Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 33
BALDUR JÓNSSON
Björn Baldur
Jónsson fæddist
á Söndum í Mið-
firði, V-Húnavatns-
sýslu, 24.12.
Hann lést í Reykja-
vík 24. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Salóme
Jóhannesdóttir frá
Útibleiksstöðum og
Jón J. Skúlason,
bóndi á Söndum.
Baldur var fjórði í
röð sex systkina, en
þau voru Margrét,
f. 1909, d.
Jónína Steinunn,
Nanna, f. 1911, d. 1972, Jó-
hanna Ingibjörg, f. 1915, d.
1927, og Einar, f. 1918, d. 1990.
Árið 1943 giftist Baldur Her-
dísi Steinsdóttur frá Litla-
Hvammi. Þau eignuðust tvö
börn, Lóu Gerði og Jón Birgi.
Eiginmaður Gerðar er Örn Ing-
ólfsson. Börn þeirra eru Þór-
dís, Herdís Björk, Örn Ingi og
Baldur. Sambýlismaður Þórdís-
ar er Gunnlaugur Sigurjónsson
og saman eiga þau eina dóttur,
Ameyju Evu. Eiginkona Jóns
Birgis er Þórunn Stefánsdóttir.
Börn þeirra eru
Baldur Gísli, Stefán
og Nanna. Eigin-
kona Baldurs Gísla
er Kristín Gunnars-
dóttir og saman
eiga þau einn
dreng, Birgi Rafn.
Baldur var bóndi
á Söndum í félagi
við mág sinn frá
1942-1944. Árið
1944 fluttu þau
Herdís til Hafnar-
fjarðar, þar stóð
heimili þeirra í
fimm ár, en síðan
fluttu þau til Reykjavíkur og
bjuggu þar síðan. Er Baldur
flutti suður hóf hann störf hjá
Einari J. Skúlasyni, bróður sín-
um, við viðgerðir á saumavélum
og skrifstofuvélum. Hann starf-
aði þar um árabil uns hann
stofnaði sitt eigið verkstæði,
fyrst á Barónsstíg og síðar á
Hverfisgötu 37, þar sem hann
rak viðgerðarþjónustu og versl-
un, þar til hann lét af störfum
vegna aldurs.
Utför Baldurs fer fram frá
Langholtskirkju á morgun og
hefst athöfnin kl. 15.00.
Höfðingi héraðs,
hátt þín minning standi,
ávaxtist hjá oss þitt ævistarf.
Þjóðrækni, manndáð,
þol og tryggð í raunum
þitt dæmi gefi oss í arf.
(Einar Ben.)
ÞAÐ fær fátt huggað þann söknuð
sem ríkir nú eftir fráfall afa og það
er erfitt að sætta sig við að eiga
aldrei aftur eftir að sitja inni í stofu
eða gróðurskála með afa og ræöa
um daginn og veginn. Það var alltaf
svo notalegt að sitja með honum,
hann vildi alltaf vita hvað við höfð-
umst að og fylgdist vel með okkur.
Afi hafði alltaf skýrar skoðanir á
mönnum og málefnum og var ekki
að fela þær. Þau voru því margvísleg
umræðuefnin sem bárust í tal og
jafnvel þó umræðuefnin þryti varð
þögnin aldrei þrúgandi eða óþægi-
leg, það var bara gott að eiga með
honum samverustund.
í þessum söknuði eru það helst
minningarnar sem ylja okkur, bæði
sérstakir atburðir og minningar um
þann mann sem afi hafði að geyma.
Atburðir sem þá virkuðu jafnvel sem
hversdagslegir og hefðbundnir verða
nú hugljúfar og dýrmætar minning-
ar. Ein sterkasta æskuminning okk-
ar af afa er þó af manninum sem
gat allt. Ef eitthvert leikfang eða
heimilistæki bilaði þá var sama
hversu smávægileg bilunin var, það
átti helst engum að treysta fyrir
viðgerðinni nema afa. Og það var
líka nánast sama hvað beðið var um,
alltaf átti afi einhver ráð til þess að
verða við óskum barnabarna sinna.
