Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ EINEYCDUR 09 ábúftamikill Kirk Douglas i Víkingunum, vinsælustu myndinni af þessum toga - hingað til. PPI varð fótur og fit á síðasta ári er fréttist að von væri á liði kvik- myndagerðarmanna frá Holly- wood. Slíkar fregnir eru þó engin nýmæli, það hefur átt að taka nokkrar erlendar stórmyndir hér- lendis á undanförnum árum, en við þær verið hætt af ýmsum ástæð- um. Jafnvel þó tökur væru hafnar, sbr. Enemy Mine. Að þessu sinni mætti tökufólkið galvaskt til leiks og kláraði dæmið. Tökum á Vík- ingasögu („VikingSaga“), nýjustu víkingamyndinni frá sjálfri Draumaverksmiðjunni, lauk á til- settum tíma. En við hverju megum við búast? Ef rifjuð eru upp helstu viðskipti Hollywood og víkinga- tímanna á undanfömum áratug- um, renna á mann tvær grímur. Víkingamyndir hafa aldrei orðið tískuvara í kvikmyndaheiminum en það hefur ekki heldur liðið langt á milli þeirra. Sú mynd sem kemur fyrst upp í hugann og mest var lagt í er Víkingamir („The Vik- ings“ ’58), enda naut hún mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst í Tónabíói sáluga. Hér var um sannkallaða stórmynd að ræða. Framleiðandinn var Bryna Pictur- es, framleiðslufýrirtæki Kirks Dou- glas, sem þá var ein skærasta stjama kvikmyndanna og öflugur framleiðandi. Ráða má stærð henn- ar af þvi að Víkingana gerði hann á milli ekki ómerkari mynda en Paths of Glory og Spartacusar. Valmenni var í hveiju rúmi. Leik- stjórinn Richard Fleischer, kvik- myndatökustjóri Jack Cardiff, handritshöfundur Calder Willing- ham, aðalleikendurnir auk Dou- glas, Tony Curtis, Janet Leigh, Emest Borgnine, Alexander Knox og sögumaðurinn sjálfur Orson Welles. Þrátt fyrir allt var innihaldið þó í engu samræmi við umbúðirnar. Ef minnið svíkur ekki voru í Vík- ingunum ófáar kringumstæður og samtöl þess valdandi að vér, af- komendur norrænna garpanna, rákum upp hláturrokur - á röng- um stöðum. Myndin segir af vík- ingnum Douglas, höfðingjanum Ernest Borgnine, föður hans og þrælnum Tony Curtis (sjálfsagt fríðasti ánauðarmaður sögunnar, Douglas á hinn bóginn í sínu gust- Víkingamyndir hafa aldrei orðið tískuvara í kvikmyndaheiminum en nú er lokið tökum á nýjustu mynd- inni af þeirri gerð, Víkingasögu. Sæbjöm Valdimarsson rifjar af því tilefni upp helstu viðskipti Hollywood og víkingatímanna á undanfömum áratugum og kemst að raun um að þar orkar margt tvímælis. Hvað liður víkingasögu? Víkingasaga (sem gengið hefur undir nokkrum nöfnum á ferlinum, fyrst Kjartan’s Tale, síðar Icelandic Saga, næsta víkingamynd Hollywood- borgar) var tekin að öllu leyti hérlendis á átta vikum í fyrrasumar. Leikstjórnin í höndum Michaels Chapmans, sem er betur þekktur sem einn virtasti kvik- myndatökustjóri samtíðarinnar (T/ie Front, Rag- ingBull, Taxi Dríver, TheLast Waltz, Quick Change, o.fl., o.fl.). Hann hefur stýrt tveimur myndum áður, Allthe RightMoves og The Clan ofthe Cave Bear. Útitökur fóru allar fram umhverfis Vík í Mýrdal og var mannskapurinn bak myndavélanna að mestu ieyti frá Bandaríkj- unum, líkt og fjármagnið. Þó komu þar nokkrir íslendingar við sögu, m.a. Kristín Pálsdóttir, sem var einn aðstoðarleikstjóranna. Leikhópurinn var hinsvegar fjölþjóðlegur og aðalhlutverkið í höndum Þjóðveijans Rolfs Muellers. Þá komu við sögu danskir leikarar og norskir, auk íslend- inganna, sem töldu m.a. Rúrik Haraldsson, Bryn- dísi Pétursdóttur, Egil Ólafsson, Gunnar Eyjólfs- son og fleira gott fólk. Ekkert hefur verið látið uppi um efni myndar- innar en eftir því sem næst verður komist er Kjartanssaga dæmigerð víkingamynd, efnið sótt í þá tíma er „hetjur riðu um héruð“, og íslend- ingasögurnar orðið höfundum að innblæstri. Búið