Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995- 33 var það eðlislægt að miðla öðrum og talaði tungumál sem sjómenn skildu. Frásagnargáfa hans var mikil og þótti mér gaman að fylgj- ast með því hve nemendur mínir voru oft snortnir af að hlusta á Ásgrím. Hann hafði líka ákaflega skemmtilegan húmor og var hláturmildur maður og þó hann væri að tala um grafalvarlega hluti eins og björgun úr sjávarháska kom hann yfirleitt í lokin með bráð- fyndna sögu sem fékk viðstadda til að brosa. Ásgrímur var mikill Slysavamafélagsmaður og hafði brennandi áhuga á öryggismálum sjómanna og öryggisbúnaði skipa. Hann varð landskunnur fyrir erin- drekstúr á vegum Slysavarnafé- lagsins og ógleymanlegur þeim sem honum kynntust. Miklu af sín- um frítíma eyddi hann fyrir félagið og var ávallt reiðubúinn ef á þurfti að halda. Um árabil var hann skip- stjóri á björgunarbátnum Gísla J. Johnsen og nú síðustu árin var hann skipstjóri á Henry A. Hálf- danssyni ásamt öðmm. Aðeins fimm dögum fyrir andlát sitt fór Ásgrímur sína hinstu ferð á sjó og þá með félaga úr unglingadeild björgunarsveitar Slysavarnafé- lagsins á Seltjamamesi. Farin var æfingar- og kynnisferð með hópinn út á Flóa og það átti vel við Ás- grím því honum féll vel að um- gangast unglinga. Ásgrímur var hávaðalaus maður og flíkaði ekki tilfínningum sínum, hann var ekki fyrir að láta bera á sér, það skipti hann engu máli. Þegar hann var búinn að vinna sitt verk og koma skipi sínu og áhöfn heilli í höfn var hann ekki að guma af afrekum sínum, hann var ekki þannig maður. Þann stutta tíma sem ég hef starfað hjá félaginu kom hann annað slagið upp í björgunardeild og fékk sér kaffisopa og spjallaði við okkur starfsmenn. Hann var ætíð hress og það lyftist brúnin á okkur öllum þegar hann birtist, þá var alltaf stutt í brosið. Við fráfall Ásgríms Björnssonar hefur Slysavamafélagið misst einn sinn besta dreng og starfsmenn góðan félaga. Ég vil þakka Ásgrími fyrir kynn- in og gott samstarf innan félagsins og ekki síður fyrir allar sjóferðim- ar með nemendur mína úr Stýri- mannaskólanum. Aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Páll Ægir Pétursson. Með Ásgrími S. Björnssyni er genginn góður maður sem lifði í samræmi við lífsskoðun sína. Hann gekk að hveiju verki af einlægni, trúmennsku og yfirlætisleysi, með það eitt að markmiði að láta gott af sér leiða og hann náði meiri árangri á sinn hógværa hátt heldur en margur maðurinn gerði sér grein fyrir. Þegar ég hringdi og sagði gömlum Viðeyingum að Ás- grímur væri fallinn frá, sagði einn úr hópnum eftir að hafa beðið honum blessunar: „Hann skilaði góðum lífdögum.“ Þeir sem til þekkja vita að þetta voru orð að sönnu. Kynni okkar Ásgríms eru orðin löng því báðir erum við aldir upp heima inni í Viðey, þar sem faðir hans var verkstjóri hjá útgerðarfé- laginu Kára á þriðja áratug þessar- ar aldar, en móðir mín og faðir Ásgríms voru systkini. Faðir hans var einnig fetjumaður milli lands og eyjar í áratugi en feijumanns- starfið féll snemma í hlut Ás- gríms, raunar á bamsaldri, og má með sanni segja að hann hafi ver- ið alinn upp á Sundunum við Reykjavík, enda má fullvíst telja að enginn hafi þekkt þau betur en hann. Kom sú þekking að miklum notum í störfum hans fyrir Slysa- varnafélagið hér í Reykjavík. Hann stjórnaði bátum þess hér á flóanum í áratugi og kenndi fjölda ungra manna að þræða þær vandrötuðu siglingaleiðir. Ásgrímur var nokkrum árum eldri en ég og gat því frætt mig um margt sem gerðist í eynni fyr- ir mitt minni. Ein var sú saga sem hann sagði mér oft og virtist alltaf gleðja hann jafnmikið í minning- unni. Það var þegar móðir mín, sem var boðberi slysavama í eynni, skrifaði hann barn að aldri ásamt nær öllum öðrum Viðeyingum inn í Slysavamafélagið skömmu eftir stofnun þess. Boðskapur félagsins hafði djúpstæð áhrif á bamssálina, áhrif sem vörðu allt hans líf. Ás- grímur réðst ungur að árum til Skipaútgerðar ríkisins og var orð- inn skipstjóri á strandferðaskipun- um þegar hann söðlaði um og gerð- ist erindreki SVFÍ. í því starfi heimsótti hann slysavarnadeildir og björgunarsveitir um allt land; kynntist fólkinu sem hið raunvera- lega slysavamastarf mæddi á og efldi með því samheldni og kjark til átaka. Ásgrímur var mjög vel mái farinn og átti gott með að ná til fólks úr ræðustól, með látleysi sínu, sannfæringarkrafti og góðlátlegri kímni, sem þó var aldr- ei á kostnað annarra. Hann var ekki maður hinna stóra funda, kærði sig ekki um þá, en kaus þess í stað að fara leið Jóns Berg- sveinssonar, fyrsta erindreka fé- lagsins, en hún var fólgin í því að ná persónulegu sambandi við fólk í heimahúsum eða á vinnustað og tengjast því þannig böndum sem entust lengur en augnablikið. Ég hygg að erindrekstur Ás- gríms hafi haft dýpri og heillavæn- legri áhrif fyrir slysavamastarfið í landinu en hægt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Ásgrím- ur var samhliða erindrekastarfinu einn virkasti félaginn í Björgunar- sveit Ingólfs og má með sanni segja að þar ól hann uþp ungt fólk til ábyrgðarstarfa innan félagsins. Ásgrímur var fæddur æskulýðs- leiðtogi. Hann var óþreytandi að boða ungu fólki hinn sanna félag- sanda, og um þá einstaklinga sem hann mótaði mest í sínum anda, var og er jafnvel enn sagt í gamni og alvöra að þeir væra Ásatrúar. Máli mínu til skýringar skal þess getið að meðal vina og kunningja var hann gjarnan kallaður Ási. Ásgrímur stundaði slysavama- starfið af köllun en ekki til þess að láta á sér bera. Hann dró sig alls staðar í hlé þar sem hann gat því við komið. Hann var sjálfum sér samkvæmur. Hann leit ekki á félagið sem sína eign. Mun fremur að hann liti á sig sem eign félags- ins. Þegar Ásgrímur varð sjötugur lét ég þess getið að það hefði ver- ið stærsta framlag fjölskyldunnar til slyavarna þegar móðir mín inn- ritaði Ásgrím í Slysavarnafélagið. Éger enn þeirrar skoðunar. Ásgrímur var þeirrar gæfu að- njótandi að eignast einstæðan lífs- föranaut, Camillu Pétursdóttur. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með samheldni þeirra og styrk í þeim erfiðleikum sem lífið lagði þeim á herðar. Veikindi sneiddu ekki hjá garði þeirra. Þau misstu næstyngsta barn sitt eftir langvarandi og erfið veikindi og Camilla hefur árum saman barist við sjúkdóm sem hefur bundið hana við hjólastól. Þessir veraldlegu erf- iðleikar bratu þau ekki niður, held- ur efldu þau og styrktu og lyfti' sambandi þeirra í hæðir. Camilla var þrátt fyrir fötlun sína ekki síð- ur hinn sterki aðili en frændi minn, Ásgrímur. Það hallaðist ekki á á milli þeirra, þau byggðu hvort ann- að upp, þau voru eitt í blíðu og stríðu. Allt frá stofnun Viðeyingafé- lagsins hefur Ásgrímur verið þar virkur félagi. Án aðstoðar hans og Slysavarnafélagsins hefði ekki ver- ið hægt að innrétta gamla vatns- geyminn í eynni_ og breyta honum í félagsheimili. í Viðey áttum við Ásgrímur margar sælustundir saman, ýmist tveir einir eða með fjölskyldum okkar og vinum. Ég hygg að ég muni aldregi ganga svo um hinar vallgrónu rústir Við- eyjarstöðvar að ég minnist ekki þessa góða drengs og þakki for- sjóninni fyrir kynni okkar. MINNINGAR Ég færi fjölskyldu Ásgríms sam- úðarkveðjur allra úr fjölskyldu minni, sem og Viðeyinga allra, og bið henni blessunar. Orlygur Hálfdanarson. Góður vinur og yndislegur ná- granni er fallinn frá. Kallið kom allt of fljótt og án nokkurs fyrir- vara, eftir sitjum við með söknuð í hjarta og yljum okkur við minn- ingarnar. Fyrir liðlega 20 árum hófum við byggingu húss okkar við Langa- gerði. Strax veittum við Ásgrími og fjölskyldu athygli. Það var unun að fylgjast með honum í afahlut- verkinu, barnabörnin vora með honum öllum stundum, á skíðum, skautum og í sjóferðum. Síðan var komið heim til ömmu í kakó. Þegar börnin okkar fæddust átti hann líka tíma og áhuga fyrir þau. í garðyrkjunni fengu þau að fylgj- ast með honum og aldrei gleymd- ust afmælin þeirra. Síðar þegar sjómennska náði tökum á okkur í fjölskyldunni voram við svo lánsöm að hafa Ásgrím með okkur. Hann var hvergi