Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hér heldur Pétur Pét- ursson áfram upprifjun sinni á valdsmönnum í viðskiptum o g blaðaút- gáfu fyrr á öldinni. ESS VAR getið í grein er Ijall- aði um eigendaskipti Morg- unblaðsins þegar stofnendur þess Ólafur Bjömsson og Vil- hjálmur Finsen seldu athafnamönn- um í kaupsýslustétt hlut sinn, að George Copeland hafi greitt hluta kaupverðsins í sterlingspundum. Georg Copeland fæddist í Edin- borg 1. ágúst 1873. Kona hans var Stefanía Olöf Rafnsdóttir Sigurðs- sonar skósmiðs í Reykjavík. Rafn skósmiður var framtaksmaður. Hafði m.a. reist stórhýsi í félagi við Magnús Benjamínsson úrsmið á mótum Austurstrætis og Vallar- strætis. Svili Copeland, Hjörleifur Þórðarson frá Hálsi. Börn þeirra Copelandshjóna voru Agnes May fædd 18. maí 1904 og David Rafn fæddur 29. maí 1906 bæði í Edin- borg. Guido Bernhöft minnist þess enn hve ungum mönnum þótti Ag- nes May fríð stúlka og renndu til hennar hýru auga er hún átti heima í Gimli við Lækjargötu á sinni tíð. David Rafn kom hingað til lands með breska hernámsliðinu 1940 og dvaldist hér um skeið. Það vekur furðu hve sagnfræðingar hafa verið tómlátir og virðast hafa sneitt hjá að rita um veldi Copelands og áhrif hans um áratuga skeið í athafna- og viðskjptalífi íslendinga. Fyrir- tækið Copeland & Berry, sem hefir aðsetur í Leith, fóstrar flesta þá kaupsýslumenn, sem eiga eftir að setja hvað mestan svip á umsvif í flestum greinum viðskipta. Ólafur Johnson, sonur Þorláks kaupmanns Johnsen, síðar stofn- andi Johnson & Kaaber, réðst í þjón- ustu Copelands & Beriys í Leith í marsmánuði 1899. Vann þar sem bókhaldari, en síðar á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík. Garðar Gíslason tók við starfi Ólafs hjá Copeland & Berry í Leith. Hann hvarf úr þjónustu Copelands og tók jafnframt með sér starfs- mann fyrirtækisins Hay að nafni og stofnaði með honum eigið fyrir- tæki. Þá má nefna enn einn athafna- mann úr hópi kaupsýslumanna, sem nam fræði sín í þjónustu Copelands í Skotlandi. Það var Ólafur Proppé. Allir áttu þessir lærisveinar Cope- lands eftir að verða meðeigendur hans í hlutafélagi kaupsýslumanna, sem keypti Morgunblaðið af stofn- endum þess, Vilhjálmi Finsen og Ólafi Björnssyni. Guðmundur Jóhannesson bróðir Alexanders Jóhannessonar rektors Háskólans er starfsmaður Cope- lands & Berrys. Ræðst hann þangað strax að loknu verslunarprófi. Helgi Guðmundsson, síðar bankastjóri Útvegsbankans starfar um langt skeið á skrifstofu Cope- lands í Reykjavík. Þar vinnur einnig systir Helga, Guðrún Reykholt. Sig- urður Þórðarson tónskáld og söng- stjóri er aðalbókari Copelands allan þriðja áratuginn, en hverfur svo til starfa hjá Ríkisútvarpinu er það fer saman, að félag Copelands verður gjaldþrota og Ríkisútvarpið byijar starfsemi sína. Fjöldi athafnamanna tengist físksölufélagi Copelands, sem oft var nefnt Copelandshringurinn. Fjöldi manna úr ólíkustu stéttum kann að greina frá athöfnum Cope- lands. Þeim mun furðulegra er að nafn hans skuii naumast að finna í bókum sagnfræðinga, sem ritað hafa um athafnir allt frá aldarbyij- un og fram að lokum þriðja áratug- ar. Hannes Kristinsson á Litlakaffi, nafnkunnur maður, sá sem átti flestar greinar í blaði Odds Sigur- geirssonar „Ilarðjaxli", minnist þess er faðir hans, Kristinn, fékk vinnu við að leggja stakkstæði, sem Edinborgarútgerðin lét leggja við Barónsstíg og nefnt var Sjávar- borgarstakkstæði. Sextán aurar var tímakaupið sem Kristinn fékk gold- ið. Fyrir það var hægt að kaupa þá hálft kíló af gijónum og tvo eld- spýtustokka að auki. Margir kunnir framtaksmenn áttu hlut að Sjávarborg. Árið 1908 gengur Gísli Johnsen konsúll í Vest- mannaeyjum í félag við Copeland & Berry í Edinborg. Markmið fyrir- tækisins, Sjávarborgar hf., var að framleiða fyrsta flokks vöru fyrir Spánarmarkað, en talið var að það væri fiskur veiddur á handfæri. Gísli Johnsen segir félagið hafa keypt allan útveg Geirs Zoéga í Reykjavík og Ágústs Flygenrings í Hafnarfirði. Félagið varð um tíma eitt stærsta útgerðarfélag á land- inu. 12-15 kútterar voru í eigu þess. Að lokum fór þó svo að kútter- ar þokuðu fyrir stærri veiðiskipum og voru þeir seldir til Færeyja. 