er að klippa myndina, verið að taka upp tónlistina og mun því verki ljúka í byrjun febr- úar. Þá fer að líða að því að hún verði tilbúin til sýninga og þá fyrst býður New Line Cinema stórfyrirtækjum kvikmyndaiðnaðarins myndina til dreifingar utan Bandaríkjanna. í framhaldi af því verður síðan ákveðið hve- nær hún kemur fyrir almenningssjónir, sem verður örugglega á næstu mánuðum. Hinsvegar hefur Laugarásbíó þegar tryggt sér sýningar- réttinn hérlendis. mesta formi, eineygður í ofaná- lag). Úr einni ránsferð þeirra til Norðymbralands koma þeir feðgar með hina íðilfögru og hjartahreinu Janet Leigh. Vill hún ekkert með höfðingjasoninn hafa en gefur hinsvegar örmum þrælnum hýrt auga, sem hann endurgeldur að vonum. Berast þeir á banaspjót en fá ekki að vita fýrr en um seinan að þeir eru hálfbræður. Myndin var tekin á söguslóðum og útlitið óað- finnanlegt, annars var Víkingarnir lítið annað og meira en sápuópera með sverðaglamri. Öllu slakari var hin fokdýra Langskipin („The Long Ships“), sem sýnd var undir lok sjöunda áratugarins. Sumir ganga svo langt að flokka hana með verstu myndum allra tíma! Og þeir sem álíta að Sidney Poitier og Richard Widmark séu sómakærir leikarar sem aldrei hafa óorð sett á stétt sína, hafa örugglega ekki séð þessa afleitu mynd. Hún átti að hala inná vinsældir Víkinganna, því kemur hinn snjalli kvikmyndatökumaður Jack Cardiff aftur við sögu hér; hann var ekki aðeins ráðinn til að sjá um kvikmyndatöku Langskip- anna, heldur að leikstýra henni að auki. Það hefði hann betur látið ógert. Þó leikstjómin sé döpur er söguþráðurinn og samtölin enn bágari. Ekki bætti úr skák útgang- urinn á leikurunum, sem var í kauðskum Hollywood-stíl. Víkingurinn Widmark er rændur langskipi sínu úti fyrir Afríku- ströndum og er þar að verki undar- lega uppáklæddur márahöfðingi (Poitier), með hárkollu sem hæg- legast gæti verið af Little Richard. Tilgangur ránsins er fyrst og fremst sá að márinn hyggst pína víkinginn til sagna um dularfulla gullklukku, ómetanlega til fjár. Hraustmennið kemst undan á sundi og viti menn, hver haldið þið að stingi upp kollinum í fjöruborð- inu í Noregi? Það er að vísu voða mikið í húfi því Widmark er kom- inn til að hvetja vini sína og bróð- ur (Russ Tamblyn, af öllum mönn- um) til að finna klukkuna góðu. Halda þeir síðan til Afríku (að vísu ekki á maraþonsundi að þessu sinni) og lenda aftur í klóm mára- höfðingjans. Tekst þeim að sleppa úr prísundinni og þar sem þeir vafra, rammvilltir um márakastal- ann á Tamblyn sína eftirminnileg- ustu setningu á ferlinum er hann hnusar útí loftið og segir: „Af lykt- inni að dæma erum við staddir í kvennabúrinu.“ Mýmörg atriði í þessum gæðaflokki gera myndina ódauðlega - að endemum. Merkilegt nokk, en Langskipin var það verkefni sem Poitier, sem þá naut feykivinsælda, kaus sér í kjölfar Óskarsverðlaunanna sem hann hlaut fyrir Liljur vallarins. í ævisögu sinni getur Poitier þess að hann hafí leikið í myndinni - sem var tekin í Júgóslavíu - til þess að komast sem lengst frá blaðamönnum sem hundeltu hann á þessum tíma vegna umtalaðs sambands hans við leik- og söng- konuna Dihann Carroll. Að öðru leyti er hennar ekki getið! Um 1980 birtist á tjaldinu í braggagarminum við Skúlagötuna (Hafnarbíói) einn ótrúlegasti vík- ingur allra tíma, enda leikinn af Lee Majors, sem seint verður orðaður við leiklistarverðlaun. Myndin nefndist The Norseman og var á mörkum þess að vera móðg- un við okkar göfuga, norræna stofn. Ekki aðeins sökum leikarav- alsins heldur var myndin öll hin vesælasta. Má því segja að sýning- arstaðurinn hafi verið við hæfi. Annars var aldrei við miklu að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.