Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 31 I I I I I i I i i í I ; I 4 i a 4 4 4 4 4 4 AÐSEIMDAR GREIIMAR Hagiæðingii á háskólastigi HÆGT er að losa færustu vísindamenn þjóðarinnar úr röðinni við ljósritunarvélina fyr- ir lágmarkslaun, styrkja efnilega námsmenn til að vinna að nýsköpunar- verkefnum fyrir minna fé en leggja þarf með skólafólki í atvinnubóta- vinnu og hægt er að tryggja íslensku afreks- fólki sæti í bestu skólum heims. Stúdentar við Háskóla íslands hafa lagt til að gert verði átak í þátttöku ungs fólks í rannsóknum og þróun. Sett verði fram markmið um aukinn hlut háskólastúdenta í kennslu og rannsóknum, auknu fjármagni verði veitt í Nýsköpunarsjóð námsmanna og stofnað verði til afreksmannasjóðs sem styrki stúdenta til náms við er- lenda háskóla. Aðstoðarmannakerfi þýðir hagræðingu Fjölgun aðstoðarmanna við kennslu og rannsóknir er líklega ein ódýrasta leiðin til að gjörbreyta að- stöðu til rannsókna í landinu. Ef hugmyndir stúdenta ná fram eiga nær allir háskólakennarar kost á aðstoðarfólki úr röðum stúdenta. Þannig mætti leysa fræðimenn af við einföld úrlausnarefni í rannsókn- um og kennslu, færa þau verkefni í hendur stúdentum. Því námsfólki sem til slíkra starfa veldist bættist dýrmæt reynsla auk þess sem fremstu vísindamenn þjóðarinnar fengju betra næði til rannsókna sinna og þróunarverkefna. Allt háskólastigið Stúdentar leggja til að Rann- sóknanámssjóður sem heyrir undir Rannsóknaráð ríkisins beri uppbyggingu þessa aðstoðarmannakerfis uppi. Þar sem sjóðurinn heyrir undir Rannsókn- aráð mætti tryggja að allir skólar á háskóla- stigi fengju jöfn tæki- færi til að byggja sig upp. Fjármunum sem varið er í efiingu að- stoðarmannakerfis gæti vart verið betur varið ef á annað borð á að styðja við unga fræðimenn og rann- sóknir í landinu. Ekki er aðeins að viðkomandi námsmenn fái einhvem framfærslueyri heldur er oft á tíðum verið að kaupa prófess- orana úr röðinni við ljósritunarvélina, Með eflingu aðstoðar- mannakerfis er ekki aðeins að viðkomandi námsmenn fái einhvem framfærslueyri, segir Dagur B. Eggertsson, heldur er oft á tíðum verið að losa prófessor- ana úr röðinni við ljós- ritunarvélina, að vinnu- borðinu til alvarlegri verkefna. að vinnuborðinu til alvarlegri verk- efna. Aðstoðarmannakerfið er þó Dagur B. Eggertsson ekki einangraður þáttur í tillögugerð stúdenta. Nýsköpun er góður valkostur Stúdentar ieggja til að Nýsköp- unarsjóður námsmanna verði efldur ár frá ári, allt til aldamóta. Veitt er úr sjóðnum til verkefna sem stuðla að nýsköpun í atvinnulífi eða á fræðasviði. Þar sem styrkur sjóðsins við hvert verkefni er aðeins ætlaður til að greiða viðkomandi námsmanni laun nýtist fjármagn úr honum gríð- arlega vel. Meðallaun á vegum Ný- sköpunarsjóðs eru 77.000 kr. á mán- uði og rekstrarkostnaður hans er undir 2,5% af veltu. Þannig fengu yfir 100 stúdentar vinnu á vegum sjóðsins sj. sumar fyrir þær 19,8 milljónir sem stúdentar öfluðu frá ríki og sveitarfélögum. Stúdentar vilja setja stefnu á að Nýsköpunar- sjóður verði 50 milljónir árið 2000. Afreksfólk styrkt til utanfarar Þriðji þátturinn í átaki stúdenta er hugmynd um að gerðir verði samningar við góða erlenda Háskóla um inntöku íslenskra stúdenta. Sum Norðurlanda hafa gengið til slíkra samninga við háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Stofnun afreks- mannasjóðs til að styrkja efnilega íslendinga um sem nemur skólagjöld- um við ofannefnda skóla er þriðji lið- urinn í hugmyndum stúdenta. Aukin þátttaka ungs fólks í rann- sóknum og kennslu á háskólastigi er tvímælalaust eitthvað sem stefna ber að. Það verður best gert með framsýnni stefnumótun. Mennta- málaráðherra hafa verið kynntar þessar hugmyndir og hefur hann ákveðið að stofna til starfshóps um samninga við erlenda háskóla í sam- vinnu stúdenta og ráðuneytisins. Hugmyndir um öflugt aðstoðar- mannakerfi er einnig til athugunar í ráðuneytinu sem og efling Nýsköp- unarsjóðs. Hugmyndir stúdenta njóta einnig stuðnings Háskóla íslands og Rannsóknarráðs. Hlýtur það að vera von stúdenta að breið samstaða tak- ist um að ýta átaki í þátttöku ungs fólks í rannsóknum og þróunarverk- efnum hraustlega úr vör. Höfundur er fráfarandi formaður Stúdentaráðs HÍ. Kennaraverkfall - hverju máli skiptir það? SÚ KENNING er til að svokölluð umönnunarstörf, störf þau sem lúta að uppfræðslu og aðhlynningu lifandi fólks, séu aldrei metin sem skyldi. Kenningin ásannist einkum í því að laun fyrir þessi störf séu ævinlega lakari en laun fyrir þau sem fjalla um dauð, efnisleg verðmæti, að ekki sé nú talað um þau er tengjast með- höndlun hins þétta leirs, peninganna, sem nú á dögum eru gjamast tölustaf- ir á pappírsblaði. Sé kenning þessi staðreynd, sem oft er ástæða til að ætla, gæti skýr- ingin legið í því að þeir sem störf þessi önnuðust um aldir og árþúsund- ir vom hinir lægst settu í þjóðfélag- inu, konur, örkumlamenn eða aldrað- ir. Nærtæk dæmi um störf af þessu tagi em hjúkmn og kennsla. í fom- sögum okkar em það ævinlega konur sem binda um sárin að lokinni orr- ustu, fyrír ekki svo mörgum áratug- um hér á landi vom það ömmumar sem kenndu bamabömum sínum að lesa og í einhverri kennslubók í mann- kynssögu segir frá því að Friðrik mikli, Prússakonungur, fann fötluð- um hermönnum úr stríðum sínum verkefni sem bamakennarar. Ef til vill lögðu þeir gmnninn að hinum mikla lærdómi sem síðar hefur þótt einkenni þýskra menntamanna. Hugurinn hvarflar að þessari kenn- ingu þegar verkfall kennara hefur staðið í meira en íjórar vikur án þess að nokkuð bjarmi fyrir lausn, við blas- ir að skólastarf vetrarins sé að mestu unnið fyrir gýg, ætla megi að einhver hópur nemenda hrekist endanlega frá námi og öðlist aldrei þá menntun sem hugur þeirra stóð til og hæfileikar leyfðu. Þá læðist sú hugsun að manni Guðmundur Gunnarsson um íslenska ráðamenn, núverandi ríkisstjóm, að kenningin sannist á þeim í þessu samhengi og túlka megi viðhorf þeirra til verkfallsins með fyrir- sögn þessa greinarkoms. Þrátt fyrir fögur orð þeirra og hástemmd um gildi menntunar skipti verkfall þetta þá engu máli. Verkfall er aðgerð ætluð til þess að skapa sem mest óþægindi og truflun í samfélaginu. Oft beinast þau óþæg- indi bæði að viðsemjanda verkfallsmanna og blás- aklausum borgurum. Ef Guðmundur jaki lýsir yfir verkfalli Dagsbrúnarmanna bitnar það bæði á ýmsum höfuðpörtum Kolkrabbans Viðsemjendur verða ekki fyrír neinum óþæg- indum, segir Guðmund- ur Gunnarsson, af verkfalli kennara. eins og Eimskipafélaginu og Flugleið- um og almenningi. Stórfyrirtækin