Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 12. MARZ1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SNJÓFLÓÐ Hve mikil er hættan? 1. tafla. Snjóflóð á byggðu bóli síðastliðin 150 ár Tímabil Lentu í flóði Af þeim fórust Af þeim sem fórust börn (0-14 ára) 1846-1895 160 49 (31%) 14 (29%) 1896-1945 122 47 (39%) 16 (32%) 1946-1995 118 40 (34%) 13 (33%) Alls (meðaltal) 400 136 (34%) 43 (32%) 2. tafla. Dánir íslendingar á ári af hverjum 10.000 á áratugnum 1981-90. Úr þessari töflu má t.d. lesa að af 1-14 ára börnum dó að meðaltali 1,1 bam af 10.000 á ári af slysförum. Aldurshópur Dánarorsök 0 1-14 15-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70- Sjúkdómar 14,4 0,8 2,2 5,1 16,3 51,2 141,5 640,6 Meðfædd 46,1 0,3 Slys 0,7 1,1 3,9 2,6 3,6 4,3 5,1 11,0 Sjálfsvíg 1,6 2,3 1,8 3,0 2,7 2,1 Alls 61,3 2,3 7,7 10,0 21,8 58,5 149,3 653,7 3. tafla. Dánarlíkur miðað við 34% líkur á að farast lendi maður í flóði. Til dæmis um hvernig þessi tafla er reiknuð þá fæst talan 310 út frá 2. dálki í 2. töflu með því að 2,3x14/10.000 æ 1/310. Utan snjó- flóðasvæða Þar sem endurkomutimi snjóflóða er 10.000 ár 1.000 ár 300 ár 100 ár Á aldurssk. 1-14 ára deyr einn af 310 270 125 50 20 Á aldurssk. 15-29 ára deyr einn af 85 80 60 35 15 4. tafla.Fjöldi og hlutfall húsa utan Gullbringu- og Kjósarsýslu sem snjó- flóð féll á (%o merkir „af þúsundi"). Timabil Meðaifjöldi íbúðar- húsa úti á landi Fjöldi ibúðarhúsa sem snjóflóð féll á Hlutfall hósa sem lentu í flóði á ári %o 1846-1895 7.500 28 0,075 1896-1945 9,000 22 0,049 1946-1970 13.000 7 0,022 1971-1995 19.000 26 0,055 Alls (meðaltal) 10.800 83 0,051 Inngangur FLESTIR munu sammála um að snjóflóð séu hættuleg, og margir eru þeirrar skoðunar að glanna- skapur ráði víða ríkjum þegar byggð er skipulögð í kauptúnum á snjóflóðasvæðum. En hjá flest- um byggjast þessar skoðanir á til- fínningu en ekki óvefengjanlegum tölum. Tilgangur þessara hugleið- inga er að meta snjóflóðahættuna í tölum, sér í lagi þá hættu sem fylgir því að snjóflóð falli á hús. Sér í lagi verður íjall- að um hugtakið end- urkomutíma sem stundum er notað þeg: ar rætt er um snjóflóð og merkir einfaldlega meðaltíma sem líður milli flóða. Snjóflóðahættunni tengjast stórar ákvarðanir. Fjölskyld- ur þurfa ef til vill að ákveða að flytja burt úr húsinu sínu (og fá kannski lítið fyrir það). Sveitarstjómir þurfa að - banna nýbyggingar á svæðum sem að flestu leyti virðast heppilegust. Og ríkisstjómin gæti þurft að taka ákvörðun um að kaupa hús á hættusvæðum, jafn- vel hundmð húsa. Það er erfitt að taka svona ákvarðanir án þess að tíyggja þær á raunveralégum tölum um áhættu. Áhugi minn á málinu vaknaði þegar ég las í Morgunblaðinu nú nýverið að Norðmenn teldu það ásættanlegt að búa á stað þar sem snjóflóð félli á þúsund ára fresti að jafnaði, og hér á landi þættust menn góðir ef meðaltími milli snjó- flóða væri nokkur hundrað ár, t.d. 300. Þetta fannst mér ótrúlega stuttur tími og byijaði strax að reikna í huganum: Mannsævin er 75 ár svo að 300 ár era fjórir mannsaldrar. Á stað þar sem að jafnaði líða 300 ár á milli flóða era því fjórðungslíkur á að lenda í flóði einhvemtíma á ævinni. Svo getur auðvitað verið að maður verði grafinn upp á lífi. En ég áttaði mig fljótt á að þetta þyrfti að reikna betur. Ég ákvað að skipta verkefninu í tvennt: 1. Meta áhættuna sem fylgir því að búa á stöðum með gefnum endurkomutíma snjóflóða og bera saman við aðrar hættur sem við leggjum okkur í. í framhaldi af því að koma með tillögur um ás- ættanlegan endurkomutíma. 