Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 21 haft meiri þýðingu fyrir skógrækt á íslandi en flesta grunar. Anders- en-Rysst sagði gjarna að landnáms- mennirnir hefðu gleymt að taka með sér norska furu- og greniskóginn, þegar þeir fluttu búferlum til lands- ins, og fyrir þetta yrðu Norðmenn að bæta. Hóf hann að leggja drög að þjóðargjöf Norðmanna, sem var- ið skyldi til skógræktarmála á ís- landi. Andersen-Rysst lést áður en þetta hafði tekist, en vinir hans báru málið fram til sigurs. Árið 1960 færði Ólafur V. Noregskon- ungur íslendingum þessa gjöf, 1 milljón norskra króna. Fyrir % hluta þjóðargjafarinnar var Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá byggð, en ‘A hluti var sett- ur í sjóð, sem styrkir skiptiferðir Norðmanna og íslendinga. Verkin tala Hér hefur verið stiklað á stóru og að mestu um fyrri hluta starfs- ævi Hákonar Bjarnasonar. Nú voru verkin farin að tala sínu máli. Skiln- ingur á skógrækt og gróðurvernd fór vaxandi hjá miklum hluta þjóð- arinnar og hagur skógræktarinnar batnaði smám saman á flestum svið- um. Þó var ýmislegt, sem olli áhyggjum. Vegna óhóflegra niður- greiðslna og útflutningsbóta jókst sauðfjáreign landsmanna stórkost- lega á sjöunda og áttunda áratugn- um, og mun hún einmitt hafa náð hámarki um þær mundir er Hákon lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1977. Af þessu hlutust víða mikil landþrengsli og örtröð í hög- um, sem leitt gátu til landspjalla. Þetta olli vonbrigðum og var í sjálfu sér mikið áhyggjuefni, og fyrir bragðið lá iand til skógræktar víð- ast hvar ekki á lausu. Þetta átti eftir að breytast mikið á níunda áratugnum, þegar segja má að gamla styrkjakerfið hafi hrunið og nýjar búgreinar brugðist. Þá var loks farið að horfa til skógræktar sem vænlegrar stoðgreinar landbún • aðarins í framtíðinni. Við það varð eftirleikurinn auðveldari. Það mun hafa verið snemma sum- arið 1938 að ég sá Hákon Bjarna- son fyrst. Það var austur á Laugar- vatni og ég á níunda ári. Hann var þar á bíl Skógræktar ríkisins, sem knúinn var með viðarkolagasi. Er- indi hans var að gróðursetja furu- glöntur fyrir ofan héraðsskólann. Eg var að sniglast þarna kringum gróðursetningarfólkið. Mér er þetta mjög minnisstætt og fannst mér ég aldrei hafa séð fríðari og vasklegri mann, og svo var hann svo kvikur í hreyfingum og hispurslaus í tali við hvem sem var. Síðar áttum við eftir að verða samferða um alllangt skeið og ekki breyttist þetta álit mitt við það. Auðvitað færðist aldur- inn yfir hann eins gengur og hann varð ekki alveg jafn léttur í spori, en hugurinn var alltaf hinn sami, hann eltist ekki, var fijór og síung- ur. Hákon var ágætlega ritfær. Stíll hans var látlaus, skýr og rökfastur og laus við alla skrúðmælgi. Eftir hann liggur fjöldi ritgerða um marg- vísleg efni, skýrslur og blaðagrein- ar, fræðslubækur og bæklingar. Hann var ágætur fyrirlesari og mjög vinsæll útvarpsmaður, talaði skýrt og skorinort og fór ekki dult með skoðanir sínar. Hákon Bjarnason var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Magn- úsdóttir en þau slitu samvistir. Síð- ari kona Hákonar var Guðrún Jóns- dóttir