Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þetta er flaggskipið okkar. Könnun Félagsvísindastofnunar í lok jan. 1995: Fylgi stjórnmálaflokka, flokkað eftir starfsstétt Verkamenn og afgreiðslufólk Iðnaðarmenn og verkstjórar Skrifstofu- og þjónustufólk Sjómenn og bændur Sérfræð. og atvinnurekendur Ekki útivinnandi Í-I.MÍ 12,4 1,3 41 IhGH Alþýðúfl. Frams.fl. Sjálfst.fl. Alþýðubl. Kvennalisti Þjóðvaki Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Sjálfstæðisflokkurinn á mestan stuðning meðal allra stétta Fylgisaukning Alþýðubandalags aðallega á landsbyggðinni Könnun Félagsvísindastofnunar í lok jan. 1995: Fylgi stjórnmálaflokka aftir landshlutum Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin IUB»ite"SDl 10,4 9,9 Alþýðufl. Frams.fl. Sjálfst.fl. Alþýðubl. Kvennalisti Þjóðvaki SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN nýtur mests fylgis af flokkunum meðal allra starfsstétta, að því er fram kemur í niðurstöðum skoðana- könnunar, sem Félagsvísindastofn- un Háskólans gerði fyrir Morgun- blaðið í síðustu viku. Þar kemur jafnframt fram að Alþýðubandalag- ið hefur einkum bætt við sig fylgi á lansbyggðinni frá því að síðasta könnun var gerð í janúar, en Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík. í könnuninni fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 39,8% fylgi, Framsókn- arflokkurinn 18,7%, Alþýðubanda- lagið 15,6%, Þjóðvaki og Alþýðu- flokkurinn 10,5% hvor og Kvenna- listinn 3,9%. 17% fylgi Alþýðuflokks á Reykjanesi Fram kemur að Alþýðuflokkur- inn hefur einkum bætt við sig á Reykjanesi frá síðustu könnun og hefur nú tæplega 17% fylgi þar. Framsóknarflokkurinn hefur bætt við sig í Reykjavík og Sjálfstæðis- flokkurinn sömuleiðis. Alþýðu- bandalagið hefur aðallega bætt við sig á landsbyggðinni og nýtur nú um 20% fylgis þar. Fylgistap Kvennalistans er aðallega í Reykja- vík og Þjóðvaki tapar miklu fylgi, bæði í Reykjavík og á Reykjanesi. Félagsvísindastofnun skiptir svarendum í sex starfsstéttir. Fram kemur að Alþýðuflokkurinn hefur mest fylgi meðál sérfræðinga og atvinnurekenda og þeirra, sem ekki vinna úti, en til þeirra teljast t.d. húsmæður og -feður og stúdentar. Fyigi Framsóknarflokksins er mest í hópi bænda og sjómanna. Sjálf- stæðisflokkurinn á mestu fylgi að fagna hjá sérfræðingum og at- vinnurekendum og skrifstofu- og þjónustufólki, en minnst fylgi á hann hjá þeim, sem ekki eru úti- vinnandi. Alþýðubandalagið er sterkast meðal verka- og afgreiðslufólks og skrifstofu- og þjónustufólks. Fylgi Kvennalistans er mest í síðarnefnda hópnum. Fylgi Þjóðvaka mest hjá verkafólki Fylgi Þjóðvaka er mest hjá verka- og afgreiðslufólki og sjómönnum og bændum. Hafa ber í huga að þegar svar- endahópnum er skipt eftir lands- hlutum eða starfstéttum verða skekkjumörk mun stærri en fyrir niðurstöður könnunarinnar í heild. MANNELDISMARKMIÐ Hvergi meiri fisk- og sykurneysla í Evrópu en hér Laufey Steingrímsdóttir Manneldisráð íslands er skipað fimm manns. Manneldismarkmið eru ábendingar um heilsusam- legt mataræði þar sem tekið er mið af nýjustu rannsóknum í næring- arfræði, heilsufari þjóðar- innar og framleiðsluhátt- um. Manneldisráð beinir ráðleggingum sínum til stjórnvalda jafnt sem al- mennings í landinu, til matvælaframleiðenda og þeirra sem matreiða í mötuneytum og öðrum stóreldhúsum. Laufey Steingrímsdóttir doktor í næringarfræði er for- stöðumaður Manneldis- ráðs. - Hvert er upphaf þess að þjóðir setja sér manneldismark- mið? „Svíar riðu á vaðið á sjöunda áratugnum og Bandaríkjamenn um svipað leyti. Flestar þjóðir fóru upp úr því að móta sér manneldismarkmið til þess að festa á blað hvað best væri vitað um þessi mál. Manneldismarkmið eru sett til leiðbeiningar fyrir almenning, skóla og heilsugæslu. Því er oft haldið