Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
Umhverfismálaskýrsla WorldWatch-
stofnunarinnar í Bandaríkjunum
Vara við rányrkju
um allan heim
London. The Daily Telegraph.
RÁNYRKJA á fiskistofnum er víða
stunduð í geigvænlegum mæli og
gæti, ásamt skorti á korni, valdið
verðhækkun, matvælaskorti og
stjórnmálaspennu víða um heim, að
áliti WorldWatch-stofnunarinnar í
Washington. í ársskýrslu World-
Watch segir hins vegar að framfarir
hafi orðið í endurvinnslu og notkun
á sólar- og vindorku, einnig hafi
geysimikið áunnist í takmörkun
fólksfjölgunar.
Skýrsluhöfundar segja að efna-
hagsleg áhrif ákveðinna þátta í þró-
un umhverfisins séu mjög varasam-
ir. í mörgum löndum sé stundað
skógarhögg án tillits til sjálfbærrar
þróunar, þ. e. ekki er plantað nýjum
tijám; afleiðingarnar hafi m.a. orðið
atvinnuleysi í tijáiðnaði. Jarðvegur
sé sums staðar þrautpíndur til að
ná hámarksafrakstri af kornrækt,
gróðurmold í efsta lagi jarðvegsins
hafi glatast og þar minnki uppskera
stöðugt.
Alvarlegast finnst WorldWatch
ástandið vera í fiskveiðum vegna
stjórnleysis í veiðunum sem valdi því
að stofnarnir hafi sums staðar hrun-
ið. Sumar tegundir, sem áður yfír-
leitt verið hægt að kaupa í stórmörk-
uðum, séu ekki lengur á boðstólum.
Fiskverð hafí að meðaltali hækkað
um nær 4% á ári undanfarin tíu ár.
Barist um fiskinn
Dr. Lester Brown, forseti stofnun-
arinnar, er nú á ferðalagi um Evr-
ópuríkin til að kynna leiðtogum í
stjómmála- og efnahagslífí skýrsl-
una. Hann segir veiðiflotana berjast
af æ meiri hörku um fískinn. „Deil-
umar núna um aðgang spænskra
og portúgalskra veiðiflota að hefð-
bundnum miðum Breta og íra eru
aðeins eitt af mörgum dæmum,“
segir hann.
Brown minnir á hrun þorskstofna
við Nýfundnaland og ostruveiðar í
Chesapeake-flóa í Bandaríkjunum;
ostmveiðin þar hafí verið um
100.000 tonn á ári um aldamótin
en sé komin í 1.000 tonn árlega
núna.
Rányrkja og mengun hafi valdið
því að veiði í Svartahafínu hafi á
síðustu 10 árum minnkað úr 700.000
tonnum á ári í um 100.000 tonn.
Húðlæknir
Við gerð síðustu símaskrár féll nafn mitt
og lækningastofa niður.
Helga Hrönn Þórhallsdóttir,
Læknastöð Vesturbæjar,
Melhaga 20—22, sími 628090.
Sérgrein: Húð- og kynsjúkdómar.
SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 35
Handhafar ATLAS-korta og
x Gullkorta Eurocard fá 4000 kr.
: afslátt af þessari ferð gegn
| framvísun ATLAS-ávísunar.
5
t/>
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 •
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbréf 91 - 655355
Keflavlk: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 - 1 33 86 • Slmbréf 93 - 1 11 95 innnAnn
Akureyri:'Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Sfmbréf 98 -1 27 92 fcLJrntJG/XrHD*
©ATIAS^
SamvinnuíerúirLauilsjfn
liii
Golfferð til Cork á Irlandi 19.-21. maí
íslensk fararstjórn.
Gist verður á hinu glæsilega Silver Spring hóteli. Hótelið er staðsett við útjaðar miðborgarinnar og er níu holu
golfvöllur rétt við hóteldyrnar. Sjálft er hótelið nýtískulegt, vel búið þægilegum herbergjum með baði, sjónvarpi
og síma. Þar eru veitingastaðir, barir og mjög fullkomin fþróttaaðstaða, sundlaug, tennisvellir og keilusalur.
Á Cork-svæðinu eru fjölmargir golfvellir af öllum stærðum og gerðum. Þar má leika golf í hressandi sjávarlofti
eða láta reyna á úthaldið uppi til fjalla, allt eftir því hverju írski golf-andinn blæs manni í brjóst. í borginni Cork
er fjöldinn allur af góðum veitingastöðum, verslunum og kaffihúsum.
OPNA EUROCARD MOTIÐ!
Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum.
LÖNG HELGI í ÍRSKU GOLFI!
Föstudagur: Brottförfrá keflavík 6:15* — lending í Cork 9:45.*
Sunnudagur: Brottför frá Cork 22:00* - lending í Keflavík um 23:30.*
* Að staðartíma.
Verð ferðar aðeins
kr. 26.800
Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á Silver Spring
með morgunverði, íslensk fararstjórn. flugvallarskattar og gjöld.