Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ <4 14 B SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 ■ / vísindskáldskapargeir- anum hafa útgeimsmyndir orðið að víkja fyrir tíma- ferðalagsmyndum, en nú skal unnin bragarbót á því. Á næstunni munu fram- leiddar geimmyndir eins og „Zaltman Bleros“, sem franski stílistinn Luc Bess- on leikstýrir, „Dr. Who: The Last of the Time- lords“, og fyrsta myndin í nýjum þríleik Georges Luc- as úr Stjörnustríðsbálkn- um. Þá mun Tom Hanks hafa verið boðið aðalhlut- verkið í „Stranger in a Strange Land“ sem gerð er eftir bók vísindaskáld- skaparhöfundarins Roberts Heinleins. WFramhald Óskarsverð- launamyndarinnar „Rain- man“ er í undirbúningi vestur í Hollywood enda góð vísa aldrei of oft kveðin þar á bæ. Dustin Hoffman og Tom Cruise munu tilbúnir að endurtaka hlutverk sín og Barry Levinson einnig en beðið er eftir almenni- legu handriti. ■Arnold Schwarzeneg- ger á nú í viðræðum við Oliver Stone um hlutverk í endurgerð fyrstu Apaplá- netumyndarinnar. Hún á að kosta 70 milljónir dollara og Stone sér um framleiðsl- una en Schwarzenegger hefur þegar ákveðið hver skuli leikstýra, nefnilega Ástralinn Philip Noyce. Myndin á að segja frá því þegar austurríska eikin ferð- ast aftur til þess tíma er apar réðu ferðinni en verk- efni hans er að bjarga fram- tíð vorri eina ferðina enn. í BÍÓ BESTA myndin í bænum undanfamar vikur er hin rúmlega þriggja klukku- tíma langa mynd Roberts Altmans, Klippt og skor- ið. Það er frábært að fá hana í bíó en slæmt að hún skuli ekki fást með íslenskum texta, því í henni er mikið og bráð- skemmtilegt máiæði sem áhorfendur, þótt sjóaðir séu í enskunni hér á klak- anum, gætu misst af. Það er sjálfsagt að krefjast þess að stór- rnyndir og iistaverk eins og þessi mynd Altmans fái a.m.k. jafnvandaða meðferð og saltvondar formúlumyndir. Það virð- ist færast í vöxt að bíóin þýði ekki listrænu mynd- imar en sýni þær texta- lausar undir einhverjum hátíðahatti. Á það ber hins vegar að líta að að- sóknin er yfirleitt ekkert til að hrópa húrra yfir á þessar myndir og því litið kannski svo á að betra sé að sýna þær ótextaðar en ekki. En er þetta rétt umgengni við góðar myndir? vxxxvKv IKM Y N DI RvvvxVI Hver er uppáhalds tökumabur Ara? Kvikmyndatöku- maðurinn ARI Kristinsson kvikmyndatökumaður hefur hlotið mik- ið lof fyrir kvikmyndatökuna í nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, en hún ertíunda mynd Ara í fullri lengd. Hann segir að mikil þróun hafi átt sér stað hér á landi í kvikmyndatökum frá því hann byijaði og aðspurður hvaða mynd sé í mestu uppáhaldi af þeim sem hann hefur tekið segist hann alltaf hafa ákveðnar taugar til Barna náttúrunnar. ARI stundaði nám í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands í Nýlista- deild og hafði þá áhuga á teiknimyndagerð. Á meðan ■.... ........ hann var í skóla kynntist hann Ág- ústi Guð- munds- syni leik- stjóra, gerði fyrir hann titl- ana við sjónvarpsmyndina Litla þúfu og varð aðstoð- artökumaður við gerð Lands og sona við upphaf íslenska kvikmyndavors- eftir Arnold Indriðason ins. „Þannig leiddist ég inn í þetta fyrir nánast tilvilj- un,“ segir hann. Samstarf Ara og Frið- riks Þórs er eitt það lengsta og fijósamasta í íslenskri kvikmyndagerð, en hvor- ugur er menntaður í sínu fagi. Það hófst með heim- ildarmyndinni Eldsmiðn- um. Ari þekkti lítillega til Friðriks Þórs þegar hann hitti hann úti á götu og bjargaði honum um tæki í gerð Eldsmiðsins út á laun sem Ari átti inni eftir vinnu við Jón Odd og Jón Bjarna. Þegar þeir sátu við að klippa heimildarmyndina kom önnur upp í hugann, í þetta sinn til sýninga í kvikmyndahúsi. Þeir gerðu hana undir heitinu Rokk í Reykjavík. „Hér áður var kvik- myndatökumaðurinn einn að stússa við myndavélina, en núna telur tökuliðið eitt kannski tíu manns,“ segir Ari aðspurður um þá þróun sem hefði átt sér stað í tökumálum frá því 1980. „Kvikmyndatökumaðurinn er verkstjóri yfir þessum hópi. Tækin sem voru not- uð voru algjört drasl en nú er tækniiega hliðin orðin mjög fullkomin og við get- um gert myndir eins og á að gera þær. Einnig hefst nú starf tökumannsins mörgum mánuðum áður en sjálfar tökurnar hefjast," segir Ari. Hann er þegar kominn á kaf í næsta verk- efni þeirra Friðriks Þórs, Djöflaeyjuna. „Við bijótum upp handritið og teiknum nákvæmar skissur fyrir TILFINNING í maganum; Ari Kristínsson við tökur. hvern ramma með ljósi og skugga. Ég vinn náið með leikmyndahönnuðinum og hvert smáatriði í tökunni er ákveðið fyrirfram. Síðan er kvikmyndatakan ákveð- in framkvæmd á þeirri vinnu.