Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 56
56 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ oniLaura Hughes •w-i MARY SHELLEY’S T trankensteiN TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA ★ ★★ G.B. DV „Kenneth Branagh og leikarar hans fara á kostum í þessari nýju og stórbrotnu útgáfu hinnar sigildu sögu um doktor Frankenstein og tilraunir hans til að taka að sér hlutverk skaparans." KENNETH BRANAGH Á KÖLDUM KLAKA Hann ætlaði í sólina á Hawaii, en hafnaði í ísköldum faðmi drauga og furðufugla. Gamansöm ferðasaga með ívafi spennu og dularfullra atburða. Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um ævintýri ungs Japana á Islandi. ÍSLENSKUR BÍÓPAKKI TVÆR MYNDIR - EINN MIÐI Miðaverð 700 kr. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 200 kr. afsláttarmiði á pizzum frá HRÓA HETTI fylgir hverjum bíómiða á myndina Á KÖLDUM KLAKA. Sýnd kl. 4.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára. DE NIRO AÐEINS ÞU FRANKENSTEIN ★★★ A.l Mbl. ★★★ O.H.T. Rái 2. ★★★ Þ.O. Dagsljós ★★★ O.M. TIMINN Leikstjori Friðrik Þór Friðriksson r Fisher Stevens Gisli Hall rik Haraidsson Flosi Ólafssor Stuttmynd Ingu Lísu Middleton, „I draumi sérhvers manns", eftir sögu Þórarins Eldjárns sýnd Á KÖLDUM KLAKA". Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson. Ó.H.T. Rás 2. á undan STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðará myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 mín. Allt gert til að slá í gegn REGNBOGINN sýnir þessa dag- ana bandarísku gamanmyndina „Airheads", en í henni segir af brokkgengri rokkhljómsveit „The Lone Rangers" sem leggur sig alla fram um að slá í gegn. Gallinn er bara sá að enginn er reiðubúinn til að gefa þeim það tækifæri sem þeir þarfnast, en plötuútgefendur vilja ekkert við þá tala og útvarps- stöðvar gefa þeim langt nef. Þre- menningarnir í hljómsveitinni eru þó engan veginn á því að gefast upp og skunda þeir á vinsæla þungarokksstöð með það fyrir aug- um að koma laginu sínu á öldur ljósvakans hvað sem það kostar. Svo fer að þessi meinleysisgrey taka alveg óvart útvarpsstöðina herskildi í beinni útsendingu og geta þar með gert það sem þeir vilja. Með hlutverk þremenninganna f hljómsveitinni fara þeir Brendan Fraser, Steve Buscemi og Adam Sandler, en Joe Mantegna leikur plötusnúðinn á útvarpsstöðinni sem þeir leggja undir sig. Brendan Fraser hefur upp á síðkastið verið að skapa sér nafn í Hollywood sem einn af fjölhæfari leikurunum af yngri kynslóðinni. Fyrir skemmstu lék hann á móti Joe Pesci í kvik- myndinni With Honors, en þar lék hann metnaðarfullan háskóíanema í Harvard, og á næstunni sést hann á hvíta tjaldinu með Albert Brooks í The Scout, sem íjallar um hafna- boltahetjur. Fyrri myndir sem Fraser hefur leikið í eru School Ties, þar sem hann lék gyðing sem varð fyrir ofsóknum í skóla, og þar áður lék hann forsögulegan hell- isbúa í gamanmyndinni Encino Man. Fraser er fæddur í Indiana- polis í Bandaríkjunum en hann ólst að mestu upp í Evrópu og Kanada, en þar hóf hann leiklistarferil sinn. Fyrsta aðalhlutverkið sem honum áskotnaðist var í sjónvarpsmynd- inni Guilty Until Proven Innocent. Steve Buscemi vakti verulega athygli sem Mr. Pink í mynd Qu- entins Tarantino, Reservoir Dogs, en frumraun hans í kvikmyndum var þegar hann lék hljómlistar- mann með eyðni í myndinni Part- ing Glances, sem vann til