2. Reyna að meta meðalendur- komutíma flóða á íslenskum snjó- flóðasvæðuni. Hve margir sem lenda í snjóflóði farast? í 1. töflu er stutt samantekt á snjóflóðasögu síðustu 150 ára sem að stærstum hluta er skráð í ritinu Skriðuföll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson, Siguijón Rist og Jóhann- es Sigvaldason. Hér er nokkurra útskýringa þörf. Aðeins eru taldir þeir sem íentu í snjóflóðum sem féllu á hús eða kauptún. Talin era öll flóð sem féllu á hús sem fólk var í, og flóð telst hafa fallið á hús ef það fór inn í húsið og olli umtalsverðum skaða á því og/eða íbúum þess. Alls voru þetta 44 flóð og í þeim lentu 92 hús. Menn eru taldir hafa lent í flóðinu ef þeir grófust í það eða voru í húsi sem flóð féll á. í nokkrum tilvikum era ekki til heimildir um hve margir vora heima og hef ég þá giskað á tölu (oftast útfrá vísbendingu í frá- sögninni). Heildartalan (399) er varla mjög ónákvæm. ÖIl þessi flóð féllu á Austur- landi, Norðurlandi, Vestfjörðum eða Snæfellsnesi, og langflest á Austfjörðum, Vest- fjörðum og í nágrenni Sigíufjarðar. Til við- bótar þeim sem taldir eru í töflunni fórast 64 í snjóflóðum utan byggðs bóls á áranum 1846-95, 40 á áran- um 1896-1945 og 17 hafa farist á fjöllum uppi síðastliðin 50 ár. Við sjáum af 1. töflu að 34% þeirra sem lenda í flóði farast. Samanburður við aðrar dánarorsakir Ég kannaði í Heil- brigðisskýrslum dán- artíðni íslendinga ára- tuginn 1981-1990 og er niður- staðan í 2. töflu. Útfrá þessum upplýsingum má nú reikna dánartíðni fólks sem býr á snjóflóðasvæði með mismunandi endurkomutíma snjóflóða. Það er áhugaverðast að skoða dánartíðn- ina þegar fólk er ungt og ólíklegt að það deyi af öðrum ástæðum - Dánartíðni bama á nú- yerandi hættusvæði metur Rrístján Jónas- son 2,5-faIda miðað við böm annars staðar, og banaslysatíðni fjórfalda. við sjáum nefnilega af 1. töflu að snjóflóð era jafnhættuleg bömum og fullorðnum. Böm yngri en 15 ára vora um 32% þjóðarinnar á þessum 3 tímabilum (34%, 32% og 30%) og 32% þeirra sem fórast vora böm. Til samanburðar má geta þess að á áranum 1981-90 voru aðeins 8,1% þeirra sem dóu af slysföram böm. Með þetta í huga reiknaði ég 3. töflu miðað við 34% líkur á að farast ef maður lendir í flóði. Hér og í framhaldinu takmarka ég mig við böm á aldrin- um 1-14 ára vegna þess að dán- arorsakir ungbama eru af dálítið öðram toga en eldri bama. Tölurnar era sláandi. Ef menn búa á stað þar sem snjóflóð fellur einu sinni á hveijum 300 áram þá era líkur þess að eins árs bam deyi áður en það verður 15 ára einn á móti 50. Það svarar til eins bams úr annarri hverri bekkjar- deild, og er sexfalt miðað við t.d. Reykjavík. Ef endurkomutíminn er 1.000 ár eru líkurnar á að missa bamið sitt á þessu aldursskeiði 2,5-faldar miðað við hættulausan stað, og líkurnar á að bam deyi af slysförum eru meira en fjórfald- ar. Éinnig má reikna út að á slík- um stað era líkur þess að deyja af slysförum á aldursskeiðinu 15-29 