verða fyrir tekjutapi og álitshnekki vegna stöðvunar eða truflunar á starf- semi, en landsmenn fínna fyrir áhrif- unum þegar vörur fer að skorta eða þjónusta skerðist. Hið sama gildir hvergi nærri þegar opin- berir starfsmenn eins og kennarar fara í verkfall. Þá bitnar það á nemend- um, allt frá sex ára bömum til tvítugra stúdentsefíia, og for- eldrum þeirra. Viðsemj- andinn, ríkisvaldið, verður ekki fyrir neinum óþægindum néma síður sé. Fjármálaráðherrann getur til dæmis með ánægju horft á það að tugir eða hundruð millj- óna renna ekki út úr ríkissjóði í mánuði hverj- um sem laun til verk- fallsmanna. Enginn afli liggur undir skemmdum í fískvinnslu- stöðvum eða við bryggjur loðnu- bræðslna, engri mjólk verður hellt niður, engar vörur bíða ólosaðar í skipum í höfnum landsins. Verkfallið veldur einfaldlega ekki skaða á efnis- legum eða peningalegum verðmætum sem reiknast inn í þjóðarframleiðsl- una, heldur mannlegum verðmætum, sem kvarði fjármálanna verður ekki lagður á. Og þótt kosningar nálgist geta ráðherrar sofið rólegir í þeirri vissu að þolendur verkfallsins -eru í miklum meirihluta börn og unglingar sem engan atkvæðisrétt hafa. Þess vegna geta þeir af heilum huga og með ró í sinni sagt: Kennaraverk- fall, hverju máli skiptír það? Höfundur er fyrrverandi kennari og starfsmaður á skattstofu, nú eftirlaunaþegi, búsetturá Akureyri. Hundahalds- rolla enn ÉG VIL EKKI láta hjá líða að þakka fyrir alvega einstaklega „hugnæmar“ kveðjur og persónulýsingar á mér frá tveimur hundavinadúfum í blaðinu hinn 8. þ.m. vegna svargreinar minnar ’við ádeilum á mig fyrir mótmæli mín til alþingismanna útaf þingályktunartillögu sem einhver þeirra flutti á Alþingi um að leyfa hundahald í fjöl- býlishúsum, sem ég tel fráleitt og óhafandi. Það er ekki lítils virði að fá ítrekað svona „raun- hæfar“ lýsingar á eigin persónu- eiginleikum vegna þess að maður skuli leyfa sér að hafa skoðun á hlutum sem augljóslega geta skap- að samfélagsleg vandamál vegna þess að gengið sé á persónurétt fólks og vegna þess að maður ótt- ast að slíkt geti stofnað friði milli Hundahaldsfólk í þétt- býli verður að virða þær reglur, segir Sveinn Olafsson, sem samfé- lagið setur og rétt sam- ferðafólksins. nábúa í fjölbýli í hættu, eins og þessi nýja tilraun til aukinnar áleitni hundaeigenda felur í sér, en varla fer milli mála að svona tillaga sé undan þeirra rifjum runnin. Skrítið er það að sami tónninn er í skrifum þessara tveggja dúfna eins og undanfarið, þar sem ausið er úr skálum reiðinnar vegna þess að ég lét í ljós skoðun sem viðkom- andi fellur ekki, en er þó í sam- ræmi við skoðun meirihlutans í margnefndri skoðanakönnun um hundahald í þéttbýli, sem hunda- eigendur vilja ekkert vita af. í síð- ustu grein minni rakti ég hvernig persónulýsingu ég fékk áður fyrir að opna munninn. Óþarft virðist að endurtaka þá upptalningu, en tónninn er eins. Þetta er greinilega aðferð sem nota á til að stinga upp í mig svo ég sé ekki með „óheppilegar“ skoðanir. Svo ekki sé meira sagt, heita svona aðferð- ir í rauninni ekkert annað en ófræging - eins og önnur dúfan kallar málflutning minn. Mér gengur engin reiði til og ég hef enga löngun til að hrella neinn sem fer að lögum og hlýðir settum regl- um. Hinsvegar er