Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 27
or
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 27
ATVINNU AUGLYSINGAR
Framtíðarstörf
1. Bókari hjá stórri stofnun austarlega á
höfuðborgarsvæðinu. Fjárhagsbókhald
(Bár). 50% starf e.h.
2. Launabókhald hjá sömu stofnun. Skilyrði
er að viðkomandi þekki vel til kjarasamn-
inga. 50% starf.
3. Gjaldkeri hjá stóru innflutningsfyrirtæki.
Hefðbundin gjaldkerastörf, s.s. útborgun
reikninga, uppgjör og viðskiptamanna-
bókhald. Vinnutími kl. 8.30-17.00.
4. Sölustarf í rótgróinni verslun með heimil-
is- og raftæki. Vinnutími kl. 9-18.
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni kl. 9-14.
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavörðustig la - 101 Reykjavlk - Simi 621355
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Leikskólastjórar
Stöður leikskólastjóra við leikskólana Lækj-
arborg við Leirulæk og Foldakot við Loga-
fold eru lausar til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 17. mars nk.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson
framkvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhanns-
dóttir deildarstjóri í síma 27277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277.
Marco
Marco húsgagnaverslun býburglcesileg bandarísk húsgögn,
rúmfatnab ogabra gjafavöru. Verslunin hefur einkaumbob
ú íslandifyrir hinar vöndubu bandarísku Sealy rúmdýnur.
VERSLUN ARST J ÓRI
V iðskiptaf r æðingur
Marco húsgagnaverslun óskar eftir að
ráða verslunarstjóra.
Starfið felst í umsjón með daglegum
rekstri verslunar, starfsmannahaldi, eftir-
liti með framsetningu vöru, bókhaldi og
daglegu uppgjöri, þátttöku í markaðssetn-
ingu og áætlanagerð auk þes að vera for-
stjóra innan handar með önnur áhugaverð
sérverkefni.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu
viðskiptafræðingar og/eða með sam-
bærilega menntun. Markaðskjörsvið er
áhugavert. Áhersla er lögð á marktæka
reynslu af störfum við bókhald svo og
starfsmannamál. Leitað er að hugmyndarík-
um og sjálfstæðum aðila sem hefur metnað
til að sýna góðan árangur í nýmótuðu starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 10.
mars nk. Ráðning verður sem fyrst.
Vinsamlega athugið að umsóknar-
eyðublöð og allar nánari upplýsingar
eru eingöngu veittar hjá STRA Starf s-
ráðningum hf.
Skrifstofan er opin frá kl. 10-16, en við-
talstímar eru frá kl. 10-13.
ST
Starfsráðningar hf
I Suöurlandsbraut 30 ■ 5. hœö ■ 108 Reykjavík
, Sími: 588 3031 Fax: 588 3010
RA
GuÓný Harðardóttir
Fasteignasala -
sölumenn
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu óskar
eftir tveimur sölumönnum, með viðskipta-
fræðimenntun eða sambærilega, og metnað
til að starfa við sölu á fasteignum. Góð
starfsaðstaða. Miklir möguleikar fyrir dug-
lega aðila.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 9.
mars nk. merkt: „Metnaður - 5534“.
Náttúrufræðingar
Náttúrufræðing vantar nú þegar til starfa hjá
Náttúruverndarráði. Æskilegt er að viðkom-
andi hafi þekkingu á sviði vistfræði og reynslu
af fræðslu- og útgáfustarfsemi.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist Náttúruverndarráði,
Hlemmi 3, 105 Reykjavík, fyrir 20. mars nk.
Náttúruverndarráð.
Ert þú
góður sölumaður?
Áskriftardeild Fróða hf. getur bætt við sig
duglegu og áhugasömu sölufólki til að selja
áskriftir að tímaritum í gegnum síma á kvöldin.
Fast tímakaup auk mjög góðs og hvetjandi
launaprósentukerfis í boði, en það hefur
gefið sölufólki okkar allt að 100.000 króna
laun á mánuði fyrir aðeins 4 kvöld í viku.