ára 1,1%, en aðeins 0,6% ef maður býr á öraggum stað og munurinn er svipaður allt fram til sjötugs. Þetta er ekki ólíkt mun- inum á dánarslysatíðni sjómanna og landsmanna almennt. Böm sjó- manna era hinsvegar ekki í meiri hættu en önnur börn. Og 1.000 ár telja Norðmenn ásættanlegt! En hvað er þá ásætt- anlegt? Um það getur hver dæmt fyrir sig, en mín tillaga er að ás- ættanlegur endurkomutími sé 10.000 ár. Þá er dánartíðni bama aukin um 15% frá landsmeðaltali og banaslysatíðnin um 30%. Ef miðað væri við 5.000 ár ykist dán- artíðnin um 30% og banaslysatíðn- in um 60% sem mér finnst of mik- ið. Nú kann einhver að segja: Hér er gengið út frá að maður sé heima þegar flóðið fellur og hann gæti sloppið ef hann er að heiman. Það er rétt en á hins vegar síður við um bömin en þá fullorðnu, sér- staklega í vondum veðrum að vetri til. Auðvitað fara bömin í skóla, en skólatími er aðeins um 8-9% sólarhringsins að meðaltali, auk þess sem skólinn gæti líka verið á hættusvæði (sbr. leikskólinn á Súðavík sem fór í flóðinu). Annað sem gæti orðið til bjargar er að húsið sé rýmt vegna snjóflóða- hættu. Þetta er líklegast að takist á mestu hættusvæðunum en ólík- legra á svæðum þar sem snjóflóð falla sjaldnar. Ef vel er staðið að rýmingu má því búast við að lægstu tölurnar í 3. töflu hækki eitthvað. Það hefur gerst 5 sinnum að flóð hefur fallið á hús sem hafði verið rýmt (tvö hús á Pat- reksfirði 1983 og þijú á Súðavík 1995). Fyrirkomulag hættumats Hér fylgir stutt yfírlit um hvern- ig hættumati vegna snjóflóða er háttað. Sveitarstjómum er skylt með lögum að láta meta hættu á snjóflóðum í íbúðabyggð og leita þær til Almannavama til að fá það gert. Metið er hvaða svæði séu hættusvæði og skal matið gert á grandvelli sögulegra gagna um snjóflóð en auk þess er að nokkru stuðst við líkön þar sem hermt er eftir snjóflóðum með aðstoð tölvu. Ef skriðlengd ákveðins flóðs úr einhveiju gili er þekkt má t.d. nota líkönin til að meta hve langt samskonar flóð úr næsta gili myndi fara. Því miður era söguleg gögn oft af skornum skammti, því mörg kauptún hafa byggst upp á svæðum þar sem enginn veit um sögu snjóflóða. Þá verður hættu- matið auðvitað ónákvæmt eins og slysið á Súðavík sannar, en húsin sem lentu í morgunflóðinu vora flest utan „hættusvæðis". En á þennan hátt hefur sem sé verið gert hættumat fyrir flestöll kaupt- ún og kaupstaði á hættulegustu snjóflóðasvæðunum og niðurstað- an eru „hættusvæði" með samtals 580 húsum. Langflest þeirra era einbýlishús byggð á síðustu 30-40 árum, en einnig era m.a. tvö nýleg fjölbýlishús, annað í Neskaupstað og hitt á Seyðisfirði. Endurkomutími snjóflóða á hættusvæðum hér á landi Snúum okkur nú að því að meta meðaltíma milli þess að dæ- migert hús á hættusvæði lendi í snjóflóði. Eins og ráða má af ofan- greindri lýsingu á hættumatinu kemur þessi meðaltími þar ekkert við sögu. Þessvegna ákvað ég að leita aftur á vit sögunnar, og telja nú íbúðarhús sem hafa lent í snjó- flóði. Ég ákvað að meta fjölda íbúðarhúsa úti á landi (utan Gull- bringu- og Kjósarsýslu) og athuga hve stórt hlutfall þeirra hefði lent í flóði síðastliðin 150 ár. íbúðar- húsaíjöldinn var m.a. metinn með því að skoða gömul manntöl. Nið- urstaðan er f 4. töflu. Nú eru um 23.000 íbúðarhús