Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.03.1995, Blaðsíða 31
MÖRGUNBLAÐIÐ MIIMMIIMGAR EINAR H. HJARTARSON + Einar Hafsteinn Hjartarson var fæddur 2. maí 1925 í Þverárkoti á Kjalarnesi. Hann lést á gjörgæsludeild Landspit- alans í Reykjavík laugardaginn 28. janúar síðastliðinn. Eftirlif- andi kona hans er Guðbjörg Guðjónsdóttir og eignuðust þau tvær dætur, sem báðar búa í Reykjavík. Barnabörnin eru fjögur og barnabarnabarn er eitt. Útför Einars fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. febrúar. ÉG VAR staddur í Bandaríkjunum er ég fékk þá sorgfregn að Einar vinur minn væri dáinn. Mér brá ónotalega í brún því síst átti ég von á því að hann, sem var svo vel á sig kominn líkamlega og and- lega, stundaði sund á hveijum degi og aðrar bæði líkamlegar og and- legar æfingar ætti svo stutt eftir ólifað. Einar kom í afmæli mitt fyrir rúmu ári og var þá að vanda hress í bragði. Þeir sátu saman við borð vinirnir og félagarnir Albert Guðmundsson og léku á als oddi. Þeir rifjuðu upp samstarf þeirra við stofnun Knattspyrnudómara- sambands íslands og fleiri atburði á sviðum knattspyrnunnar. Nú eru þeir báðir horfnir yfir móðuna miklu. Er mikil eftirsjá að þessum svipmiklu og dugmiklu forystu- mönnum íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Ég kynntist Einari fyrir mörgum árum í gegnum íþróttahreyfinguna og þá sérstaklega í sambandi við uppbyggingu knattspymudómara- mála, en þar var Éinar einn af frumkvöðlunum. Hann var formað- ur Knattspyrnudómarafélags Reykjavíkur í mörg ár og átti þátt í stofnun Knattspyrnudómarasam- bands íslands eins og áður er sagt. Hann varð alþjóðadómari og dæmdi marga leiki erlendis, þ. á m. leik á Celtic Park í Glasgow þar sem 50.000 áhorfendur komu og hvöttu sína menn óspart. Einar minntist oft á þessa reynslu sína og hafði gaman af að segja frá henni í góðra vina hópi. Þekktastur er Einar fyr- ir kennslustörf sín í lögum knatt- spyrnunnar, en þar var hann í fremsta flokki þeirra sem það stunda. Margir þeirra ungu manna sem nú dæma knattspyrnuleiki á íslandi hafa verið í skóla hjá Ein- ari og numið þar fræðin. Hann var góður kennari en þótti nokkuð strangur og var stundum óvæginn í orðum við þá sem hann taldi ekki hafa verið nógu áhugasama. Hann var vanur að segja við þá: „Mundu eftir að taka lýsi á morgnana, það hjálpar þér bæði líkamlega og and- lega, drengur minn.“ Það var sagt frá ferli Einars sem knattspyrnudómara og frábærs sundmanns hjá Glímufélaginu Ár- manni, þar sem hann stundaði sundknattleik af miklu kappi og vann þar marga sigra, í minningar- greinum sem birtust í Morgunblað- inu í febrúarmánuði sl. Ég mun því ekki fara nánar út í það að segja frá þessum hluta í lífi Einars, en tek undir allt það sem þar er ritað um áhuga hans og dugnað í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Einar var mikill vinur vina sinna og studdi við bakið á þeim sem áttu erfitt í lífinu. Það fékk undir- ritaður að finna þegar erfiðleikar steðjuðu að í lífi hans. Einar stóð þá sem klettur í vörninni og hug- hreysti undirritaðan og taldi í hann kjark. Fyrir þetta mun ég alltaf minnast Einars og hans góðu konu Guðbjargar, sem ég kynntist þegar hún var ung blómarós hér í borg en fósturmóðir mín og móðir henn- ar voru systradætur. Einar var mikill veiðimaður og hafði unun af því að draga lax eða silung að landi og var hrókur alls fagnaðar þegar hann fékk að stunda þá íþrótt. Margar veiðisög- urnar sagði Einar mér. í anda góðs veiðimanns urður fiskarnir misjafn- lega stórir í frásögn hans, en ánægjan og gleðin skein af andliti hans þegar hann sagði frá. Eins og áður er sagt var undirrit- aður staddur erlendis er Einar lést og var jarðsunginn. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til þess að kveðja hann og votta öllum hans aðstandendum mína innileg- ustu samúð. Þótti mér miður að geta ekki verið við útför hans. Ég veit að Guð styrkir ykkur í ykkar sorg og eftirsjá. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himinn daprar stjörnur loga. Og þar, sem forðum vor í sefi söng, nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Og innan skamms við yfirgefum leikinn. Nú æska gengur, sigurdjörf og hreykin, af sömu blekking blind, í okkar spor. Og brátt er gleymt við áttum líka vor. (Tómas Guðmundsson) Guð blessi minningu góðs drengs. Jörundur Þorsteinsson. Mercedes-Benz 300 SE árg. 1989 Gæðavagn með nánast öllu, þar á meðal spólvörn er til sýnis og sölu. Upplýsingar i síma 5 887717. VEITINGASTAÐUR í fullum rekstri á Selfossi er til sölu. Reksturinn er í leiguhúsnæði, samningur er til 5 ára með forleigurétti. Vínveitingaleyfi. Nánari upplýsingar veita Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, Selfossi, sími 98-22849. SuÖunonOi ÓLAFUR BJÖRNSSON HDL. SIGURÐUR JÓNSSON HDL. SIGURÐUR SIGURJÓNSSON HDL. Austurvegi 3 - pósthólf 241 - 802 Selfossi pq no SUNNUDAGUR 12. MARZ 1995 B 31 Fermingarsokkabuxurnar í ár frá Instructor's Choice m/glansáferð, fölbleikar-hvítar-beige-svartar. Glæsilegar fyrir mömmu og ömmu líka. Helstu Plexiglas, Borgarkringlunni Kóda, Keflavík útsölustaðir: Mondó, Laugavegi Nína, Akranesi Ræktin, Frostaskjóli Sirrý, Grindavik Flamingo, Vestmannaeyjum Toppmenn og sport, Akureyri Esar, Húsavík Skóbúöin Borg, Borgarnesi Hressó.Vestmannaeyjum Fataleiga Garðabæjar Umboð sími 92-14828. QUATTRO stigateppi HENTUG - SMEKKLEG - ÓDÝR (jjk- M GLEOUR AUGAS Samræmdir og skýrir litir gera teppið eins og gamalt málverk í nýjum ramma. Litir falla saman í eina heild á stórum sölum. SAIMNUR HARSJAXL i; Þrístrenda formið í nylonþræðinum tryggir frábært álagsþol. _Q\ BLÁSIB Á BLETTI T>'-' Flestir óhappablettir hverfa auðveldlega. Á erfiðari bletti má nota klórefni. ENGIN RAFSTUB BEKINOX leiðandi málmþráður ofinn í garnið gerir teppið varanlega afrafmagnað. Engin óþægileg stuð vegna stöðuspennu. Þola hreinsun með klórblöndu! LITRÍKUR SPRETTHLAUPARI Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun. . , EKKERT BERGMÁL , f i- ?'&!■ Hljóðeinangrandi eiginleikar Imprel-CR tryggja. gott hljóðísog. ENGAR TROSNAR SLÓBIR Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir frábært fjaðurmagn og endurreisn á teppaflosinu. Hinn þétti svampbotn er gerður úr Baysal T — hágæða latexi frá Bayer. AUBÞRIFIB Teppin eru auðþrifin án þess að litir láti á sjá — jafnvel á miklum álagssvæðum. BRUNAÞOLIB BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á áctionbotni sýna lítinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað). □RKUSPARANDI Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því úr hitunarkostnaði. Stigahusatilboð til 10. april 20% afsláttur af Quattro stigateppum en þaö samsvarar 30.000 kr. afslætti á meðalstóru húsi eða okeypis lögn á stigahúsið Leitið tilboða. Við mælum, sníðum og leggjum, fljótt og vel. Fjarlægjum gömul teppi. SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 681950 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.