Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RLRhefur upplýst öll rán sem framin hafa verið í söluturnum undanfarna mánuði Sex verslanir rændar á síðustu sex mánuðum < öll málin upplýst Slðustu sex mánuði hafa sex sölutumar og verslanir veríð rænd, þar afþrjú síðastliðna viku. í engu tilvikanna var starfsfólki gerður likamlegur skaði, ræningjarnir fundust fljótlega í öllum tilvikum og teljast málin öll upplýst. 19. febrúar 1995; Askjör, Asgarði: Maður með andlit hulið ógnar 19 ára afgreiðslustúlku með hnifi. Kemst undan með 14 þúsund krónur. 18 ára pjltur, grunaður um verknaðinn, handtekinn rúmum sólarhring síðar. Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. apríl. 15. febrúar 1995; Söluturn, Leirubakka: Tveir grímuklæddir menn ógna 15 ára afgreiðslustúlku og 17 ára kærasta hennar með hnífum. Komast undan með 50 til 60 þúsund krónur. Tveir 18 ára piltar handteknir, degi og tveimur dögum síðar. Annar úrskurðaður í 14 daga gæsluvarðhald. 14. febrúar 1995; Söluturn, Hiíðarvegi: Tveir grímuklæddir menn ryðjast inn, slíta síma úr sambandi og opna peningakassa. 16 ára afgreiðslustúlka nær að kalla á hjálp. Fólkinu tekst að yfirbuga annan manninn. Hinn kemst undan með 10 til 15 þúsund krónur. Sá sem haldið er eftir er 17 ára gamall, hinn 19 ára. Hann næst daginn eftir. 4. desember 1994; Söluturn á horni Vesturgötu og Garðastrætis: Maður hótar afgreiðslustúlku að hann muniskera hana efhún opnarekki peningakassa og afhendir honum peninga. Hann stekkur út með um 15 þúsund krónur. Maður, grunaður um verknaðinn, er handtekinn sama kvöld. 20. september 1994; Nóatún, Kleifarseli: Fjórir grímuklæddir piltar ráðast inn. Einn ógnar afgreiðslufólki með hnífi meðan hinir hrifsa seðla úr tveimur afgreiðslukössum. Einn þeirra, 15 ára piltur, sem áður hefur komið við sögu í afbrotamálum, næst sama kvöld. Hinir þrír, allir 17 ára, nást á næstu dögum. 16. september 1994; Söluturn við Seljabraut: Þrir menn með hettur á höfði komast inn. Einn þrífur í afgreiðslustúlku og heimtar þeninga. Hún neitar að afhenda og hann hrindir henni í gólfið. Þeir leita að peningum en fara tómhentir. Tveir 17 ára piltar og einn 15 ára handteknir fljótlega Ýmislegt hægt að gera til að fyrirbyggja ránin Krcistu VotflpaVcka fráKaaber'. : _ „ ^ Morgunblaðið/Júlíus NYJASTA ránið var framið sl. sunnudagskvöld í versluninni Askjöri við Ásgarð. HÍK og Kí um grunn- skólafrumvarpið Ekki tekið tillit til at- hugasemda FUNDUR skólamálanefndar Hins íslenska kennarafélags, sem haldinn var í gær, varar eindregið við því að reynt verði að þröngva grunn- skólafrumvarpinu í gegn á Alþingi á síðustu dögum þingsins og hvetur ráðamenn til að leita sátta svo friður megi ríkja um grunnskólann. Vakin er athygli á að formenn kennarafélaganna hafí í umræðunni um grunnskólafrumvarpið einkum gert athugasemdir við að ráðningar- og lífeyrisréttindi kennara séu ekki tryggð, en skólamálanefnd HÍK bendir á að kennarafélögin hafi gert ijölmargar aðrar athugasemdir við grunnskólafrumvarpið, sem ekki hafi verið tekið tillit til í endanlegri gerð frumvarpsins. Samhljóða fyrirvarar samtaka kennara og sveitarfélaga