Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MAIMIMLÍFSSTRAUMAR
Skóhlífar
MAÐUR á skó-
hlífum! Hvílík
þægindi, á svona
umhleypingavetri.
Þama kemur hann
út í slabbið og veður krapið
þurr í fæturna. Leðurskómir
óskemmdir af saltleðjunni á göt-
unni. Þegar hann gengur inn,
þarf hann hvorki að muna eftir
að taka af sér broddana eða
bera með sér skó í poka, en
ganga ella á sokkaleistunum.
Bara smeygja án þess að beygja
sig af sér skóhlífunum. Það var
mikið slys þegar þessi fótblauta
þjóð lagði fyrir fordild af gúm-
mískóhlífamar. Tók í staðinn
áhættuna af að vera sívot í fæ-
tuma.
Halldór Laxness mun hafa
komið því inn hjá þjóðinni að
ekki væri nógu flnt að ganga í
skóhlífum með neyðarlegri grein
um að „dannaðar“ þjóðir væra
ekki sífellt
með þennan
gúmmífatnað
á fótum. Svo
er sagt og ég
þykist muna
eftir því þó ég
geti nú ekki
fundið þessa
tilvitnun í
gamalli grein.
Þótti fyndið!
Og hver vill
vera hlægi-
legur? Skárra
að vera votur
í fætur. Nú
hlýtur brodd-
urinn að vera
af þessari meira en hálfraraldar
hneykslan ungs manns, sem
hafði verið í útlöndum og séð
að þar voru skóhlífar ekki þarfa-
þing.
Raunar reyndust skóhlífar
ekki útdauðar með öllu. Þegar
Ingvar, nábýlismaður minn á
blaðinu, kvartaði við konu sína
yfir að vera sífellt að burðast
með þennan skópoka, brá sú
úrræðagóða kona við og kom
heim með skóhlífar. Hafði feng-
ið þær í gamalgróinni skóversl-
un, Hvannbergsbræðrum.
Síðan ég skall á hnakkann
við að ganga út í bíl í skyndi-
frosti í vetur hefi ég ekki farið
úr góðu gærufóðraðu stígvélun-
um frá Akureyri með htjúfu
gúmmísólunum. En því fylgja
óhjákvæmilega skór í plastpoka.
Því auðvitað verður að fara úr
stígvélunum áður en inn er
gengið. Nú er framboð af þess-
um fínu mannbroddum til vetr-
arnotkunar og verða menn þá
öruggari á svellinu. Þeir skipta
þó ekki máli í bleytu og valda
spjöllum ef þeir era ekki, eins
og stígvélin, teknir af áður en
stigið er inn í hús. Gömul kona
flutti inn í nýja íbúð með par-
kettgólfi. Vinkonan kom í heim-
sókn og gleymdi að taka af sér
broddana, með vondum afleið-
ingum, sem báðar vora eyðilagð-
ar yfir. Ekki virðast þó allir jafn
leiðir yfír spjöllunum. Búðareig-
andi segir mér að fólk komi inn
í búðina og sprangi um gólfin á
göddum. Ansar því jafnvel ekki
eða er hortugt, ef kurteislega
er beðið um að lyfta upp eða
smeygja af broddunum. Hvernig
sem fólk er skapi farið er varla
til of mikils mælst að aðkom-
andi gangi hvorki inn á teppi
eða parketgólf á broddum eða
blautum stígvélum.
Sú var tíð að hver karlmaður
í kaupstað a.m.k. átti og notaði
þetta hagkvæmasta skótau sem
gefst til daglegs brúks við sérís-
lenskar aðstæður, vætu og sí-
felld veðraskipti, og hins vegar
snyrtileg heimili
með fínum gólfum.
Gömlu þolnu linole-
um-gólfdúkarnir
fágætir orðnir. Og
konur áttu gjaman bomsur, þ.e.
hlífðarstígvél, há eða lág, til að
smeygja sér í utan yfír skóna.
Jafn þægilegt í svona veðráttu
sem skóhlífamar. Úr fyrstu ut-
anlandsveranni í New York kom
ég með slíkan dýrgrip, leð-
urbomsur með gúmmísólum sem
hægt var að smeygja utan yfir
háa hæla sem lága, jafnt sem
þykkustu tískusóla. Þær urðu
eftir þegar ég sama vetur hélt
til Frakklands, hefí sjálfsagt
haldið að þær væra óþarfar og
púkalegar í tískuborginni. En
við heimkomuna um sumarið
hafði móðir mín blessuð gefið
þær einhveijum, „sem þurfti á
þeim að halda og þú varst ekk-
ert að nota þær“, eins og hún
að venju orðaði það. Slíkt þótti
sjálfsagt og ekki tíðkað að gera
röfl.