Við vitum því að þegar sárasti
söknuðurinn líður hjá standa minn-
ingarnar eftir. Minningar um sjálf-
stæðan, stoltan og iðjusaman mann.
Mann sem lét sér annt um sína nán-
ustu og uppskar ást þeirra, aðdáun
og virðingu.
Nanna, Stefán,
Baldur og Kristín.
í haust settum við afi niður lauka
í garðinn. Verkum skiptum við þann-
ig að afi sat í stólnum sínum við
stofugluggann og stjórnaði fram-
kvæmdum en ég var úti í garði og
potaði niður laukunum. í vor ætluð-
um við síðan að fylgjast með blómun-
um okkar koma upp. En enginn
veit sína ævina fyrr en öll er og í
vor verðum við hvorugt til staðar í
Akurgerðinu til að fylgjast með
blómaræktuninni okkar, og ég í öðru
landi en elsku afi minn lagður af
stað í það ferðalag sem bíður okkar
allra að lokum.
Heimili ömmu og afa var mitt
fyrsta heimili og þar bjó ég fyrstu
árin. Ætíð síðan hefur það verið
mitt annað heimili. Alltaf var gott
að koma til ömmu og afa. Amma
flýtti sér að töfra fram veitingar og
afi náði í kexboxið sem hann sá um
að alltaf væri fullt af uppáhaldskexi
dóttur minnar.
Afi var mikill vinur okkar barna-
barnanna og vildi alltaf allt fyrir
okkur gera og erum við öll rík af
góðum minningum.
Ein af mínu fyrstu minningum
um afa er þegar hann heimsótti mig
í gervi jólasveins á aðfangadag. All-
ir voru komnir inn í stofu, en ég
stóð við dyrnar og beið eftir afa því
að án hans gátu jólin ekki byijað.
Birtist þá ekki þessi myndarlegi jóla-
sveinn með fullan poka af gjöfum
og fól mér það mikilvæga verkefni
að koma þeim fyrir við jólatréð. Ég
var stolt og ánægð með þá miklu
upphefð að fá sveinka í heimsókn.
Leitt þótti mér að afi skyldi hafa
misst af þeim mikla viðburði að hitta
sjálfan jólasveininn, en afi huggaði
mig með því að þeir hefðu spjallað
saman fyrir utan húsið.
Afi minn var mikill hagleiksmaður
og fannst mér alltaf að hann gæti
búið til hvað sem var. Hann byggði
hús fyrir fjölskylduna og einnig
byggði hann sumarbústað í Áslandi,
stutt frá Hafnarfirði. Þar áttum við
í fjölskyldunni margar ánægjustund-
ir.
Afí var alltaf tilbúinn að leggja
okkur bamabörnunum lið og fyrir
nokkrum árum þegar við Gulli eign-
uðumst okkar fyrstu íbúð var afí
strax tilbúinn að hjálpa okkur. Hann
kom og skoðaði með okkur íbúðina
og lét sig ekki muna um að smíða
fyrir okkur hillur og skápa- Einn dag
kom afí til okkar í heimsókn og hitti
mig fyrir þar sem ég glímdi við það
óleysanlega verkefni að rykkja heil-
langan gardínukappa. Ekki leist
honum nú of vel á aðfarirnar, en
hafði ekki um það mörg orð, tók
kappaskömmina með sér heim, sat
yfír honum alian daginn og afhenti
mér hann tilbúinn um kvöldið.
Afí rak í mörg ár verkstæði á
Hverfísgötunni. Hann hætti þeim
rekstri fyrir nokkrum árum, en hélt
áfram að gera við saumavélar í kjall-
aranum í Akurgerðinu. Síðustu árin
dundaði hann sér við blómarækt og
lét sig ekki muna um það fyrir fimm
árum að byggja blómaskála án nok-
kurrar hjálpar. Átti hann margar
ánægjustundir í blómaskálanum og
ræktaði þar tómata, vínber og alls
konar blóm.
