Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 B 5 verkefnisins nú. Við erum hins vegar sammála um að ég er að vinna þetta verk eftir mínum leiðum, samkvæmt mínu frumkvæði en kirkjan er bak- hjarl, sem veitir þann stuðning, sem tiltækur er. En tíminn er að hlaupa frá okkur og við því verður að bregð- ast með einhveijum ráðum,“ segir Erlendur ákveðinn. Margmiólunartækni þrautnýtt Miðað við lengd og framsetningu telur Erlendur myndina henta inn í ákveðið mynstur í sjónvarpi erlendis, jafnframt því að veita áhorfendum hér heima möguleika á að njóta verksins á tjaldi. Stóri markaðurinn í huga hans er þó dreifing innan þeirri tækni sem kennd er við margmiðlun. Þegar hlutarnir þrír yrðu tilbúnir, myndu þeir verða gefn- ir út á geisladiskum með allri vinn- unni og heimildunum sem liggja að baki. „Þá yrði búinn til meiriháttar gagnabanki sem ekki yrði bundinn okkur, heldur allri Evrópu. Vakni t.d. spurningar um trúboðið sem íjallað er um í verkinu, gæti áhorf- andi sótt allar upplýsingar um nei- kvæða og jákvæða þætti trúboðsins í gegnum aldirnar, hveiju því hefur komið til leiðar og oft grimmileg átök ólíkra menningarheima sem mætast við trúboð og trúarskipti. Hafi fólk áhuga að kynna sér dóme kirkjur, sögu þeirra og tilgang eða listaverk innan þeirra og utan, sæk- ir það sér þær upplýsingar sem hug- urinn girnist. Ég ímynda mér líka að hver saga gæti orðið afmörkuð fjármögnunar- eining. Með því að btjóta verkið þannig upp í afmarkaðar einingar sé ég fyrir mér að hægt verði að hrinda því í framkvæmd. Taka eitt fyrir í einu. I eðli sínu er verkefnið ekki söluvænlegt en ef tekst að styrkja hið algilda í hinu sértæka, draga fram hið sammannlega, stef sem hafa eilíft gildi, þá trúi ég því að verkið muni höfða til fólks og geti dregið þá að sem eiga peninga og áhugi skapist á að sýna það er- lendis, til dæmis hjá nágrannaþjóðum okkar. Ein sagan fjallar um dýriinginn, sem mér fínnst að kaþólska kirkjan á íslandi þyrfti að leggja lið. Önnur saga ijallar um pílagríminn “og þá væri æskilegt að Italir og sérstaklega Vatíkanið í Róm legði henni lið. í sögunni „Fylgið mér“, um fátækra- flokk Guðmunds biskups, langar mig að gerast svo djarfur að kanna hvort Fransiskanareglan hafí möguleika á að koma til aðstoðar. Og sagan um klaustrið kallar sömuleiðis á spum- ingar um hvort að Benediktsreglan, sem var ein aðal klausturreglan á íslandi, geti lagt okkur lið. Svona mætti lengi telja. Síðan kæmi dreifíngin á geisla- disknum, sem ég sé fyrir mér að myndi falla í fijóan jarðveg á þeim gríðarlega markaði sem hinn kristni heimur er. Kristnir söfnuðir eru ótelj- andi og sömuleiðis minjagripaversl- anir við kirkjur og kirkjulistasöfn, sem selja myndbönd, bækur, geisla- diska o.s.frv. Mér finnst að myndim- ar eigi erindi þangað, því að þær fjalla um grundvallaratriði kirkju og kristni og með útgáfu þar sem haf- sjór upplýsinga að baki hverri sögu fylgir með, er ég viss um að eftir- spurnin yrði næg.“ Þjáning, kærleikur og peningar En hver er kjami þessa draums sem Erlendur leggur slíkt ofurkapp á að rætist. Hann segir einfaldast að segja að verkefnið snúist um kjarna trúarlífs, skoðað út frá sjónar- hóli peninganna. En svo einfalt er málið ekki. „Nær sanni væri að hugmyndin leitist við að fjalla um kjama krist- innar trúar með því að tengja saman þjáninguna, kærleiksboðskapinn og vald peningana í eitt grundvallar- stef. Samheiti þessa gæti verið Rík fátækt. Verkið á að sýna tilbrigði við þetta stef á ýmsum tímum í sögu kristindómsins. í því sambandi á það að styðjast við þætti úr 1000 ára sögu kristni á íslandi, þar sem hið sérstæða tjáir hið algilda. Á þennan hátt vil ég sýna fram á hvernig þján- ingin, kærleikurinn og peningarnir tvinnast saman á hinum ýmsu tímum í þróunarsögu kristninnar, með mis- munandi formerkjum eftir aldarhætti hvers tíma.