Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 11
LEENA Lander er afskaplega blátt
áfram kona. Hún er afkastamikill
rithöfundur og dálkahöfundur í
heimalandi sínu Finnlandi og hefur
mátt þola sitt af hverju frá hendi gagnrýn-
enda, sem töldu fyrri bækur hennar afþrey-
ingu sem ekki væri þess virði að líta á.
Þeir hafa hins vegar snúið við blaðinu hvað
varðar bók hennar Heimili dökku fiðrild-
anna, sem Forlagið hefur nýverið gefið út,
auk þess sem samnefnt leikrit er
frumsýnt í Borgarleikhúsinu um
helgina. Skilaboð Leenu Lander
eru hins vegar þessi: Hún leggur
sálu sína í það sem hún skrifar.
Þeir sem eru ósáttir við bækur
hennar eru jafnframt ósáttir við hana.
Lander hefur dvalið undanfarna fjóra
mánuði á írlandi ásamt eiginmanni og þrem-
ur sonum. Ástæðan: Hún segist eiga erfítt
með að vera nærri þegar bækur hennar
koma út og heldur því af landi brott. Nú
sé hins vegar tímabært að halda heim, með
viðkomu á íslandi til að kynna Dökku fíðrild-
in og sjá uppsetningu á henni á sviði. Það
var nokkurs framhald bókarinnar sem nú
kemur út hérlendis sem Lander „flúði“ en
hún segfr sögu fjölskyldu forstöðumanns
drengjaheimilisins, sem aðalsöguhetja
Dökku fíðrildanna dvelst á. í smíðum er svo
Mér er hlýtt til
kvennabiað-
anna
Þetta er dálítið dapurleg saga en það er
alltaf eitthvert ljós í myrkrinu. Fólkið í henni
kemst af, það lætur ekki bugast og aðal-
söguhetjan sér raunar fram á betra líf í
bókarlok. Menn eiga sínar góðu stundir þó
að það komi ef til vill ekki í ljós fyrr en síðar.“
-Þetta er að hluta til spennusaga, í henni
er framið morð. Hvað með sektina?
„í landi þar sem mótmælendakirkjan á
jafh sterk ítök og í Finnlandi, þjást allir af
sektarkennd. Kannski er það hinn
langi, kaldi og myrki vetur, eða
trúin sem við höfum fengið í arf,
hvort sem við erum trúuð eða
ekki. Sjálf er ég trúlaus. Persón-
urnar í þessari bók hafa tilhneig-
ingu til að refsa sjálfum sér, jafnvel fyrir
hluti sem að þær hafa ekki gert.“
Áttatíu stórubræður
Heimili dökku fíðrildanna er að hluta til
sjálfsævisöguleg bók. Lander er uppalin á
heimili fyrir afbrotaunglinga á lítilli eyju,
þar sem faðir hennar var forstöðumaður.
„Ég átti 80 stórubræður. Þetta var ótrúleg
staða fyrir litla stúlku að vera í en mér
fannst hún eðlileg því ég þekkti ekkert ann-
að. En heimilið var skrýtinn staður, því þrátt
fyrir að strákarnir væru mér einstaklega
góðir, sá ég og heyrði hvernig þeir elstu
DAGBÆKUR
LEENU
Dagbækur fínnska rithöfundarins Leenu Lander urðu
kveilqan að bókinni Heimili dökku fiðrildanna, sem kom
út á íslensku í vikunni. í samtali við Urði Gunnars-
dóttur sagði Lander að ef ekki kæmu til skriftimar
þyrfti hún á sálfræðingi að halda
þriðja sagan sem fjallar um íbúa eyjarinnar.
Heimili dökku fiðrildanna fjallar um Ju-
hani Johansson, sem vegna óreglu foreldr-
anna er komið fyrir á drengjaheimili á eyju
í skeijagarðinum við Álandseyjar. Þar ræður
ríkjum forstöðumaður sem kallaður er herra
Sebaót en hann býr með eiginkonu og fimm
dætrum á eynni. Dvölin reynist Juhani erf-
ið, eldri drengirnir sýna þeim sem yngri eru
mikla hörku og allir eru drengir látnir þræla
myrkranna á milli þar sem Sebaót trúir því
að það sé rétta leiðin til að koma þeim til
manns. Samband hans og eiginkonunnar er
löngu kulnað en tilraun hennar til að slökkva
þrána eftir ást og umhyggju hefur skelfileg-
ar afleiðingar. Bókin dregur nafn sitt af
tilraun Sebaóts til að drýgja tekjurnar með
því að rækta silkiorma. Fiðrildin ________
sem skríða úr púpunum reynast Laus WÍð sekt-
hins vegar svört en ekki hvít. arkenndina úr
„Litur fiðrildanna hefur margsl- .
ungnar vísanir. Þau eru tákn fyrir «eSKU
drengina og drauma þeirra. Fiðr-
ildin verða hins vegar svört vegna eiturs sem
úðað er á trén sem þau nærast á og á þann
hátt eru þau merki um að maðurinn sé að
spilla náttúrunni. Eitið veldur ekki aðeins
skaða á náttúrunni heldur einnig á mann-
fólkinu og samskiptum þess. Þau eru meira
og minna brengluð en allir vilja þó vel. Ég
hef jafnan margræð tákn í bókum mínum,
því rétt eins og í lífinu sjálfu eru hlutirnir
ekki eins einfaldir og þeir virðast í fyrstu.