Síðasta árið var afa mínum erfitt,
heilsan var að gefa sig og var hann
hættur að geta farið allra sinna ferða
hjálparlaust. Var það erfitt hlut-
skipti fyrir jafn stoltan og duglegan
mann.
En hann afí minn stóð ekki einn,
því við hlið hans stóð hún amma
mín sem dekraði við hann og sá til
þess að honum liði eins vel og mögu-
legt var.
Elsku amma, guð gefi þér styrk
á þessum erfíðu tímum og kjark til
að takast á við lífið að nýju.
Ástkæran afa minn kveð ég full
saknaðar með erindi út ljóði Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar, Maður kveð-
ur að haustlagi:
Loks þegar hlíð fær hrim á kinn
hneggjar þú á mig fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held,
beint inn í sólarlagsins eld.
Elsku afi, far þú í friði, friður
guðs þig blessi.
Þórdís Arnardóttir.
Afí okkar er dáinn. Við vissum
að hann var veikur, en gerðum okk-
ur ekki grein fyrir hversu alvarleg
veikindi hans voru. Við barnabörnin
vorum ávallt velkomin á heimili afa
og ömmu þar sem við nutum gest-
risni og félagsskapar þeirra. Afí var
sjálfstæður maður og það var auð-
velt að bera virðingu fyrir honum.
Við andlát hans er ljúft að minnast
allra góðu stundanna, sem við áttum
með honum. Við þökkum honum
samfylgdina og biðjum honum bless-
unar guðs.
Þó að kali heitur kver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Örn Ingi og
Baldur Arnarsynir.
Við systurnar höngum í mömmu
og erum orðnar þreyttar á öllu búða-
rápinu á Laugaveginum. En þegar
mamma segir: Við skulum koma við
hjá afa, er eins og fætumir verði
léttari og þreytan heyri sögunni til.
Við skundum í átt að Hverfisgötunni
og næstum togum í mömmu, því nú
liggur á. Við komum inn í búðina
til afa, sem vísar okkur inn á saum-
vélaverkstæðið, og kemur svo að
vörmu spori, hlaðinn gosi og súkkul-
aðikexi. Mamma fussar yfir öllum
sætindunum en þá segir afí stríðnis-
lega að minna megi það nú ekki
vera fyrir okkur systumar og sækir
enn meira af kexi. Já, mikið var nú
afi alltaf góður karl.
Árin líða. Úti er sól. Það er langt
liðið á sumarið og gott að koma í
Akurgerðið í heimsókn. Amma er
að baka pönnukökur og afí situr
inni í stofu í stólnum sínum og unir
illa því hlutskipti að geta varla leng-
ur gengið óstuddur. Afi hlær og
segir að eitthvað mikið hljóti nú að
vera í húfi fyrst ég komi svona
skyndilega í heimsókn og sé svona
alvarleg á svipinn. Já, það væri nú
ekki annað en sjálfsagt að ég mætti
flytja inn til þeirra í kjallarann um
stundarsakir. Hann hafði þó mestar
áhyggjur af því að geta lítið hjálpað
mér við flutninginn og tiltektina í
kjallaranum, því hann vildi, eins og
alltaf, allt fyrir mann gera. Stuttu
eftir að ég flutti inn til afa og ömmu
í byijun september, hófst afi handa
við að smíða skáp fyrir mig í eldhús-
ið úr gömlum saumavélakassa. Hann
lagði mikið á sig til að komast niður
kjallarastigann inn í smíðaherbergið.
Eftir að afí hafði klárað skápinn lá
hann í tvo daga uppi í rúmi til að
jafna sig og mig óaði við þessari
ósérhlífni hans. En svona var hann
afí minn.
Núna ertu farinn, afí minn, búinn
að ganga veginn á enda. Þakka þér
fyrir allt og allar þær fallegu minn-
ingar sem ég á um þig.
Elsku amma mín, núna ertu ein
eftir í húsinu sem þið afí byggðuð.