“ Erlendur kveðst nálgast verkefnið út frá sjónarhóli hins leitandi manns og sýn hans á tilveruna með sérstöku tilliti til kristinnar trúar og efnis- hyggju nútímans. Við lestur fyrstu handritsdraga, læddist sá grunur að blaðamanni, að kristilegi boðskapur- inn stýri í raun atburðarásinni oft á tíðum. Nærtækt er því að spyija Erlend, hvort hann óttist ekki að boðskapurinn sligi dramatíska fram- vindu verksins? „Ég óttast allt í þessu sambandi og sú hætta er vissulega fyrir hendi. Ég veit líka af vandanum sem er samfara því að koma þeirri hugsun til skila í hveiju tilviki, sem maður ætlar sér í dramatískri frásögn. Það getur verið erfítt að fínna skýra lausn á þessum vanda. Tilfínning er kjami allrar góðrar kvikmyndalistar, því að formið er miklu sterkara á sviði tilfinninga og dramatíkur heldur en á vitsmunasviðinu. Þess vegna er öll heimspeki, guðfræði eða saga hættu- legt umfjöllunarefni í kvikmynd. Efn- ið í Ég er er kannski heimspekilegt í sjálfu sér, en ég treysti þó ekki síður á þá tilfinnningu og andrúm sem mér finnst að efnið ætti að skila. Ef boðskapurinn sligar framvindu verksins er ég hins vegar á villigötum en ég neita því ekki að ég vil að verkið sé í kristinni tóntegund, tilefn- ið kallar á það og við eigum svo mikið spennandi ógert í að nýta okk- ur í kvikmynda þann myndlistar- og táknmálsarf sem kirkjan hefur skap- að í aldanna rás. Myndasögur á veggjum miðaldakirkjunnar voru t.d. kallaðar biblía hinna fátæku og ólæsu. Þær myndu vera kallaðar „story board“ í dag, eða lokastigið í handritsgerð, þegar hver mynd- rammi er teiknaður upp fyrir mynda- töku. En þeir skildu táknmálið." Erlendur kveðst næstum hafa fundist að hinir ítölsku Taviani bræð- ur hafí stolið af sér glæpnum með nýjustu mynd sinni, Fiorile, sem nú er sýnd í Háskólabíói, en bara næst- um. „Þeir fást við peningastefið og kærleikann í fjórum sögum, sem spanna 200 ára tímabil, en sem bet- ur fer þá er tóntegundin í þeirri mynd allt önnur. Það breytir öllu.“ Hin mikla krafa Einkum vekur áhuga Erlends hin mikla krafa kristindómsins í garð þess sem vill geta kallast kristinn, og hvernig svo til ómögulegt er að verða við henni. „Maðurinn hefur glímt við þessa kröfu í tvöþúsund ár með margvíslegum hætti og sú glíma er sannaríega dramatísk. Ef vel tekst til á verkið að endurspegla þessa tilraun mannsins á öllum tím- um til að taka sjálfan sig í gegn, taka framförum og reyna að verða fullkominn eins og Kristur trúði að hann gæti orðið. Ég stend frammi fyrir því að skerpa þessa grunnhugs- un enn frekar í sögunum og lokka fram dramatíkina sem felst í að sjá hvemig manninum gengur að kljást við sjálfan sig. Hann virðist alltaf vera leiksoppur peninganna, sem eru einskonar birt- ingarmynd egósins. Þá er stutt í græðgina og spillingu eða óheilindi önnur, því að viðmiðið sem stjórnar gjörðum manna er sjálfhverft. Meg- instef verksins er því umhugsunin um peningana, auk þjáningarinnar og kærleikans. Ekki peninga í hvers- dagslegum skilningi, heldur í víðum skilningi. Peningar eru vandamál við útfærslu sannleikans, í þessu tilviki kristindómsins. Kristur fjallaði heil- mikið um auðinn og peningana og talaði um að enginn geti þjónað tveimur herrum, en samt vitum við að það hefur reynst ógerlegt að kom- ast áfram í heiminum nema með peningum og útbreiðsla boðskaps Krists er háð peningum. Á sama tíma geta peningar hreinlega unnið gegn boðskapnum. Ég skoða þessa viðleitni á ýmsum skeiðum sögunnar og þegar komið er til nútímans, er ljóst að maðurinn er alltaf á byijunarreit. Hann er allt- af að kljást við sama