ég ófeiminn að segja það afdráttarlaust, að ég er hneykslaður á hegðun „svörtu sauðanna“ með hundana, sem brjóta settar umgengnisreglur bæði leynt og ljóst. Og það mega blessaðar dúfurnar vita að ekki minkaði sú hneykslan við yfirlýs- ingu annarrar þeirra um að henni komi atkvæðagreiðslur og meiri- hlutaskoðun ekkert við, hún vill ekki þurfa að spyija neinn um hvort hún megi hafa sinn hund eða hundahjörð. Er hægt að segja að hugsunin sé lýðræðisleg eða til fyrirmyndar? - Því geta allir svar- að! Er furða þó fólki með svona hugsunarhátt þyki maður þröng- sýnn og ósanngjarn? Svo er nú allt ruglið. Hvaða rakalausa ófrægingu hef ég ástundað gagnavrt þessum „löghlýðnu" dúf- um? Ef þær eru „lög- hlýðnar" - þá var ég bara ekkert að tala til þeirra - það voru hinir, sem ekki hlíta reglum. Viðkomandi væri sæmra að skamma sína eigin _ félaga sem augljós- lega kalla fram hneykslun annars fólks svo það sér ástæðu til að nota mannréttindi sín til að láta í sér heyra. Þær ættu að skilja það líka að annað fólk hefur fullt leyfi til að vera hneykslað á yfír- gangsseggjunum og lögbijótunum í þeirra eigin hópi. Önnur blessuð dúfan er svo „hugguleg" að bjóða mér heim í Jiundafjölskylduna j>ar sem hún á 4 stóra hunda. - Eg verð að játa»- að ég hef ekki minnstu löngun til ganga inn í þá hundaþvögu og frábið mér „gott“ boð. Svo merkilegt sem það er þá viðurkenna báðar hundavinadúf- urnar að „svartir sauðir“ séu til í sambandi við hundahald. Þær nefna báðar að ýmis önnur hegðun fólks sé átöluverð og valdi ónæði og ama meðal nábúa í húsum. í fyrri grein minni benti ég á rök- leysurnar í svona málatilbúnaði, sem einmitt kom fram hjá öðrum; greinarhöfundi, sem fyrri grein mín var nú eiginlega bara svar við. Að einhver hegði sér rangt í einhveiju afsakar ekkert að við- höfð sé röng hegðun í öðru. Þetta er einfaldlega einkenni þeirra sem ástunda það sem heitir þrætur og pex. Að elta ólar við allt það sem nefndar hundavinadúfur hafa að segjá um þekkingu á eðli hunda og vanþekkingu annarra á þeim er af og frá, en sumt af því sem þar er sett fram ber svip af alhæf- ingum sem vonlaust er að ræða af viti. Reynsla annars fólks af ýmsu sem þar er fullyrt er með^ öðrum formerkjum en þær vilja vera láta, þó segja megi samt að sumt geti staðist í sumum tilfell- um, þ.e. algildir hlutir, þar sem bara eitt er rétt, er ekki frekar fyrir hendi þarna en í öllu almenn- um hlutum. Eg vil svo taka fram að lokum að ég mun ekki ómaka mig fram- vegis að svara aðkasti og nánast skætingi af því tagi sem hunda- haldsfólk í þéttbýli hefur látið frá sér fara útaf þessu máli í minn garð. Þetta fólk má hafa sínar einstrengingslegu skoðanir í friði fyrir mér, en það ætti jafnframt að líta í eigin barm og hafa augun^ á þeim í sínum hópi sem bijóta reglur og valda þar með hneykslun annars fólks. Hundahaldsfólk í þéttbýli getur ekki búist við öðru en að gerðar séu athugasemdir ef það ástundar það, eins og mjög hefur brunnið við hjá allt of mörg- um, að bijóta þær reglur sem skil- yrðislaust verður að krefjast að það fari eftir. Annars verður ekki friður hjá því fyrir kvörtunum annarra, því það eru fleiri en ég sem eru þreyttir á framferði þess. Höfundur er fv. fulltrúi. Sveinn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.