Ég og systir mín báðar á leiðinni
út, til langframa, á erlenda grund.
Ég vildi að ég væri ekki að fara
alveg strax, en ég veit að þú átt
góða að héma heima, þau mömmu
og pabba, Birgi og Þórunni, bræður
mína og frændsystkini, sem munu
standa þér við hlið og styðja þig.
Herdís Björk Arnardóttir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Legg fy nú bæði líf og önd,
ijúfí Jesús, í þína hönd
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H.P.)
Blessuð sé minning elsku lang-
afa.
Arney Eva
og Birgir Rafn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vináttu við and-
lát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Álfalandi 7.
Ingvi Guðjónsson, Þóra Magnúsdóttir,
Hólmfríður K. Guðjónsdóttir, Böðvar Valtýsson,
barnabörn og barnabarnabörn
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
móður minnar, systur og móðursystur,
GUÐJÓNU LOFTSDÓTTUR,
Víðimel 47,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hafnarbúða.
Loftur Þór Sigurjónsson,
Lovisa Þórunn Loftsdóttir,
Þórunn Edda Sigurjónsdóttir.
RAÐ AUGL YSINGAR
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum veröur háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Lóö úr landi Brjánslækjar II, Vesturbyggð, þingl. eig. Ragnar Guð-
mundsson, gerðarbeiðandi Byggðastofnun, 9. mars 1995 kl. 12.00.
Álfheimar, skrifst., Reykhólum, þingl. eig. Reykhólahreppur, gerðar-
beiöandi Tæknival hf., 9. mars 1995 kl. 17.00.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
2. mars 1995.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum fer fram á skrifstofu emb-
ættisins f Hafnarstræti 1, 3. hæð, ísafirði sem hér segir:
M.b. Avona (S-109, þingl. eig. John Þórður Kristinsson, gerðarbeið-
andi (beiðendur) Byggðastofnun, 10. mars 1995 kl. 10.00.
M.b. Skúmur ÍS-322 sknr. 1872, þingl. eig. Hafboði hf., gerðarbeið-
andi (beiðendur) Fiskanes hf., Fiskveiðasjóður fslands, Landsbanki
(slands og Lifeyrissjóður sjómanna, 10. mars 1995 kl. 10.30.
M.b. Tjaldanes IIIS-552, sknr. 1994, þingl. eig. Hólmgrímur Sigvalda-
son, gerðarbeiðandi (beiðendur) Gjaldtökusjóður, Jósep Valgeirsson,
Landsbanki Islands, lögfræðingadeild, Netagerð Vestfjarða og sjáv-
arútvegsráðuneytið, 10. mars 1995 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á ísafirði,
3. mars 1995.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðár-
króki, fimmtudaginn 9. mars 1995 kl. 10 á eftirfarandi eignum:
Efra Haganes II, 'fx hluti, Fljótahreppi, þingl. eigandi Hörður Harðar-
son, gerðarbeiðandi Tollstjórinn í Reykjavík.
Kárastígur 16, Hofsósi, þingl. eig. Steinunn Yngvadóttir, gerðarbeið-
endur Byggðastofnun og innheimtumaður ríkissjóðs.
Sæberg, Hofsósi, þingl. eig. Kristján Gfsli Kristjánsson, gerðarbeið-
andi innheimtumaður ríkissjóðs.
Sætún 2, Hofsósi, þingl. eig. Stefán Gunnarsson, gerðarbeiðendur
Búnaðarbanki íslands og Vátryggingafélag Islands hf.
Víðigrund 16, íbúð 2V, Sauðárkróki, þingl. eig. Albert Þórðarson og
Alfa Pálsdóttir, gerðarbeiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins og inn-
heimtumaður ríkissjóðs.
Víðimýri 4, íbúð 0103, Sauöárkróki, þingl. eig. Marsibil Hólm Agnars-
dóttir, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason hf.
öldustígur 4, Sauðárkróki, þingl. eig. Björn Björnsson, gerðarbeiö-
andi Tryggingastofnun ríkisins.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki.