Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 5. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N %MAUGL YSINGAR Fasteignasala í góðum rekstri óskar eftir að ráða sölu- mann, helst vanan. Við leitum eftir duglegum einstaklingi, sem getur hafið störf strax og hefur eigin bíl til umráða. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 10. mars, merktar: „Strax - 15027“. Bæjarritari Óskum eftir að ráða í stöðu bæjarritara hjá Snæfellsbæ. Bæjarritari er forstöðumaður fjármála- og stjórnsýslusviðs og er staðgeng- ill bæjarstjóra. Starfssvið bæjarritara: 1. Yfirumsjón fjármála og bókhalds. Fjár- málastjórn, áætlanagerð, kostnaðareftirlit o.fl. 2. Dagleg skrifstofustjórn, starfsmannahald, mannaráðningar. 3. Stjórnun innheimtu og samningagerð. 4. Bæjarritari situr bæjarstjórnar- og bæjar- ráðsfundi og ritar fundargerðir. Við leitum að manni með menntun á sviði viðskipta- og/eða rekstrar. Viðkomandi þarf að vera ákveðinn og stjórnsamur, en jafn- framt eiga auðvelt með mannleg samskipti. Mjög góð fjármála- og bókhaldsþekking nauðsynleg. Reynsla í notkun algengustu tölvukerfa s.s. Excel nauðsynleg., Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu hagvangs hf. merktar „Bæjarritari 022" fyrir 11. mars nk. Hagva ngurhf I Ls1 Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir WURTH verslar með festi- og tengihluti ásamt verkfærum og efnavöru fyrir fagmenn. Vörunúmer á lager skipta þúsundum. Sölumaður óskast Við óskum að ráða sölumann. Ábyrgð og starfslýsing: Afgreiðsla og sala til núverandi viðskipta- vina. Kynning á nýjum vörum. Afla nýrra viðskiptavina. Eiginleikar: Iðnmenntun eða reynsla af sölumennsku. Eiginleikar til að vinna skipulega. Vilji til að ná árangri. Samstarífsvilji og jákvæð viðhorf. Reynsla við sölu æskileg en ekki .nauðsyn- leg. Staðan gefur góða möguleika bæði fag- lega og persónulega fyrir viðkomandi aðila hjá fyrirtæki í mjög örri þróun. Það verður veitt kerfisbundin kennsla bæði innan fyrir- 'tækisins og utan. Athugið: Reyklaus vinnustaður! Tekjumöguleikar eru þokkalegir og munu byggjast að hluta til á föstum launum og bónus. Búseta úti á landi getur komið til greina. Viljir þú vita meira um þetta starf getur þú hringt í síma 587-7280 á milli kl. 12.00 og 18.00 og fengið frekari upplýsingar um starf- ið. Ef þú hefur áhuga á slíku starfi, sendu þá skriflega umsókn fyrir 13. mars nk. til: WURTH á íslandi Bíldshöfða 10, 128 Reykjavík, sími 587-7280. REYKJALUHDUR Hjúkrunarfræðingar Okkur bráðvantar hjúkrunarfræðinga á fastar næturvaktir. Einnig vantar hjúkrunarfræð- inga og/eða hjúkrunarfræðinema til afleysinga í sumar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 666200. Tölvunarfræðingur Hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða tölvunarfræðing. Starfssvið: Forritun á PC-vélar, hönnun kerfa o.fl. Við leitum að tölvunarfræðing með þekkingu og reynslu af: ★ C++. ★ Visual Basic. ★ Windows eða OS/2. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeif- unni 19, á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „78“ fyrir 16. mars nk. Haeva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 C—- Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Vegna opnunar nýrrar legudeildar vill FSÍ ráða: Hjúkrunardeildarstjóra á nýja vel búna 25 rúma öldrunarlækninga- og hjúkrunardeild. Æskilegt að starf geti hafist 1. apríl eða síðar eftir samkomulagi. Aðstoðardeildarstjóra á nýja vel búna 25 rúma öldrunarlækninga- og hjúkrunardeild. Æskilegt að starf geti hafist 1. apríl eða síðar eftir samkomulagi. Hjúkrunarfræðinga á legudeildir. Gert er ráð fyrir skiptivöktum á hand- og lyflækningadeild og öldrunar- deild. Æskilegt að starf geti hafist 1. apríl eða síðar eftir samkomulagi. Sjúkraliða á legudeildir. Æskilegt að starf geti hafist 1. apríl eða síðar eftir samkomulagi. FSÍ leitar einnig að: Ljósmóður eða hjúkrunarfræðingi með Ijósmóðurmenntun í 60% stöðu við fæðingarhjálp og hjúkrun í sængurlegu (105 fæðingar 1994). Gæslu- vaktir. Gert er ráð fyrir að Ijósmóðirin sinni hlutastarfi á Heilsugæslustöðinni á ísafirði við mæðravernd og -fræðslu. Æskilegt að starf geti hafist 1. júní nk. Skurðhjúkrunarfræðingi á skurð- og slysadeild (um 790 aðgerðir og speglanir 1994). Gæsluvaktir. Æskilegt að starf geti hafist 1. júní nk. Sjúkraþjálfara á mjög vel búna endurhæfingardeild (um 8.500 komur 1994). Æskilegt að starf geti hafist sem fyrst. Upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri, hjúkr- unardeildarstjóri skurðdeildar og yfir- sjúkraþjálfari í síma 94-4500 á dagvinnu- tfma. FÍS er nýtt, vel búlð sjúkrahús sem þjónar norðanverðum Vestfjðrðum. Vlð veltum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviði skurð- og lyflækninga, öldrunarlæknlnga, fæðlngarhjálpar, slysa- og áfallahjálp- ar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið f stöðugri sókn á undan- förnum árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu starfs- fólki, nýjum og góðum tækjabúnaðl, fyrlrmyndar vlnnuaðstöðu og ánægðum viðskiptavinum. Starfsmenn FSÍ eru rúmlega 90 talslns. Vero Moda - Akureyri Verslunarstjóri óskast. Heilsdagsstarf. Nánari upplýsingar í síma 91-21475. ff) Ný störf við atvinnu- og ferðamál f Reykjavík Reykjavíkurborg hefur ákveðið að setja á laggirnar sérstaka atvinnu- og ferðamála- stofu í Reykjavík. Ráðið verður í eftirtaldar stöður til 2 ára. Staða framkvæmdastjóra atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar Viðkomandi þarf að hafa: ★ Áhuga á atvinnumálum. ★ Þekkingu á uppbyggingu og þróun at- vinnulífs. ★ Lokapróf úr viðurkenndum háskóla (menntun á stjórnunarsviði æskileg). ★ Reynslu af stjórnunarstörfum. Staða ferðamálafulltrúa Reykjavfkur- borgar Viðkomandi þarf að hafa: ★ Áhuga á ferðamálum. ★ Menntun og/eða reynslu á sviði ferða- mála eða markaðsmála. ★ Gott vald á íslensku og erlendum málumí ræðu og riti. Ráðið verður í báðar stöðurnar til 2 ára frá 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknum ber að skila til skrifstofu borgar- stjóra fyrir 17. mars nk. Nánari upplýsingar gefur Katrín Óladóttir hjá Hagvangi. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Markaðs- stjóri/sölumaður (Störf f boði úti á landi) Meðal stórt framleiðslufyrirtæki á matvæla- sviði staðsett á austurlandi, leitar að starfs- mönnum til eftirtalinna framtíðarstarfa. Markaðsstjóri. Leitað er að starfsmanni sem hefur menntun og/eða mikla starfsreynslu af markaðs- og sölustörfum helst úr mat- vælageiranum. Viðkomandi þarf að vera fær um að stjórna og skipuleggja öll sölu- og markaðsmál í fyrirtækinu. Leitað er að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi sem er skipulagður og hefur gott vald á notkun tölvu við störf sín ásamt góðri enskukunnáttu. í boði er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf, góð vinnuaðstaða og ágæt laun fyrir réttan aðila. Sölumaður. Starfssvið viðkomandi er að fara á milli verslana og stofnana á Austurlandi og selja vörur fyrirtækisins. Leitað er að aðila sem er skipulagður, hefur góða og fágaða framkomu og getur selt. í boði er fjölbreytt og krefjandi starf, auk ágætra launa fyrir réttan aðila. Búsetuskilyrði beggja starfsmannanna: Reyðarfjörður eða nágrannabyggðarlög. Allar frekari upplýsingar ásamt umsóknar- eyðublöðum fást á skrifstofu minni á venju- legum skrifstofutíma. TeiturLárusson, Atvinnuráðgjöf, Austurstræti 14 (4. hæð), sími 624550, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.