Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 B 13 FRETTIR r* Þérer a Morgunblaðið/Theodór MYNDIN er tekin að afloknu pungaprófi, frá vinstri: Þorleifur K. Valdimarsson prófdómari, Theodór Þórðarson, Karl Heiðar Valsson, Bjarni Ingi Björnsson, Jón Friðjónsson, Björn Jóhanns- son, Lárus Hermannsson, Omar Jónsson, Hermann Jóhannsson, Óskar Þór Óskarsson, Magnús Ólafsson, Svanur Steinarsson, Magnús Ellert Þorkelsson og Rögnvaldur Einarsson kennari. Fóru létt með punga- prófið Borgarnesi. ELLEFU Borgnesingar og Mýramenn tóku nýverið svokall- að pungapróf, sem veitir allt að 30 tonna skipstjórnarréttindi og stóðust allir prófið með prýði. Sagði prófdómarinn að það hefði verið óvenjuhátt hlutfall af dúxurum í þessum hópi en alls fengu fjórir 10 í öllum grein- um. í þessum hópi voru menn úr ýmsum greinum atvinnulífsins, svo sem sjúkrabílstjóri, lög- reglumenn, forstjórar, bifvéla- virki, bankamaður og bændur. Eitt áttu þeir þó sameiginlegt - að hafa áhuga á sjómennsku. Nokkrir eiga trillur og aðrir hafa aðgang að bát. Nokkrir eru atvinnutrillukarlar, sumir taka sér gott sumarfrí og róa en aðr- ir nota helgar og sérstaka góð- viðrisdaga til að ná sér í soðið. I lok námskeiðsins skiptust sjómennirnir á blöðum yfir ný og gömul fiskimið í Faxaflóa, fyrir Akranesi og undan Mýrum. Eitt slíkt mið er talið mjög gam- alt og er falið í eftirfarandi vísu; Hákarlakletti höldum frá hann er ekki tryggur Syðri Kúla Sandey á Sáta á Ölver liggur. Þarna er m.a. átt við Syðri- Rauðamelskúluna í Hnappadal og Sandey, sem er ein af Hvals- eyjunum sem eru út af Mýrum. Stjórnmála- menn í verk- fallsmiðstöðv- um kennara Á VEGUM Kennarafélags Reykja- ness og Hins íslenska kennarafé- lags eru starfræktar eftirfarandi verkfallsmiðstöðvar: Hafnarfirði, Lækjargötu 34d, opið frá kl. 15-18, Kefiavík, Hafn- argötu 28, opið kl. 15-17 og Grindavík, Félagsheimilinu Festi, opið frá kl. 10-12. í þessari viku koma stjórnmála- menn í heimsókn í verkfallsverið í Hafnarfirði, Lækjagötu 34d. Þeir sem koma eru: Sigríður Anna Þórðardóttir, Sj álfstæðisflokki, mánudaginn 13. mars kl. 16, Rannveig Guðmunsdóttir, Alþýðu- flokki, þriðjudaginn 14. mars kl. 14, Hjálmar Árnason, Fram- sóknarflokki, miðvikudaginn 15. mars kl. 16, Kristín Halldórsdóttir, Bryndís Guðmunsdóttir og Bima Siguijónsdóttir föstudaginn 17. mars kl. 16. Haldið verður áfram með fundi með stjórnmálamönnum í næstu viku: Olafur Ragnar Grímsson, mánudaginn 20. mars kl. 16, Ág- úst Einarsson, þriðjudaginn 21. mars kl. 16 og Magnús Jón Árna- son, bæjarstjóri, miðvikudaginn 22. mars kl. 16. Samkirkjulegu bænavikunni að ljúka Guðsþjónusta í Dómkirkjunni í dag UNDANFARIÐ hefur staðið yfir samkirkjuleg bænavika um ein- ingu kristinna manna og lýkur henni í dag, sunnudag 12. mars, með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11. Prédikun flytur Hafliði Kristins- son, forstöðumaður Hvítasunnu- safnaðarins, og sr. Hjalti Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Full- trúar hinna kristnu safnaða lesa ritningarorð. Organleikari verður Marteinn H. Friðriksson, dómorg- anisti, sem stjórnar söng Dóm- kórsins, sem leiðir sönginn og syngur m.a. lag Hjálmars H. Ragnarssonar, Jesús, sonur Maríu við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Á næstunni munu frambjóðendur sjálfstæðismanna í Reykjavík halda fundi í kosningamiðstöðinni við Lækjartorg (Hafnarstræti 22, 2. hæð). Fundirnir verða á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og eru öllum opnir. Fundir næstu viku eru eftirfarandi: Þriðjudaginn 14. mars kl. 17.30. Lára ræðir um tilvísanakeifið. (ufir H. ILi.mle Miðvikudaginn 15. marskl. 17.30. Erindi Geirs mun fjalla um alþjóðlegviðskipti, samkeppni og neytendamál. Vctur Ulcmhtl Fimmtudaginn 16. mars kl. 17.30. Erindi Péturs ber yfirskriftina „Er atvinnuleysi náttúrulögmál?‘ Komdu og hlýddu á forvitnileg erindiog taktu þátt í fjörugum umræðum. Kaffi og léttar veitingar á boðstólum. Pétur Blöndnl Kosningamiöstöðin við Lækjartorg. BETRA ÍSLAND k o s v / \ <; \ n \ n i k í K }■ t K / t t / K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.