traustari en úti á sjó, þar var öryggið ofar öllu og öllum leið strax vel undir hans stjóm. Eitt sinn varð honum á orði að nægt tilefni væri að skreppa út á sjó til þess eins að dást að dásemd- um hafsins og fá sér kaffísopa. Hann Ásgrímur var mikið náttúra- barn og kunni hvergi betur við sig en í útivera. Skemmtilegt er að rifja upp Við- eyjarferðimar sem Ásgrímur fór með okkur. Hann sagði þannig frá að fyrram íbúar eyjarinnar stóðu okkar Ijóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Hann sýndi okkur staðinn þar sem hann lék sér sem bam, skólann sinn og hvar hann sat í kennslustofunni. Allar þessar ferð- ir vora stórkostlegar. Kæra Camilla og börn, missir ykkar er mikill, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Fjölskyldan Langagerði 27. Mig setti hljóða er ég heyrði að vinur okkar Ásgrímur Stefán Bjömsson væri látinn. Slysavama- deild kvenna í Reykjavík á þér svo margt að þakka, allar ferðimar út á „sundin blá“ og allar sögurn- ar sem þú sagðir sölubörnunum okkar á hinni árlegu siglingu út í Viðey. Þú varst eins og hafsjór af fróðleik um allt er varðaði slysa- varnamál og sagðir svo skemmti- lega frá, að allir, bæði börn og fullorðnir, gleymdu bæði stund og stað. Allt vissir þú um Viðey, enda fæddur þar og uppalinn og unnir henni mjög. Slysavamaskóla sjó- manna varstu mjög stoltur af, og þangað Iá leiðin einnig mörgum sinnum, einnig með sölubörnin okkar, og ekki var þekking þín síðri þar á öllu sem snerti sjó- mennsku og slysavarnir á sjó. Og alltaf var stutt í spaugarann hjá þér. Hafðu þökk fyrir allt. Við sendum Camillu og ijölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Þetta orti Hákon Aðalsteinsson til SVRÍ 1988 og lýsir það svo vel því starfi sem þú ræktir í yfir 40 ár: Þegar sækir hætta að hðndum haflð ólgar meðfram ströndum úti um landið verðir vaka viðbúnir til starfa taka. Karlmennska með þreki, þori þarf að fylgja hveiju spori fram til sigurs ferðir margar farið hafa þeir til bjargar. Göngum fram með hug og hjarta hefjum sókn í framtíð bjarta nú skal treysta bræðrabandið byggja vé um gjörvallt landið. Tengjum saman traustar hendur tðkumst á við fjöll og strendur. Styrkjum gðfugt starf í verki stöndum vörð um okkar merki. (H.A.) F.h. Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík, Greta María Sigurðardóttir. t Ástkaer eiginmaftur minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR SVEINSSON kennari, Stekkjarhvammi 26, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Guðlaug Kristmundsdóttir, Sveinn, Kristmundur og ríelga, Emma Magnúsdóttir, Kamilla Sveinsdóttir, Hans Ove Hansen, Gunnlaugur Sveinsson, Elín Ástráðsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDBJÖRG SONJA EINARSDÓTTIR sjúkraliði, Langholtsvegi 133, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 17. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Gunnlaugur Valdimarsson, Einar G.D. Gunnlaugsson, Þóra M. Sigurðardóttir, Yngvinn V. Gunnlaugsson, Jóhanna Þorleifsdóttir, Anna Edvardsdóttir Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, afi og langafi, JENS HOLM, portkeri, Færeyjum, er látinn. Mortan Christian Holm og fjölskylda. + Móðir okkar, ANNA JÓNSDÓTTIR, Reynimel 49, lést aðfaranótt 22. febrúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Jón Ólafsson, Ólafur Jóhann Ólafsson. + Foreldrar okkar, tengdaforeldrar, amma og afi, langamma og langafi, STELLA JÓFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR , °g JÓN SIGURÐSSON, verða jarðsungin frá Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Róbert Jónsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Birna Hannesdóttir, Ólafur Rafn Jónsson, Margrét Ólafsdóttir, Anna Þórný Jónsdóttir, Snorri Blöndal, Alda Þuríður Jónsdóttir, Slgurður Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Vegna jarðarfarar ERLINGS A. JÓNSSONAR verður verslun Innvals á Nýbýlavegi 12, Kópa- vogi, lokuð í dag, fimmtudaginn 23. febrúar. Innval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.