fram að nýjar rannsóknir séu að kollvarpa viðteknum hug- myndum en þegar grannt er skoðað hafa manneldismarkmið haldist tiltölulega óbreytt allan þennan tíma. Á Vesturlöndum er almenning- ur hvattur til að minnka fitu- neysluna en aðrar áherslur eru í þróunarlöndunum. Þar er reynt að nálgast sömu markmiðin frá öðrum pól. Þar setur skorturinn sitt mark á fæðuvalið en á Vest- urlöndum er það ofgnóttin á sumu,“ segir Laufey. - Hvers vegna setja íslending- ar sér önnur markmið en grann- þjóðirnar? „íslensk manneldismarkmið eru í megindráttum svipuð mark- miðum nágrannaþjóða nema að því leyti að hér er lögð meiri áhersla á hófsamar breytingar á mataræði í hollustuátt. Við erum þannig varkárari í okkar ráðlegg- ingum en kjarninn er hinn sami; að minnka óhóflega neyslu á fitu og salti og ekki síst að borða fjöl- breytta fæðu. Við leggjum áherslu á það að mjaka málunum í rétta átt,“ sagði Laufey. Laufey segir að fituneysla hafi minnkað og grænmetisneysia aukist á öllum Norð- urlöndunum en þó einkum í Finnlandi og Noregi. í Finnlandi hefur verið hæsta tíðni hjartasjúkdóma í Evrópu og því verið lögð mikil áhersla á minni fituneyslu þar í landi með mikilli fræðsluherferð og hefur dregið úr hjartasjúk- dómum í kjölfarið. Laufey segir að svipaðar breyt- ingar hafi átt sér stað á matar- æði íslendinga síðustu tvo ára- tugi og segir hún tvennt koma til, meiri almenna þekkingu og breyttan matarsmekk. Þá hafa komið nýjar fituminni mjólkur- vörur á markaðinn. - Hvað með mikla neyslu ís- lendinga á fínum sykri? „Þar skerum við okkur úr. Við neytum meiri sykurs en aðrir og mest allra Norðurlandabúa. Við gerðum könnun á mataræði ►Laufey Steingrímsdóttir er forstöðumaður Manneldisráðs íslands. Hún er fædd árið 1947. Hún lauk doktorsprófi i nær- ingarfræði frá Columbia- háskóla í Bandaríkjunum 1979. Hún er dósent í matvælafræði við Háskóla Islands og hóf störf hjá Manneldisráði 1989. Hún fékk fastráðningu hjá Mann- eldisráði fyrir tveimur árum. Hún er gift og tveggja barna móðir. skólafólks fyrir tveimur árum og hún leiddi í ljós að 10-14 ára börn og unglingar borða dag hvem tæplega 100 grömm af fín- unnum sykri. Svo bætist við syk- ur úr ávöxtum og safa og er dagleg sykumeysla því hvorki meiri né minni en 167 grömm. Svona háar tölur sjást varla annars staðar. íslenskir ungling- ar fá 15-16% orkunnar úr fínunn- um sykri en þetta hlutfall er um 10-12% á hinum Norðurlöndun- um. Hér eiga gosdrykkirnir stór- an hlut að máli. Þegar stóru umbúðimar komu á markaðinn jókst gosdrykkjaneyslan mikið. Helmingurinn af sykrinum sem börn og unglingar neyta kemur úr gosdrykkjum.“ - Er grænmetisneysla íslend- inga mun minni en nágranna- þjóðanna? „Já, töluvert minni. Hér er hún um 40 kg á mann á ári sem er minnst í Evrópu. Finnar, sem koma næstir okkur, neyta 54 kg á ári, Norðmenn og Svíar neyta 56 kg en þegar sunnar dregur í álfunni eykst grænmetisneysla og í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Grikklandi er grænmetisneysla um 100 kg á ári. Grænmetisneyslan er þó að aukast hér á landi því það er alltaf að koma betur í ljós hvað grænmeti og ávextir er mikil hollustufæða.“ - Hvað sérðu helst jákvætt við neysluvenjur íslendinga? „Hvað fiskneyslan er mikil. Þar eigum við enn eitt Evrópu- met því við borðum meiri fisk en nokkur önnur Evrópuþjóð. Fisk- neyslan stuðlar að heilbrigði á svo margan hátt. Fitan í fiskinum er heilsusamlegri en önnur fita og auk þess gefur fiskurinn okk- ur prótein og vítamín. Við neytum líka mikils mjólkur- matar sem er jákvætt, sérstaklega núna þegar fituminni mjólkurvör- ur vega þyngra í fæðuvalinu. En við mættum auka neyslu á græn- meti og ávöxtum á kostnað syk- ursins," sagði Laufey. IMeytum minnst af grænmeti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.