“ En hver skyldi vera uppáhalds kvikmyndatöku- maður Ara sjálfs? „Það réðist á námskeiði sem ég sótti með þeim Sven Nykvist og Nestor Almendros þar sem þeir sýndu atriði úr myndum sínum og háðu eiginlega einvígi sín á milli. Það má segja að Almendros hafi valtað yfir Nykvist.“ Og galdurinn við vel heppnaða kvikmynda- töku? „Hann er sá að fá til- finningu fyrir því hvað er að gerast, hvort það er rétt eða rangt án þess að skilgreina það. Ég finn það meira í maganum þeg- ar ég horfi í gegnum myndavélina. Ef þú finnur þessa tilfinningu tekst þér best upp og ef ekki verður þú að reyna að bjarga þér útúr því og lendir yfirleitt í vondum málum.“ FJÁRSJÓÐUR Finnans; Geena Davis í „Cutthroat Island“. Finninn fer á sjóinn FINNSKI leikstjórinn Renny Harlin leikstýrir konunni sinni, Geenu Davis, í nýrri sjóræningjastórmynd sem heitir „Cutthroat Island" eða Afhausaraeyjan og verður að líkindum frumsýnd í sum- ar. Myndin er tekin á Möltu og er með Matthéw Modine, sem hreppti hlutverkið eftir að Michael Douglas stakk af, og Frank Langella í öðr- um hlutverkum. Segir hún af dóttur sjóræningja sem kemst yfir fjársjóðskort og lendir í ýmsum ævintýrum við að hafa upp á góssinu. Um 75 prósent myndar- innar gerist á hafi úti og segir Harlin hana einu ekta sjóræningjamyndina sem gerð hefur verið. Hann er ekki maður lítillátur en ætti að hafa í huga að síðast þegar gerð var ekta stór- mynd um sjóræningja var Polanski á ferðinni með „Pir- ates“ og það fór nú allt eins og það fór. Verhoeven berst enn við eftirlitið SAMSTARF hollenska leik- stjórans Pauls Verhoevens, sem starfað hefur í Holly- wood undanfarin ár, og handritshöfundarins Joes Eszterhas gat af sér spennu- myndina Ognareðli og lentu þeir í miklum útistöðum við bandaríska kvikmynda- eftirlitið út af henni. Nýjasta samstarfsverk- efni þeirra, „Showgirls“, gerist í nektarbúllum Las Vegas og hefur vakið deil- ur þótt hún verði ekki frumsýnd vestra fyrr en í október. Myndin segir af ui á Verhoeven enn sem komið er en búist er við að kvenrétt- indasamtök láti í sér heyra í haust. Verhoeven skilur ekki af hveiju hann má ekki lýsa borginni eins og hún er.„Ekki fær Las Vegas neinn NC-17 stimpil." stúlku sem vinnur sig upp úr nektarbúllunum í frægð og frama, en með aðal- hlutverkin fara Elizabeth Berkley og Gina Gershon. Verhoeven vildi hafa stúlk- urnar kviknaktar, því „ég vildi sýna Las Vegas eins og hún er en ekki eins og eitt- hvert draumaland". Og hann er ekki að spara kroppasýn- ingamar, bæði karl- og kven- kyns, málið í myndinni er sagt mjög gróft og sýningar- atriði m.a. með samkyn- hneigðum vaða uppi. Myndin stefnir hraðbyri á stimpilinn NC-17 frá eftirlit- inu, sem þýðir að mörg kvik- myndahús munu ekki sýna hana og mörg dagblöð neita að auglýsa hana. MGM-kvik- myndaverið styður við bakið OF MIKIL nekt? Atriði úr nýjustu mynd Verhoevens, „Showgirls". SÝND á næstunni; Sar- andon og Sam Shepard í „Save Passage". 13.000 .höfðu séð Tíma- lögguna ALLS höfðu um 13.000 manns séð framtíðartryll- inn Tímalögguna í Laugar- ásbíói og Sambíóunum eftir síðustu sýningarhelgi. Þá höfðu um 3.000 manns séð Corrina, Corrina í Laugarásbíói og um 9.000 manns Skógarlíf. Næstu myndir bíósins eru „In the Mouth of Mad- ness“ með Sam Neill í leik- stjórn John Carpenters, hryllingsmyndin „Demon Knight", gamanmyndin „IQ“ með Tim Robbins og um páskana sýnir bíóið gamanmyndina „Dumb and Dumber“ með Jim Carrey. Aðrar myndir á næst- unni eru m.a. „Save Pass- age“ með Susan Sarandon og Dauðinn og stúlkan eft- ir Roman Polanski.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.