Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Foreldralína Barna heilla - símaráðgjöf SAMTÖKIN Barnaheill vinna að öllu sem getur orðið til hagsbóta börnum, hvað varðar þroska, menntun, heilbrigði og félagslega aðstöðu. Áhugi á velferð barna hef- ur farið ört vaxandi á undanförnum árum og hefur t.d. verið fullgiltur á íslandi Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um mannrétt- indi bama. Fylgir þessu sívaxandi áhugi á uppeldi bama, uppeldisað- ferðum og þátttöku fullorðinna í því að skapa börnum heilbrigða framtíð. Jafnframt verður að viður- kenna að í nútímasamfélagi er tölu- vert um vandamál sem hafa áhrif á uppeldi og umönnun barna. Álag á foreldrum er mikið, félagsleg staða margra er bágborin og ýmsir efast um réttindi sín og skyldur gagnvart börnum. Þá hefur þeim fjölgað sem koma nálægt uppeldi barna, samfélagið er flóknara og börn standa frammi fyrir margfalt fleiri valkostum í lífínu en áður, bæði góðum og slæmum. Frá stofnun samtakanna Barna- heilla hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma á fót fjölskylduráð- Það er rík þörf fyrir ráðgjöf, segir Kristín Jónasdóttir, eins og foreldralínuna. gjöf. Óljóst er á þessari stundu hvort og þá hvernig slík þjónusta yrði starfrækt fyrir fjölskyldumar í landinu. Á síðasta landsþingi sam- takanna var ákveðið að hefja þó rekstur upplýsinga- og ráðgjafar- þjónustu fyrir alla þá sem láta sig varða velferð barna. Slík þjónusta er nú orðin að veruleika. Ókeypis símaráðgjöf Barnaheill bjóða nú upp á ókeyp- is ráðgjöf í gegnum síma undir heitinu Foreldralínan. Síminn er grænt númer 800 6677 og er boðið upp á þessa þjónustu tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17-19. Uppeldisráðgjöf og forvarnarstarf eru lykilhugtökin á bak við þessa nýju þjónustu og er markmiðið að allir fái viðunandi ráðgjöf í gegnum sím- ann eða verði vísað áfram til frekari úr- ræða þegar það á við. Við símann sitja sér- fræðingar á sviði upp- eldismála og lögfræði, sem hafa unnið með málefni barna en al- gerri nafnleynd er, heitið þeim sem hringja. Fyrir hverja er ráðgjöfin? Tilgangur Foreldr- alínunnar er að gefa ráð til þeirra sem eru í vanda staödir og hafa áhyggjur af börnum, til þeirra sem hafa spumingar um uppeldismál eða þeirra sem telja sig ekki vita nóg um rétt sinn og skyldur. Foreldra- línan er fyrir hvem og einn sem telur sig þurfa á einhverri aðstoð að halda við að tryggja velferð barna svo sem foreldra, systkini, afa, ömmur og önnur skyldmenni, nágranna og vini. Markmið foreldr- alínunnar er bæði að aðstoða þá sem eiga við ákveðinn vanda að stríða en markmiðið er einnig að gefa almennar upplýsingar um upp- eldis- og réttindamál barnanna al- veg frá fæðingu til 18 ára aldurs. Hjá öllum hljóta að vakna sj)um- ingar sem snerta böm. Ymsar spurningar vakna strax við fæðingu barns, svo sem um faðerni og rétt foreldra til aðstoðar. Umönnun ungbarns er ekki vandalaus og mörg álitaefni koma upp þegar bamið fer að sýna sjálfstæðan vilja og hafa eigin skoð- anir. Síst fækkar spurningunum eftir því sem barnið vex og þroskast. Hvernig á að haga samskiptum við barnið? Hvað er því fyr- ir bestu? Hvemig á að setja og framfýlgja