Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Rótarhreyf- ingin 90 ára HINN 23. febrúar 1905 hittust 4 menn í Chicago í Bandaríkj- unum að frumkvæði lögfræðingsins og lög- mannsins Paul P. Harris. Fundur hans, klæðskerans, kolasal- ans og verkfræðings- ins í lítilli skrifstofu varð vísirinn að Rotary Intemational, samtök- um liðlega 27 þúsund rótarýklúbba um allan heim með nálega 1,2 milljónum félags- manna, körlum og konum. Strax í upphafí varð því til grunnurinn að starfsgreina- skiptingunni sem er eitt megin ein- kenni hreyfíngarinnar. Félagi í klúbbi er þar fulltrúi ákveðinnar starfsgreinar. En það voru ekki störf stofnendanna ein sem vom ólík. Þeir áttu ættir að rekja til ýmissa þjóða og trúarbrögð þeirra vora af mismunandi toga. Nafnið rótarý var valið á einum af fyrstu fundunum og dregið af því að félag- arnir skiptust á að mæta til fundar á starfsstað hver annars. Enska orðið fyrir það er „rotation" og af því er dregið nafnið „rotary". Vinátta og hjálpfýsi Tilgangur Paul Harris var að stofna til samvista manna í stór- borginni í þeim anda sem hann hafði kynnzt í sveitinni hjá afa sín- um og ömmu, anda vináttu og hjálp- fysi. Fyrsti fundurinn var táknrænn fyrir það sem koma skyldi. Þar var lagður grannurinn að hinu mikla starfí Rotary International um allan heim, eins og við þekkj- um það í dag. Hreyfingin óx hægt í byijun. í árslok 1905 vora félagar í hinum fyrsta rótarýklúbbi orðnir 30 að tölu. Ann- ar klúbbur var stofnað- ur í San Fransico árið 1908 og þrír til viðbót- ar í jafn mörgum borg- um Bandaríkjanna árið eftir. Eftir því sem klúbbum fjölgaði þró- aðist þjónustuhugsjón- in. Eitt af fyrstu verk- efnum rótarýklúbbsins í Chicago var að koma upp almenningssalern- um og einnig matargjafír til fá- tækra fjölskyldna. Fyrsta stórverk- efnið var að koma til hjálpar 1913 í miðvesturríkjum Bandaríkjanna eftir mikil flóð. Klúbbarnir voru þá 50 talsins og lögðu 25 þúsund doll- ara af mörkum. Fyrsta rótarýþingið var haldið í Chicago 1910 og klúbbarnir 16 stofnuðu landssamband rótarý- klúbba, að sjálfsögðu bundið við Bandaríkin. Arið 1912 varð hreyf- ingin alþjóðleg er fyrsti klúbburinn var stofnaður í Winnipeg í Kanada og síðar sama ár barst hreyfingin yfír til Bretlands, er þar var stofn- aður klúbbur. Þegar áratugur var liðinn 1915 frá stofnun fyrsta klúbbsins vora þeir orðnir nærri 200 talsins og félagsmenn rúmlega 20 þúsund. Þá var tekinn upp sá hátt- ur að skipta hreyfingunni upp í umdæmi. Annan áratug rótarýstarfsins vora stofnaðir klúbbar í Mið- og Suður-Ameríku, Ástralíu, Suður- Ólafur Helgi Kjartansson Fundur lögmanns, klæðskera, kolasala og verkfræðings í Chicago fyrir rétt níu áratugum hefur fætt af sér 27 þúsund rótarýklúbba með liðlega 1,2 milljónir ----------------------- félagsmanna. Olafur Helgi Kjartansson segir nánari deili á þessum alþjóðlegu samtökum. Afríku, á meginlandi Evrópu, Ind- landi, Kúbu, Filipseyjum, Indlandi og Nýja-Sjálandi. Hreyfingin hefur síðan haldið áfram að vaxa og dafna. Að vísu urðu margir klúbbar að leggja niður störf á heimsstyijaldaráranum. En jafnframt stóðu rótarýklúbbar í Sviss fyrir alls kyns hjálparstarfi við flóttamenn og stríðsfanga. Rótarýhreyfíngin hefur verið tengd Sameinuðu þjóðunum frá upphafi 1945 er 49 félagar tóku þátt í undirbúningi og frágangi stofnskrár þeirra. Eitt af stóru verkefnum Rotary International hefur verið Rótarý- sjóðurinn, Rotary Foundation, sá sjóður sem var undanfari hans var stofnaður 1917. Fyrstu styrkirnir voru veittir úr sjóðnum 1930 til samtaka fyrir lömuð böm. Þegar stofnandinn, Paul Harris, andaðist 1947 var sjóðurinn mjög efldur til minningar um hann og