Af hveiju ætli íslendingar
hafi annars verið svona fljótir
að afleggja skóhlífarnar? Fyrir
utan það að þær vora ekki í tísku
í öðram og þurrari löndum.
Kannski þjóðin sé bara svo vön
því að vera vot í fæturna að það
þyki ekkert mál. Af langvarandi
fótraka í aldir hafi hún þróað
með sér ónæmi eða kæruleysi
gagnvart svo sjálfsögðu ástandi?
Saga íslensks fótabúnaðar er
kapítuli út af fyrir sig. Við lærð-
um aldrei að búa til eitthvað
brúklegt á fæturna fremur en
annan skjólfatnað í þessu skjól-
lausa landi. „Neyðin kennir
naktri konu að spinna“ var frem-
ur sett á bækur en til brúks.
Hér voru líka hetjur, sem hvorki
kveinkuðu sér við blautar fætur
né sárar iljar. Grænlendingar
unnu sér viðeigandi skjólfatnað
úr því sem þeir höfðu, skinnun-
um. Og fleiri lærðu þá kúnst.
Aldrei rann þetta úrræðaleysi
okkar meir til rifja en við að
Iesa frásögn skipherra á
frönsku eftirlitsskipi, sem fyrir
aldamót kom til höfuðborgar
íslands, eins og hann sagði, og
lýsti því alveg agndofa sem
hann sá. Þarna voru tvær
drullugötur og þar óð þetta ve-
salings fólk í kaldri, blautri leðj-
unni og hafði ekkert annað á
fæturna en að það reyndi að
binda á þær einhveijar skinn-
pjötlur. Hér lærði fólk t.d. aldrei
að smíða skósóla úr rekaviði og
nota skinnin lýsisborin í yfirleð-
ur. Þessvegna varð það líklega
mesta velferðarbyltingin á Is-
landi þegar svörtu tútturnar
komu, gúmmískórnir með hvítu
röndunum, og svo gúmmístíg-
vélin. Hugsið ykkur, að komast
þurrum fótum yfír polla og mýr-
ar, og vaða snjóinn án þess að
vökna! Hvílík framför. Bomsurn-
ar og skóhlífarnar héldu svo inn-
reið sína undir miðja öldina. Og
gleymdust aftur.
eftir Eltnu Pálmadóttur
TÆKNI/Er myndun lífs algengefnafrcebilegnaubsyn?
Lífið ígeimnum
í kríngum okkur
ÞESSIGREIN fæst við hið sama og
öll trúarbrögð: uppruna lífsins. Hún
gerir það með aðferðum rökhyggjunn-
ar, sem er afar ólík viðbrögðum trúar-
innar við málinu. Höfundur hefur
fengið viðbrögð frá trúuðu fólki við
skrifum um svipuð efni og frábiður
sér rökræður við það. Til þess eru
viðbrögðin við efninu allt of ólík. Slík
afstaða á ekkert skylt við virðingar-
skort við öðruvísi þenkjandi fólk.
ASÍÐARI árum hefur mönnum
orðið ljóst, að þær aðstæður
efnafræðilegar sem verða til mynd-
unar lífs eru langt í frá jafn sérstak-
ar og áður hefur verið talið. Þetta
er vitaskuld einnig spurningin um
það hvað algengt
lífið er á „nálæg-
um“ sólkerfum. Ef
leitað er að skilyrð-
um líkum okkar,
verður fyrst fyrir
spumingin um
hvað algeng sé
myndun reiki-
stjarna um aðrar
fastastjömur en okkar sól. Að athug-
uðu máli hafa fundist margar sann-
anir um fylgihnetti úti í vetrarbraut-
inni, og ekki ástæða til annars en
ætla að þær sé nógu margar til að
fjöldi þeirra lendi í hæfilegri fjarlægð
frá móðurhnetti og að hitastig á
þeim sé ekki ólíkt og á jörðunni.
Litrófsrannsóknir gefa til kynna
nógu einsleita samsetningu alheims-
ins til að álykta sem svo, að sömu
lykilefni ættu að vera fyrir hendi,
hvað varðar sköpun lífs: súrefni,
kolefni, vatn, vetni, köfnunarefni,
fosfór o.fl.
Hvað er upphaf lífs?