vandann, þ.e. sjálfan sig. Hver og einn einstakling- ur verður í raun að bytja á byijun- inni hvað áhrærir að ná tökum á sjálfum sér og öðlast þann andlega þroska sem stefnt er að. I þessu samhengi fínnst mér at- hyglisvert að átta sig á að hugsun sem var skrásett fyrir nær 1000 árum á íslandi og nær 2000 árum í Mið-Austurlöndum, skuli búa yfir eilífu gildi. Menn nútímans eru af- skaplega mótaðir af tækniheiminum sem þeir búa í, þar sem allir hlutir eru undirorpnir stöðugum breyting- um og þróun, nýjunganna vegna. Lífsgæðin aukast stöðugt 'og há- skólamenntað fólk ræður sig til starfa hjá framleiðendum munaðar- varnings. Það tekur þróunina í arf, eykur við hana frá því sem er orðið og síðan hefur fólk tilhneigingu til að samsama sig þessum tækjum. Maður og bíll verða eitt. En þegar þetta er skoðað frá öðru sjónarhorni sést að hver og einn þarf stöðugt að uppgötva sannleikann upp á nýtt. Mióar hœgt - Heimsmynd krístinnar trúar og framköllun kirkjunnar á henni mið- ast við ákveðnar forsendur sem hug- myndafræði seinni tíma dregur ósjaldan í efa. Telur þú í lok árþús- undsins þörf á að endurmeta þau 'gildi sem trúarbrögðin byggja á, til að steypa nýja kjölfestu fyrír samfé- lagið? „Einn megintilgangur verksins er að sýna fram á hversu hægt mannin- um miðar á hinni andlegu eða trúar- legu braut. Þessi hægagangur tekur á sig ógnvekjandi svip í nútímanum, þegar sú staða er komin upp að maðurinn ber ábyrgð á að tortíma ekki sköpunarverkinu og sjálfum sér um leið. Samkvæmt þessari nálgun er sýnt fram á að kristindómurinn hafi mikilvægara hlutverki að gegna í heiminum heldur en nokkru sinni fyrr. Myndin er með öðrum orðum um hina eilifu viðleitni mannsins, til að útfæra andlegan veruleika í heimi hversdagsleikans, heimi efnisins. Hvernig hann reynir að knýja sjálfan sig jafnt sem söguna áfram á leið til fullkomnunar, sem er í samræmi við trú Jesú Krists á möguleika mannsins til að verða fullkominn. Þessari viðleitni miðar eins og áður segir ógnvekjandi hægt, svo mjög að nútímamaðurinn getur spurt sjálf- an sig hvort svo kunni að fara að myrkrið nái yfirhöndinni og gleypi ljósið. Stóra bakgrunnshugsunina hjá mér er nauðsyn þess að kærleikurinn eða guðsríki verði ofan á. Að ljósið vinni með einhveijum hætti bug á myrkrinu til að tryggja að mannkyn- ið fari sér ekki að voða, þvi að við erum óneitanlega byijuð að krukka í sköpunarverkið með ýmsum hætti, oft óhugnanlegum." Erlendur kveðst telja að-líkt og myrkið ógni ljósinu í kristilegum skilningi, megi segja að hversdags- heimurinn þar sem peningar ráða ríkjum, sé stöðug ógnun við heim andans. Í síðarnefndu veröldinni sé eini raunverulegi mælikvarðinn sá að ekkert sé of dýrt eða of vel gert sem unnið er guði til dýrðar. „Hin dramatíska, óleysanlega mótsögn verksins byggist á þeirri túlkun að peningaheimurinn verði ekki sniðgenginn, þótt afneitun hans sé ein af forsendum þess að maður- inn geti orðið aðnjótandi andlegs veruleika á borð við kærleiksboðskap Krists. Þessi túlkun byggir á þeirri sannfæringu að til að skapa t.d. þá Mér finnst að þjóðin eigi að gefa sér afmælisgjöf í tilefni aldamóta, sem þjón ar tvöföldum tilgangi: Annars vegar að vera sjálfsmynd þjóðar og hins vegar hluti af rannsókn á glímu mannsins við sjálfan sig í gegnum aldirnar, í leit að fullkomnara mannlífi. kvikmynd sem um ræðir, þurfi að vísu mikið fé, en ef peningar eiga að ráða ferðinni deyr verkið. Yfir- vinna þarf vald peningaheimsins og láta kærleika i garð verksins ráða ferðinni." - Á einum stað í handritinu vitn- arðu til þeirra urnmæla John Ro- berts, höfundar Sigurs Vestursins, að kommúnisminn sé í senn af- sprengi iðnbyltingarínnar og kristin- dómsins. Ef aldarsagan er skoðuð má