Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1995, Blaðsíða 6
6 JIMMTUDAGUR 23, FBBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurskipulagning Alþingisreits gerir meðal annars ráð fyrir flutningi Vonarstrætis 8 í Kirkiustræti Húsin tengd neðaniarðar NYHUGMYND að skipulagi á Alþingisreit hefur verið kynnt í borgarráði. Gert er ráð fyrir að hús Alþingis verði tengd neðan- jarðar og að Vonarstræti 8 verði flutt í Kirkjustræti. Að sögn Þor- valdar S. Þorvaldssonar for- stöðumanns borgarskipulags, er þetta hugmynd að mögulegum byggingum Alþingis í framtíð- inni. Hönnunarvinnu er ólokið og hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hvenær ráðist verður í þá vinnu né byggingafram- kvæmdir. ísamvinnu viðborgina I bókun skipulagsnefndar, sem samþykkt var samhljóða á fundi nefndarinnar, er mælt með því við Alþingi að unnið verði að uppbyggingu á Alþingisreit með hliðsjón af þeim hugmyndum sem borgarskipulag hafi nú sett fram um skipulag reitsins. Jafn- framt að öll frekari vinna að uppbyggingu á reitnum verði unnin í samráði við borgarskipu- lag og lögð fyrir viðkomandi nefndir borgarinnar áður en ákvarðanir um framkvæmdir verði teknar. Byggtmeð Tjarnargötu Þorvaldur sagði að með þess- ari hugmynd hafí verið tekin ákvörðun um að byggt yrði með götunni frá Oddfellowhúsinu við Vonarstræti 10, eftir Tjarnar- götu og nánast að horni Kirkju- strætis. Þá væri gert ráð fyrir að Vonarstræti 12 yrði flutt á hornlóð á mótum Tjarnargötu og Kirkjustrætis. „Þar með er tekin ákvörðun um að láta gömlu húsin við Kirkjustræti standa áfram,“ sagði hann. Benti hann jafnframt á að samkvæmt nýjum þjóðminjalögum nái friðun húsa til húsanna sem standa við Kirk- justræti en sum þeirra voru byggð fyrir aldamót. Oddfellow vill byggja við Hugmyndin gerir ráð fyrir að byggingarnar í eigu Alþingis á reitnum verði tengdar með gönguleiðum neðanjarðar. Þá er gert ráð fyrir bílastæðum neðan- jarðar í bílakjallara. Sagði Þor- valdur að öll hús Alþingis ásamt Oddfellowhúsinu fengju sömu aðkomu um bílakjallarann. Ákveðið hefur verið að Odd- fellowreglan verði áfram til húsa við Vonarstræti en til stóð að byggja á lóð sem reglunni var úthlutað við Sigtún. „Þeir vilja helst vera í miðborginni,“ sagði Þorvaldur. „Og hafa mikla löng- un til að gera tímabundna samn- inga við Alþingi um að byggja smávegis við Vonarstræti 10.“ TÖLVUMYNDIN sýnir hugmynd að uppbyggingu Alþingis sem randbyggð, byggða í áföngum í sam- ræmi við bókun skipulagsnefndar. Hér er ekki um útlit húsanna að ræða heldur einungis byggingar- magn og áfangaskiptingu. Að sögn Þorvaldar S. Þorvaldssonar forstöðumanns borgarskipulags, er gert ráð fyrir að nýbyggingin verði þijár til fjórar hæðir. Snjóflóðin á Súðavík Ríkissjóð- ur greiðir kostnað RÍKISSJÓÐUR greiðir útfarir þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Súðavík í seinasta mánuði, flutning bráðabirgðáhúsnæðis frá Selfossi til Súðavíkur og kostnað við uppsetningu hús- anna. Ríkissjóður mun jafn- framt greiða ýmsan kostnað sem til féll við björgunarstörf og í framhaldi af þeim. Starfshópur afgreiðir erindi Ólafur Davíðsson ráðuneyt- isstjóri i forsætisráðuneytinu segir að settur hafi verið á fót starfshópur, skipaður fulltrú- um nokkurra ráðuneyta, sem hefur samræmt og athugað greiðslur á ofangreindum kostnaðarþáttum, greitt úr málum og kannað hveijir borguðu reikninga sem berast ráðuneytinu, þannig að í öllum tilvikum væri tryggt að þeir aðilar sem hefðu lagt út fyrir einhveijum kostnaði, fengju hann greiddan. Hópurinn afgreiði fyrir- spurnir og reikninga og geri tillögur um meðferð mála. Greitt með aukafjárveitingu Ólafur segir ekki ljóst hversu mikill kostnaður er þessu samfara fyrir ríkissjóð, auk þess sem öll kurl séu ekki komin til grafar. Þegar heild- arkostnaður liggi fyrir, verði lögð til aukafjárveiting á fjár- lögum í því skyni að greiða hann. 337 kvartanir bárust embætti umboðsmanns Alþingis í fyrra Flest mál vegna málsmeðferðar eða starfshátta í stjórnsýslu UMBOÐSMANNI Alþingis bárust 337 kvartanir frá einstaklingum og samstökum á seinasta ári, auk þess sem umboðsmaður tók upp 5 mál að eigin frumkvæði. í upphafi árs- ins var 118 málum ólokið og því fjallaði umboðsmaður Alþingis um 460 mál á liðnu ári, en lokið var við afgreiðslu 321 máls. Þessu til viðbótar hafa borist fjöl- margar fyrirspurnir til skrifstofu umboðsmanns, sem leyst hefur ver- ið úr með leiðbeiningum til viðkom- andi. Þær kvartanir sem bárust um- boðsmanni Alþingis lutu að ýmsum þáttum í stjómsýslunni. Af einstök- um málaflokkum hafa flest mál lot- ið að málsmeðferð og starfsháttum í stjórnsýslu eða samtals 64 mál, 38 mál lutu að sköttum og þjónustu- gjöldum, 27 mál að ýmsum atriðum er varða opinbera starfsmenn, þar af 12 um stöðuveitingar og 18 mál lutu að almannatryggingum. Af öðrum málaflokkum má og nefna málefni fanga, mál er varða atvinnuréttindi og atvinnuleyfi, málefni barna og lífeyrismál. 