Á fundi stjómar Kennarasam- bands íslands var samþykkt ályktun þar sem furðu er lýst yfir þeirri málsmeðferð sem grunnskólafrum- varpið fær hjá menntamálanefnd og menntamálaráðherra. AfgTeiðsla menntamálanefndar sé í algjörri and- stöðu við þá fyrirvara sem samtök kennara og sveitarfélaga hafi sett varðandi flutning grunnskóla til sveitarfélaga, en þeir fyrirvarar hafi nánast verið samhljóða og því krafist að áður en til flutnings komi verði fjárveitingar til sveitarfélaga og öll samningsbundin og iögbundin rétt- indi kennara tryggð. Bendir stjóm KennarasambSnds- ins á að þau vinnubrögð mennta- málaráðherra og menntamálanefnd- ar Alþingis að hraða afgreíðslu grunnskólalaga í gegnum þingið sé í hróplegri mótsögn við þau fyrirheit sem gefin hafi verið um að ekki yrði af flutningi grunnskóla til sveitarfé- laga fyrr en öll grundvallaratriði hefðu verið tryggð. -----» ♦ ♦----- Atvinnubílstjórar Lagt til að rýmka ald- ursmörk ATVINNUBÍLSTJÓRAR geta fengið atvinnuleyfi framlengt til allt að 75 ára aldurs gegn því að standast hæfnispróf og læknisskoðun, sam- kvæmt tillögu samgöngunefndar Al- þingis. Samkvæmt gildandi lögum missa leigubílstjórar réttindi þegar þeir ná 71. árs aldri og til stendur að lögfesta samskonar ákvæði um aðra atvinnubílstjóra. Samgöngunefnd hefur afgreitt fmmvörp um leigubílstjóra, vöru- flutninga og fólksflutninga og er stefnt að afgreiðslu frumvarpanna á Alþingi fyrir helgi. í áliti nefndarinn- ar kemur meðal annars fram að hún vilji gefa þeim sem hafa heilsu til kost á að aka leigubifreið allt til 75 ára aldurs á grundvelli árlegrar læknisskoðunar og sérstaks hæfnis- prófs. Pálmi Jónsson formaður nefndarinnar sagði það vera skilning- ur manna að hæfniprófið verði raun- verulegt en ekki til málamynda. Leigubílstjórar missa nú atvinnu- Ieyfi þegar þeir ná 71 árs aldri. Sam- kvæmt tillögum samgöngunefndar geta þeir, sem misst hafa atvinnu- Ieyfíð vegna aldurs en eru innan við 7 5 ára, fengið það aftur ef þeir stand- ast hæfnispróf og læknisskoðun. I frumvörpunum um vöru- og fólksflutninga með Iangferðabifreið- um eru ákvæði um 70 ára hámarks- aldur sem eiga að taka gildi 1. jan- úar nk. „Þennan frest höfum við svona stuttan í ljósi þess að þessir bílstjórar geta fengið framlengingu á grundvelli hæfnisprófs og læknis- skoðunar," sagði Pálmi. Þijú rán í verslunum og sölutumum á örfá- um dögum hafa vakið ugg og spumingar um það hvað sé til ráða. Gréta Ingþórsdóttir komst að því að hægt er að auka öryggi af- greiðslufólks og minnka líkur á ránum á einfaldan hátt. ÖGREGLAN í Reykjavík hefur átt í samvinnu við Kaupmannasamtökin um það til hvaða ráðstafana hægt sé að grípa í því skyni að draga úr líkum á ránum og grip- deildum. Þær eru m.a. að afgreiða um söluop eftir ákveðinn tíma á kvöldin, hafa sérstakt læst, traust hólf til að stinga peningum í og að þeir sem vinni við afgreiðslu á kvöldin séu sæmilegir að burðum. