Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 3 Einar hafði einn fiskimanna á þessum slóðum yfir utanborðsmótor að ráða; aðrir lögðu til atlögu við ægi með árarnar einar að vopni. Hann komst um þetta leyti í kynni við sænska ræðismanninn í Chile, sem hafði á hendi umboð fyrir Archimedes vélar. Gerði hann Einar að sölumanni og áður en yfir lauk hafði hann selt eina fjórtán mótora í Valparaíso. „Það má því með sanni segja að ég hafi haft áhrif á vélvæð- inguna á staðnum.“ Unnu olíu úr sverðfiskhausum Árið 1940 slóst Einar í för með norskum fiskifræðingi, Zeiner að nafni, til Iquique í norðurhéruðum Chile. Sá hafði verið ráðinn af stjórnvöldum í Chile til að kanna möguleika varðandi fiskveiðar og fiskvinnslu. Kappinn var hins vegar kominn á kaldan klaka þar sem skipt hafði verið um stjórn. Zeiner hafði hug á að vinna olíu úr sverðfískhausum og forvitnin knúði Einar til þátttöku í tilrauna- verkefni í Iquique. „Sannleikurinn er sá að þetta fór út um þúfur. Ég reyndi þetta í tvo mánuði en ekkert var upp úr því að hafa. Hráefnið var ekki nógu gott en olían var notuð á saumavélar." Einar sneri sér því aftur að túnfiskinum. Einn góðan veðurdag var Einar síðan kvaddur á fund borgarstjórans í Valparaíso. Sá vildi fá hann til að gera áætlun um fískihöfn við strandlengjuna, en það mál var ein- mitt ofarlega á baugi á þeim tíma. Meðal annarra verkefna sem Einar tókst á hendur í Chile var að kanna grundvöll fyrir útgerð á eynni Chiloé, en júgóslavneskur útgerðar- maður sem bjó þar hafði gert boð eftir honum. Sú áætlun rann út í sandinn sak- ir þess að Einar þurfti frá að hverfa; Bretar höfðu gengið á land á ís- landi. Dag eftir dag var frá því greint og kváðu blöðin í Chile svo fast að orði að Einar óttaðist að stríðið hefði breiðst út til átthag- anna. Honum héldu því engin bönd. Það var þó hægara sagt en gert að komast heim, því Evrópumenn máttu ekki fara í gegnum Bandarík- in. Eftir mikið japl, jaml og fuður fékkst þó staðfesting á því frá Cor- dell Hull, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að íslendingar tilheyrðu vesturhveli jarðar. Þar með var Ein- ari frjálst að fara. Fiskurinn gekk á land Þegar Einar var í Chile fyrir meira en fímmtíu árum gekk fiskur- inn bókstaflega á land. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Einar hefur fram á síðustu ár fylgst vel með gangi mála í fískveiðum þar syðra og segir að aðstæður hafi gjörbreyst. „Fiskveiðar voru fámenn atvinnugrein fyrir stríð en að því loknu byijaði ballið fyrst fyrir al- vöru. Þá kom Marshall-aðstoðin til sögunnar og Chilebúar fóru að hrúga upp verksmiðjum. Eftir það fór megnið af fiskinum í bræðslu. Þeir fóru síðan að flytja út fisk til Evrópu og Bandaríkjanna og í dag er útflutningur töluvert mikill; ekki síst túnfiskur og „pescada". Einar hefur komið víða við á löngu lífshlaupi; meðal annars starf- að sem sjálfstæður atvinnurekandi, skrifstofustjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, umdæmisstjóri hjá Canada Cry í Mexíkó og inn- kaupastjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Eitt á hann þó eftir, að snúa aftur til Chile. Einar er hug- fanginn af landinu og segir það eiga fáa sína líka. Hann lýkur öðru frem- ur lofsorði á loftslagið í Valparaíso. „Ég var psoriasis-sjúklingur í æsku en eftir að ég settist að í Valparaíso hvarf exemið eins og dögg fyrir sÓlu.“ Einar lætur hugann oft reika til þessara fjarlægu slóða og er sann- færður um að hann væri enn í Chile, hefði stríðið ekki skollið á. En eng- inn má sköpum renna og Einar ið- rast þess ekki að hafa snúið heim. Á leiðinni til Islands hafði hann við- komu í New York og hitti þar af tilviljun unga stúlku, Margréti Thor- oddsen, sem var nýkomin vestur með Lagarfossi. Gengu þau síðar í hjónaband. Loksins eru þau fqqnleg q Islandi! mótöIdin frá US Robotics!! 14.400 bps fax mótöld V.32bis með V.42/MNP 2-4 og V.42 bis/MNP5. Faxhugbúnaður fylgir. Ein öruggustu mótöldin. Hagstætt verð!_ PIþöri TÖLVUDEILD ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681500 M vankintHllma. ókoypts oógonguf. B8S 91-881571 Vörulistinn verð kr. 200 án bgj. Vönduð þekkt vörumerki Fermingargjafirnar: Stór bakpoki, kr. 3.973, 2ja manna kúlutjald, kr. 4.348. Sjálfvirk myndavél m/tösku, kr. 3.020, kíkir m/tösku, kr. 2.665. Skartgripaskrín, kr. 1.590, ekta silfur/gull hringir, kr. 475-1.113. Fyrir heimilið: Mublur/garðáhöld/reiöhjól/leikföng/eldhúsáhöld o.fl. B. Magnússon, Hólshrauni 2, Hafnarf., sími 52866 Verslun opin. 9-6 mán.-fös. Verðbréfasjóðir Skandia eru góður kostur fyrir þá sem vilja spara markvisst og fjárfesta til lengri eða skemmri tíma. Þegar þú Jjárfestir i verðbréfasjóðum Skandia getur þú verið viss um að alltaf er leitast við að ná hœstu ávöxtun sem mögulegt er, án þess að mitdl áhœtta sé tekin með peningana þína. Á árinu 1994 nam raunávöxtun sjóða Skandia alltaðll.1%0. Skandia býður upp á 5 sjóði sem hver um sig er sniðinn að mismunandi þörfum fjárfesta: Kjarabréf Tekjubréf, Markbréf Skyndibréf og Fjölþjóðabréf. Ráðgjafar Skandia eru ávallt reiðu- búnir til að leiðbeina þér við val Htfp á rétta verðbréfasjóðnum fyiir þig. »■ P Tryggðu þér góðar fréttir i blaðinu á morgun og fjárfestu í verðbréfa- sjóðum Skandia. Skandia Löggilt veröbrófafyhrtæki • Laugavegi 170 Sími • 561 97 00 Fjárfestingarfélagið Skandia hf er alfarið í eigu Skandia ER BESTA. FRÉTT BLABSIIMS í DAG UM ÞITT SRARIFÉ? Verðbréfasjóðir Skandia bjóða Jjölbreyttar leiðir til að ávaxta sparifé þitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.