni frábærlega vel eins og hans var von og vísa. Árið 1987 útskrifaðist yngsti /Sbnur þeirra hjóna sem sjóliðsfor- ingi frá The United States Coast Guard Academy í Connecticut. Hjónin lögðu á sig langa og stranga ferð til að vera við út- skrift sonar síns. Sú ferð varð þeim mikill gleðigjafí og lífsfylling og þau nutu þess að sjá son sinn í þessu hlutverki. Bekkjarfélagar Ásgríms frá Stýrimannaskólanum færa eftirlif- andi eiginkonu, bömum og fjöl- skyldum þeirar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Fh. bekkjarfélaganna, Garðar Pálsson. ÖIl tökumst við á hendur ferða- lög. Sum þeirra era stutt, önnur em löng. Asgrímur hefur lagt upp í þá för, sem allir munu fara. Eg er einn þeirra heppnu sem fékk að njóta leiðsagnar Ása í Slysa- vamafélaginu. Minnist ég þess þegar ég sá hann fyrst, þá var ég smápatti með pabba í ökuferð um höfnina, en þá var oft komið við í Slysavarnafélagshúsinu við Grandagarðinn og kíkt á Skyldu- na. Ási starfaði þá sem erindreki hjá SVFÍ og var þá oft á ferð um landið að fræða björgunarsveitar- menn um allt land um fluglínu- tæki, björgun úr sjávarháska og margt fleira. Pabbi kynnti mig fyrir þessum þrekna og mikilfeng- lega manni. Mikið fannst mér höndin á mér lítil þar sem hún hvarf inn í lófann á Ása í þéttu handtaki. Árin liðu, ég fór að starfa með unglingasveit björgunarsveit- arinnar Alberts á Seltjamarnesi á mínu fjórtanda ári. Þá fór maður að sjá meira af starfi félagsins og þar með talið af Ása. Hann starf- aði mikið með sjóflokki bj.sv. Ing- ólfs, var skipstjóri á björgunar- bátnum Gísla J. Johnsen um ára- bil og þegar nýtt skip.bættist í flot- ann, Henry Á. Hálfdánsson, þótti ekki annað koma til greina en að Ási tæki við honum í Skotlandi ásamt fleiram úr félaginu og sigldi honum heim. Ási fór margar ferð- ir á Gísla og seinna á Henry út á Faxaflóa til að sinna hjálparbeiðn- um og neyðarköllum, ásamt því að fara hundrað ferða til æfínga eða þjónustu á Sundunum eða Fló- anum. Hann var eins og segir hér fyrr, hraustur og mikilfenglegur. Bróðir minn sagði mér frá því að einhvem tíma var æfíng í Hval- fírði og Ási kom á Gísla uppeftir. Bróðir minn var ásamt fleiram kominn í blautgalla og vora þeir að gera sig klára til að fara í köf- un. Þeir stukku út í og vora að bleyta upp gallana, busluðu, ægtu og kvörtuðu undan kulda. Ási fylgdist með þeim þögull, snaraðist síðan niður í lúkar og kom upp eftir augnablik íklæddur sundskýlu og stakk sér til sunds. Menn kvört- uðu víst ekki mikið undan kulda eftir það. Árið 1988 tók bj.sv. Albert það verkefni að sér að halda landsmót fyrir unglingasveitir SVFÍ. Ákveð- ið var að þar sem SVFÍ átti 60 ára afmæli, yrði mótið tileinkað sjóbjörgun. Síðan vantaði stað fyr- ir mótið og var ákveðið að það yrði í Viðey á Sundbakkanum. Ási var okkur innan handar frá fyrstu stundu, enda þótti honum kært að æska Slysavamafélagsins dveldi helgarlangt í æskustöðvum hans. Ási var með okkur á kvöldvök- unni, söng og sagði sögur frá því þegar Milljónafélagið var með rekstur á Sundbakkanum. Einn af þeim eiginleikum sem Ási réð yfír var að þegar hann talaði, hlustuðu menn. Hann var brannur fróðleiks og þekkingar, sem alltaf mátti sækja í. Ég starf: aði um tveggja ára skeið hjá SVFÍ við Slysavamaskóla sjómanna. Þá kom Ási oft við og fékk sér kaffi- sopa og kex, skammaði mig ef ég var ekki búinn að flagga og spjall- aði. Ég hafði mjög gaman af þess- um stundum og var oft glatt á hjalla þegar hann var að herma eftir samferðamönnum sínum. Fréttin af því að Ási væri dáinn sló rnig. Mér fannst að þessi hrausti og vinalegi kall myndi verða lengur á meðal okkar. Mér segir svo hugur að hann fylgist nú með okkur og mér kæmi ekki á óvart ef tekið væri í rórið á hættustund. Himnafaðirinn hefur fengið góðan stýrimann. Frú Camilla og böm, sorgin er þungbær en við hin deilum henni með ykkur. Minningin um Ásgrím verður ávallt ljóslifandi ásamt minningunni um gleðistundimar. Við sem erum félagar í björgunar- sveitinni Albert á Seltjarnamesi fáum aldrei fullþakkað það sem Ási gerði fyrir okkur. Hvíl í friði, Ásgrímur. Guðjón Sig. Guðjónsson. Ég kynntist Ásgrími Bjömssyni haustið 1989, en þá fóru nemendur Stýrimannaskólans í fyrsta skipti með björgunarskipi Slysavamafé- lagsins, Henry A. Hálfdanssyni, í æfíngaferðir. Áður var venjan að fara með varðskipum í slíkar æf- ingaferðir, en vegna skertrar fjár- veitingar til Stýrimannaskólans var það ekki lengur mögulegt. Okkur kennurunum var ljóst mikil- vægi slíkra ferða fyrir nemendur en tíminn var aðallega notaður til verklegra þátta í siglingafræði, s.s. siglingu skips, færslu leiðarbókar, stjörnufræði o.s.frv. Því var brugð- ið á það ráð að leita til Slysavam- afélagsins og fá Henry A. Hálf- dansson leigðan gegn vægu gjaldi og var það auðsótt mál. Asgrímur Björnsson var við stjómvölinn, þaulvanur skipstjóri og björgunar- maður sem þekkti Faxaflóann vel og allar siglingahættur sem víða leynast. Þegar ég kom með nem- endur mína um borð tók Ásgrímur við þeim og fór yfir helstu öryggis- atriði og björgunarbúnað skipsins með þeim hætti að allir tóku eftir því sem hann var að segja. Honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.