Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 22.03.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Alnæmi - hvað er í fréttum Haraldur Signrður B. Briem Þorsteinsson FYRIR um það bil tíu árum birti Morgunblaðið fréttir frá fyrstu al- þjóðlegu alnæmisráðstefnunni sem haldin var í Bandaríkjunum en hana sóttu undirritaðir. Um þetta leyti hafði þekking manna á þessum sjúk- dómi fleygt fram og þá var svo komið að hægt var að mæla mót- efni gegn alnæmisveirunni. Þessi nýja rannsóknartækni hafði þá þeg- ar leitt í ljós að alnæmissmit var miklu útbreiddara heldur en fjöldi þeirra sem hafði alnæmi gaf til kynna. Alnæmi reyndist ekki vera bundið við sérstaka áhættuhópa, þ.e.a.s. homma, fíkniefnaneytendur og blóðþega. A ráðstefnunni voru kynntar rannsóknir sem bentu til að alnæmisveiran gæti borist með kynmökum af hvaða tagi sem er og setti þar af leiðandi allt mann- kynið í hættu. Þessi frétt Morgun- blaðsins olli nokkru fjölmiðlafári hér á landi á þeim tíma og var Morgun- blaðið sakað um að fara með ýkjur. Það kann því að vera ástæða til að staldra nú við, tíu árum síðar, og athuga hvað gerst hefur. Undirritaðir sóttu alnæmisráð- stefnu sem haldin var í Washington í Bandaríkjunum um mánaðamótin janúar/febrúar síðastliðin. Á ráð- stefnunni var fjallað um þau mál sem efst eru á baugi varðandi al- næmi um þessar mundir. Fyrir tíu árum höfðu 9.608 einstaklingar greinst með alnæmi í Bandaríkjun- um og þar af höfðu 4.712 manns látist. í janúar sl. höfðu 435.319 fullorðnir greinst þar með alnæmi og af þeim höfðu 267.479 látist. Þar fyrir utan hafa 6.209 börn greinst með alnæmi í Bandaríkjun- um og af þeim höfðu 3.391 látist. Frá því að sjúkdómsins varð fyrst vart í byijun síðasta áratugar hefur hann náð þeim sessi að verða al- gengasta dánarorsök Bandaríkja- manna á aldrinum 25-44 ára. Sjúk- dómurinn hefur á þessum áratug sem liðinn er náð að breiðast til allra landa veraldar og veldur trú- lega hvað mestum skaða í Afríku. Á annað hundrað þúsund manns hafa fengið alnæmi í Evrópu og um helmingur þeirra hefur látist vegna þess. Lengi vel voru lönd suðaustur Asíu nokkuð laus við sjúkdóminn en á undaförnum árum hefur veiran þó breiðst þar út víða eins og eldur í sinu og fyrirsjáanlegt er að alnæmi eigi eftir að verða verulegt heilsuf- arslegt vandamál í þeim hluta heimsins. Fyrsti sjúklingurinn á íslandi með alnæmi greindist á árinu 1985. Frá þeim tíma hafa 35 íslendingar greinst með alnæmi og 25 þeirra látist. Sem betur fer hefur út- breiðsla sjúkdómsins ekki orðið eins hröð á íslandi og víðast annars stað- ar. Sú vitneskja sem Iiggur fyrir hérlendis bendir til þess að út- breiðsla sjúkdómsins meðal homma hafí dvínað verulega á undanfömum árum en vísbendingar eru um að hlutur gagnkynhneigðra fari nú vaxandi í útbreiðslu smitsins og bent hefur verið á að fíkniefnaneyt- endur á íslandi er áhættuhópur þar sem alnæmissmit gæti hæglega breiðst út á skömmum tíma. Við teljum ekki ólíklegt að fræðsla og upplýsingaherferðir hafí skilað ár- angri hér á landi, þó kannski síst til fíkniefnaneytenda en þar bendir útbreiðsla smitandi lifrarbólgu, sem hefur sömu smitleiðir og alnæmi, til þess að sá hópur hafi ekki tekið til sín varnaðarorðin. Á ráðstefnunni sem undirritaðir sóttu nú fyrir skömmu í Washington var lögð mikil áhersla á að líta bæri á alnæmi sem veirusjúkdóm. Fljótlega eftir að einstaklingur smitast af alnæmisveir- unni fjölgar henni mikið í líkamanum. Enda þótt einstaklingur sé ein- kennalaus á sér stað hörð barátta á milli veirunnar og ónæmis- kerfisins sem fer eink- um fram í eitilkerfi lík- amans. Getur sú bar- átta staðið árum saman án þess að sjúklingur verði var við nein ein- kenni sjúkdómsins. Veiran liggur hins veg- ar ekki í neinum dvala á meðan eins og áður var talið. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að ef tekst að fækka veirunni í líkaman- um með lyfjum sem hamla þroska og viðgangi veirunnar í líkamanum megi bæta ástand sjúklings og draga úr líkum á því að sjúkdómur- inn þróist áfram. Vangaveltur um það að einhveijir aðrir sýkingavald- ar eða þættir en alnæmisveiran valdi alnæmi virðast ekki eiga við rök að styðjast. Höfuðáhersla er því lögð á það um þessar mundir að finna lyf sem verka á veiruna með mismun- andi hætti til þess að komast megi hjá að veiran myndi ónæmi gegn lyfjunum. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður rannsókna sem benda til þess að ná megi langtíma áhrifum í að halda veirunni í skefj- um með því að gefa fleiri en eitt slíkt lyf og sú almenna skoðun ríkti að betra væri að hefja lyfjameðferð fyrr en síðar. Því er næsta víst að á næstu misserum munu bætast við öflug lyf sem halda aftur af veir- unni og gera má ráð fyrir að takast muni að lengja líf HIV-smitaðra ein- staklinga og bæta þeirra líðan enda þótt lækning sé ekki innan sjónmáls. Nú eru til upplýsingar um ein- staklinga sem hafa lifað að minnsta kosti 12 ár með alnæmissmit án þess að fá nokkur einkenni. Raunar hefur verið ljóst lengi að margir smitaðir gætu lifað mjög lengi án þess að fá einkenni sjúkdómsins þar EES dregur björg í bú REYNSLA íslend- inga af samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) er afar hagstæð. Hann hefur reynst sjávarút- vegnum verulegur bú- hnykkur. Áhrifin hafa skilað sér í hærra skilaverði fyrir út- flutning, auknum út- flutningstekjum, fleiri störfum við fullvinnslu afurða, aukinni vöru- þróun og bættri sam- keppnisstöðu á mikil- vægustu mörkuðum okkar. Þjóðhagsstofnun telur að búbót EES-samningsins, þegar hann er að fullu kominn til framkvæmda, samsvari 0,6-1,4% af landsframleiðslu eða 2,5-3,0 milljörðum kr. fyrstu árin, en allt að 6,0 milljörðum á ári þegar fram í sækir. Þetta þýðir u.þ.b. 44 þús- und í hlut hverrar fjögurra manna fjölskyldu á ári, upphæð sem mun tvöfaldast á næstu árum. Jafnréttisaðili Með EES-samningnum er ísland í fyrsta sinn orðið hluti af alþjóð- legu viðskiptakerfi. Erlendir við- skiptaaðilar líta nú á íslendinga sem jafnréttisaðila og markaðs- starf íslenskra fyrirtækja á er- lendri grund er allt orðið auðveld- ara. Tækifæri á erlendum mörkuð- um sem áður voru lokuð hafa nú opnast. Þetta gildir jafnt fyrir lítil fyrir- tæki eins og hugbún- aðarfyrirtæki og stór fyrirtæki eins og t.d. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Sem dæmi má nefna að árangursríkt starf SÍF í Nord Morue í Frakk- landi hefði ekki náðst án aðildar íslands að EES. Sama má segja um samstarf Flugleiða og SAS. Miklar breytingar urðu til batnaðar á samkeppnisstöðu lí- tilla fyrirtækja í kjöl- far EES-samningsins þegar um er að ræða viðskipti milli íslands og EES- landa. Óheimilt er að gera samn- inga sem takmarka eða hindra samkeppni. Ekki má heldur mis- muna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum og óheimilt er að mis- nota markaðsráðandi stöðu. Regl- urnar eiga að vernda litlu fyrirtæk- in og tryggja lægra vöruverð. Hræðsluáróður Áþreifanlegustu áhrif EES- samningsins felast í lækkun tolla á sjávarafurðir. Tollar á saltfiski, sem voru 16-20%, féllu niður. Sömuleiðis tollar á ferskum flökum, sem voru 18%. Verðmæti útfluttra saltfiskflaka jókst á árinu 1994 um meira en 30% og ferskra flaka um yfir 20%. Útflutningur á óunnum fiski hefur dregist stórlega saman. Ný tækifæri hafa skapast í vöru- þróun á fiskafurðum, sem fyrirtæk- Alþýðuflokkurinn er stoltur af því, segir Rannveig Guðmunds- dóttir, að hann er eini stjórnmálaflokkurinn á Islandi sem frá upphafi til enda stóð heill og óskiptur að framgangi EES-samningsins. in munu nýta sér á næstu árum. Alþýðuflokkurinn er stoltur af því að hann er eini stjórnmálaflokk- urinn á íslandi sem frá upphafi til enda stóð heill og óskiptur að fram- gangi EES-samningsins. Reynslan hefur nú kveðið upp sinn dóm um þær hrakspár andstæðinganna að EES-samningurinn fæli í sér fram- sal landsréttinda; að fiskimiðin myndu fyllast af erlendum veiði- flota; að náttúruperlur íslands og eftirsóknarverðustu bújarðir myndu komast í eigu útlendinga; að landið fylltist af erlendu vinnu- afli á undirboðskjörum með þeim afleiðingum að fjöldaatvinnuleysi héldi innreið sína. Allur hefur þessi hræðsluáróður reynst byggður á sandi. Höfundur er félagsmálaráðherra og leiðir framboðslista Aiþýðuflokksins á Reykjanesi. Rannveig Guðmundsdóttir Einstaklingar hafa lifað í 12 ár með alnæmis- smit, segja þeir