1 Keflavík er verslun Edinborgar- manna umsvifamikil. Þar var sung- ið um skoska verslunarfélaga Ás- geirs Sigurðssonar. Jón Guðmunds- son, skáldmæltur Keflvíkingur, kveður brag, sem hann nefnir „Lýs- ing Keflavíkur 1906“: „Og gangir þú um Grófarhyl, greitt án sorgar, ég veit þú eflaust ætlar til Edinborgar. Það er ósköpin öll að fá, ekkert cherri, en kramvaran er komin frá Copeland Berrí. Geir Sigurðsson skipstjóri var einn sex skipstjóra er sendir voru til Bretlands haustið 1900 til þess að sækja sex þilskip á vegum Edin- borgarverslunar. Skip það sem Geir siglir heim ber nafn eiginkonu Ás- geirs Sigurðssonar, Millý. í Sjómannasögu Vilhjálms Þ. Gíslasonar er Georg Copeland að góðu getið segir VÞG að hann hafi beitt sér fyrir ýmsum nýjungum. Stytt vinnutíma í verslunum og bætt kjör. Gildi gluggaauglýsinga kunni Copeland vel að meta því hann beitti sér fyrir gluggaskreyt- ingum Edinborgarverslunar. Hjalti, bróðir Ásgeirs Sigurðssonar, mun einnig hafa verið hugkvæmur aug- lýsingamaður. Vert er einnig að muna forgöngu Copeland og Edin- borgarmanna í auknum peninga- greiðslum, sem breyttu með ótví- ræðum hætti viðskiptakjörum og losuðu af klafa vöruúttekta. Copeland keypti tvær jarðir í Kjósinni: Háls og Laxárnes. Veiði- réttindi í Laxá heyrðu undir jarðim- ar. Auk þess gerði hann samninga við bændur, sem áttu land að ánni, og átti hann að hafa veiðiréttindi í henni í langan tíma samkvæmt samningnum. Er Copeland varð gjaldþrota lenti eignin hjá Útvegs- bankanum. Árið 1932 seldi bankinn kunnum framtaksmönnum eignirn- ar. Egill Vilhjálmsson bifreiðasali var einn þeirra. Margar sögur eru um ferðir Copelands í Kjósina. Sigurbjörn Þorkelsson segir frá kappreið Hjalta konsúls og hvatningarorðum Cope- lands til Skjóna, en það var hestur hans er Hjalti hugðist handsama til þess að flýta för sinni. Copeland fór sjóleiðina og fylgdist með ferð- um Hjalta, sem kvaðst vera leiður á mótorkoppum og kaus að fara landleiðina. Copeland kallaði til Skjóna síns og hvatti hann: „Stattu þig Skjóni minn, og láttu kallinn ekki ná í þig.“ En svo fór að Hjalti náði Skjóna. „Ég skal drepa þig bölvaður reiðfanturinn þinn,“ hróp- aði Copeland þá að Hjalta. Það stóðst á endum að þeir Hjalti og Copeland komu jafnsnemma að Neðra-Hálsi. Dáðist Sigurbjörn, sem var með í förinni að prúð- mennsku Copelands, sem nú var runnin reiðin og var glaðvær og prúðmannlegur og bjuggust þeir félagar Hjörleifur svili Copelands og Sigurbjörn við því að þeir Hjalti og Copeland „færu brátt að faðm- ast er þeir ræddu af miklum inni- leik væntanlegan veiðiskap.“ Þetta voru ekki fyrstu kynni Hjalta og Copelands. Guðmundur Hagalín segir frá samstarfi þeirra í bók sinni um Eldeyjar-Hjalta. Copelandshringurinn hafði mikil umsvif að lokinni fyrri heimsstyij- öld. Taldi Copeland að heppilegt væri að eignast flutningaskip í stað þess að leigja farkost til fisk- og saltflutninga. Spurði Copeland Hjalta hvort hann vildi ekki fara til Bandaríkjanna og gera samning um smíði tveggja skipa. Hjalti hafði ásamt Jez Zimsen (sem einnig var í hópi Morgunblaðshluthafa) mynd- að svokallað íslandsfélag, sem gekk til samstarfs við Copelandshring- inn. Hjalti ferðaðist víða um Banda- ríkin vegna fyrirhugaðra skipa- kaupa. Hafði með sér stórfé frá Copeland. Lagði það inn á banka í New York. 280 þúsund dollara hafði hann með sér til skipakaupanna. Svo fór þó að ekkert varð úr þeim. Hjalti sendi því Copeland peningana til Englands. Vildi Hjalti að samið væri við Þjóðveija um smíði skip- anna. Þá sagði Copeland: „Það get ég ekki sem Breti.“ Sat hann við sinn keip þó stríðinu væri lokið og varð ekki haggað. Það má kalla það glettni örlag- anna að raunar telst Copeland hafa greitt götu Cables með tillögu sinni um að íslendingar semdu milliliða- laust við Breta um íslenskan fisk. Sú uppástunga varð til þess að Copeland var falin forganga í þeim málum. Ludvig Hjálmtýsson, kunnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.