verðlauna Aldarafmæli Kven- félags Húsavíkur ► KVENFÉLAG Húsavíkur varð 100 ára hinn 13. febrúar síðastliðinn. I tilefni þess héldu kvenfélagskonur mikið afmælis- hóf 18. febrúar á Hótel Húsavík. Hátt í tvö hundruð manns sátu hófið og náðist ágæt stemmning meðal gesta. Tónlistarfólk var fengið að sunnan til að __ skemmta, þar á meðal Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari, söngkonurnar Margrét Pálma- dóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir og loks Aðalheiður Þorsteins- dóttir undirleikari. HEILSUBÓTAR- DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR UPPLÝSINGASÍMI 554-4413 MILLI KL. 18-20 VIRKA DAGA SIGRÚN OLSEN OG hÓRlR BARÐDAL Nokkrar kvenfélagskonur stigu sín fyrstu ballettspor og Karlakvartett Kvenfélagsins söng við góðan orðstir. Formað- ur félagsins er Svala Hermanns- dóttir, en veislustjóri í hófinu var Katrín Eymundsdóttir. Það hefur fjölgað töluvert í Kvenfé- laginu síðastliðin ár og horfa konur fram á mikið og öflugt starf næstu hundrað árin SVALA Hermannsdóttir, formaður Kvenfélags Húsavíkur, flytur ræðu. ADAM Sandler, Brendan Fraser og Steve Buscemi í hlutverkum rokkaranna sem reyna allt hvað þeir geta til aðdtoma sér á framfæri. árið 1986. Ferill Buscemi hófst þegar hann kom fram sem grínisti í ýmsum leikhúsum í New York, en þar kom hann einnig fram með tilraunaleikhópum auk þess sem hann lagði stund á leiklistarnám við Lee Strasberg Institute. Fljót- lega lá svo leiðin í kvikmyndimar, en meðal mynda sem hann hefur leikið í eru Rising Sun, Twenty Bucks, Mystery Train, Barton Fink, Miller’s Crossing, New York Stories og Billy Bathgate. Adam Sandler hóf að vinna með Satyrday Night Live-hópnum sem handritshöfundur og leikari árið 1990 og þar á bæ hefur hann skap- að sér nafn sem gamanleikari og eftirherma. Sandler ætlaði í fyrstu að skapa sér frægð sem hljóm- listarmaður en á námsárunum lék hann í ýmsum hljómsveitum. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék í var Coneheads, og fyrir skemmstu lék hann í Lifesavers með þeim Steve Martin og Juliette Lewis. Næsta mynd sem Sandler leikur í heitir Billy Madison, en hann er einnig meðhöfundur hand- ritsins að henni. Morgunblaðið/Silli BORÐFÉLAGARNIR Hjördís Sverrisdóttir, Valgerður Sigfúsdóttir og Friðrika Baldvinsdóttir. Fyrir aftan þær stendur Anna Vigdís Þorsteinsdóttir í þjóð- búningi, en hún er veitingastjóri Hótels Húsavíkur. GISLIG. Auðunsson, Katrín Eymundsdóttir, Jónasína Pétursdóttir, Jóhanna Aðalsteinsdóttir og Guðný Þorgeirsdóttir þjónar til borðs. 25 árfrá stofnun PBS ► SÖNGKONAN svipmikla Bette Midler skemmti í stórveislu í austursal Hvíta hússins á föstu- daginn var. Tilefni veislunnar var að tuttugu og fimm ár eru liðin frá stofnun PBS sem er rík- isstyrkt útvarpsstöð í Bandaríkj- unum. Bill Clinton forseti og Hillary voru á meðal gesta. BETTE Midler sýndi mikil tilþrif í veislunni. Hopkins í hlutverki Picassos ► BRESKI leikarinn margverð- Iaunaði Anthony Hopkins mun leika málarann Picasso í væntan- legri kvikmynd sem nefnist „Surviving Picasso". David Wol- per og Ismail Merchant munu framleiða og James Ivory verður leikstjóri. Þetta er ekki eina spennandi verkefnið sem Hopk- ins mun fást við á næstunni, þvi hann hefur einnig fengið hlut- verk Nixons í væntanlegri mynd um þennan breyska forseta Bandaríkj anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.