Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 bar nafnið Penfold’s Wine Group) og er það eitt af sex stærstu vínfyr- irtækjum veraldar. Innan vébanda Southcorp er að finna nokkur af fremstu vínfyrirtækjum Ástralíu s.s. Penfold’s, Lindemans, Wynns, Seppelt og Seaview. Næst á eftir Southcorp í stærð koma BRL Hardy, Orlando Wyndham og Mildara- Blass, sem náði núverandi risastærð er neysluvínaframleiðandinn Mild- ara festi kaup á einu athyglisverð- asta vínfyrirtæki Ástralíu, Wolf Blass. [IKIL hreyfing er hins vegar enn á þessum málum og töldu nokkrir stjórnendur vínfyrir- tækja, sem ég ræddi við, að enn ættu eftir að verða einhveijar vær- ingar á næstu árum. Ástæða þessarar miklu sam- þjöppunar er ekki síst hinn öri vöxt- ur víniðnaðarins á undanfömum ámm. Þenslan hefur verið það mik- il að meðalstór fyrirtæki ráða vart við hinar nauðsynlegu íjárfestingar í nýjum tæknibúnaði og ræktun nýrra vínekra, sem auk þess að vera rándýrar fara ekki að skila tekjum að ráði fyrr en eftir fimm til sjö ár. Neyddust því mörg fyrirtæki til að ganga til liðs við stærri fjársterkari fyrirtæki. Þessi stóm fyrirtæki hafa í krafti stærðar sinnar mtt brautina fyrir Ástrali á heimsmörkuðunum. Innan þeirra vébanda em líka framleidd mörg frábær vín og koma til dæmis nokkur allra bestu vín Ástralíu (s.s. Grange Hermitage og Cabemet Sauvignon Bin 707) frá Penfold’s og John Reddich Cabernet Sauvign- on frá Wynn’s. Þrátt fyrir stærðina er mikil valddreifing innan risafyrir- tækjanna og byggjast þau upp á mörgum minni, mjög sjálfstæðum einingum. Fjórðungur áströlsku vínfram- leiðslunnar er fluttur út og em mik- ilvægustu markað- imir Bretland og Norðurlöndin. Skýring þessa er sú að þessi ríki eru ekki hefðbundin vínframleiðsluríki, líkt og Frakkland og Ítalía, en slík ríki hafa tilhneig- ingu (rétt eins og Ástralir sjálfir) til að neyta fyrst og fremst innlendrar framleiðslu. Útflutnings- stefna ástralska víniðnaðarins hef- ur verið mjög markviss og bygg- ist fyrst og fremst á því að flytja ein- ungis út betri vín landsins. Því get- um við Evrópubú- ar ekki notið ástr- ölsku kassavín- anna í stað hinnar allt of oft misjöfnu evrópsku fram- leiðslu á því sviði. Á móti gerir þetta að verkum að áströlsk vín eru nær undantekning- arlaust mjög góð kaup samanborið við evrópsk vín, ekki síst þegar bor- ið er saman hlutfall gæða og verðs. Vínin sem ruddu brautina fyrir Ástralíu í Evrópu voru ódýr og ávaxtarík vín á borð við Jacob’s Creek frá Orlando og Lindemans Bin 65 Chardonnay en enn í dag eru þau mest seldu áströlsku vínin. Á undanförnum ámm hafa Ástr- alarnir hins vegar fært sig upp á skaftið og eru einnig farnir að keppa í dýrari flokkum vína. HELSTI veikleiki en jafnframt mesti styrkur ástralska vín- iðnaðarins er skortur hans á göml- um hefðum. Áströlsku vínin eiga sér ekki jafnlanga sögu og keppinautar þeirra í Evrópu og vínhéruð á borð við Barossa Valley, Yarra Valley og Coonawarra em ekki jafnþekkt nöfn og Bordeaux, Bourgogne og Chianti. Að sama skapi eru Ástralarnir ekki bundnir á klafa hefðarinnar og þeir hafa ekki efni á að vera væru- kærir og kærulausir. í stað þess að gera hlutina eins og þeir hafa verið gerðir um aldaraðir framleiða þeir vín sem falla neytendum í geð. Stöðugt er verið að gróðursetja nýjar ekmr og er í dag mest fjár- fest á svalari svæðum, sem skila frábæmm vínum. Er þar oftar en ekki um að ræða sömu ekmr og hætt var að nota í lok síðustu ald- ar, t.d. í Viktoríu. Dýrustu ekmrnar em í Coonawarra í suðurhluta Suð- ur-Ástralíu en hið milda loftslag og frábær jarðvegur (lag af „terra- rossa“, rauð, jámrík mold ofan á kalkstein) mynda fullkomnar að: stæður fyrir Cabernet Sauvignon. í nágrannahéraðinu Padthaway, þar sem jarðvegurinn er frábmgðin, em hins vegar kjörskilyrði fyrir Char- donnay. Einnig má nefna Adelaide Hills, í hæðunum fyrir utan Adela- ide, þar sem þrúgurnar ná þroska mánuði síðar en á láglendinu enda ekrurnar í fimm hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Þar hefur m.a. fyrir- tækið Petaluma höfuðstöðvar sínar, sem getið hefur sér orð fyrir einstök gæði. Festi franska kampavínsfyrir- tækið Bollinger á sínum tíma kaup á veralegum hlut í Petaluma. RÓÐURINN á þó eftir að reyn- ast Áströlum erfiðari í fram- tíðinni því gæði vína frá helstu vín- ræktarsvæðum heims hafa batnað verulega á síðustu ámm. í Suður- Afríku hefur Chardonnay leyst ómerkilegri hvítvínsþrúgur af hólmi og framleiðendur hafa uppgötvað eikina. Frá Chile berst stöðugur straumur af ágætum og ódýrum vínum framleiddum úr þrúgum á borð við Chardonnay og Cabernet Sauvignon. Að auki er það einungis tímaspurning hvenær vínframleið- endur Kaliforníu vakna úr dvala og fara að taka mið af kröfum um- heimsins. Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á evrópsku Miðjarðar- hafssvæðunum. í Suður-Frakklandi hafa fjölmargir framleiðendur til- einkað sér tækni og aðferðir Ástralanna við framleiðslu á ferskum vínum í heitu loftslagi og hafa margir þeirra náð frá- bæmm árangri í þeim efnum. Flest þeirra vína lenda í „undirmáls- flokknum” vin de pays til að þurfa ekki að lúta hin- um stranga aga appelation cont- rolée-löggjafar- innar sem skyldar menn til að rækta v ákveðnar þrúgur á ákveðnum svæðum. Oftar en ekki em það ástralskir eða ástralíumenntaðir víngerðarmenn sem standa fyrir þessum breyting- um (og nýta sér þar með árstíðar- muninn á suður- og norðurhveli jarðar) og eftir að hafa smakkað vínin Chais Baumiere og Domaine de la Baume frá franska Miðjarðar- hafinu get ég staðfest að Ástralarn- ir eru farnir að veita sjálfum sér alvarlega samkeppni. Fyrirtækið er í eigu BRL Hardy og það er Peter Dawson yfirvíngerðarmaður þeirra sem sér um framleiðsluna. Hann og fleiri ástralskir víngerðarmenn, sem ég ræddi við, er hafa starfað í Frakklandi, sögðu að í fyrstu hefðu Frakkarnir ekki vitað hvemig þeir ættu að taka þessum aðkomumönn- um en nú væri samstarfið til fyrir- myndar. Menn miðluðu af reynslu sinni og lærðu hver af öðmm. Ástralska byltingin hefur því orð- ið til að framboðið á vínum um allan heim er að breytast. Neytendur láta ekki lengur bjóða sér léleg vín ef þeim standa til boða góð vín á sama verði og framleiðendur eru farnir að taka mark á því. Að því leyti er byltingin sem Ástralarnir ollu áþekk þeirri sem varð vegna samkeppni japönsku bifreiðaframleiðendanna við bandaríska og evrópska fram- leiðendur. Hewlett-Packard entarar manaoarms HP DeskJet 1200C - öflugur litaprentari Hraðvirkur. Hágaeða útprentun í lit og svörtu. Fjórskipt blek- sprautun. 2 MB minni (stækk- anlegt). Upplausn í svörtu 300x600 dpi + RET*. Upplausn i lit 300 dpi*. 7 siður á mínútu**. Fjöldi leturgeröa. Framtíðareign fyrir kröfuharða. 134.900 stgr. m. vsk. *dpi = punkta upplausn á tommu. RET= HP upplausnaraukning. **Hraöi í litaprentun er mismunandi. Kynniö ykkur fylgihluti og útskriftar- möguleika HP litaprentara. - á frábæru tilboðsveröi í Tæknivali HP DeskJet 560C litaprentarinn Hentar öllum. Gæða- útprentun I lit og svörtu. Fjórskipt bleksprautun. Upplausn í svörtu 300x600 dpi + RET*. Upplausn I lit 300 dpi*. 3 siður á minútu**. Fjöldi leturgerða. Glæsilegur litaprentari á enn betra verði. Öll helstu grelðslukjörs.s. VISA raögreiðslur 124 ménuði, EUROCARD raögreiðslur 136 mánuði og Staðgreiðslusamningar Glitnis. Verið velkomin i Tæknival. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00. stgr. m. vsk. fv*F ’ó'íu H Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 KIMVERSKUR SJANGHÆ Fáðu fermingarmatinn sendan á veislustaðinn. Engin fyrirhöf n, engar óþarfa áhyggjur, maturinn er rjúkandi heitur og þú færð öll ílát sem þú þarft á að halda Hatðu veisluna þína öðruvísi en allar hinar og bjóddu gestunum upp á fjölbreytta kínverska veislurétti í tilefni dagsíns. Þú velur einn af þremur matseðlum okkar og við sendum þér matinn rjúkandi heitan á veislustað, þér að kostnaðarlausu. Víð lánum þér bítaplötur, diska og önnur matarílát ef þú vilt. MATSEÐILL1 Súrsætar rækjur Kanton svmakjöt Kiúkllngur m/cashew Lambasatay Kjuklíngalærí „Peking fried" og franskar fylgja með fyrir börnin Dærni utn verð: 25-40 manns kr. 980 pr. mann 40-70 manns kr. 900 pr. mann MATSEÐILL 2 Vorrúllur Súrsætar rækjur Kanton svinakjöt Nautasatay Kjúklingur m/cashew Kjúkltngalæri „Peking fried" og franskar meö fyrir börnin Dæmium verð: 25-40 manns kr. 1.100 pr. mann 40-70 manns kr. 1.015 pr. mann *t*eypls HEIMStNDlNGARÞJófl^ Hrísgrjón, salatog sósur fylgja með öllum réttum. Einnig útbúum víð matseðla eftir óskum ykkar. MATSEÐILL 3 Vorrúllur Kanton svinakjöt Súrsætar rækjur Nautakiöt m/grænmeti Kjúklingur m/sitronusosu Lambasatay Kjuklíngalæri „Peking fried" og franskar með fyrir börnin Dæmi um verð: 10-30 manns kr. 1.250 pr. mann 50-80 manns kr. 1.150 pr. mann Laugavegi 28 Sími 551 6513 - 552 3535 - Fax 624762 BRYNJAR HÖNNUN/RÁÐGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.