Segja má að efnislegt meginein-
kenni lífs sé að geta raðað miklum
fjölda efniseinda í kerfi, sem getur
endumýjað sig og brugðist við kring-
umstæðum í þá átt að viðhalda til-
veru sinni. Efnafræðingurinn Ylia
Prigogine sýndi fram á það fyrir
ekki alllöngu að samsafn efnis-
kenndra hluta tekur upp á að raða
sér á æ kerfísbundnari hátt, ef orka
streymdi um það. Þetta vísar einmitt
ti! þeirra kringumstæðna sem skópu
upphaf lífs á jörðunni. Áður en eigin-
legt líf hefst, svo sem bakteríur eða
þörungar, hefur farið fram langt
þróunarferli með óljósum mörkum á
milli hreinnar lífefnafræði og eigin-
legs lífs. Þó hefur það ferli ekki tek-
ið „nema“ um fimm hundrað milljón-
ir ára frá storknun jarðaryfírborðs.
Þetta er ekki nema sjöundi partur
þess skeiðs sem allt líf hefur haft til
þróunar á jörðunni. Frumloft jarðar
innihélt vetni og vetnissambönd. Ef
blandað er saman vetni, metani,
amóníaki, vatni og orku í formi ljóss
eða rafstraums, myndast amínósýr-
ur, sykursambönd og köfnunarefnis-
sambönd sem leggja til byggingar-
efni í kjarnasýrar framanna. Við
þekkjum þróunarferli fastastjarna og
þarmeð sólar okkar og vitum hvað
hún sendi frá sér mikið af útfjólu-
blárri geislun á þessum tíma. Sú
geislun braut í sundur efnin sem
fyrir lágu og olli myndun nýrra sam-
banda. Hægt er að fara nærri um
magn þessara forvera frumlífs á
skeiðinu áður en frumlíf varð til.
Ekki þarf annað en geisla þessi efni
með tilbúinni útfjólublárri geislun.
En ekki er látið þar við sitja, heldur
hafa einnig verið framkvæmdar til-
raunir sem lofa góðu um myndun
flókinna eggjahvítusambanda og
búta úr kjamasýrum sem búa til eft-
irmyndir sjálfra sín líkt og líf jarðar
gerir til endurnýjunar sjálfu sér.
Einnig myndast langar keðjur kol-
MYNDIN er úr áætlun um
fimmtán hundruð samvirk
risaloftnet ætluð tíl þess að
taka við ofurveikum merkjum.
Stjórnstöð sést í stórhýsi
vinstra megin.
efnissambanda af sama lit og sést á
yfirborði Júpíters, Satúmusar og
nokkurra af fylgihnöttum þessara
reikistjama, en þar eru hin nauðsyn-
legu frumefni einnig fyrir hendi.
Þannig gæti verið að þessir hnettir
sólkerfisins séu efnaverksmiðjur líf-
rænnar efnafræði sömu gerðar og
bjó til upphaf frumlífs á jörðinni.
Lífið í kringum okkur
Þannig er langt í frá ástæða til
að halda að skilyrðin sem skópu
frumlíf hér á jörðu séu einstök í heim-
inum. Ef við höldum okkur einungis
við Vetrarbrautina, er að vísu erfítt
að áætla með nokkurri nákvæmni
hvað sé algengt tækniþróað líf
greindarvera. Varleg áætlun getur
leitt til að til næstu greindarvera séu
einhver hundruð ljósára. Það getur
einnig orðið til að flækja þá áætlun,
ef misþroski er meðal greindra sam-
félaga, líkt og telja má að sé hér á
jörðu, þar sem þróun tækni umfram
þróun siðfræði og samfélaga virðist
geta orðið til að útrýma okkur. En
það er full ástæða til, og sem kunn-
ugt er, þegar farið að hlusta eftir
útvarpssendingum slíkra vera og
senda þeim „fræðsluefni“ um okkur.
Gallinn er einungis að séu t.d. fjögur
hundruð ljósár yfír til slíkra „ná-
granna“ tekur átta hundrað ár að
fá svar frá þeim.
ÞIÓDLfFSÞANKAR /Á ab sýna meiri hörku vib
afbrotamennf _______
Ræningjar í snjómokstur
MIKIL óöld hefur ríkt í Reykjavík
að undanförnu, rán og gripdeildir
hafa verið svo gott sem daglegt
brauð. Nú síðast var það Skeljungs
ránið. Menn tala um að fíknaefna-
neytendur eigi hlut að sumum ránum
og innbrotum og er það ekki ótrúleg
kenning án þess að hægt sé að full-
yrða neitt um það nema að undan-
genginni rannsókn. Hitt er víst að
fólk veltir vöngum yfir þessum mál-
um og sýnist sitt hveijum.
UM DAGINN fór ég í leigubíl
niður í bæ og lenti í bíl hjá bíl-
stjóra sem lá ýmisiegt á hjarta um
fyrrgreind mál. Varla var ég sest upp
í bílinn þegar hann sagði: „Jæja, nú
eru þeir búnir að
ræna hjá Shell. Ég
sagði þeim fyrir
mörgum árum að
þetta fyrirkomulag
dygði ekki, en þeir
hafa engu breytt
og þetta fór
svo_na.“
Ég tautaði eitt-
n
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
hvað til samþykkis, hafði enda lítið
sem ekkert kynnt mér þetta mál,
varla heyrt fréttir af því nema í fram-
hjáhlaupi.
