Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Ólafur Magnússon UR sýningii Reykjavíkurannáls á „Haustrigningum", revíu. Tritill Túkalls leikinn af Tryggva Magnússyni í „Edinborg". Trítill söng og flutti gamanmál um Morgunblaðið og ritstjóra og eigendur þess. Tryggvi er lengst til hægri. Hinir leikendurnir eru Rósa ívars, Þórður Þórðarson læknir og Gunnar Bjarnason verkfræðingur. Ljósmyndirnar úr Myndadeild Þjóðminjasafnsins. COPELANDSHJÓNIN í fjórhjólalystikerru í Englandi. Oscar Clausen rithöfundur segist muna eftir slíkri kerru í eigu Copelands er hann var búsettur í Reykjavík. borgari í Reykjavík, var um skeið lyftuvörður í húsi Jóns Þorlákssonar borgarstjóra. Flutti hann þá Cope- land milli hæða þar sem skrifstofur Einkasöluhringsins voru til húsa. Oft bregður fyrir nafni Copelands í umræðum um óskyldustu efni. í máli Ólafs Friðrikssonar vegna rússneska drengsins Nathans Friedmanns, segir Ólafur að ekki hefði Nathan verið vísað úr landi ef Copeland væri fósturfaðir hans. í umræðu um veldi Copeland og tengsl fiskhringsins . við íslands- banka er kastað fram stöku: Alla þorska gleypt hann gat en gæti melt þá betur ef hann svo í eftirmat íslandsbanka étur. Copeland mun hafa hagnast vel á fisksölunni um skeið. Hann hafði á sínum tima stungið upp á því að íslendingar semdu sjálfir við Breta, án milligöngu Dana. Það átti eftir að koma honum í koll. Eric Cable varð allsráðandi. Thor Jensen segir frá því að bandamenn, sem keyptu fisk af íslendingum (Copelands- hringnum) fyrir lágt verð, sem þeir ákváðu sjálfir hafi nú farið að bjóða íslenskan fisk á Spáni. Kveður svo rammt að því að þeir undirbjóða íslendinga í markaðslöndum. Út- flutningsnefnd, sem stjórnin hafði skipað ritar harðort bréf og segir um þvinganir bandamanna: „En oss finnst nú vera farið að kasta tólfun- um, þegar þessi ódýri fiskur er hafður til þess að eyðileggja sölu á þeim eftirstöðvum, er vér höfum til sölu á öðrum mörkuðum.“ Sé flett þingtíðindum má um margt fræðast um starfsemi Cope- landshringsins. Þar er dijúgt við- fangsefni fyrir fræðimenn, sem vilja kynnast atvinnu og viðskiptasögu. Og fræðast um gróða, en ekki síður fjárhagsleg áföll, sem þessi erlendi maður varð fyrir. Hann, sem fyrst- ur hafði lagt fram gildan sjóð til kaupa á Morgunblaðinu er stofn- endur þess neyddust til þess að selja það er þeim var hótað hörðu af fjársterkum kaupsýslumönnum. Vilhjálmur Finsen segir frá ferli Copelands í bók sinni „Alltaf á heimleið": „Copeland gerðist rnikill saltfiskútflytjandi. Það gekk vel í nokkur ár. En svo varð einu sinni eitthvert óhapp með fiskfarm til Ítalíu. Tapið var óskaplegt. Annað óhapp kom líka fyrir hann í við- skiptum hans og nokkurra Islend- inga, sem með honum voru í þeim viðskiptum og nú hætti íslands- banki lánveitingum. Copeland varð að hverfa frá öllu. Þegar hann koma aftur til Bretlands, settist hann að í London og opnaði þar tóbaksbúð. Og er sagt að reksturinn hafi geng- ið vel.