Haraldur Briem og Sigurður B. Þorsteins- son, án þess að fá nokk- ur einkenni. sem vitað hefur verið að meðaltími frá smiti og þar til alnæmi greinist er um það bil 10 ár, þ.e.a.s. helming- ur þeirra sem smitast af veirunni geta lifað lengur en 10 ár og talið er að 10-17% sýktra geti búist við því að lifa í 20 ár eða lengur. At- hygli mann hefur mjög beinst að þeim einstaklingum sem lifa lengi í sambúð við alnæmisveiruna og reynt er að átta sig á því hvað skil- ur þá frá öðrum ef það mætti verða til þess að öðlast skilning á því hvernig hægt er að hjálpa þeim sem farnast ver. Enn sem komið er hef- ur ekki verið unnt að finna neina ákveðna þætti sem skilja að þá sem eru smitaðir með tilliti til langlífis. Raunar hefur lengi verið vitað að fólk bregst mjög mismunandi við smitsjúkdómum til dæmis eftir kyni, aldri og kynþætti án þess að menn hafi skilið í hveiju munurinn raun- verulega liggi. Vitað er þó að þeir sem lifa lengi einkennalausir hafa tiltölulega lítið magn af veiru í lík- amanum. Öfug lyfjameðferð sem heldur veirunni í skefjum ætti því að stuðla að lengra og betra lífi þeirra sem eru smitaðir. Vonandi er þó að þessar öflugu rannsóknir sem fara fram á hinum langlífu sjúklingum hjálpi okkur að skilja betur með hvaða hætti hægt sé að verjast þessum sjúkdómi. Á ráðstefnunni var einnig fjallað um bóluefnisrannsóknir. Þær rann- sóknir hafa mætt verulegum erfíð- leikum þótt beitt sé miklu hugviti og þekkingu við þær. ítarlegar umræður fóru fram um þá erfiðleika sem bíða þeirra sem ætla að rann- saka virkni slíks bóluefnis meðal manna og Ijóst er að umtalsverður tími á enn eftir að líða þangað til Námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir konur Að efla sjálfstraust og jákvætt sjálfsmat. Að njóta sín til fiills í félagsskap annarra. Að svara fyrir sig og halda uppi samræðum. Að auka lífsgleði og hafa hemil á lwíða og sektarkennd. Upplýsingar og innritun í síma 12303 virka daga og 61 22 24 laugardaga og sunnudaga niðurstöður fást um gagnsemi slíkra bóluefna og nú eins og svo oft áður er talað um að nothæft bóluefni muni í fýrsta lagi koma á markað eftir um það bil fimm ár. Ef svo er að veiran sem fínnst í þeim sem lifa lengi reynist veikluð er hugsanlegt að þar sé komin vísbending um með hvaða hætti megi fá bóluefni sem byggist á veiklaðri veiru. Mikið kapphlaup fer nú fram við tímann enda líf og heilsa milljóna manna um heim allan í húfi. Enn sem komið er er mikilvægasta vörn- in gegn þessum sjúkdómi að forðast áhættuhegðun, draga úr fíkniefna- neyslu, hvetja til smokkanotkunar þegar fólk hefur kynmök eftir skyndikynni. Á ráðstefnunni sem við sóttum að þessu sinni kom skýrt fram að mest aukning smitaðra er meðal gagnkynhneigðra um þessar mundir og hefur raunar verið svo í mörg ár. Um leið og smituðum kon- um fer fjölgandi aukast líkur á að börn fæðist með alnæmissmit. Nú er vitað að hægt er að draga úr lík- um á því að móðir smiti barn með því að gefa fyrirbyggjandi veirulyf og því er brýnt að efla mótefnarann- sóknir meðal barnshafandi kvenna og hvetja allar konur sem leita til mæðraverndar til að biðja um mót- efnamælingu. Ef íslendingum á að takast að halda þeim góða árangri sem náðst hefur við að halda þessum vágesti í skefjum teljum við að ekki megi slaka á forvömum. Leita verður allra leiða til að viðhalda þeim góða árangri sem hommar hafa náð. Einnig verður að koma upplýsingum til fíkniefnaneytenda með öllum til- tækum ráðum um að forðast meng- aðar sprautur og nálar og jafnframt þarf að herða róðurinn til að draga úr fíkniefnaneyslu. Allt í kringum okkur breiðist þessi sjúkdómur áfram út og skildu menn ávallt hafa það í huga áður en stofnað er til náinna kynna við einstaklinga sem menn þekkja ekki mikil deili á hvort sem það gerist hér á landi eða á ferðalögum erlendis. Haraldur er yfirlæknir Smitsjúkdómadeildar Borgarspítalans, Sigurður er dósent Lyflækningadeildar Landspítalans. KitchenAid Kóróna eldhúttint Mest selda heimilisvélin í 50 ár. íslensk handbók fylgir. Fæst um land allt. M"M" Einar MmM Farestvelt&Cohf Borgartúni 28 Tt 62290 I og 622900 Þjónusta íþíttn þágu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.