úti á landi. Ef þessi hús era að meðaltali í 0,05% hættu á ári (sbr. 4. töflu) þýðir það að um þessar mundir lendir að jafnaði 1,15 íbúð- arhús á ári í snjóflóði. Hér hef ég gefíð mér að menn séu álíka mikl- ir glannar í að staðsetja hús nú á tímum eins og menn voru fyrr á tímum. Ýmislegt bendir til að svo sé, t.d. sú staðreynd sem bent er á að framan, að flest hús á skil- greindum hættusvæðum era ný- leg. Gefum okkur nú að helmingur snjóflóða sem falla á hús í framtíð- inni verði innan núverandi hættu- svæða, þar sem era um 560 íbúðarhús (ljóst er að einhver hús utan hættusvæða eru í hættu, því mörg húsanna sem fóra á Súðavík voru einmitt utan hættumarka). Innan hættusvæða lenda þá að jafnaði 0,57 hús í flóði á ári og þar með fæst að endurkomutími snjóflóða á núverandi hættusvæð- um er .að meðaltali rétt tæplega 1.000 ár. Þetta er auðvitað dálítið ónákvæm tala og ef núverandi hættumat er tiltölulega gott, þannig að búast megi við að að- eins þriðjungur af flóðum framtíð- arinnar verði utan hættusvæða, lækkar hún í 700 ár. Einnig ber að hafa í huga að talan 1,15 hús á ári er líka ónákvæm. Ef við trú- um því sem sumir halda, að menn hafi verið glannalegri á síðustu áram í að láta kauptúnin vaxa upp í hlíðamar, þá hækkar sú tala og meðalendurkomutíminn styttist, en ef við miðum við meðaltíðni þess að hús lenti í flóði síðustu 50 ár (0,04% húsa Ientu í flóði á ári) hækkar meðaltíminn milli flóða í 1.300 ár. En miðum við 1.000 ár og rifjum upp það sem fyrr var reiknað. Við sjáum þá að dánartíðni bama á núverandi hættusvæðum er 2,5-föld miðað við börn annarsstaðar, og slysat- íðnin er fjórföld. Ef í þessum hús- um búa að meðaltali jafnmörg böm og annarsstaðar á lands- byggðinni þá era þar 600 börn! Lokaorð Á öðrum vígstöðvum hefur ver- ið unnið markvisst að því að lækka dánartíðni bama (og fullorðinna). Til dæmis má nefna að banaslys á börnum voru 45% færri á ára- tugnum 1981-90 en á næstá ára- tug á undan, og að dánartíðni barna vegna sjúkdóma er nú að- eins einn tíundi hluti þess sem hún var fyrir 50 áram. Fyrir 50 áram dó eitt af hveijum 50 börnum sem náð hafði 1 árs aldri áður en það varð 15 ára. Það er sambærilegt við dánartíðni á stað þar sem snjóflóð falla á 300 ára fresti. Nú þegar dánartíðni barna hefur minnkað í eitt af hveijum 300 er stórátaks þörf í snjóflóðavömum, en hvað er til ráða? Auðvitað eru hættusvæða- húsin ekki öll í jafn mikilli hættu. Kannski líða sumsstaðar 200 ár á milli flóða að jafnaði en annars- staðar 5.000 ár. Auk þess eru áreiðanlega þónokkur hús utan núverandi hættusvæða í hættu. Vonandi verður á næstunni reynt að flokka hús innan hættusvæða betur eftir því hve hættan er mik- il. Hægt er að minnka áhættuna með því að vera duglegur að rýma hús þegar hættuástand er. Annað úrræði því tengt er að bæta snjó- flóðaspár og tengingu þeirra við veðurspár. Enn einn möguleiki er að byggja varnarmannvirki. En ekkert getur samt komið í staðinn fyrir stóraukna varfærni í ákvörð- unum um hvar sé leyft að byggja hús, og að fólk reyni að forðast að búa á hættusvæðum ef það getur, sérstaklega bamafjölskyld- ur. Höfundur er stærðfræðingur og starfar sem prófessor við Háskóla íslands. Kristján Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.