“ Kafli Vilhjálms Finsens, stofn- anda Morgunblaðsins, er fáorður, en kjarnyrtur þegar hann ijallar um nauðungarsölu þeirra félaga á Morgunblaðinu, sem var „hjartans barn“ hans í „hendurnar á kaup- mönnum í Reykjavík". „Ég var eins og halaklipptur hundur þegar búið var að ganga formlega frá þessu,“ sagði Vil- hjálmur. Um áhuga kaupsýslumanna segir Vilhjálmur að þeir hafi ekki bara viljað selja Islendingum vörur. Þeir vildu líka hafa pólitísk áhrif og ná þeim tökum með blaðaútgáfu. Bar- áttan um yfirráð fjölmiðla er enn háð af miklum krafti, eins og ljóst er af fregnum. Orrahríð og átök, sem fram fara á þeim vettvangi minna um margt á fyrri tíð. Ef framhald verður á frásögnum kem- ur margt áhugavert og skemmtilegt í ljós. í revíu, sem Reykjavíkur- annáll sýndi haustið 1925 og nefndi „Haustrigningar", leggja ungir Reykvíkingar sig fram um að skop- ast að atburðum, sem efstir eru á baugi í stjórnmála- og bæjarlífi. Það er athyglisvert að þar leggjast á eitt góðir félagar, sem einhvern tíma ævinnar voru í þjónustu Morg- unblaðsins. í söngtexta, sem fjallar um Morgunblaðið mun verðandi rit- stjóri Speglsins hafa lagt til efni. Hann átti eftir að verða prófarka- lesari Morgunblaðsins, Páll Skúla- son. Lagið sem sungið er „A minni tíð var Moggi greyið mesta sóma- blað“ er eftir Emil Thoroddsen, sem var tónlistargagnrýnandi Varðar og Morgunblaðsins. Og gamanleikarinn góðkunni, Tryggvi Magnússon, var stafsmað- ur Edinborgarverslunar, þar sem hluthafar Morgunblaðsins og áhrifamenn stýrðu starfi. Tryggvi lék Trítil Túkalls, sem nefndur er í leikskrá: Marghleyptur listamað- ur, seinna pólitískt neyðarúrræði." Þorsteinn Gíslason ritstjóri, sem um skeið var stjórnandi blaðsins og áhrifamaður hrósaði sér af því að hafa ráðið Engilbert Hafberg aug- lýsingastjóra Morgunblaðsins. Haf- berg rak Tóbakshúsið í Austur- stræti. Þar vann ung og falleg stúlka á sinni tíð, Ása Sigurðardótt- ir móðir Hannesar Hafstein sendi- herra. Hafberg veitti viðtöku aug- lýsingum í Morgunblaðið. Trítill Túkalls segir: Þá var ég nú fallega blankur, þegar Hafberg keypti mig með einum kaffibolla og tveim há- öldruðum vínarbrauðum til að hnoða þessum íjanda saman. Digrari engin dagbók er danskra blaðahringa, en danska Mogga dagbók hér dagbók auðkýfinga. Höfuudur er fyrrverandi útvarpsþulur. SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 B 9 AUGLÝSING Úthlutun styrks úr Menn- ingar- og framfarasjóði Ludvigs Storr Nýlega var úthlutað styrk úr Menningar- og framfa rasjóði Ludvigs Storr. Til gangur sjóðsins er sam- kvæmt stofnskrá: Að stuðla að framförum á sviði jarðef- nafræði, bygg ingariðnaðar og skipa smíða." Úthlutað var styrk að upphæð 2 milljónum króna til smíði á frumgerð GECA-pressu. Þeir sem standa að þessu verkefni eru verkfræðingarnir Edgar Guðmundsson, Kristján Már Sigurjónsson, Pálmi R. Pálmason og Sigurður Sigfússon, auk tveggja finnskra verkfræðinga og sérfræðinga í fram leiðslu sementsbundinna spó- naplatna. Samstarfshópur inn telur að hugmyndin feli í sér mikla möguleika fyrir uppbyggingu og þróun á sviði véla- og byggingariðnað ar á íslandi. Þeir lýsa verkefninu eftirfarandi: Markmið: Finna upp einfalt og ódýrt byggingarkerfi, sem gæti orðið samkeppnishæft á mörk- uðum í miðlungs þróuðum og vanþróuðum ríkjum, enda falli kerfið vel að tækni og verkkun- áttu sem flestra þjóða. ( kjölfarið fylgi svo út flutningur íslenskrar tækni þekkingar og framleiðslu ásamt þróunarvinnu, markaðs- og sölustarfsemi. Grunnhugmyndin: Að þróa verksmiðju til þess að fram leiða ódýr smáhýsi. Hin svo nefnda GECA lausn er sára einfalt bygg- ingarkerfi, byggt á holplötu- einingum úr trjákurli eða úr- gangsjurtaleifum og blöndu af sementi og vatni. Blandan er sett í sérstaka GECA pressu og samtímis pressuninni er blandan hert með þvf að nota CO2 (koldíoxíð). Herslan tekur að eins 