farið inn á þá braut að veita úr honum náms- styrki. Veittir era árlega um 1.100 styrkir sem gera námsmönnum kleift að stunda nám í öðra landi en heimalandinu. Auk þess era stunduð starfshópaskipti, þar sem 5 manna hópum er gefið færi á að kynna sér atvinnulíf og starfshætti í öðru landi í 4-6 vikur og kemur þá hópur þaðan í staðinn. Rótarý- sjóðurinn styrkir ýmis konar menn- ingar- og mannúðarmál, auk annars konar námsstyrkja en að framan greinir. Rótaiýhreyfíngin stendur að öflugu skiptinemastarfí um allan heim, bæði á ársgrandvelli og einn- ig að sumrinu. Rótarýsjóðurinn veitir styrki undir markmiðinu „Health, Hunger and Humanity" til þess að efla heilsufar, koma í veg fyrir hungur og auka mannúð, einkanlega í þró- unarlöndunum. Stærsta verkefnið sem Rotary International hefur ráðist í er „Polio Plus“-verkefnið, en það hófst 1985. Rótarýklúbbar um allan heim söfn- uðu 242 milljónum Bandaríkjadala, tæplega 17 milljörðum íslenskra króna, til að útrýma lömunarveiki meðal bama og 5 öðram algengum smitsjúkdómum. í september 1994 var því lýst yfír að lömunarveiki hefði verið útrýmt í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku. Unnið hefur verið í samráði við Sameinuðu þjóð- irnar og Alþjóða heilbrigðisstofnun- ina (WHO). Breyting varð í starfí Rotary Int- emational 1989 þegar löggjafar- þingið samþykkti að fella burt úr grandvallarlögunum þau ákvæði, sem takmörkuðu félagsaðild við karlmenn eina. Konur era því jafn- ingjar karla í rótarý og hefur farið hægt en öragglega fjölgandi í hreyfingunni. Meginmarkmið starfs rótarý- manna um allan heim er að sinna þjónustuhugsjóninni, en opinber einkennisorð Rotary Intemational eru „Service Above Self“ og „He profíts Most Who Serves Best“. Áherzlan er lögð á gildi þess að láta gott af sér leiða. Rótarýstarf á íslandi 60 ára Hinn 13. september 1934 var Rotarýklúbbur Reykjavíkur stofn- aður og var 60 ára afmælis rótarý- starfs á íslandi minnzt á Hótel Sögu hinn 20. september síðastlið- inn er forseti Rotary International, Bill Huntely, heiðraði íslenzka rót- arýfélaga með nærvera sinni. Rót- arýklúbbum fór hægt fjölgandp á næstu árum og árið 1946 varð ís- land sérstakt umdæmi, sem ber númerið 1360. Klúbbarnir era nú 26 að tölu og félagar um 1.000. Yngsti klúbburinn er rótarýklúb- burinn Reykjavík Miðborg. Forseti hans er Sólveig Pétursdóttir alþing- ismaður, fyrstur íslenzkra klúbba til að bijóta blað var Akranesklúbb- urinn er bauð Sigrúnu Pálsdóttur verkfræðingi inngöngu, en hún verður forseti hans næsta starfsár. Konum hefur fjölgað nokkuð í um- dæminu ekki sízt með tilkomu Mið- borgarklúbbsins, en alls era konur nú_í fjóram klúbbum. í rótarý gegnir hver maður emb- ætti eitt ár í senn. Starfsárið 1995- 1996 verður Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Innkaupa- stofnunar ríkisins, Rótarýklúbbi Kópavogs, umdæmisstjóri. Rótarýumdæmið á Islandi starf- rækir skrifstofu, sem er til húsa á Suðurlandsbraut 54. Skristofustjóri er Þórdís Árnadóttir, en opið er milli kl. 10 og 12 alla virka daga nema laugardaga. íslenzka rótarý- umdæmið gaf út Handók íslenzku rótarýklúbbanna árið 1993, sem til er á umdæmisskrifstofunni. íslenzkir rótarýfélagar hafa unn- ið að margvíslegum málum, stutt Rótarýsjóðinn og „Polio Plus“ dyggilega, sinnt margvíslegum þjónustuverkefnum, lagt fram sinn skerf til gróðursetningar og tijá- ræktar, átt 37 styrkþega á vegum Rótarýsjóðsins, tekið þátt í starfs- hópaskiptum og skiptinemastarfí. Nú, 90 áram eftir að Paul Harr- is hrinti hugsjón sinni í framkvæmd um að efla frið, góðvild og vináttu með einstaklingum, mönnum og þjóðum, minnumst við rótarýfélag- ar, 1,2 milljónir