Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 25
atvi n n u a uol ys inga r
Hjúkrunarfræðingar
Heilsugæslustöð Selfoss vantar hjúkrunar-
fræðinga í sumarafleysingar.
Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra Heilsu-
gæslustöðvar í síma 98-21300.
Framleiðsla
Opal hf. óskar eftir að ráða mann til fram-
leiðslustarfa. Starfið felur í sér umsjón með
ákveðinni framleiðsludeild. Æskilegur aldur
er 25-40 ára. Góð laun í boði fyrir réttan
mann.
Vinsamlegast skilið umsóknum á skrifstofu
Opals, Fosshálsi 27, Reykjavík, eigi síðar en
fimmtudaginn 9. mars.
Sölufólk óskast
Þekkt snyrtivörumerki íheimakynningu óskar
eftir að bæta við sig sölufólki um land allt.
Ef þú ert um 25 ára eða eldri, viljum við gjarn-
an kynnast þér betur.
Öllum umsóknum svarað.
Vinsamlegast sendið upplýsingar til afgreiðslu
Mbl. fyrir 10. mars, merktar: „P - 1000“.
Garðabær
Sumarstörf
Garðabær auglýsir laus til umsóknar eftirfar-
andi sumarstörf árið 1995.
Bæjarskrifstofa:
Eitt starf við bókhald, almenna afgreiðslu
og innheimtu gjalda. Nauðsynlegt er að við-
komandi hafi góða þekkingu á bókhaldi og
reynslu í skrifstofustörfum.
Nánari upplýsingar veitir bæjarritari.
Vinnuskóli, skólagarðar og smíðavöllur.
Yfirflokkstjórar, flokkstjórar, starfsmaður á
skrifstofu Vinnuskólans, leiðbeinendur á
smíðavelli og skólagarða. Æskilegt er að
umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn og
reynslu í að starfa með unglingum. Umsækj-
endur skulu vera 20 ára og eldri.
Ath. Umsóknareyðublöð fyrir unglinga við
Vinnuskólann munu liggja frammi í byrjun
maí hjá garðyrkjustjóra. Nánar auglýst síðar.
Áhaldahús.
Almenn verkamannavinna.
Garðyrkjudeild.
Almenn garðyrkjustörf, siáttur, landgræðsla
og stígagerð.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1978
eða fyrr.
Verkstjórar við ofangreind störf.
Umsækjendur um verkstjórnarstörf skulu
vera 20 ára og eldri.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjar-
skrifstofu.
Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til
20. mars 1995.
Nánari upplýsingar gefur garðyrkjustjóri í
síma 565-8500 f.h. og forstöðumaður
áhaldahúss í síma 565-8611.
Bæjarritari.
Heildverslun
Heildverslun óskar eftir að ráða starfskraft
í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt starf á
lager, við útkeyrslu og silkiprentun. Æskilegt
er að viðkomandi hafi bíl til umráða og sé á
aldrinum 25-40 ára.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnað-
armál og öllum verður svarað. Ráðning verð-
ur sem fyrst.
Umsækjendur skili inn umsóknum til af-
greiðslu Mbl. fyrir 13. mars merktum: „H -
5538“.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 5888500 - Fax: 5686270
Forsjárdeild
Félagsráðgjafar
Félagsráðgjafar eða fólk með sambærilega
menntun óskast til starfa í tvær hálfsdags-
stöður, sem lausar eru frá 1. apríl nk.
Önnurstaðan ertil eins árs, hin ótímabundin.
Vinnutími er sveigjanlegur.
Helstu verkefni eru að vinna með foreldrum
er deila innbyrðis um börn sín vegna tilhög-
unar forsjár eða umgengni.
Óskað er eftir fólki með reynslu af fjölskyldu-
vinnu.
Umsóknarfrestur er til 20. mars nk.
Umsóknir berist til Maríu Þorgeirsdóttur eða
Anni G. Haugen, Félagsmálastofnun Reykja-
víkurborgar, Síðumúla 39, sem jafnframt
gefa nánari upplýsingar um stöðurnar
í síma 5888500.
Forstöðumaður
Laus er staða forstöðumanns á vistheimili
barna.
Umsækjendur þurfa að hafa menntun á upp-
eldis- og félagssviði og áherslá er lögð á
reynslu af að vinna með börn og fjölskyldur.
Umsóknarfrestur er til 20. mars nk.
Umsóknir berist til Erlu Þórðardóttur, for-
stöðumanns vistheimilasviðs, Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39,
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um
starfið í síma 888500.