Á hveiju máli er fleiri ein hlið.“
Lander segir Heimili dökku fiðrildanna
meðal annars fjalla um leit mannsins að því
sem gefur lífinu gildi. Það að vera hluti ein-
hvers, vinna bug á einmanaleikanum. „Ju-
hani spyr sjálfan sig „hver er ég?“ í fiðr-
ildunum sér hann eitthvað lítið og ljótt
umbreytast í þokkafullt dýr. Það er ekki
alslæmt að þau verði svört en ekki hvít, þau
búa yfír fegurð, sem ekki er öllum ljós.
fóru með litlu strákana og þá hörku sem
öllum var sýnd. Ég hugsaði ekki um það
þá og í raun ekki fyrr en mörgum áratugum
seinna.
Ástæðan er sú að þegar ijölskylda mín
flutti í land, ég var þá níu ára, sagði ég frá
því hvar ég hafði átt heima. Mér var strítt
svo mikið á því að ég fór að skammast mín
og reyndi að gleyma því. Þegar ég var barn
og unglingur lá ég í skáldsögum, skrifaði
sjálf sögur og dagbækur. Þetta varð til þess
að mér gekk illa í skóla, hugsaði ekkert um
lærdóminn. Pabbi var ævareiður, skipaði
mér að snúa mér að skólabókunum. Ég
hlýddi, henti bókasafnskírteininu og öllu því
sem ég hafði skrifað, sneri mér að náminu
og varð fyrirmyndarnemandi. Ég fór í há-
_________ skóla, lagði stund á finnsku, og
stefndi að því að verða kennari.
Maðurinn minn spurði mig svo
eitt sinn hvað mig langaði raun-
verulega til að gera og þá svaraði
ég að ég vildi skrifa. Hann hvatti
mig til þess en ég hafði í fyrstu ekki mikla
trú á því að að ég gæti það.
Ég ákvað að prófa, skrifaði afþreyingar-
skáldsögu sem seldist ágætlega. Ég hélt
skrifunum áfram, sendi frá mér sex bækur
áður en ég skrifaði Heimili dökku fiðrild-
anna. Það kom til vegna þess að þegar ég
varð 35 ára, gaf mamma mér óvænta gjöf,
allar dagbækurnar mínar og skrifin sem ég
hafði hent. Þegar ég fór að lesa þessi bama-
legu skrif, rifjuðust smátt og smátt upp fyr-
ir mér árin á drengjaheimilinu og ég fór að
leggja drög að sögu sem gerast ætti á slíkum
stað.“
Ekki fjölskyldusaga
Lander segir ekki um fjölskyldusögu að
ræða þó að hún hafí sótt ýmislegt í bókinni
til sjálfrar sín og annarra. „Pabbi á ýmislegt
sameiginlegt með herra Sebaót, framkomuna
og þá stóra drauma sem hann hefur um
heimilið. Hann hefur ekki lesið bókina, les
aldrei skáldsögur. Mamma á nánast ekkert
sammerkt með eiginkonu forstöðumannsins.
Þeir eiga sér auðvitað margar fyrirmyndir
úr strákahópnum og eftir að bókin kom út,
höfðu margir þeirra samband við mig til að
þakka mér fyrir að segja við hvemig aðstæð-
ur þeir ólust upp. Þá hafa einnig hringt
nokkrir forstöðumenn og starfsfólk á slíkum
heimilum til að skamma mig fyrir að draga
upp svona dökka mynd af lífinu þar. Þeir
sögðu í fyrstu að ég vissi ekkert hvað ég
væri að tala um en þá sagði ég frá því að
ég væri alin upp á slíku heimili. Þetta er
saga mín, staðurinn eins og hann horfir við
mér.“
-Hvað með sjálfa þig?
„Ég sé mig ekki sem eina af dætranum,
þær era í raun aðeins sýndar með augum
drengjanna, era andstæður þeirra. En ég hef
sótt margt úr mínu lífi, m.a. frásögn af því
þegar strákamir finna dúkku einnar dóttur-
finnsku og svo framvegis. Þetta var hræði-
legt og fyrst eftir þetta notaði þessi maður
skilgreininguna „landerisma" um allt það
sem flokkast mátti undir lélegt mál. Það
hefur hins vegar breyst, er notað um texta
þar sem reynt er að fýlgja ákveðnu málfari."
Maður skyldi ætla það óskemmtilegt að
vera ekki tekin alvarlega en Lander segir
aðeins þá sem búið hafa í Finnlandi skilja
hvað um ræði. Það er ekki ofsögum sagt
af finnskri skapgerð.
Lander virðist hafa tekið þessu öllu með
jafnaðargeði. Hún segir ástæðu þess að að
margir töldu bækur hennar vera lítils virði,
vera þá staðreynd að hún var fastur gestur
í dálkum finnsku kvennablaðanna, sem ekki
þyki merkilegur pappír. „Blaðamenn þeirra
vildu vita allt um mig, mynda mig heima í
stofu og fá að kíkja í skápana. Þetta fór í
taugamar á mörgum. Mér hefur hins vegar
alltaf verið hlýtt til kvennablaðanna. Þegar
við bjuggum á eynni pantaði mamma þessi
blöð og ég gleypti þau í mig. Sérstaklega
innar og skera gat á milli fóta henni áður
en þeir skila henni. Þetta gerðist í raun og
vera en þá skildi ég ekki hvað það þýddi og
hinir strangtrúuðu foreldrar mínir vildu ekk-
ert segja. En ég fann fyrir skömminni og
minningin um þetta elti mig uppi í draumum.
Eftir að ég skrifaði um þennan atburð hefur
mig ekki dreymt hann. Ég held að ég sé
einnig laus við skömmina, mér hefur nú skil-
ist að ég átti góða en skrýtna bamæsku, sem
engin ástæða er til að skammast sín fyrir.“
Landerismi
Fyrri bækur Lander flokkuðust eins og
áður segir undir afþreyingu. Þetta voru
sögulegar skáldsögur og spennusögur en
Lander segist hafa verið orðin leið á þessum
skrifum. „Ef til vill var ástæðan þessi langi,
myrki vetur. Ég vildi takast á við eitthvað
meira. Gagnrýnendur tóku hins vegar ekki
við sér fyrr en með þessari bók.“
Fyrir stuttu skaut upp hugtakinu „lander-
ismi“. Lena Lander það hafa gerst eftir
dæmalaust sjónvarpsviðtal sem tekið var við
hana er hún var tilnefnd til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs. „Sá sem tók viðtal-
ið hafði skvett ærlega í sig fyrir það og
hafði auk þess látið sér nægja að lesa þijár
fyrstu síðurnar í bókinni. Hún hefst á lög-
regluskýrslu, en ég reyndi að halda málfar-
inu á henni eins og það er í slíkum skýrsl-
um, með öllum villunum. í staðinn fyrir að
spytja mig venjulegra spurninga, hellti hann
sér yfir mig, spurði hvers vegna ég hefði
skrifað þvílíkt rusl, sagði að ég kynni ekki
framhaldssögurnar sem ég beið spennt eft-
ir. Ég man ennþá lyktina af blöðunum og
tilfinninguna að fá þau í hendur."
Lander segist ekki sammála því að ekki
sé hægt að vera einn af viðmælendum
kvennablaða og jafnframt tekinn alvarlega.
„Þarna greinir kynin á. Það þykir ekkert
athugavert við það að mikils metinn karl
fari í viðtal við íþróttablað og segi frá því
hvert sé uppáhaldsliðið hans í fótbolta. Ef
kona í svipaðri stöðu segist hafa áhuga á
t.d. sápuóperu í sjónvarpi, þykir það til
marks um það að hún sé heimsk. Ég vil
líka minna á það að lesendur mínir eru
ekki eingöngu konur, karlar lesa bækur
mínar til jafns á við þær.
Tíminn versti óvinurinn
Lander er afkastamikill rithöfundur, hún
skrifar skáldsögur, leikgerðir og sjónvarps-
handrit og er auk þess dálkahöfundur þar
sem hún tekur fyrir jafn stjórnmál sem menn-
ingu. „Ég á ekki við rithöfundateppu að
stríða, miklu fremur tímaskort. Mér líður
best eftir átta klukkutíma við tölvuna. Kom-
ist ég ekki í það að skrifa er ég ómöguleg,
áreiðanlega óþolandi fyrir mann og böm.
Þegar líður að lokum hverrar bókar tek ég
allt upp í 15 tíma tamir. Eftir að þær koma
út líður mér hins vegar illa, vil breyta og
bæta. Skriftirnar era mér algerlega nauðsyn-
legar, með því að skrifa um það sem mér
liggur á hjaita og það sem hijáir mig, fæ
ég útrás. Án skriftanna þyrfti ég áreiðanlega
á sálfræðingi að halda."