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir að margir verslunareig- endur hafí sjálfír leitað til, lögregl- unnar og beðið um upplýsingar um viðbrögð ef tilraun til ráns er gerð. Þegar sótt er um nætursöluleyfí til borgaryfírvalda er óskað eftir um- sögn embættis lögreglustjórans í Reykjavík. í þeim umsögnum er að sögn Ómars alltaf Iagt til, að ekki sé gefíð leyfí til að hafa opið lengur en til kl. 1 virka daga og til 2 um helgar og að alltaf sé afgreitt um söluop eftir kl. 23.30. Þá segir Ómar að ekkert banni verslunareig- endum að afgreiða um söluop eftir kl. 21 á kvöldin þótt opnunartími sé til kl. 23.30. Það auki mjög á öryggi starfsfólks og dragi mjög úr líkum á ránum. Auðveldustu leiða leitað Aðspurður um það hvort einhver skýring sé á því hvers vegna sjoppu- ránum hafi Ijölgap, t.d. tilkoma debetkorta, sagði Ómar Smári, að tilvikin væru of fá til að hægt væri að fullyrða um slíkt. Ástæða þess- ara afbrota í sumum tilvikum virt- ist vera sú, að fjármagna vímuefna- neyslu og það gæfi augaleið að erf- iðleikar við að afla peninga á einn hátt, eins og t.d. með því að falsa ávísanir, auki líkumar á að menn láti ti! skarar skríða á öðrum svið- um. „Menn leita alltaf auðveldustu Ieiða til að afla fjár og svo framar- lega sem ekki er tekið jöfnum hönd- um á þeim málum sem upp koma og menn geta haldið áfram svo til óáreittir þá er lítil von til þess að dragi úr þessu,“ sagði Ómar Smári. Mál atvinnurekandans Svo virðist sem ræningjar láti gjaman til skarar skríða þar sem fyrirstaða virðist lítil, þ.e. þar sem t.d. ungar stúlkur eru við af- greiðslu. Elías Magnússon, starfs- maður kjaramáladeildar Verslunar- mannafélgas Reykjavíkur, var spurður að því hvort til greina kæmi að setja einhverjar reglur um aldur þeirra sem vinna verslunar- störf á kvöldin. Hann sagði að það væri alfarið mál atvinnurekandans hvern hann réði til starfans. Það væri ekki óheimilt að vera með ungt fólk í vinnu, svo framarlega sem það samræmdist reglum um útivistartíma. Verslunarmannafé- lagið væri með launataxta fyrir unglinga og félagið gæti ekki tekið afstöðu til þess hvem ætti að ráða. Upptökuvél stöðugt í gangi Söluturninn Bússa á horni Vest- urgötu og Garðastrætis var rændur í desember sl. Halldór Guðmunds- son, eigandi Bússu, segist hafa gert ýmsar ráðstafanir til að auka öryggið í söluturninum. Hann var reyndar búinn að fá sér upptökuvél en upptökutækið vantaði þegar rán- ið var framið. Þessi búnaður er hins vegar kominn í gagnið nú og hefur reyndar þegar nýst Halldóri því hann á upptökur af tveimur mönn- um sem fölsuðu ávísanir í Bússu í sfðustu viku. Halldór er búinn að loka af- greiðsluborðið betur af og hann segist vinna miklu meira á kvöldin sjálfur en hann gerði. Þá segist hann fjarlægja peninga úr kassan- um reglulega þannig að eftir litlu sé að slægjast. „Maður er alltaf að hugsa hvort maður geti gert eitthvað meira því ég vil svo sannarlega ekki lenda aftur í uppákomu eins og þeirri í desember. Ég tel mig vera búinn að gera það sem mögulegt er innan skynsamlegra marka. Það kemur manni a.m.k. enginn á óvart leng- ur,“ segir Halldór. Fangelsi allt að 16 árum Samkvæmt 252. grein almennra hegningarlaga er refsirammi fyrir rán fangelsisvist ekki skemmri en 6 mánuðir allt að 10 ár. Hafi mjög mikil áhætta verið samfara ráninu getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.