sjá að fasistar héldu verndar- hendi yfir kristinni kirkju, einkum kaþólskri, um leið og þeir réðust á önnur trúarbrögð, en kommúnistar úthýstu krístindóminum ásamt öðr- um trúarbrögðum. Stjórnmálaflokk- ar sem kenna sig við krístið gildis- mat eru óteljandi í heiminum í dag. Má segja að sá maður sem velji að feta stíg kristninnar, sé samtímis að velja pólítíska lífsleið? „Kannski á einhveiju sviði, en ég held að í grundvallaratriðum sé krist- indómurinn svo byltingarkenndur og krafa hans svo stór, að hann er raun- verulega aldrei útfærður. Það hefur ætíð truflað mig hvað mér hefur fundist kirkjan umburðarlynd og hvað hún hefur á stundum gert litlar kröfur til manna sem kalla sig síðan kristna. Á móti kemur sú hætta að krafan þróist út í ofstæki og alls kyns geðveiki, sem er ekki eftirsókn- arvert heldur. En ég hef aldrei sætt mig við að menn geti talist kristnir án þess að nokkuð sérstakt hafi gerst. Börn eru fermd án nokkurrar tryggingar fyrir því að frá því þau voru óvitar í vöggu, hafi eitthvað gerst sem bendi til að þau séu fær um að staðfesta skírnina. Eins að menn geti farið í háskóla, numið guðfræði og vígst til prests án þess að nokkur krafa sé gerð um að þeir hafi orðið fyrir hugljómun og geti leiðbeint öðrum. Þeir sem taka að sér leiðbeinenda- hlutverkið, þurfa einhvern veginn að komast hraðar um til að kenna Orð- ið sem þeim er falið. Stundum finnst mér að kirkjan þurfí að útbreiða ein- hvers konar andlega líkamsrækt, sem geri trúarlífinu svipað gagn og til dæmis hlaup líkamanum. Tækni til að auðvelda mönnum að fínna kyrrð, sem er ekki síst mikilsvert á íslandi þar sem tíðkast aðallega tylli- dagakristindómur. Án þess að ég vilji gera lítið úr mikilvægi þess að komast í hátíðarstemmningu, njótum við oft frídaganna sem fylgja kristin- dóminum án þess í raun að hugleiða ástæðurnar að baki. Mér fínnst þetta ekki nóg, en viðurkenni þó að það getur tekið alla ævi að öðlast það sem við köllum trú. Á þessum timum, skömmu fyrir mót alda og árþúsunda, gætir þó aukinnar trúarþarfar í allmiklum mæli, segja mér prestar. Stór afl- gjafi í þessum efnum eru tvímæla- laust þessi merku tímamót, eins og sést ágætlega á öllum þeim hræring- um sem urðu hér og annars staðar í hugsun manna fyrir seinustu alda- mót. Manni virðist að hin ándlega veröld knýji nú dyra.“ Þegar eillhvaö gerist Talið berst að trúarþörfínni sem birtist í mynd nýaldarkuklsins og á annan hátt, og sú spurning vaknar hvort að maðurinn þarfnist trúar og í raun trúarbragða. Hvort að þeir þættir sem maðurinn leitar eftir í trú, séu ekki til staðar í t.d. ákveðn- um myndum listarinnar? Erlendur viðurkennir að hafa ungur verið þeirrar skoðunar að eðliskostir trúar- bragða væru allir til staðar í ein- hverri annarri mynd hingað og þang- að; í tónlist, myndlist og skáldskap. Og sennilega séu listir og trúarbrögð vaxin af sama meiði. Rætur trúar- þarfarinnar séu þó líklega flóknari og liggi dýpra. „Ef við hugsum um atburðina í Súðavík, þá vitum við að þær stund- ir renna upp að maðurinn er skyndi- lega nakinn á jörðunni og hefur misst allt. Ævistarfi og ástvinum er sópað burt á einni nóttu,“ segir Erlendur. „Þá er óvíst að spurt sé hvort hann þarfnist trúarbragða, heldur er það kannski frekar svo að eitthvað gerist með manninum sem breytir allri sýn hans á lífið. Sár reynsla af þessum toga, sem maður heimfærir upp á þjáninguna, er svo stór í sniðum að menn ráða ekki við hana einir og sér og leita þá út fyrir sjáifa sig. Ekki aðeins íbúar Súðavíkur, heldur þurftum við og þurfum öll að vinna úr þessari reynslu og það gerum við með því að taka hana inn á okkur og opna þeim krafti leið sem hugsanlega er hægt að virkja við þessar aðstæður. Geri