Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 5. MARZ1995
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIN N MMAUGL YSINGA R
Forritari óskast
Forritari óskast í hlutastarf. Unnið er með
Visual Basic, en reynsla af öðrum umhverf-
um, svo sem C++, æskileg.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar:
„Forritari - 15772“, fyrir 10. mars.
Leikskólakennarar
Leikskólakennara vantar á leikskólann
Lönguhóla, Hornafirði.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma
97-81315 og félagsmálastjóri í síma
97-81500.
Faglærður
framreiðslumað-
ur/þjónn
Einn vinsælasti matsölu- og skemmtistaður
borgarinnar Kaffi Reykjavík, hefur falið mér
að leita að nokkrum faglærðum framreiðslu-
mönnum/þjónum til starfa. Um er að ræða
störf sem miðast við fasta vinnu eftir
ákveðnu vaktaplani og einnig störf fyrir þá
sem geta/vilja vinna 1-3 kvöld aðra hverja
viku.
Leitað er að huggulegu, jákvæðu og þjón-
ustulunduðu fagfólki sem getur unnið skipu-
lega undir miklu álagi.
í boði er mjög skemmtilegur vinnustaður,
frábært samstarfsfólk og góður vinnuandi,
mikil reglusemi og agi á öllum vinnubrögðum,
ásamt ágætum launum fyrir réttan aðila.
Umsóknareyðublöð ásamt öllum frekari upp-
lýsingum um störf þessi veiti ég á skrifstofu
minni á venjulegum skrifstofutíma.
Teitur Lárusson,
Atvinnuráðgjöf,
Austurstræti 14. (4. hæð).
Sími 624550,
101 Reykjavík.
Framkvæmdastjóri
Öflugt hugbúnaðarfyrirtæki sem stefnir að
sölu á erlendum mörkuðum óskar eftir að
ráða framkvæmdastjóra sem fyrst.
Viðkomandi þarf að hafa MBA gráðu eða
hliðstæða menntun og reynslu sem stjórn-
andi. Hann þarf að hafa náð árangri í fyrri
störfum og hafa áhuga á að skipuleggja og
vinna að markaðsmálum.
Starfssvið framkvæmdastjóra er að leiða
starf tölvunarfræðinga og tæknimanna og
að fylgja eftir á skipulegan hátt þeim mark-
miðum sem samþykkt hafa verið af stjórn
fyrirtækisins í markaðs-, þróunar- og tækni-
málum. Fyrst um sinn mun mikill tími fara í
skipulagningu markaðsmála og að afla sam-
banda við samstarfsaðila erlendis.
Um er að ræða áhugavert starf þar sem
hraður vöxtur og mikil tækifæri eru sjáanleg.
Lögð er áhersla á að umsækjandi sé liðlegur
í öllum samskiptum, hafi frumkvæði og geti
veitt trausta forystu. Fyrir réttan aðila eru
góð laun í boði.
í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar
upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið
verður með allar upplýsingar sem trúnaðar-
mál og öllum umsóknum verður svarað.
Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem
að ofan greinir er boðið að senda inn um-
sókn til KPMG Sinnu hf. fyrir 11. mars 1995.
□□ŒHsiNNA hf.
REKSTRAR- OG STJÓRNUNARRÁÐGJÖF
Bæjarhrauni 12 Sími 565-3335
220 Hafnarfjörður Myndriti 565-1212
Siglufjörður
Umboðmaður óskast
til þess að sjá um dreifingu á Morgunblaðinu.
Upplýsingar í síma 691113.
Hárgreiðslusveinn
eða meistari óskast
Upplýsingar veittar á mánudaginn til kl. 18.00
í síma 652343.
Hárgreiðslustofan Toppur,
Strandgötu 30,
Hafnarfirði.
Framleiðslufyrirtæki
í Reykjavík óskar eftir starfskrafti hálfan dag-
inn eftir hádegi. Viðkomandi þarf að hafa
reynslu af almennum skrifstofustörfum, svo
sem vélritun, tölvunotkun, skjalavörslu og inn-
og útflutningspappírum. Viðkomandi þarf að
hafa mjög góða ensku- og þýskukunnáttu.
Ef þú getur unnið sjálfstætt og hefur áhuga
á að vinna hjá vaxandi fyrirtæki, þá sendu
inn umsókn til afgreiðslu Mbl., merkta:
„H - 2424“, fyrir 13. mars nk.
FJÓRPUNQSSJÚKRAHÚSIP
A AKUREVRI
Læknaritari
Laus er til umsóknar ein staða læknafulltrúa I
á læknaritaramiðstöð FSA, vegna bæklunar-
deildar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist Þorbjörgu Ingvadóttur,
læknafulltrúa, fyrir 18. mars nk.
Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg í síma
30133 eða Sigríður Jónsdóttir, læknafulltrúi,
í síma 30111.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
A AKUREYBI
Háskólinn á Akureyri
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við Háskólann á Akureyri - starfsvettvang-
ur er aðallega við heilbrigðisdeild:
Staða lektors í hjúkrunarfræði
Æskilegt sérsvið er hand- og
lyflækningahjúkrun.
Hálf staða lektors íhjúkrunarfræði
Hálf staða lektors íhjúkrunarfræði
Æskilegt sérsvið er geðhjúkrun.
Hálf staða lektors íhjúkrunarfræði
Æskilegt sérsvið er barnahjúkrun.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf,
svo og vísindastörf sín, ritsmíðar og rann-
sóknir. Með umsóknunum skulu send eintök
af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj-
enda, prentuðum og óprentuðum. Ennfrem-
ur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir,
sem umsækjandi hyggst stunda, verði
honum veitt staðan.
Laun samkvæmt kjarasamningum Félags
háskólakennara á Akureyri.
Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist
Háskólanum á Akureyri fyrri 25. mars nk.
Upplýsingar um störfin gefa forstöðumaður
heilbrigðisdeildar eða rektor
í síma 96-30900.
Háskólinn á Akureyri.
Bókhalds- og
skrifstofustarf!
Stéttarfélag óskar eftir starfskrafti í u.þ.b.
50% starf.
Góð þekking á TOK-hugbúnaðarkerfi nauð-
synleg auk góðrar kunnáttu í íslensku.
Launakjör samkomulagsatriði.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. eigi síðar
en 9. mars nk., merktar: „B - 10288“.
Hugsaðu!
Hefur þú hugleitt að standa á eigin fótum,
starfa með góðu fólki, eignast hlut í lager
þar sem engin áhætta ertekin og eiga mögu-
leika á að vaxa og hafa góðar tekjur? Hafðu
samband í síma 77233, 5884174, 813892,
689238.
Afgreiðslustörf og
birgðaeftirlit 1/2
daginn
Bónus sf. hefur falið mér að leita að og ráða
til starfa sölu- og afgreiðslufólk til starfa í
verslunum sínum víðs vegar á stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Um er að ræða störf sem ein-
göngu eru á kassa (sjóðsvél) frá kl. 12.00 til
19.00.
Þá er leitað að nákvæmum og vel skipulögð-
um einstaklingi til starfa við birgðaeftirlit í
verslunum fyrirtækisins. Vinnutími frá kl.
8.00 til'kl. 13.00.
Leitað er að hörkuduglegum einstaklingum
sem geta unnið undir álagi á erilsömum
vinnudegi.
í boði er krefjandi starf, mikil vinna og ágæt
laun fyrir réttan aðila.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu minni, þar
ereinnig hægt aðfáallarfrekari upplýsingar.
Teitur Lárusson,
Atvinnuráðgjöf,
Austurstræti 14 (4. hæð).
Sími 624550.
101 Reykjavík.
LANDSPITALINN
.../ þágu mannúðar og vísinda...
KVENNADEILD LANDSPITALANS
Aðstoðarlæknir
Tvö störf aðstoðarlækna við kvennadeild
Landspítalans eru laus til umsóknar. Ráðn-
ingartími er frá 1. apríl 1995 til eins árs með
möguleika á framlengingu. Um er að ræða
almenn störf aðstoðarlækna.
Nánari upplýsingar veita Reynir T. Geirsson
prófessor og Jón Þ. Hallgrímsson, yfirlæknir,
s. 601180 og 601183.
Umsóknir sendist á eyðublöðum lækna,
ásamt Ijósriti af prófskírteini og upplýsingum
um starfsferil.
VÍFILSSTAÐASPÍTLALI
Umsjónarmaður
Staða umsjónarmanns Vífilsstaðaspítala er
laus til umsóknar.
Starfið felst í umsjón með rekstri og viðhaldi
bygginga á Vífilsstaðalóð. Leitað er að manni
með iðnaðarmenntun og reynslu af verkleg-
um framkvæmdum, verkstjórn og starfs-
mannahaldi. Æskilegt er að viðkomandi hafi
þekkingu á starfsemi sjúkrastofnana.
Umsóknir skulu berast til Tæknideildar Rík-
isspítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík,
fyrir 21. mars 1995. Nánari upplýsingar gef-
ur Aðalsteinn Þálsson, s. 602314.