Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ oniLaura Hughes •w-i MARY SHELLEY’S T trankensteiN TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA ★ ★★ G.B. DV „Kenneth Branagh og leikarar hans fara á kostum í þessari nýju og stórbrotnu útgáfu hinnar sigildu sögu um doktor Frankenstein og tilraunir hans til að taka að sér hlutverk skaparans." KENNETH BRANAGH Á KÖLDUM KLAKA Hann ætlaði í sólina á Hawaii, en hafnaði í ísköldum faðmi drauga og furðufugla. Gamansöm ferðasaga með ívafi spennu og dularfullra atburða. Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um ævintýri ungs Japana á Islandi. ÍSLENSKUR BÍÓPAKKI TVÆR MYNDIR - EINN MIÐI Miðaverð 700 kr. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 200 kr. afsláttarmiði á pizzum frá HRÓA HETTI fylgir hverjum bíómiða á myndina Á KÖLDUM KLAKA. Sýnd kl. 4.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. DE NIRO AÐEINS ÞU FRANKENSTEIN ★★★ A.l Mbl. ★★★ O.H.T. Rái 2. ★★★ Þ.O. Dagsljós ★★★ O.M. TIMINN Leikstjori Friðrik Þór Friðriksson r Fisher Stevens Gisli Hall rik Haraidsson Flosi Ólafssor Stuttmynd Ingu Lísu Middleton, „I draumi sérhvers manns", eftir sögu Þórarins Eldjárns sýnd Á KÖLDUM KLAKA". Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson. Ó.H.T. Rás 2. á undan STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðará myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 mín. Allt gert til að slá í gegn REGNBOGINN sýnir þessa dag- ana bandarísku gamanmyndina „Airheads", en í henni segir af brokkgengri rokkhljómsveit „The Lone Rangers" sem leggur sig alla fram um að slá í gegn. Gallinn er bara sá að enginn er reiðubúinn til að gefa þeim það tækifæri sem þeir þarfnast, en plötuútgefendur vilja ekkert við þá tala og útvarps- stöðvar gefa þeim langt nef. Þre- menningarnir í hljómsveitinni eru þó engan veginn á því að gefast upp og skunda þeir á vinsæla þungarokksstöð með það fyrir aug- um að koma laginu sínu á öldur ljósvakans hvað sem það kostar. Svo fer að þessi meinleysisgrey taka alveg óvart útvarpsstöðina herskildi í beinni útsendingu og geta þar með gert það sem þeir vilja. Með hlutverk þremenninganna f hljómsveitinni fara þeir Brendan Fraser, Steve Buscemi og Adam Sandler, en Joe Mantegna leikur plötusnúðinn á útvarpsstöðinni sem þeir leggja undir sig. Brendan Fraser hefur upp á síðkastið verið að skapa sér nafn í Hollywood sem einn af fjölhæfari leikurunum af yngri kynslóðinni. Fyrir skemmstu lék hann á móti Joe Pesci í kvik- myndinni With Honors, en þar lék hann metnaðarfullan háskóíanema í Harvard, og á næstunni sést hann á hvíta tjaldinu með Albert Brooks í The Scout, sem íjallar um hafna- boltahetjur. Fyrri myndir sem Fraser hefur leikið í eru School Ties, þar sem hann lék gyðing sem varð fyrir ofsóknum í skóla, og þar áður lék hann forsögulegan hell- isbúa í gamanmyndinni Encino Man. Fraser er fæddur í Indiana- polis í Bandaríkjunum en hann ólst að mestu upp í Evrópu og Kanada, en þar hóf hann leiklistarferil sinn. Fyrsta aðalhlutverkið sem honum áskotnaðist var í sjónvarpsmynd- inni Guilty Until Proven Innocent. Steve Buscemi vakti verulega athygli sem Mr. Pink í mynd Qu- entins Tarantino, Reservoir Dogs, en frumraun hans í kvikmyndum var þegar hann lék hljómlistar- mann með eyðni í myndinni Part- ing Glances, sem vann til verðlauna Aldarafmæli Kven- félags