viðkomandi það ekki, örvæntir hann. Samlíðun tengist þessu, því hún er okkur eiginleg og jafngildir mennsku. Hverfí þessi mennska, er maðurinn ómennskur og þá er illskan gjörsamlega búin að ná tökum á sálinni. Um þetta fjallar Heimsljós Laxness kannski að nokkru leyti." - Ertu sjálfur trúaður? „Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem trúarlega þenkjandi mann, en á ungdómsárum mínum tók ég enga sérstaka afstöðu til kristni og þegar ég hóf að hugsa um þessi mál, var ég frekar upp á kant við hana. Mér fannst eins og eitthvað væri fráhrind- andi við kristindóminn eða ef til vill kirkjuna. Ég sagðist aðhyllast búddhisma á árunum eftir tvítugt og sérstaklega afstöðu hans til helgi- siða. En eftir því sem ég hef fengist meira við íslandssöguna, sem hefur komið talsvert í minn hlut, hefur þetta viðhorf breyst um margt. Eitt- hvað hef ég líka smitast af konunni minni sem hefur starfað að útgáfu biskupasagnanna. Kynni mín af kirkjuumhverfínu á Italíu og víðar bera einnig ábyrgð á að hugsunin um trúarbrögðin fóru að geijast í mér. Þetta verk ber þó höfuðábyrgð á að gera mig smám saman trúaðri, því það er sífellt að tuska mann til og ala upp. Verkefni á borð við Ég er mótar mann, því verk um kristna trú krefst þess að höfundur viti um hvað hann er að tala. Leiðin liggur þar af leið- andi á vissan hátt í gegnum trúna á verkið, sem er nauðsynleg. Ekkert sem ég hef upplifað á lífsleiðinni hefur farið eins langt að gera mig að kristnum trúmanni." Erlendur nefnir í því sambandi eina setningu í bibliunni, sem honum þyki afar merkileg; „guðsríki er í nánd“ og þá er átt við innra með manninum. „Ég hef tilhneigingu til að svara spurningu þinni á þann hátt, að ég sé á leið til trúar. Ég held að ég sé ekki einn um þá skoð- un, því margir eru eins konar píla- grimar, á leið til og í leit að rótunum." Minnsti bróöirinn Hann minnir á að samfélagið er um margt mótað af hugsjónum kristninnar, svo sem velferðarkerfið. „Innan um eru hins vegar alls kyns ófreskjur eins og ofbeldið og hin undarlega sj álfstortímingarstefna eiturlyfjanna, sem er hrópandi móðg- un við lífið. Ég held að ef að einhver hvati væri til að við tækjum inn á okkur kjarnann í kristnum boðskap, gæti það haft eitthvað gott í för með sér fyrir hönd mannkyns og jarðar- innar, því að allt stefnir þetta því miður á verri veg. Mér finnst til dæmis ólíðandi að þurfa að horfa upp á hungrið og eymdina sem heimurinn geymir. Við okkur blasir hvarvetna misskipting auðsins í heiminum og meðferðin á jörðinni sem er afleiðing tæknimenn- ingarinnar. Osjálfrátt verður manni hugsað til lýsingar Krists, þegar hann segir: „Sannarlega segi ég yð- ur, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér. Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það háfið þér ekki heldur gjört mér.“ Þetta er sterk uppstilling og kannski sú sem á best við í dag. Margir segja að stíga þurfi á brems- una og breyta um hugsunarhátt og stefnu. Menn sjá ekki að slíkt gerist nema með leiðsögn trúarleiðtoga og allt í einu er trúin farin að hafa mikilvægt gildi í þessu sambandi, sem tæki til að reyna að hafa áhrif á gildismat og hugsun manna. Þessi hugsun hefur auðvitað alltaf verið til staðar, en mér liggur við að segja að hún spretti nú fram und- ir einhvers konar dómsdagsógn. Þekking okkar er orðin jafn öflug og raun ber vitni og því gæti dóms- dagur verið miklu nærtækari en nokkurn tímann áður. Við erum komnir í þá stöðu að vera samverka- menn guðs í því að skapa heiminn, því að heimurinn er væntanlega enn í stöðugri sköpun. Guð er enn að skapa heiminn segir Sigurbjörn Ein- arsson í Haustdreifum, og ég vil taka undir þau orð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.