frá Akureyri. Þau bjugga alla tíð á Snorrabraut 65 í Reykjavík við mikla rausn, og býr Guðrún þar raunar enn. Hús þeirra stóð ávallt opið vinum þeirra og kunningjum. Þau hjónin höfðu yndi af því að umgangast fólk og gestrisni þeirra var rómuð. Þessa nutum við starfs- menn Skógræktar ríkisins í ríkum mæli og stöndum æ síðan í þakkar- skuld við þau hjón. Hákon Bjarnason var lengst af ævinnar heilsuhraustur, en allra síð- ustu árin átti hann við vanheilsu að stríða. Hann lést hinn 16. apríl 1989. 4- Höfundur er skógfræðingur og skógnrvörður á Vesturlnndi og Vestfjörðum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FELAGAR í Eir vinna við páskasælgætishringi, sem eru seldir til styrktar starfseminni. Lionsklúbburinn Eir styður fíkniefnavarnir PAUL Newman er aðalleikari kvikmyndarinnar „Nobody’s Fool“ og hefur fengið tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Sýningar á kvikmyndinni eru að hefjast í Háskólabíói og verður forsýning þriðjudaginn 7. mars nk. í tíu ár hefur Lionsklúbburinn Eir í Reykjavík átt gott sam- starf við Háskólabíó um forsýn- ingarrétt á kvikmyndum. Sam- starfið felst í því að Háskólabíó eða framleiðendur viðkomandi kvikmynda eftirláta Lions- klúbbnum sölu á eitt þúsund miðum á frumsýninguna. Ágóð- anum ver Lionsklúbburinn til líknarmála. Lionsklúbburinn Eir hefur í öll tíu skiptin nema í fyrra var- ið ágóða af sölu forsýninganna til fíkniefnavarna og hefur fíkniefna- og forvarnardeild lögreglunnar notið stuðnings klúbbsins. Fénu hefur síðan ýmist verið varið til fræðslu með útgáfu upplýsingarita eða til kaupa á tækjabúnaði. Sala aðgöngumiðanna hefur jafnan gengið vel og klúbbfélag- ar sem annast söluna hafa fund- ið áhuga kaupenda á að styðja málefnið og leggja sitt af mörk- um til fíkniefnavarna. Formað- ur Lionsklúbbsins Eir er Hugr- ún Jónsdóttir og formaður fjár- öflunarnefndar Þórhildur Gunnarsdóttir. Fyrir forsýningu kvikmynd- arinnar „Nobody’s Fool“ á þriðjudag, en sýningin hefst kl. 20.30, verður leikin tónlist í and- dyri Háskólabíós. Einnig kynna félagar í Lionsklúbbnum Eir páskasælgætishringi. Opið í dag SUNNUDAG 13-17 BORGARKRINGLAN - kjarni málsins! Meiriháttar fermingarföt: í miklu úrvali fyrir hana... fyrir hann. Elens teygjukjólar 5.500 kr. stuttlr/5.9DD kr. siðlr. B lltlr. Satinkjúlnr 5.500 kr. 5mekkkjúlar JB lltlrj 5.5DD kr. Sið glansteygjupils 4.900 kr. Síð blómasatlnplls Itá 3.900 kr. Jakkar fré B.9DO kr. Ath. 5érSaUITIUITl v ux?r 1 ortíl !!r- °g breytum fatnaði. 4 Vestl ftá 3.900 kr. “ skyrtur trá 2.500 kr. Vönduð vinnubrögð Bindi/slaufur frá 990 kr. _ Skúr frá 3.900 kr. --- gOtt VGrð. Stutt satín pils 2.900 kr. Hvítar blússur 2.900 kr. Bnlir nylnn ( 5 lltlrl 1.900 kr. Lakkskúr frá 3.900 kr., svartir, rauðir, hvitir Mýjar hárspangir 290 kr. uppseldar -knma aftur á miðvikudag. Silfurkrnssar — snkkabuxur í snyrtivnrudeild. □pið í Kringlunni i dag, sunnudag, kl. 13-17. Fermingarfötin sýnd á tískusýningu fyrir framan verslunina í dag kl. 15.DD. Sendum í póstkörfu. 5% staðgreiðsluafsláttur. Kringlunni, sími BB9D17. Laugavegi, símar 17440 og 29290.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.