manna um allan heim, hans með virðingu og vænt- um þess að rótarýhugsjónin muni eflast og dafna á komandi árum og skilningur allra manna, allra kynflokka og allra trúarbragða fái viðgengist hér á jörð. Höfundur er umdæmisstjóri Rotarý & íslandi. Ó, vakna þú mín Þymirós í GREIN í Morgun- blaðinu þann 16. febr- úar sl. gaf að líta grein eftir fjórar ungar Sjálf- stæðar konur (með stóra essi), þær Ásdísi H. Bragadóttur, Ás- laugu Magnúsdóttur, Hönnu B. Kristjáns- dóttur og Halldóra Víf- ilsdóttur. Tilefni grein- arinnar er nýbirt skýrsla Jafnréttisráðs um launamyndun og kynbundinn launamun og konumar leita skýr- inga á því ástandi sem ríkir í launamálum kvenna á íslandi. Jú, þær telja sig finna skýr- inguna, vitlausar aðferðir í kvenna- baráttunni, sem vissulega hefur verið með vinstri áhersium! Vitlaust slökkt Þegar ég las umrædda grein þá datt mér í hug sagan af slökkviliðs- manninum sem svaf af sér útkallið. Hann var einn á vaktinni og þegar hann loksins kom á staðinn hafði heimilisfólkið slökkt eldinn sjálft með aðstoð nágranna. Honum þótti fag- legt stolt sitt greinilega sært við það að tekist hafði að slökkva eldinn án hans aðstoðar og fyrstu viðbrögðin voru krampakennd: „Vitlaust slökkt!" Það er líka sagt að til sé tvenns konar fólk, annars vegar þeir sem ryðja brautina og hinir sem á eftir koma og gagnrýna. Það er sorglegt til þess að hugsa, að hinar ungu Sjálfstæðu konur geti ekki hafíð kvennabaráttu á öðrum granni en þeim að álasa brautryðjendunum fyrir vitlausar aðferðir. Það er sjálfsagt að benda á nýjar leiðir og gagnrýna liðna tíð, en slík gagn- rýni þarf að vera mál- efnaleg. Ó, vakna þú mín Þyrnirós ... Kvennabarátta hægri kvenna, sem hefur nú vaknað af Þyrnirósa- svefni, byggist á því að hóphyggja vinstri manna hafi eyðilagt kvennabarátt- una og konumar fjórar hafna því að litið sé á konur sem einn launahóp. í greininni segir síðan: „... en slík áhersla krystallast í umræðunni um sérstakar kvennastéttir. Hæfileikar, geta og menntun hvers einstaklings eiga að ráða úrslitum um launakjör hans en ekki kynferði." Þá vitum við það. Það era hæfíleik- ar einstaklinganna og geta sem eiga að ráða og við eigum ekki að vera að ræða um hluti eins og sérstakar kvennastéttir. Einstaklingarnir eiga að taka málin í sínar hendur, segja stöllumar fjórar, og mynda breiða samstöðu um viðhorfsbreytingu. Já, auðvitað. Þetta snýst allt um frelsi einstaklinganna. Konur síðasta ár- hundraðið hafa nefnilega verið í hlekkjum hóphyggju vinstri sinnaðra Bryndís Hlöðversdóttir Kvennabarátta hægri kvenna hefur vaknað af Þymirósarsvefni, segir Bryndís Hlöðversdótt- ir, og byggist á því, að hóphyggja vinstri manna sé Þrándur í Götu árangurs. kvenna, sem hafa komið í veg fyrir að þær hafí getað notið frelsisins, sem Guð gaf þeim. Ég verð að segja eins og er, að þvílíkar og aðrar eins rangfærslur hef ég sjaldan séð á prenti. Það er engu líkara en hin sjálfstæða Þymi- rós hafí stigið vitlaust fram úr þegar hún loksins vaknaði. Konur sem launahópur Það að hóphyggja vinstri manna hafí gert það að verkum að litið sé á konur sem einn launahóp er und- arleg söguskýring. Það er nú einu sinni svo að vinnumarkaðurinn er kynskiptur og hann hefur verið það um langan aldur, allt frá því að kon- ur fóru að taka aukinn þátt í atvinnu- lífinu. Umræðan um sérstakar kvennastéttir er til komin vegna þess að þær eru staðreynd, en umræðan sem slík hefur ekki búið staðreyndina til. Að gefa í skyn að vinstri sinnað- ar konur eigi sök á því er ótrúleg einföldun á hlutunum. Könnun Jafnréttisráðs, sem var tilefni greinaskrifa sjálfstæðu kvenn- anna fjögurra, staðfestir ýmislegt sem margir, bæði