Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 5. MARZ1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hvað er hlægileg*t
við handtöskur?
eftir Bergljótu Ingólfsdóttur
MARGIR skopteiknarar
virðast sjá eitthvað
hlæg'ilegt við handtöskur
kvenna, um það vitna ótal
myndir í blöðum. Á þeim eru
oftar en ekki rosknar konur,
þéttholda, sem halda töskunni
frá sér, dálítið kauðalega, en
ekki niður með hliðinni eins
og eðlilegast er. Margar slíkar
myndir Cospers hafa t.d. birst
í Morgunblaðinu.
Handtöskur eru konum svo
mikilvægar að vart er hægt að
komast af án þeirra, þar er
geymt það nauðsynlegasta
þegar farið er úr húsi. Nefna
má húslykla, peningaveski,
gleraugu, greiðu, pappírs-
þurrkur eða vasaklút, spegil,
snyrtivörur o.fl. Það gefur því
augaleið að konur geta ekki
troðið öllum þessum ósköpum
í innanverðan brjóstvasa, til
þess liggja líffræðilegar ástæð-
ur, sem öllum ættu að vera ljós-
ar.
Konur gæta yfirleitt tösku
sinnar eins og sjáaldurs auga
síns, enda allt annað en gaman
að verða viðskila við þá hluti
sem töskurnar geyma. En ekki
nægir að gæta þess að leggja
ekki töskuna frá sér á al-
mannafæri, í sumum stórborg-
um eru ferðamenn beinlínis
varaðir við töskuþjófum, sem
náð hafa mikilli leikni við að
þrífa töskur af konum og
hverfa svo í mannhafið. Það
þarf þó ekki stórborgir í út-
löndum til, dusilmenni hér-
lendis þrífa töskur af rosknum
konum eins og nýlegt dæmi
hér í höfuðborginni frá fyrstu
viku janúar sýnir.
Á vinnustöðum og heima
fyrir geyma konur vísast tösk-
ur sínar á vissum stað, þar sem
hægt er að grípa til þeirra
þegar vill. Olíklegt er þó að
margar konur gangi eins langt
og Elísabet Bretlandsdrottn-
ing, það er haft fyrir satt að
hún taki með sér tösku sína
þegar hún fer til borðstofu í
Buckinghamhöll til að snæða.
Það þótti bæði fyndið og frá-
sagnarvert.
Margaret Thatcher og
handtöskur hennar
í nóvember 1990 hrökklaðist
frú Thatcher frá völdum eftir
12 ára setu sem forsætisráð-
herra Bretlands. Það varð
vegna þrýstings frá samheij-
um hennar á þingi, eins og
kunnugt er, og fannst ekki öll-
um drengilega að farið.
Það fór ekki hjá því að frétt-
ir af þeim atburði yrðu fyrir-
ferðarmiklar í fjölmiðlum og
skopteiknarar víða um lönd
komust sannarlega í feitt.
Handtösku Thatchers voru
gerð góð skil á mörgum mynd-
anna, á sumum þeirra var task-
an eiginlega í aðalhlutverki en
frúin sjálf aukaatriðið. Greini-
legt var að taskan var talin
nokkurskonar einkennismerki
forsætisráðherrans.
Hér fylgja með tvær myndir
úr breskum helgarblöðum
24.-25. nóv. 1990. Önnur er
úr Financial Times og sýnir frú
Thatcher fleygja tösku sinni í
Thamesána af af Westminster-
brúnni. Hin er úr Observer og
MYND úr Financial Times. Thatcher hendir töskunni í Thamesá.
HUGMYND Sunday Times um skjald-
armerki Thatchers. Minni myndin er
af hinu eiginlega skjaldarmerki.
MYND úr Observer. Thatcher strunsar út úr
Dowingstræti nr. 10
á þeirri mynd strunsar frúin
út úr embættisbústaðnum,
Downingstræti nr. 10, og
sveiflar töskunni um leið.
a
Þess má geta að á þeirri
mynd sem Sigmund gerði af
fyrrnefndu tilefni var hand-
taska frú Thatchers að sjálf-
sögðu á sínum stað.
Barónessan
Frú Thatcher var gerð að
barónessu og eins og lög gera
ráð fyrir þurfti hún að eiga
sitt skjaldarmerki. Vinna við
gerð þess tók tvö ár og kom
fyrst fyrir almenningssjónir í
nóvember sl. Á merkinu eru
tveir menn sem halda á skildi
á milli sín (sjá mynd). Sjóliðs-
foringinn á að minna á Falk-
landseyjastríðið, sem háð var
í stjórnartíð Thatchers. Hinn
maðurinn á að vera sir Isaac
Newton og táknar áhuga og
menntun frú Thatchers á sviði
vísinda. Neðst er svo kjörorð,
„motto“: „Cherish Freedom"
eða varðveitið frelsið.
Mikið var fjallað um
skjaldarmerkið í fjölmiðlum og
menn ekki á eitt sáttir um
ágæti þess. Mörgum fannst
stjórnartíð Thatchers ekki
gerð nógu góð skil, því margt
merkilegt hefði áunnist á þeim
tíma. Það vantaði heldur ekki
illkvittnar athugasemdir eins
og búast mátti við. í sjónvarps-
þættinum „Spitting Image“
tóku menn sig til og komu með
eigin útgáfu. Það þarf vart að
taka það fram að sú útfærsla
var allt annað en á vinsamleg-
um nótum. Sjálf var Thatcher
ánægð með skjaldarmerkið og
sagði ekki þörf á að breyta því.
Hvað sem óendanlegum
vangaveltum um skjaldar-
merki frú Thatchers Ieið voru
menn yfirleitt sammála um að
eitt veigamikið atriði hefði
gleymst - handtöskuna vant-
aði.
Sunday Times
Breska blaðið Sunday Times
kom með sína útgáfu af skjald-
armerkinu 20. nóv. sl. Eins og
sést á meðfylgjandi mynd er
nefskatturinn svokallaði settur
efst, en hann varð Thatcher
að falli. Vinstra megin þar fyr-
ir neðan er hjálmur eins og
notaður er við námugröft,
hann minnir á mjög langvinnt
verkfall námumanna í stjórn-
artíð Thatchers. Hægra megin
er svo kassinn sem samheijar
hennar stungu atkvæðum sín-
um i þegar þeir boluðu henni
burt úr forsæti. Næst er nafn
á auglýsingastofu þeirra Sa-
atchi-bræðra, Charles og
Maurice. Þeir munu hafa verið
Thatcher til aðstoðar við kynn-
ingu og breytingar á ímynd
fyrr á ferli hennar. Neðst eru
hermenn í Falklandseyjastrið-
inu. Loks er svo kjörorð á lat-
ínu „Dominatrix Immobilis“
sem gæti verið þýtt sem:
drottnarinn óhagganlegi.
Til hægri er svo Thatcher í
brynju, sjálfsagt vel við hæfi,
því oft var hún nefnd járnfrú-
in. Og síðast en ekki síst er þar
kominn sá hlutur sem mönnum
fannst sárlega vanta - hand
taskan góða er á sínum stað !