Húsavíkur ► KVENFÉLAG Húsavíkur varð 100 ára hinn 13. febrúar síðastliðinn. I tilefni þess héldu kvenfélagskonur mikið afmælis- hóf 18. febrúar á Hótel Húsavík. Hátt í tvö hundruð manns sátu hófið og náðist ágæt stemmning meðal gesta. Tónlistarfólk var fengið að sunnan til að __ skemmta, þar á meðal Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari, söngkonurnar Margrét Pálma- dóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir og loks Aðalheiður Þorsteins- dóttir undirleikari. HEILSUBÓTAR- DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR UPPLÝSINGASÍMI 554-4413 MILLI KL. 18-20 VIRKA DAGA SIGRÚN OLSEN OG hÓRlR BARÐDAL Nokkrar kvenfélagskonur stigu sín fyrstu ballettspor og Karlakvartett Kvenfélagsins söng við góðan orðstir. Formað- ur félagsins er Svala Hermanns- dóttir, en veislustjóri í hófinu var Katrín Eymundsdóttir. Það hefur fjölgað töluvert í Kvenfé- laginu síðastliðin ár og horfa konur fram á mikið og öflugt starf næstu hundrað árin SVALA Hermannsdóttir, formaður Kvenfélags Húsavíkur, flytur ræðu. ADAM Sandler, Brendan Fraser og Steve Buscemi í hlutverkum rokkaranna sem reyna allt hvað þeir geta til aðdtoma sér á framfæri. árið 1986. Ferill Buscemi hófst þegar hann kom fram sem grínisti í ýmsum leikhúsum í New York, en þar kom hann einnig fram með tilraunaleikhópum auk þess sem hann lagði stund á leiklistarnám við Lee Strasberg Institute. Fljót- lega lá svo leiðin í kvikmyndimar, en meðal mynda sem hann hefur leikið í eru Rising Sun, Twenty Bucks, Mystery Train, Barton Fink, Miller’s Crossing, New York Stories og Billy Bathgate. Adam Sandler hóf að vinna með Satyrday Night Live-hópnum sem handritshöfundur og leikari árið 1990 og þar á bæ hefur hann skap- að sér nafn sem gamanleikari og eftirherma. Sandler ætlaði í fyrstu að skapa sér frægð sem hljóm- listarmaður en á námsárunum lék hann í ýmsum hljómsveitum. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í var Coneheads, og fyrir skemmstu lék hann í Lifesavers með þeim Steve Martin og Juliette Lewis. Næsta mynd sem Sandler leikur í heitir Billy Madison, en hann er einnig meðhöfundur hand- ritsins að henni. Morgunblaðið/Silli BORÐFÉLAGARNIR Hjördís Sverrisdóttir, Valgerður Sigfúsdóttir og Friðrika Baldvinsdóttir. Fyrir aftan þær stendur Anna Vigdís Þorsteinsdóttir í þjóð- búningi, en hún er veitingastjóri Hótels Húsavíkur. GISLIG. Auðunsson, Katrín Eymundsdóttir, Jónasína Pétursdóttir, Jóhanna Aðalsteinsdóttir og Guðný Þorgeirsdóttir þjónar til borðs. 25 árfrá stofnun PBS ► SÖNGKONAN svipmikla Bette Midler skemmti í stórveislu í austursal Hvíta hússins á föstu- daginn var. Tilefni veislunnar var að tuttugu og fimm ár eru liðin frá stofnun PBS sem er rík- isstyrkt útvarpsstöð í Bandaríkj- unum. Bill Clinton forseti og Hillary voru á meðal gesta. BETTE Midler sýndi mikil tilþrif í veislunni. Hopkins í hlutverki Picassos ► BRESKI leikarinn margverð- Iaunaði Anthony Hopkins mun leika málarann Picasso í væntan- legri kvikmynd sem nefnist „Surviving Picasso". David Wol- per og Ismail Merchant munu framleiða og James Ivory verður leikstjóri. Þetta er ekki eina spennandi verkefnið sem Hopk- ins mun fást við á næstunni, þvi hann hefur einnig fengið hlut- verk Nixons í væntanlegri mynd um þennan breyska forseta Bandaríkj anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.