karlar og konur, hafa vitað nokkuð lengi. Hún stað- festir að konum og körlum sé mis- munað á grandvelli kynferðis og hún staðfestir líka að það eru ótrúlega gamaldags viðhorf ríkjandi í samfé- laginu til verkaskiptingar kvenna og karla innan og utan heimilis. Ég get verið sammála sjálfstæðu konunum í því að viðhorfsbreytingar er þörf í samfélaginu en ég vil líka benda þeim á að þetta hafa konur vitað síðasta árhundraðið og gott betur. Sögulegar staðreyndir í þessu sambandi er rétt að benda á nokkrar sögulegar staðreyndir, þó ekki væri nema til að leiðrétta mis- skilning sem ómálefnalegur mál- flutningurinn í grein þeirra gæti valdið. Það var nú einu sinni svo, hér fyrr á öldum, að engin kvennabar- átta var til að marki og hinir fijálsu einstaklingar höfðu málin í sínum höndum. Á Islandi fór ekki að bera á svokölluðum kvenréttindakonum fyrr en rétt fyrir síðustu aldamót og úrbætumar fyrir konur komu skref fyrir skref eftir því sem leið á öld- ina. Á þessum tíma var mikil vakning meðal íslenskra kvenna og ég efast storlega um að sú vakning hafí orðið til á einstaklingsgranni, því konur þurftu sannarlega á samstöðu og hvatningu hvor annarrar að halda til að geta haldið erfiðri baráttu á lofti. Reyndar á ég erfitt með að sjá muninn á hóphyggjunni (einstakling- ar taka höndum saman og mynda hópa) og því að „einstaklingamir taki málin í sínar hendur og myndi breiða samstöðu", eins og hinar sjálf- stæðu konur vilja, en ef til vill er hann einhver? Spyr sá sem ekki veit. Nýjar leiðir Það er ekkert nýmæli að leitað sé nýrra leiða til þess að koma á jafn- rétti milli kvenna og karla enda hef- ur hver sína skoðun á því hvernig því verði komið á. Áherslurnar era alltaf að breytast og eins og í ann- arri baráttu er leitað nýrra leiða uns viðunandi árangur næst. Ég fagna því að Sjálfstæðar konur hafí áhuga á kvennabaráttu og vilji beijast fyrir jafnrétti kvenna og karla. En einfald- anir á borð við þær sem koma fram í umræddri grein eru skemmandi fyrir alla kvennabaráttu og vil ég nefna enn eitt dæmi um slíkt. í grein- inni segir: „Ríkjandi viðhorf um verkaskiptingu kynjanna hafa beint konum og körlum inn á ákveðnar brautir og skert þannig valfrelsi beggja kynja varðandi lífsstíl, starfs- frama og barneignir." Þetta fróðleik- skorn kemur í kjölfar yfirlýsinga um höfnun á hóphyggju vinstri manna og að litið sé á konur sem einn launa- hóp og það má auðveldlega skilja þetta svo, að íslenskir vinstri menn beri ábyrgð á því að konur séu sér- stakur launahópur og að ekki hafi tekist betur til í kvennabaráttunin, sem var háð á meðan Þymirós svaf. Ábyrgðin er allra Það er hlálegt til þess að hugsa að hinar Sjálfstæðu konur skuli ekki átta sig á því, að við beram öll ábyrgð á þvi að staðan er eins og hún er og að misrétti karla og kvenna við- gengst. Karlar og konur, vinstri og hægri og hvaðan úr þjóðfélaginu sem við komum. Kvennabarátta er eitt- hvað sem snýst um fjölskyldupólitík, um það að búa í þjóðfélagi sem stend- ur vörð um manngildið, bæði fyrir karla og konur, börn og fullorðna. Það er nefnilega svo að það er ekki gott fyrir neinn, hvorki karla né kon- ur, að búa við það að kynjunum sé hvora um sig skipaður ákveðinn bás í samfélaginu. í lokin vil ég spyija hinar Sjálfstæðu konur hveijum megi þakka það sem þó hefur áunnist. Væntanlega er það vinstri sinnað fólk sem ber ábyrgð á framförunum úr því það ber ábyrgð á því sem miður hefur farið. En kannski hefur bara gleymst að minnast á þann þátt í greininni og það er svosem fyrirgefíð af minni hálfu. Höfundur skipar annað sætí á lista Alþýðubandalags og óháðra í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.