Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tónleikalíf Tónleikahald hefur verið með dræmara móti undan- farið. Fyrir skemmstu sneru þó aftur á svið sveitir sem voru mjög í sviðsljósinu fyr- ir nokkrum árum, Silfurtón- ar og Langi Seli og Skugg- arnir. NÁNAST ekkert hefur heyrst frá Langa Sela og Skuggunum alllengi, enda liðsmenn uppteknir við margt annað. Þeir snúa nú aftur með nýjum mann- skap til hálfs og nýir menn á gítar og trommur voru kynntir á tónleikum í Tveimur vinum fyrir skemmstu. Tónlistin minnir um margt á gamla daga, en áherslur nokkuð breytt- ar. Silfurtónar léku einnig þetta kvöld, en þeim hefur bæst liðsmaður á hljómborð og danshæft fönk og diskó hefur sótt verulega í sig veðrið fyrir vikið. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Breyttar áherslur Langi Seli og Jón.Skuggi í miklu stuði. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Danshæflr Silfurtónar fönka. \ÞAÐ VERÐUR óvenju mikið í boði fyrir tónleika- þyrsta í sumar og þar er rokksveitin REM ekki minnsti bitinn. REM-liðar eru nú á tónleikaferð um Evrópu og verða þar meira og minna næstu mánuði, með smá skreppu til Banda- ríkjanna í maí. í kvöld leik- ur sveitin í Toulouse, á morgun í Lyon, París hinn og svo sem hér segir: Metz 9., Utrecht 10., Hamborg 13., Frankfurt 14., Stuttg- art 17., Niirnberg 18., Munchen 20., Dortmund 23., Prag 26., Berlín 27., Helsinki 30., Stokkhólmi 1. apríl, Gautaborg 2., Ósló 3., Kaupmannahöfn 5., Lundúnum 9. og 10., Birm- ingham 13. og 14., Glasgow 16. og 17., og Sheffield 19. og 20. Þá kemur Banda- ríkjaferð í júní og júlí og svo taka REM-liðar upp þráðinn í Cardiff 23. júlí, þá í Huddersfield 26. og loks í Milton Keynes 29. mPLÁHNETAN er komin á fulla ferð eftir stutt hlé og lék á sínu fyrsta balli eftir fríið síðastliðinn föstu- dag. Laugardaginn 11. leik- ur sveitin síðan í Inghóli, 18. á ísafirði, 24. í Dugg- unni í Þórlákshöfn, 25. í Pavarotti á Akranesi og 31. í Stapanum. Laugardaginn 8. apríl leikur sveitin síðan í Vestmannaeyjum. Annars er það að Pláhnetunni að fregna að Friðrik Sturlu- son er genginn til liðs við sveitina að nýju, en Jakob Magnússon er á fullu með Bong-flokknum. Með vor- inu hyggja Pláhnetur svo á upptöku á lögum fyrir sum- arið, en ætlunin er að halda spiliríi út árið. UMEÐ söluhæstu plötum síðasta árs voru plötur í Reif-röðinni og eftir rúma viku kemur út ný plata í þeirri röð, Reif í kroppinn, en á henni verður nýtt lag frá Fantasíu og ný hljóð- blöndun af Bong-lagi auk fjölmargra erlendra laga. USAMKEPPNI í banda- rfsku rokki er meira á orði en á borði, sem sannast á fjölmörgum samvinnuverk- efnum. Á næstu dögum kemur út breiðskífan Above með hljómsveitinni Mad Season, en þar leiða saman hesta sína Layne Stanley úr Alice in Chains, Mike McCready úr Pearl Jam, Barrett Martin úr Scream- ing Trees, og bassaleikar- inn Baker, en sérstakur gestur er Mark Lanegan. ÞAÐ ER sitthvað á seyði í íslenskri danstónlist og ber mismikið á þvl. Meðal þeirra sveita sem hafa komið sér fyrir I framlínu danstónlistarinnar og tek- ið sér góðan tíma til þessu eru þeir félagar Birgir Þórarinsson og Magnús Guðmundsson í danssveit- inni T-World, en þeir hafa átt lög á safnplötum hér á landi ogytra, aukinheld- ur sem fyrir skemmstu kom út með þeim tólf- tomma í Bretlandi og þess má geta að á morgun sýn- ir Sjónvarpið þátt þar sem saga sveitarinnar er rakin. T-World er ekki ýkja gömul og hefur ekki gert mikið af tónleika- haldi. Síðasta sumar héldu T-World menn tónleika í mmmmmm^m Venus og þar var sladdur breski dans- frömuð- unnn Darren Emer- eftir Árno Mafthíosson son. Hann hreifst af þeim Birgi og Magnúsi og vildi þegar fá að gefa þá út á eigin merki, Underwater. Þeir tóku því upp tvö lög og sendu honum og eru á áðumefndri tólftommú, en Hvab meb T-World? Út og suður Ljósmynd/Steingrímur Dúi T-World Ekki tímabært að hlaupa upp til handa og