4 til 5 mín. þareð koldíoxíð inu verður þrýst inn i efnablönd una. Venjubundin hersla þessara efna tekur hins vegar 8 til 10 klst. Holplatan verður steypt í sér- stakri kjarnapressu. í reynd verður um að ræða tvær press- ur: - Lárétta flatarpressu, sem sam- tímis getur pressað bæði ofan og neðan frá, og - Kjarnapressu, sem hráefnið umlykur, og sett er milli flata ytri pressunnar. Sérstaða kerf- isins er fólgin í þessari kjarna- pressu. Holplatan: Hver plata verður 2,4 x 6 m, 200 mm þykk, úr tveimur samsíða 20 mm þykkum plötum sem tengdar eru 20 mm þykkum þverveggjum á 400 mm bili eftir endilangri plötunni. Allt verður þetta steypt í einu lagi og þannig að normalásar", jafnt í ytri flötum sem í þverveggjum holplötunnar, haldast óbreyttir meðan á hersl- unni stendur. Fyrstu skrefin: Þróun, smíði og prófanir á frumgerð GECA kjarnapressu, svo unnt verði að steypa marktækar holplötu- einingar til frekari próf ana m.t.t. byggingarkerfis, en þekking og tækni varðandi t.d. sements- bundnar spóna plötur er mikil og þegar þróuð, m.a. af Finnum. Framleiðslan: GECA smáhýsin (35 fm) verða mjög einföld að allri gerð. T.d. verður ein og sama gerð holptatna notuð í gólf, veggi og þak. Bílkrana má nota til þess að reisa húsið, og sagað verður úr fyrir gluggum og dyrum á staðnum. Verð á full- búnu GECA húsi yrði nú í Chile um USD 5.500, en þar af félli um helmingur á þá þætti sem hér um ræðir. Lauslega áætlað mun holplötuverksmiðja sem byggist á GECA kerfinu kosta um 1,5 milljarð ÍSK, en í einni slíkri verksmiðju mætti fram leiða hol- plötur í allt að 15.000 hús á ári. Möguleikar: GECA kerfisins eru í fyrstu háðir því að niður stöður þróunar og prófunar kjarnapres- sunnar reynist já kvæðar. Frekari þróun hugmyndarinnar um kerf- ið felst í hönnun og smíði full- kominnar GECA pressu, u.þ.b. 2,4 x 6 m að stærð, þar sem unnt væri að steypa holplötur í fullri stærð til ítarlegra prófana. Smíði vélbúnaðar í GECA- einingarhúsaverksmiðju væri kjörið verkefni fyrir ýmsar vél- smiðjur á íslandi, því öll nauðsynleg þekking og tæki eru hér fyrir hendi. Hugmyndir okkar hafa þegar verið kynntar hugsanlegum sam starfsaðilum. Markaður fyrir hlutfallslega ódýr hús í miðlungi þróuðum og vanþróuð um ríkjum er nánast ótæmi, en samkvæmt upp- lýsingum frá Chile er gert ráð fyrir að þörf fyrir slík smáhýsi verði um 100.000 hús á ári næstu árin eða áratugina, en lík- lega um 2 milljónir húsa á ári í allri Suður-Améríku. Möguleikar (slendinga tengjast alhliða verkfræði- og skipulags- vinnu varðandi framleiðslu og flutningaferli, uppbyggingu íbúðarsvæða og skipulag húsa- gerðar, auk prófana og aðlögu- nar sér stakra húsagerða að mismun andi aðstæðum, fjár- mögnunar- og fjárstreymis- athuganir o.fl. Loks má nefna möguleika á nýtingu holplatnan- na í allskyns mannvirki, svo sem í margnota steypumót, í inn- veggi og e.t.v. fjölþættari notkun í iðnríkjum. Næstu skref: Eins og áður hefur komið fram, er smíði frumgerðar og fyrstu prófanir á GECA kjarnapressunni lykill að hagkvæmri smíði holplatna eftir CECA kerfinu. Frumgerðin, u.þ.b. 0,6 x 0,7 m að stærð, er nú í smíðum hjá Stálsmíði Bjarna Harðarsonar á Flúðum. Á næstu mánuðum fara svo fyrstu prófanir fram og væntanlega betrumbætur á pressunni. Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr var formlega stofnaður árið 1979 og er í vörslu Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.