Dvalarheimili aldraðra Seljahlíð,
Hjallaseli 55,109 Reykjavík
Hjúkrunarfræðing-
ar og sjúkraliðar
Hjúkrunarfræðingur óskast strax í hlutastarf,
morgun- og kvöldvaktir á hjúkrunardeild.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkra-
liða í sumarafleysingar á vist og hjúkrunar-
deild.
Nánari upplýsingar gefur Helga Aðalsteins-
dóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 73633
milli kl. 10 og 12 virka daga.
Umsóknum skal skilað til Seljahlíðar á um-
sóknareyðublöðum sem þar fást.
Bókari
Lítið útflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar
eftir bókara í u.þ.b. 20% starf fljótlega.
Möguleiki á meiri vinnu á köflum. Reynsla
og góður skilningur á bókhaldi nauðsynleg.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „Bókun - út-
flutningur" fyrir 9. mars nk.
SVÆÐISSKRIFSTOFA
MÁLEFNA FATLAÐRA,
REYKJAVÍK
Þroskaþjálfar
Staða deildarstjóra við nýja dagvist fyrir fatl-
aða í Reykjavík er laus til umsóknar.
Staðan verður veitt í maí nk. Æskilegt er að
viðkomandi geti tekið þátt í undirbúningi og
mótun starfseminnar fyrr, eftir nánara sam-
komulagi.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
á skrifstofutíma í síma 621388.
Umsóknarfrestur er til 20. mars nk.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf,
berist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra,
Nóatúni 17, 105 Reykjavík.
. \\ A V
,QV.
þig til að
nyttog
Síðastliðin 5 ár hafa 9 mörg hundruð
íslensk ungmenni farið sem aupairá
okkar vegum til Bandaríkjanna og Evrópu.
Og ekki að ástæðulausu þar sem engin
önnur samtök bjóða eins góða, örugga
og ódýra þjónustu.
Ef þú ert á aldrinum 18-25 ára
og langar að fara sem au pair, hefurðu
samband og við veitum þér allar nánari
upplýsingar.
AuPAIR
VISTASKIPTI & NÁM
ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVÍK SIMI 562 2362 FAX 562 9662
Í SAMSTARFI MEÐ VIÐURKENNDUM MENNINGARSAMTÖKUM í AUSTURRÍKI.
BANDARÍKJUNUM, BRETLANDI, DANMÖRKU. FINNLANDI, FRAKKLANDI,
HOLLANDI, ÍTALÍU, NOREGI, SPÁNI, SVÍÞJÓÐ OG ÞÝSKALANDI.
NORRÆNA FJÁRMÖGNUNARFÉIACIÐ Á
SVIÐI UMHVERFISMÁLA er áFiættufjármögn-
unarstofnun í eigu Norðurlandanná, stofnað
1990 með það markmið að fjármagna umFiverfisverkefni ( nánasta
umhverfi Norðurlandanna í Mið- og Austur-Evrópu.
Fjármögnun NEFCOs getur verið í formi eigin fjárfestingar eða lána, yfir-
leitt til fyrirtækja, og skilyrði fyrir þátttöku NEFCOs er að verkefnið, fyrir
ulan að vera fjárhagslega hagkvæmt, hafi líka jákvæð áhrif á umhverfið.
Fyrir utan venjulegt mat á umhverfisáhrifum verkefnanna, er einnig
metið hvaða jákvæðum áhrifum er náð. í Ijósi þessa hafa íorgang þau
verkefni, sem snerta umhverfi Norðurlandanna sérstaklega.
Nánari upplýsingar um stöðuna gefur í síma + 358 0 1800 341 Harro
Pitkanen, framkvæmdastjóri, og Solveig Nordström, fjármögnunarstjóri.
Umsóknirnar þurfa að hafa borist NEFCO í síðasta lagi 15.03.1995 með
utanáskrift: Nordiska Miljöfinanseringsbolaget, Carola Lehesmaa, PB
249, FIN-00171 HELSINGFORS.
NEFCO styrkir sína eigin starfsemi og leitar að hæfum
UMHVERFISSÉRFRÆÐINGI
með reynslu af umhverfishagfræðilegu mati, til að bera ábyrgð á mati á
raunverulegum umhverfisáhrifum verkefna.
Áhugi á umhverfisstarfi á sviði atvinnulífsins, fjölhæfni, sveigjanleiki og góð
málakunnátta (tungumál á vinnustað eru sænska, danska, norska og enska)
og hæfileiki til að tjá sig munnlega og skriflega, eru þeir eiginleikar sem sóst
er eftir.
NEFCO býður uppá áhugavert og krefjandi starf í alþjóðlegu fjármála-
umhverfi og samkeppnishæf ráðningarkjör.