Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 12. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU/AUGl YSINGAR í BIÖRK Fimleikafélagið Björk Hafnarfirði, óskar eftir að ráða starfsmann til að sjá um dagiegan rekstur og umsjón í íþróttasal félagsins. Breytilegur vinnutími. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „Björk - 7741“. LANDSPÍTALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... BRAÐAMOTTAKA LANDSPITALANS Læknaritari Löggiltur læknaritari með starfsreynslu ósk- ast á bráðamóttöku Landspítalans í 80% starf frá 1. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir Sonja Hilmars., sími 601034. Atvinnurekendur Norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára óska eftir vinnu á íslandi í sumar á vegum NORDJOBB. Ef ykkur vantar starfskraft í styttri eða lengri tíma og hafið áhuga á norrænu samstarfi, hafið þá samband við NORDJOBB hjá Norræna félaginu, sími 551 0165 eða Norrænu upplýsingaskrifstofuna á ísafirði, sími 94-3393. Bændur Viljið þið ráða norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára í sumarvinnu? Hafið samband við NORDJOBB hjá Norræna félaginu, sími 551 0165 eða Norrænu upplýsingaskrifstof- una á ísafirði, sími 94-3393. Ert þú á aldrinum 18-25ára? NORDJOBB er samnorrænt verkefni, sem stuðlar að vinnumiðlun ungs fólks á Norður- löndum. Ef þú hefur áhuga á að vinna sumar- vinnuna þína á Norðurlöndum, getur þú nálg- ast umsóknareyðublöð fyrir NORDJOBB í öllum framhaldsskólum, hjá Norræna félag- inu í Norræna húsinu, 101 Reykjavík og Norrænu upplýsingaskrifstofunni í Stjórn- sýsluhúsinu á ísafirði. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Allar nánari upplýsingar fást hjá Norræna félaginu í síma 551 0165. Tómstundafulltrúi Starf tómstundafulltrúa NORDJOBB er laust til umsóknar. Starfið er sumarstarf og felst í því að sjá um tómstundastarf Nordjobbara hér á landi. Viðkomandi þarf að þekkja þjóð- hætti hér vel, hafa mjög gott vald á einu Norðurlandamáli auk íslensku, vera vanur félags- og tómstundastarfi, geta unnið sjálf- stætt og hafa bíl til umráða. Upplýsingar eru veittar hjá Norræna félaginu milli kl. 15 og 16 daglega. Umsóknarfrestur er til 24. mars nk. Skrifstofustarf Fyrirtæki á Ártúnshöfða óskar að ráða starfskraft sem fyrst til allra almennra skrif- stofustarfa. Starfsreynsla í skrifstofustörfum er algjört skilyrði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 18. mars nk. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Ný staða á skrifstofu Dagvistar barna í Reykjavík Starf þjónustustjóra er laust til umsóknar. Þjónustustjóri verður yfirmaður þjónustu- sviðs, þar sem m.a. fer fram innritun í leik- skóla, almenn afgreiðsla, umsjón með dag- gæslu á einkaheimilum og gæsluleikvöllum. Viðkomandi þarf að hafa: • Góða almenna menntun eða sérmenntun, sem nýtist í starfi. • Þekkingu og reynslu í stjórnun og sam- skiptum. • Færni í tölvu- og upplýsinatækni. • Áhuga og kunnáttu til að leiða og skipu- leggja þjónustustarf stofnunarinnar. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem fást á skrifstofu Dagvistar barna, Tryggvagötu 17, sími 27277. Nánari upplýsingar um starfið veita Bergur Felixson, framkvæmdastjóri, eða Garðar Jó- hannsson, skrifstofustjóri, kl. 10-12 daglega. Umsóknarfrestur um starfið er til 24. mars. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 5888500 - Fax: 5686270 Símavörður Starfskraftur óskast nú þegar við símavörslu við dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð. Um er að ræða 85% starf. Tölvukunnátta nauðsynleg og einnig að viðkomandi sé lipur í umgengni. Nánari upplýsingar gefur María Gísladóttir, forstöðumaður, í síma 73633, milli kl. 10.00 og 12.00 virka daga.- Umsóknarfrestur er til 18. mars nk. Umsóknum skal skilað til skrifstofu dvalar- heimilis aldraðra, Seljahlíð, Hjallaseli 55, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar í föst störf og til sumarafleysinga á dvalar- og hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði, Snorra- braut 58. Um er að ræða morgun- og kvöld- vaktir. Nánari upplýsingar gefur Rannveig Þórólfs- dóttir, forstöðumaður, í síma 5525811 milli kl. 9 og 12 næstu daga. Umsóknum skal skilað til Droplaugarstaða á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Hárgreiðslu- kona/maður Hárgreiðslukona/maður óskast í 50% starf á dvalar- og hjúkrunarheimilið Droplaugar- staði, Snorrabraut 58, frá 1. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur Rannveig Þórólfs- dóttir, forstöðumaður, í síma 5525811, milli kl. 9 og 12 næstu daga. Umsóknum skal skilað til Droplaugarstaða á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra flugumferðarþjón- ustu Flugmálastjórnar er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á viðfangsefnum flugumferðarþjónustu, mjög góða kunnáttu í ensku, ásamt menntun og reynslu á sviði stjórnunar. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá Flugmálastjórn í síma 569-4100. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 31. mars 1995. Með upplýs- ingar um umsóknir verður farið samkvæmt ákvæðúm laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og stjórn- sýslulaga nr. 37/1993. ÖRYGGISÞJÓNUSTA Rafvirkjar - rafeindavirkjar Vegna aukinna verkefna leitar Öryggisþjón- ustan VARI eftir rafvirkjum eða rafeindavirkj- um til að vinna að fjölbreyttum og spenn- andi verkefnum við uppsetningu og viðhald öryggiskerfa. Skilyrði er að umsækjendur séu búnir með skólanám, en sveinspróf eða meistararéttindi eru æskileg. Leitað er eftir framtakssömum starfsmönn- um, sem geta unnið sjálfstætt á reyklausum vinnustað og hafa hreint sakavottorð. Starfsumsóknum sé skilað á eyðublöðum sem fást í höfuðstöðvum VARA, á Þórodds- stöðum við Skógarhlíð eða verslun VARA í Skipholti 5, til VARA í síðasta lagi 20. mars. Hér með auglýsa Akraneskaupstaður, íþróttabandalag Akraness og Knattspyrnufélag ÍA eftir rekstrarstjóra við íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum. Starfið felst í daglegri framkvæmdastjórn fyrir þessa aðila, starfsmannahaldi og mark- aðssetningu þeirrar starfsemi, sem fer fram á Jaðarsbökkum. Ráðið verður í starfið til eins árs til að byrja með. Upphaf starfstíma fer eftir samkomulagi þó í síðasta lagi 1. maí nk. Rekstrarstjóri íþróttamiðstöðvarinnar á Jað- arsbökkum verður ráðinn í 50% starf sem starfsmaður Akraneskaupstaðar og tekur hann, hvað það starfshlutfall varðar, laun samkvæmt kjarasamningi Akraneskaup- staðar og STAK. Í.A. og Knattspyrnufélag Í.A. ráða starfs- manninn í 50% starf samkvæmt nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veita: Bæjarstjórinn á Akranesi, s. 93-11211, Jón R. Runólfsson, formaður ÍA s. 93-14098, Skúli Garðarsson, Knattspfél. ÍAs. 93-13099. Umsóknum skal skila til undirritaðs á Kirkju- braut 28 Akranesi, fyrir miðvikudaginn 15. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.