159 afgreiddum málum á sein- asta ári Iauk á þann hátt að um- boðsmaður lét uppi álit sitt á því hvort að tiltekin athöfn stjórnvalds bryti á bága við lög eða vandaða stjórnsýsluhætti eða að umboðs- maður ákvað að fj'alla ekki frekar um mál, að fenginni skýringu stjórnvalda, eða þeir er báru fram kvörtun fengu leiðréttingu sinna mála eftir að umboðsmaður hafi beint fyrirspurn til hlutaðeigandi stjórnvalds um það efni sem kvart- að var yfir. í 76 tilvikum hafði málum ekki verið vísað til æðsta stjórnvalds áður en kvörtun var borin undir umboðsmann, en það er lögmælt skilyrði þess að umboðsmaður geti fjallað um kvörtun. í 32 tilvikum féllu mál utan starfssviðs umboðs- manns, svo sem vegna þess að þau fjölluðu um störf Alþingis eða dóm- # stólar höfðu áður ú'allað um málin. | 1.320 mál frá upphafi Frá því að embætti umboðs- manns Alþingis tók til starfa, áriðl 1988, eru mál sem komið hefur til; kasta þess 1.320 talsins og hafa aldrei verið fleiri en í fyrra. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað Sigmund Hannesson hrl. af öllum kröfum eigenda tveggja smábáta sem töldu að mistök hans sem málafærslumanns hefðu valdið hvorum þeirra um 11 milljóna króna tjóni. Mennimir höfðu hvor keypt sinn 32 feta bátinn af norskri skipasmíða- stöð og fengið þá flutta til landsins í september 1990 í flutningsstólum, sem þeir létu smíða sérstaklega, á þilfari Hvassafellsins. Þegar flutn- ingaskipið fékk á sig hnút út af Héðinsfírði losnuðu bátamir og ultu til áður en þá tók fyrir borð. Þeir fundust síðan skemmdir á reki og kostaði viðgerð annars bátsins 3,5 milljónir króna en hins 4,5 milljónir, auk þess sem greiða þurfti ríflega eina milljón króna í björgunarlaun. Eigendur bátanna sneru sér fljót- lega til Sigmundar Hannessonar og hugðust fela honum að gæta hags- muna sinna gagnvart Samskipum sem þeir töldu bera skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Umboðið var aftur- kallað en veitt að nýju í apríl 1991. Lögmaður sýknað- ur af milljónakröfu skjólstæðinga Eftir árangurslausar samninga- viðræður stefndi Sigmundur Sam- skipum fyrir þeirra.hönd í nóvember 1991 en með dómi uppkveðnum í júní 1993 vora Samskip sýknuð á þeirri forsendu að kröfur mannanna hefðu fyrnst nokkru áður en stefna var útgefin. í dómi Valtýs Sigurðssonar hér- aðsdómara kemur fram að Sigmund- ur hafí áfrýjað dóminum en áður höfðu eigendur bátanna leitað álits Jóns Oddssonar hrl., sem hafði tjáð þeim að hann teldi að Sigmundi hefðu orðið á þau mistök að höfða málið of seint og bæri hann bóta- ábyrgð á því tjóni sem af leiddi. Einnig kemur fram að þrátt fyrir að Sigmundur hafi rökstutt þá skoð- un sína að með því að fylgja eftir áfrýjun dómsins væri líklegt að önn- ur niðurstaða fengist hafi Jón Odds- son fyrir hönd mannanna fellt áfrýj- unina niður. Síðan var Sigmundi stefnt og beint að honum kröfu um 11-12 milljóna bætur frá hvoram mannanna. Um það hvort Sigmundi hafi orð- ið á mistök segir í dóminum að ákvörðun Jóns Oddssonar um að fella niður áfrýjun héraðsdómsins til Hæstaréttar hafi alfarið verið á_ ábyrgð eigenda bátanna og Ieiði þau málalok ekki sjálfkrafa til skaða- bótaskyldu Sigmundar gagnvart þeim. Ekki bótaskylt tjón Hins vegar kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ástæða þess að bátarnir losnuðu á þilfari Hvassa- fellsins og skemmdust hafi verið sú að hinir sérstöku stólar sem bátarn- ir hafi verið fluttir í hafi ekki verið nægilega traustbyggðir; þeir hafi gefið sig þegar hnúturinn kom á skipið og við það hafi bátarnir farið á hreyfingu. Samkvæmt farmskír- teini hafi farmflytjandi ekki borið ábyrgð á því sem var á þilfari skips- ins. Stólarnir hafi verið smíðaðir á ábyrgð eigenda bátanna og áhöfn skipsins hafi sýnt eðlilega árvekni við að sjóbúa skipið en ekki gáleysi eins og krafa mannanna á hendur skipafélaginu hafði byggst á. Því hafi bátseigendurnir ekki átt lög- varða kröfu á hendur Samskipum vegna málsins og þar af leiði að því sé hafnað að málafærslumistök Sig- mundar Hannessonar hafi leitt til tjóns fyrir mennina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.