reglum? Hvernig á að ráða við ungl- inginn og taka á agavandamálum, og svo mætti lengi telja. Þá kemur það fyrir að hið opin- bera hefur afskipti af börnum vegna þess að þau þykja í hættu vegna hegðunar fullorðinna eða vegna eig- in hegðunar. Hér þurfa foreldrar og aðrir sem að málum koma oft að fá upplýsingar um rétt sinn og stöðu bamsins. Skilnaðir foreldra eða sambúðarslit hafa aukist til muna en þá þarf að taka ákvarðnir sem snerta börn, svo sem ákvarðan- ir um forsjá og umgengni. Við þess- ar aðstæður þurfa þeir sem standa bömunum næst oft á upplýsingum og aðstoð að halda til að ákvarða sameiginlega og í samvinnu við barnið, eftir aldri þess og þroska, hvað sé barninu fyrir bestu. Hvem- ig er velferð þess best tryggð? Þörf fyrir ráðgjöf Samtökin Bamaheill meta það svo að rík þörf sé fyrir ráðgjöf eins og Foreldralínuna, eða þjónustu sem veitir alhliða upplýsingar um börn. Bamaheill vilja koma enn frekar til móts við almenning með því að bjóða upp á þverfaglega ráð- gjöf félagsráðgjafa, lögfræðings og sálfræðings. Sérfræðingamir geta m.a. rætt sín á milli um þær spúm- ingar sem upp koma og þannig veitt ráðgjöf sem spannar fleiri en eitt svið daglegs lífs. Það skal ítrek- að að fullum trúnaði er heitið. Við allar ákvarðanir sem teknar em um málefni barna skal það hafa forgang sem börnunum er fyrir bestu. Á þetta jafnt við um ráðstafanir af hendi hins opinbera, við lögfræðilegar úrlausnir mála og ákvarðanir foreldra. Mat á því hvað börnum er fyrir bestu hlýtur m.a. að vera einhvers konar samspil lög- fræði, sálfræði, uppeldisfræði, fé- lagsfræði og heilbrigðrar skynsemi. Er það von Bamaheilla að Foreldra- línan geti lagt hér eitthvað af mörk- um og að þessi þjónusta komi að góðum notum. Fyrir hönd Barnaheilla. Höfundur er framkvæmdastjóri. V Kristín Jónasdóttir | Þú nærð stjórn á mataræðinu með þessu námskeiði fyrir fullt | og allt. Ekki fleirri kúrar og eingin barátta. Fiöldi takmarkast við átta á hvert námskeið. iúna getur þú hætt að reykja á þægilegan hátt eins og fjölmargir iðrir sem hafa farið í dáleiðslu til að losna viö löngun og vöntun gagnvart reykingum. Fjöldi takmarkast við átta á hvert námskeið. HVAÐ SEGJA ÞAU? Marselía Gísladóttir: Ég er búin að léttast um 26 kíló síðan rjóvember '94 Ég hef stjórn á mataræðinu. Dags. 10/3 '95 Guðmundur Sigurgeirsson: Þann 6. janúar 1992 hætti ég að reykja með hjálp dáleiðslu hjá Friðriki Páli. JónP. Ragnarsson: Ég hætti að reykja með hjálp dáleiðslu hjá Friðriki í nóv '94 Það var auðvelt að hætta með dáleiðslu. Sölvi Magnússon: Ég reykti tvo og hálfan pakka á dag en 11. september 1991 fór ég til Friðriks. Síðanþá hefur ekki hvarflað að mér að r<ykja Jónína Qunnarsdóttir: Ég hætti að re/kja í tanúar 1992 og 3akka ég dáleiðslu íjá Friðriki Páli tversu auð\elt 3að var fyrir mig að hætta. Davíð Jóhannsson og Margrét Einarsdótir: Við hættum bæði að v reykja með hjálp dáleiðslu hjá Friðriki i PáU. Okknr fannst auðvdt jwð að liætta með hjálp dáleiðsiu cgvið erum laus við allalöngun og vöntun gjagnvait reykingum. FRIÐRIK PALL AGUSTSSON R.P.H., C.Ht, VIÐURKENNDUR DÁLEIÐSLUFRÆÐINGUR SIMI 5 870 803

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.