Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 5. MARZ1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓTA MINNST HINN 1. mars sl. voru 60 ár liðin frá því að Hákon Bjamason tók við starfí skógrækt- arstjóra. Þegar horft er um farinn veg, er auðsætt að þá urðu kaflaskil í sögu skóg- ræktar á íslandi. Deyfð hafði ríkt um þessi mál um árabil, en nú var hafist handa af eldmóði og bjartsýni þótt að- stæður allar væm afar erfiðar í miðri krepp- unni. En áður en lengra er haldið, er rétt að gera nokkra grein fyrir uppmna og ævi þessa mæta manns. Hákon Bjamason var fæddur í Reykjavík 13. júlí 1907. Hann var elstur bama Ágústs H. Bjamasonar prófessors og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Stóðu að honum sterkir stofnar. Ágúst var sonur Hákonar Bjamasonar, kaupmanns á Bíldudal. Systkini Ágústs vom öll landskunn: Brynjólfur kaupmaður, Láms pró- fessor og alþingismaður, Þorleifur prófessor og Ingibjörg skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík sem varð fyrst kvenna til þess að sitja á Al- þingi íslands. Faðir Sigríðar var Jón Ólafsson skáld og ritstjóri, bróðir Páls Ólafssonar skálds. Hákon átti því ekki langt að sækja fjölbreyttar gáfur, eljusemi, hugkvæmni og kjark, sem gerðu hann að þeim brautryðjanda, sem hann varð. Á æskuheimili hans var jafnt þjóðleg sem alþjóðleg menning í hávegum höfð og hlaut Hákon í uppvexti það veganesti sem einkenndi hann alla ævi, víðsýni, frjálslyndi og hispurs- leysi. Hákon fór í Menntaskólann í Reykjavík þegar hann hafði aldur til og lauk þaðan stúdentsprófí árið 1926. Hann fór skömmu síðar til Danmerkur til náms. Vorið 1932 lauk hann kandidatsprófí frá skóg- ræktardeild Landbúnaðarháskólans í Kaupmannahöfn. Þá um sumarið starfaði hann hjá Skógræktarfélagi íslands, aðallega við fyrstu fram- kvæmdir við gróðrarstöðina í Foss- vogi. Hér er rétt að skjóta því inn, að félagið hafði verið stofnað á Alþing- ishátfðinni á Þingvöllum sumarið 1930. Veturinn eftir stundaði Hákon framhaldsnám við Landbúnaðarhá- skólann í Höfn. Hinn 1. maí 1933 hóf hann störf hjá Skógræktarfélag- inu á ný og varð nú framkvæmda- stjóri félagsins. Eftir að Hákon tók við starfi skógræktarstjóra var hann ólaunaður framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags íslands allt til ársins 1969 og ritstjóri ársrits félagsins 1936-61. Má raunar segja að þessi störf hans hafi verið svo samtvinnuð um langt skeið, að fæstir greindu á milli þeirra. Aldrei slegið slöku við Friðun skóglenda hafði verið eitt helsta baráttumál fyrirrennara Há- konar í stöðu skógræktarstjóra, A.F. Kofoed-Hansen. Nú sem áður var friðun efst á blaði, og fyrsta verk Hákonar á því sviði var að sjá um friðun Bæjarstaðaskógar, en það verk var kostað af samskotafé, sem var aflað fyrir forgöngu Skógrækt- arfélagsins. Þrátt fyrir naumar fjár- veitingar voru á næstu árum ýmis stórvirki unnin á vegum Skógræktar ríkisins í þessum málum, og má sem dæmi nefna friðun Þjórsárdals og Hauka- dals árið 1938. í þessu sambandi er skemmti- legt að minnast þess, að í Ársritinu 1936 hreyfír Hákon fyrstur manna hugmyndinni um útivistarsvæði Reykvíkinga í Heið- mörk. Þegar á námsárum sínum var Hákoni það ljóst, að ekki væri hægt að ná verulegum ár- angri í ræktun nýskóga hér á landi nema með erlendum tegundum, enda var árangur skógræktartilraunanna frá því um aldamótin að koma í ljós um þessar mundir, og styrkti þessa skoðun, þótt misjafn væri. Á námsá- rum sínum hafði Hákon kynnt sér þær fræðilegu aðferðir sem Norð- menn höfðu byggt á við innflutning trjátegunda frá vesturströnd Norð- ur-Ameríku. Þá þegar gerði hann ýtarlegan samanburð á veðurfari í Alaska og á íslandi og þegar heim var komið hóf hann fljótlega að reyna að afla fræs frá þeim slóðum, sem hann taldi vænlegastar. Vegna stirðra samgangna á þess- um tímum var þetta afar erfítt. Við þetta bættist, að góð fræár eru fát- íð á þeim norðlægu svæðum, sem vænlegust þóttu. Þrátt fyrir þessa erfiðleika átti þessi viðleitni Hákonar eftir að bera ríkulegan árangur inn- an nokkurra ára, enda ber bréfasafn Skógræktar ríkisins vitni um það, að aldrei var slegið slöku við. En meðan á biðinni stóð, tókst Hákoni að afla frá Vestur- og Norður-Nor- egi plantna, sem ættaðar voru frá Suðaustur-Alaska. Af þessum upp- runa eru elstu og hæstu sitkagreni- lundir landsins. Hákoni var strax ljóst, að þýðing- arlaust væri að afla fræs, nema búið væri betur að sjálfu plöntuupp- eldinu. Hófst hann því brátt handa um stækkun gróðrarstöðvpnna á Vöglum og Hallormsstað, stofnaði nýjan græðireit í Múlakoti í Fljóts- hlíð, og nokkrum árum seinna stóra gróðrarstöð að Tumastöðum í sömu sveit. Árið 1947, skömmu eftir stofn- un Skógræktarfélags Reykjavíkur, tók félagið við gróðrarstöðinni í Fossvogi og jók þá fljótlega plöntu- framleiðsluna að mun. Eftirspurn eftir plöntum hafði farið vaxandi árin áður, en henni verið annað með innflutningi skrúðgarðaplantna, að- allega frá Danmörku og Noregi. Gifturíkt spor Fjárveitingar á þessum árum voru mjög skomar við nögl eins og áður er getið og launin lág. Meðfram starfi sínu stundaði Hákon því kennslu um nokkra hríð, og þótti snjall kennari. Þá var hann einnig um nokkurra ára skeið forstöðumað- ur Sauðfjárveikivarna ríkisins með- fram starfí sínu. Með stofnun Skógræktarfélags íslands árið 1930 var gifturíkt spor stigið í skógræktarmálum þjóðarinn- ar, en þrátt fyrir útgáfu ársrits, voru ýmsir óþolinmóðir og fannst róðurinn sækjast seint, og einn þeirra var Hákon. Var hann óþreyt- andi í því að kynna málefnið bæði í ræðu og riti. Einnig fítjaði hann Sextíu ár eru liðin frá því Hákon Bjámason tók við starfí skógrækt- arstjóra. Að mati Hauks Ragnarssonar urðu þá söguleg tímamót í skógrækt á íslandi. upp á ýmsum nýjungum í kynning- arstarfsemi, sem lítið eða ekki hafði verið beitt hér á landi. Hér er átt við heimildarmyndir þær, sem hann stóð að. „Þú ert móðir vor kær“, sem Kjartan Ó. Bjamason kvikmyndaði árið 1940, „Fagur er dalur“, sem Gunnar Rúnar Ólafsson tók 1954 og „Faðir minn átti fagurt land“, sem Gísli Gestsson tók og lauk við 1968. Hákon ferðaðist með þessar myndir víða um land, og hélt þá oft fræðandi erindi í því sambandi. Allar þessar kvikmyndir voru mikið sýnd- ar og afar vel tekið. Þær fjölluðu um hlutverk skógarins í varðveislu landgæða, um gróður- og jarðveg- seyðingu og endurheimt landgæða. Hér er komið að málum, sem voru Hákoni mjög hugstæð, skógar- og landeyðingunni, en um þetta fjölluðu nokkrar ritgerðir hans. Fyrst ber að nefna greinina Ábúð og örtröð, sem birtist 1942, en þar færir hann rök fyrir því að búsetan í landinu; gegnd- arlaust skógarhögg, landníðsla og beit eigi mestan þátt í þeirri gróður- og jarðvegseyðingu, sem hér hefur geisað eftir landnám. Það var ekki efni til vinsælda á þeim tímum að halda þessu fram og ekki laust við að hann yrði stundum fyrir aðkasti af þessum sökum. En hann lét þetta ekki á sig fá og stóð fast við sann- færingu sína. Af síðari greinum hans um þetta efni ber að nefna ágæta grein, sem birtist upphaflega í Tím- anum 1952 og nefndist Gróðurrán eða ræktun. Siðari rannsóknir hafa í öllum aðalatriðum staðfest rétt- mæti kenninga hans. Hákoni var það ljóst, að skóg- ræktarmálunum yrði aldrei þokað neitt áleiðis nema almennur áhugi og skilningur á þeim væri meðal þjóðarinnar, og taldi að hann yrði best vakinn með áróðri og hlutdeild skógræktarfélaga í landinu. Nokkur héraðsfélög höfðu þegar verið stofn- uð, en þeim fór nú fjölgandi og þeg- ar Skógræktarfélag íslands var gert að sambandsfélagi héraðsfélaga árið 1945, voru þau orðin 17 talsins. Þennan árangur má fyrst og fremst þakka hæfíleika og lagni Hákonar til að laða menn til fylgis við málefn- ið. Mætti hér nefna til fjölda mæt- ustu manna um allt land, þótt ekki verði það gert hér. Samt verður að geta eins manns, Valtýs Stefánsson- ar ritstjóra Morgunblaðsins, en hann var formaður Skógræktarfélags ís- lands um tveggja áratuga skeið. Samvinna þessara tveggja manna var mjög náin öll þessi ár og sú stöð- uga umræða sem skógræktarmálin fengu á síðum Morgunblaðsins á þessu skeiði mun hafa átt mjög dijúgan þátt í vaxandi áhuga þjóð- arinnar og framgangi þessara mála. Heimsstyijöldin síðari tafði nokk- uð framgang skógræktar hér, því að þá var erfítt um öll aðföng. En eins og áður er getið hafði Hákon verið í bréfasambandi við menn í Alaska um nokkurt skeið og nú tókst þeim að safna talsverðu magni af sitkagrenifræi frá vænlegum slóðum í Alaska og senda hingað. Því miður komst ekki allt það fræ á leiðar- enda, en þá geisaði sem kunnugt er orustan um Atlantshafið og urðu þá miklir skipstapar. Margir lundir eru vaxnir upp af þessu fræi og mörg tijánna prýða nú umhverfi húsa og bæja. Á þessum árum bár- ust hingað fyrstu græðlingamir af alaskaösp og voru þeir settir niður í Múlakoti 1944. Hefur öspin dreifst þaðan um allt land og er nú eitt vinsælasta tréð til skjóls og prýði hér á landi. Landgræðslusjóður Þegar lýðveldið var stofnað 1944 kom upp sú hugmynd, að minnast atburðarins með stofnun sjóðs, sem aðallega skyldi varið til þess að klæða landið skógi á ný. í þennan sjóð, sem síðar hlaut nafnið Land- græðslusjóður, söfnuðust 130 þús- und krónur, eða um 1 króna á hvert mannsbarn í landinu, og þótti ýms- um þetta bera heldur lítinn vott um þakklæti þjóðarinnar í garð fóstur- jarðarinnar. Slðar tókst Hákoni að afla sjóðnum fastra tekna, og var hann um skeið einhver styrkasta stoð skógræktar á íslandi, einkum með því að standa undir kostnaði við öflun þess fræs, sem gróðrar- stöðvamar þurftu á að halda og lækka þar með plöntuverðið. Árið 1945 fór Hákon í fræsöfn- unarferð til Alaska. Þar náði hann ásamt Vigfúsi Jakobssyni að safna miklu fræi af sitkagreni á nyrsta vaxtarsvæði þess. Kynntist hann þar mörgum mönnum, sem síðar lögðu okkur lið I sambandi við fræöflun. Við lok styijaldarinnar opnuðust sambönd austur um haf. Bámst þá fljótlega bæði fræ og plöntur frá Noregi. Nú var lerkið frá Arkang- elsk, sem gróðursett hafði verið í Hallormsstaðaskógi skömmu fyrir stríð, heldur betur farið að taka við sér, og var því allt kapp lagt á að útvega fræ af þeim slóðum. Þetta reyndist torsótt og fyrsta fræið, sem upprunnið var í Ráðstjómarríkjun- um, kom hingað frá Noregi. Smám saman urðu þó boðleiðimar greiðari. Eftir þrotlaus bréfaskipti og mikla hjálp frá Sendiráði íslands í Moskvu, fékkst oft allmikið af fræi frá Ráð- stjómarríkjunum, þótt ekki væri það alltaf frá þeim svæðum, sem við teljum ákjósanlegust. Rétt viðbrögð Gróðursetning Skógræktar ríkis- ins, skógræktarfélaga og einstakl- inga jókst stórlega á fáeinum árum með auknu plöntuuppeldi, og síðar komst jafn skriður á með auknum skilningi fjárveitingavaldsins á nyt- semi skógræktarstarfsins. Eins og við var að búast gekk þetta ekki alveg áfallalaust og á það einkum við skógarfumna, sem brást vonum manna. Lúsategund nokkur lagðist þungt á hana og var ræktun hennar þá hætt. Eins ber að minnast apríl- hretsins 1963. Eftir óvenjulega lang- an hlýviðriskafla á útmánuðum kóln- aði mjög snögglega 9. apríl, og má sem dæmi nefna, að í Reykjavík var hitastigið um nónbil +6°C en féll niður -8°C um miðnætti, eða 14 stiga hitafall á 9 tímum. Hretið gerði mikinn usla í lágsveitum sunnan- og suðvestánlands, einkum á alaska- ösp og sitkagreni. Þetta var vissu- lega mikið áfall, en Hákon lét ekki hugfallast frekar en fyrri daginn og gerði strax ráðstafanir til þess að afla nýrra afbrigða, sem standast myndu slík hret. Við sjáum það núna, 30 árum síðar, hve rétt við- brögð hans voru, því að af nýju af- brigðunum má nú sjá 10-12 metra háar aspir prýða garða víðsvegar á því svæði, þar sem spjöllin urðu mest. Þess var áður getið, að Hákon átti auðvelt með að laða menn til fylgis við þann málstað og þau mál- efni, sem hann barðist fyrir. Menn vissu að honum var alvara og að honum mætti treysta og einhvem veginn færðist þetta traust yfír á þá stofnun sem hann stýrði, Skóg- rækt ríkisins. Hákon vann alltaf fyr- ir opnum tjöldum og birti jafnan ársskýrslur stofnunarinnar í Ársriti Skógræktarfélags íslands og gerði þar góða grein fyrir starfseminni og því hvernig þeim fjármunum var varið, sem honum var treyst fyrir. Hið sama er raunar að segja um ársreikninga Skógræktarfélagsins og Landgræðslusjóðs meðan hans naut við. Um traust þetta má best dæma af þeim fjölda gjafa, sem Skógrækt ríkisins og Skógræktarfé- lagi Islands hafa verið færðar á liðn- um árum. Náin tengsl við Norðmenn Allt frá því að Hákon varð skóg- ræktarstjóri hafði hann náin tengsl við Norðmenn í sambandi við inn- flutning plantna og fræs. Eftir heimsstyrjöldina urðu þessi sam- skipti fljótlega enn meiri og á fleiri sviðum. Þá varð Torgeir Andersen- Rysst sendiherra á íslandi, en hann hafði mikinn áhuga á að efla þessa samvinnu. Hann og Hákon Bjama- son áttu hugmyndina að skiptiferð- um norskra og íslenskra skógrækt- armanna. Fyrsta ferðin var farin 1949 og síðan hafa þessar ferðir verið farnar þriðja eða fjórða hvert ár, og hafa HÁKON Bjarnason, ötull baráttumaður í blóma lífsins. Haukur Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.