„Það er þessi óaldarlýður sem á
sök á þessu öllu, þessir fíkniefnaneyt-
endur og fólk sem nennir ekki að
vinna. Eftir að félagsfræðingamir
komu í spilið hefur ástandið versnað
til muna. Þeir eru alltaf að veija
þetta lið, það má ekki koma við það.
Svo skákar það bara í því skjólinu
og heldur áfram við sína iðju,“ sagði
bílstjórinn og beygði niður á Miklu-
brautina.
- Já, þetta er ekki gott, svaraði
ég-
„Gott, nei þetta er sko ekki gott.
Það ætti að taka þefta pakk allt
saman og flengja það hvað með öðru.
Nei, það væri of vægt tiltæki, það
ætti að skjóta það allt saman og
byija hægt neðan frá. Þá sæi það
kannski alvöruna í málinu," sagði
bílstjórinn og var nú kominn niður
að Lönguhlíð.
- Ég veit svei mér ekki hvað til
bragðs skal taka,“ sagði ég.
„Nei, hver veit það svo sem. En
eitthvað verður að gera. Það er ekki
hægt að láta það líðast að fólk geti
ekki gengið um borgina án þess að
vera í lífshættu og varla farið að
heiman án þess að eiga á hættu að
brotist verði inn og öllu rænt sem
það á. Rannsóknarlögreglan segist
svo bara segja við afbrotamennina:
„Þú passar svo bara vinurinn að
gera þetta ekki aftur.“ Hvað á svona
lagað að þýða? Hvað ætli þýði að
fara bónarveg að þessu liði. Nei, það
þýðir sko ekki. Það þarf að grípa til
annarra og róttækari ráða,“ sagði
bílstjórinn fastmæltur og var nú
kominn að Ijósunum við Snorrabraut.
- Hvað væri svo sem hægt að
gera,“ sagði ég.
„Það er nú einmitt það. Það mætti
til dæmis láta þá sem eru á atvinnu-
leysisskrá beija þetta lið áfram í
snjómokstri. Það er því verst við af
öllu, að vinna. Vinna er eitur í þess
beinum. Ætli það færi ekki að
kveinka sér eftir að hafa mokað í
nokkra klukkutíma. Varla gætu fé-
Iagsfræðingarnir og sálfræðingarnir
haft á móti því. Og þó er það eins
víst. Hvers eigum við hin að gjalda?
Hvemig færi ef það væru komnir
yfír átta hundruð svona geplar í
fangelsin, eigum við virkilega að sjá
þessu fyrir lifibrauði? Ætli skattarn-
ir myndu lækka við það? Nei, það
get ég sagt þér að þeir myndu ekki
gera,“ sagði bílstjórinn og beygði nú
inn í Sóleyjargötu.
- Ég veit svei mér ekki hvernig
best er að hafa það,“ sagði ég.
„Nei, ég býst ekki við að þú vitir
það. Hitt er svo annað mál að við
höfum tekið allt þetta upp eftir
Svíanum. Við höfum lagt okkur eftir
öilu sem þar hefur verið gert. Það
var hjá mér í bílnum um daginn
málsmetandi maður, hátt settur mað-
ur. Ég sagði honum mína meiningu
um þessi mál. „Víst er þetta hart sem
þú segir," sagði hann. „En kannski
er þetta bara eina leiðin, að sýna
hörku, þótt ekki sé það skemmti-
legt.“ Ég er á því að það þurfi að
sýna mikiu meiri hörku við þetta lið.“
Eftir að hafa kvatt bílstjórann
gekk ég áleiðis að mínum áfangastað
og hugsaði um ræðu bílstjórans á
meðan. Ég gat ekki komist að neinni
niðurstöðu. Víst er ástandið ekki
gott og ekki hafði ég nein ráð á tak-
teinum til þess að lagfæra það. Hitt
leist mér hins vegar ekki á að skjóta
fólk fyrir rán og gripdeildir.
„Kannski að best væri að senda þá
í snjómokstur eftir allt saman, það
skaðar engan að vinna erfiðisvinnu.
Og kannski væri hægt að finna enn
önnur verkefni fyrir ræningjana þeg-
ar snjóa leysir, hver veit hvernig
best er að hafa þetta,“ hugsaði ég
spekingslega um leið og ég knúði
dyra hjá tilvonandi viðmælanda mín-
um.