fóta. Birgir segir að eiginlega hafi tólftomman ekki verið gefin út. „Þetta var hugs- að sem kynningarútgáfa, það voru pressuð líklega 800 eintök. Það átti upp- haflega að gefa lagið á a-hliðinni út, en þeir voru hálf hræddir við það; fannst of mikið af hljóð- bútum frá öðrum og lögðu ekki í að gefa það út. Þeir tóku síðan lagið á b-hiið- inni, en því var ekkert af bútum frá öðrum, og not- uðu það á safndisk til að kynna útgáfuna," segir Birgir. Birgir segir að ailt hafí þetta komið meira og minna af sjálfu sér, því Darren Emerson heyrði í hljómsveitinni og varð það hrifinn að hann sótti það fast að gefa þá félaga út. Birgir segir reyndar að þeim félögum fínnist lögin full gömul, tæplega ársgömul, en þau séu þó prýðis dæmi um það sem þeir félagar em að fást við. „Við erum ekki á neinni fastri línu, erum alltaf að hlaupa út og suð- ur í okkar pælingum, sem er að vissu leyti slæmt, en öðm gott, en danstón- listin, eða tölvupoppið, gefur okkur líka tækifæri til að reyna nánast hvað sem er, þetta er miklu frjálsara form.“ Birgir er staddur hér á landi en kollegi hans í sveitinni, Magnús, býr er- lendis sem stendur, en þeir félagar ætla að hitt- ast um páskana og taka þá upp þráðinn, þar á meðal leggja drög að næstu útgáfu. „Það er engin ástæða til að vera með einhvem æsing, við tökum þessu ósköp rólega og það er ekki tímabært að hlaupa upp til handa og fóta.“ Deiluplata FYRIR skömmu var kvikmyndin Higher Learning frumsýnd vestan hafs. Myndin fjallar meðai ann- ars um lita nemendur háskóla og menntunina sem þeim stendur til boða. MYNDIN hefur vakið deilur og uppþot og kom- ið hefur til hjaðningavíga við kvikmyndahús þar sem hún er sýnd. Fyrir skemmstu kom út plata með tónlist úr myndinni, og þó hún kalli varla á uppreist,' dregur hún dám af myndinni, að minnsta kosti í rapptextum. Ice Cube leikur eitt aðalhlutverka myndar- innar og á eðlilega lag á plötunni, reyndar upp: hafslagið, og örstuttan stubb úr myndjnni sem flýtur með. Aðrir sem leggja til lög eru meðal annars Me’Shell Negé- Ocello, Mista Grimm, Raphael Saadiq, Zhané, Eve’s Plum, Tori Amos, sem á reyndar tvö lög, annað sérkennilega út- gáfu á REM-laginu Los- ing My Religion, Liz Phair og Rage Against the Machine, sem fátt hefur heyrst af alllengi. Af upptalningunni má sjá að ýmsar tónlistarstefnur eru viðraðar, líkt og vill vera með kvikmyndaplötur, svo hver ætti að fá nokkuð fyrir sinn snúð. Medúsa Morgunblaðið/Kristinn Vorblót Bong-flokkurinn. Tónveisla BONG-flokkurinn hefur lagt land undir fót undanfarið í tónleikastússi. Á föstudag breytir sveitin til og býður upp á sam- bland veislu og fónleika, einskonar tón- veislu. BONG hefur víðar farið í tónleikahaldi undanfarna mánuði og heldur því flakki áfram, en uppákoman á föstudag- inn, sem verður í Rósenbergkjallaranum kl 21 á föstudagskvöld, er ekki hugsuð sem beinlínis tónleikar, heldur frekar veisla með tónlistarívafi. Á boð- stólum verða veisluföng fyrir þá sem mæta snemma, en að sögn aðstandenda, Bong og Rósenbergara, er ætlunin að vekja athygli fólks á því að dag er að lengja og vorið ekki ýkja langt undan. ANNIE Lennox hefur fram að þessu helst haldið sig við frumsamda tónlist, þá helst eftir hana sjálfa, en þó gripið til laga eftir aðra þegar sá gállinn er á henni. Hún segist hafa verið í einskonar öng- stræti eftir síðustu sóló- skífu sína, en gripið til þess ráðs að taka lög eftir aðra til að brydda upp á ein- hveiju nýju og hvfla sig frá lagasmíðum. Lögin á plötuna nýju segist hún hafa valið á löngum tíma; þetta séu uppáhaldslög sem hún hafi tekið, brotið upp og breytt eftir eigin höfði og uppgötvað upp á nýtt. Uppgötvun Annie Lennox. ANNIE Lennox þekkja flestir fyrir veru henn- ar í Eurythmics, en undanfarin ár hefur hún haslað sér völl sem sólóstjarna. í vikunni kem- ur út breiðskífa þar sem hún syngur lög eftir aðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.