Vinnutíminn er frá kl. 18.00-22.00 mánu-
dags-, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtu-
dagskvöld.
Ef þú ert eldri en 20 ára og hefur reynslu
af sölustörfum, þá er þetta vissulega eitt-
hvað fyrir þig.
Nánari upplýsingar gefur Unnur í síma
587-5380 mánudag og þriðjudag milli kl.
9.00-12.00.
á
FRÓDI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Armúla 18, 108 Reykjavík
Islenskar getraunir
2 stöður við sölu-,
samskipta- og
tæknimál
Vegna aukinna umsvifa íslenskra getrauna
er leitað að tveimur starfsmönnum, sem
geta hafið störf sem fyrst.
Báðar stöðurnar fela í sér vöruþróun og
uppbyggingu sölukerfis. Annað starfið bygg-
ir á daglegum samskiptum við félög og sölu-
aðila ásamt skipulagningu á markaðsstarfi.
Hitt starfið gerir meiri kröfur til tækni- og
tölvukunnáttu.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi hald-
góða þekkingu og reynslu af tölvunotkun og
séu liprir í samskiptum. Reynsla og mikill
áhugi á íþróttastarfi er æskileg.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl til
umráða.
Vinnutími er mikill og breytilegur.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 13.
mars nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá kl. 9-14.
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavlk - Sími 621355
Barnafataverslun
starf
Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa í
barnafataverslun.
Æskilegur aldur 35-55 ára.
Lögð er áhersla á þjónustulipurð og sjálf-
stæði í starfi.
Góð framkoma ásamt snyrtimennsku nauð-
synleg. Reyklaus vinnustaður.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður
Bjarnadóttir frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs
á eyðublöðum er þar liggja frammi, merktar:
„Barnafataverslun“ fyrir 11. mars nk.
RÁÐGARÐUR hf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688
Tölvumiðstöð
sparisjóðanna
auglýsir eftir starfsmanni
á hugbúnaðarsviði
Tölvumiðstöðin sér um sérhæfða gagna- og
upplýsingaþjónustu fyrir sparisjóðina og þró-
un tölvumála þeirra. Tölvukerfin eru gerð í
biðlara/miðlara umhverfi, að mestu með
hugbúnaði frá Microsoft og Informix.
Leitað er að tölvunarfræðingi eða kerfisfræð-
ingi til starfa við hugbúnaðarþróun. Nauð-
synlegt er að viðkomandi geti starfað sjálf-
stætt og hafi reynslu í greiningu, hönnun
og forritun hugbúnaðar. Reynsla í notkun
hlutbundinna hönnunaraðferða, vensiaðra
gagnagrunna, Visual Basic og C++
er æskileg.
Tölvumiðstöð sparisjóðanna er reyklaus
vinnustaður. Laun og kjör eru samkvæmt
kjarasamningi S.Í.B., banka og sparisjóða.
Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna, Rauðar-
árstíg 27 í Reykjavík.
Frekari upplýsingar gefa Jón Ragnar Hösk-
uldsson og Sæmundur Sæmundsson
í síma 5623400.
Sölufulltrúi
Óskum að ráða sölufulltrúa til starfa hjá
stóru matvælafyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið:
1. Almenn sölustörf.
2. Samskipti og samningagerð við stærri
kaupendur, aðallega verslanir og stór-
markaði.
3. Sérverkefni fyrir söludeild, t.d. umsjón
með sölugögnum, verðlistum, tilboðum
o.fl.
4. Vinna að auglýsinga- og markaðsmálum
í samráði við markaðsstjóra.
Umsækjendur þurfa að hafa góða menntun,
þekkingu á markaðsfræðum, reynsla í sölu-
störfum æskileg. Tölvukunnátta er nauðsyn-
leg a.m.k Excel og Word. Gerð er krafa um
frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgð og hæfni í
mannlegum samskiptum, auk stundvísi og
reglusemi.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Sölufulltrúi 062“ fyrir 11. mars nk.
Hasva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir