Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ‘ i VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Hagnaður um 181 milljón AFKOMA Eignarhaldsfélagsins Al- þýðubankans hf. stórbatnaði á sl. ári og nam hagnaður 181 milljón saman- borið við 259 milljóna króna tap árið áður. Það tap skýrðist að stærstum hluta með breyttum reikningsskilað- ferðum_ og lækkun á gengi hluta- bréfa í íslandsbanka, segir í frétt frá félaginu. Eigið fé skv. efnahags- reikningi nemur um 961 milljón og hlutafé 701,5 milljónum. Innra virði félagsins hækkaði úr um 1,2 í 1,37 á árinu og eiginfjárhlutfall úr 77% í 81%. Hluthafar í árslok voru 980. Jákvæða afkomu félagsins á síð- asta ári má m.a. rekja til hækkunar á gengi hlutabréfa í íslandsbanka þar sem það er stærsti hluthafi bank- ans með 12,7% hlutdeild. Bókfært verð hlutabréfa í bankanum er 581 milljón eða um 58% af heildareignum Eignarhaldsfélagsins. Þar að auki á félagið hluti í 15 öðrum félögum sem bókfærðir eru á 212 milljónir. Markmið félagsins er að á hveijum tíma sé sem næst 60-65% af eignum þess í hlutabréfum hlutafélaga sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands, 5-10% í erlendum hlutafélögum og allt að 30% í hlutabréfum í óskráðum félögum. Vantar nokkuð á að þessu markmiði sé náð vegna eignarhlutar- ins í íslandsbanka. Á síðasta ári fjárfesti félagið í 5 óskráðum hlutafélögum fyrir 155 milljónir. Þar af nam fjárfesting í Samskipum 50 milljónum, 25 milljón- um í Samvinnuferðum-Landsýn hf., 48,7 milljónum í SR-mjöli hf., 17,7 milljónum í Tæknivali og 8 milljónum í Vestfirskum skelfiski hf. Á aðalfundi félagsins á fímmtudag verður lagt til að greiddur verði 6% arður af hlutafé. ... Úr reikningum Olíufélagsins hf. cSSOl gg dótturfyrirtækja árið 1994 Rekstrarreikninpur Miiijónir króna 1994 1993 Rekstrartekjur Rekstrargjöld 8.395 8.066 8.526 8.247 Rekstrarhagn. f.ljárm.tekjur og (fjárm.gj.) 329 279 Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) 55 (10) Hagnaður fyrir reikn. tekju- og eignaskatt 384 269 Hagnaður 240 198 Efnahagsreikningur Miiijónir króna 1994 1993 Elgnlr: Veltufjármunir 2.538 2.895 Fastafjármunir 4.391 4.207 Eignir samtals 6.929 7.102 Skuldir og eigið fó: Skammtímaskuldir 1.910 2.230 Langtímaskuldir 1.466 1.547 Skuldir samtals 3.376 3.777 Eigið fé 3.553 3.325 Skuldir og eigið fé samtals 6.929 7.102 SjÓÖStreymÍ______________Milljónir króna 1994__________1993 Veltufé frá rekstri 610 513 QQ4 1 QQ'3 Eiginfjárhlutfall 51%47% Trúirenn áraf- magnsbíla Genf.Reuter. FRANSKI bifreiðaframleiðandinn Peugeot hefur ennþá trú á möguleik- um rafknúinna bíla þrátt fyrir efa- semdir sérfræðinga — ef stjórnvöld veita nokkra fjárhagsaðstoð. Peugeot hefur sýnt trú sína með því að bjóðast til að selja nokkrar rafknúnar útgáfur af gerðum sínum 106 og Citroen AX á næstu mánuð- um. Margir sérfræðingar telja að raf- magnsbílar eigi sér enga framtíð nema að til komi einhver ný og stór- brotin tækniuppgötvun eða tilskip- anir frá stjómvöldum um að ákveðið hlutfall bifreiða verði að vera raf- magnsbílar. I Kaliforníu hafa verið samþykkt lög um bann við mengun frá 2% bifreiða, sem þar verða seldar 1998. Þar með eru bílaframieiðendur neyddir til þess í raun og veru að bjóða rafknúna bíla, sem þeir telja óhagkvæma og of dýra. Með 12 milljóna dollara laun á ári Hagnaður Olíufélags- ins hf. 240 milljónir Armonk, New York. Reuter. IBM hefur skýrt frá því að Louis Gerstner stj ór narf ormaður hafi fengið 2.6 milljóna dollara bónus í fyrra og heildarlaun hans 1994 hafi numið tæpum 12.4 milljón- um dollara að undanskildum rétti til að kaupa tiltekinn fjölda hlutabréfa á tilteknu verði. Til samanburðar fékk Gerstn- er um 7.5 milljónir dollara í laun 1993, árið þegar hann Iét af starfi framkvæmdastjóra hjá RJR Nab- isco og tók við stjórn stærsta tölvufyrirtækis heims. Með laun- um 1993 var heldur ekki talinn með réttur til kaupa á tilteknum fjölda hlutabréfa á tilteknu verði. Þessar tölur eru meðal upplýs- inga, sem eru birtar fyrir árs- fund IBM 25. apríl. Á fundinum munu hluthafar meðal annars greiða atkvæði um laun fram- kvæmdastjóra og velja nýja stjórn að sögn IBM. Við ákvörðun bónusar fram- kvæmdastjóra 1994 var tekið til- lit til góðrar afkomu fyrirtækis- ins á árinu og skerfs Gerstners til þess að sögn IBM. HAGNAÐUR af rekstri Olíufélags- ins hf. var 240 milljón krónur á ár- inu 1994, borið saman við 198,4 milljóna hagnað 1993. Rekstrartekj- ur Olíufélagsins voru 8.395 milljónir króna 1994, sem var 1,6% lækkun frá fyrra ári, þegar tekjurnar námu 8.526 milljónum. Rekstargjöld lækk- uðu á móti um 2,2%, úr 8.247 millj- ónum í 8.066 milljónir. Olíufélagið hf. jók markaðshlut- deild sína um rúmlega 0,6 prósentu- stig á milli ára, og það var áfram stærsta olíufélag á 'íslandi með 44,8% hlutdeild. Sala félagsins var nær óbreytt á árinu 1994 frá árinu áður, eða rétt tæp 280.000 tonn. Innflutningur fyrirtækisins nam 266.000 tonnum, sem var 44% af heildarinnflutningi olíufélaganna. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði nam 329 milljónum króna árið 1994 samanborið við 279 millj- ónir árið áður. Fjármagnstekur um- fram fjármagnsgjöld námu 55 millj- ónum, en þessi liður var neikvæður um 10 milljónir árið áður. Samtals var hagnaður fyrir reiknaðan tekju- og eignarskatt 384 milljónir, en 240 milljónir eftir skatt eins og áður var getið. Skuldir minnka um 400 m.kr. Eigið fé félagsins var 3.553 millj- ónir í árslok 1994, sem var 51% af heildarfjármagni félagsins, en 1993 var eiginfjárhlutfallið 47%. Arðsemi eigin fjár var 7,2%. Skuldir Olíufé- lagsins lækkuðu úr 3.777 milljónum króna í 3.376 milljónir, eða um nær 11%. Eignir voru 6.929 milljónir bor- ið saman við 7.102 milljónir 1993. . • 11 Uppsöfnuð heimild Olís til útgáfu jöfnunarhlutabréfa hefur áhrif á skattamál Ónýtt heimild lækkar söluhagnað Sala Sunds hf. á 45% hlutafjár í Olís hefur vakið upp spurningar um skattlagningu sölu- hagnaðarins. Hanna Katrín Friðriksen kynnti sér reglur um þessi mál og upplýs- ingaskyldu til Verð- bréfaþings vegna við- skiptanna. SAMKVÆMT því sem Morg- unblaðið kemst næst greiddu Olíufélagið hf. (Esso) og Texaco ríflega þrefalt nafnverð fyrir 45,5% hlut Sunds hf. í Olíuverslun íslands hf. (Olís). Eignarhlutur Sunds, sem er í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, var um 305 milljónir króna að nafn- verði og kaupverðið skv. heimildum Morgunblaðsins um einn milljarður. í skattalögum segir um sölúhagnað af eignar- hlutum í félögum að hagnaður af sölu hluta- bréfa teljist að fullu til skattskyldra tekna á söluári og skipti ekki máli hve lengi skattaðili hafi átt hin seldu hluta- bréf. Hagnaður af sölu hlutabréfa telst vera mismunur á söluverði þeirra annars vegar og kaupverði hins vegar. Samkvæmt skattalögunum eru tvær aðferðir til þess að meta kaupverð hlutabréfa við útreikning söluhagnaðar. Annars vegar er hægt að taka upphaflegt kaupverð hluta- bréfanna og hækka það svo eða lækka skv. verðbreytingarstuðli. Hins vegar er hægt að ákveða kaup- verð hlutabréfa í hendi seljenda með því að taka samanlagt nafnverð hlutabréfanna og þeirra jöfnunar- hlutabréfa sem hann hefur fengið úthlutað eða heimilt hefði verið að úthluta honum. Áhrif jöfnunar- hlutabréfanna í tilfelli Sunds hf. þykir enginn vafi leika á að hagkvæmara sé fyrir seljandann að nota síðari aðferðina til þess að ákveða kaupverð hluta- bréfanna, enda sé það mun hærra þannig reiknað og söluhagnaður því lægri. Hjá Olís hefur í gegnum árin safn- ast upp heimild til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa fyrir háar ijárhæðir. Ein- ar Benediktsson, framkvæmdastjóri Olís, segist ekki hafa tiltækar ná- kvæmar upplýsingar um hve ónýtt heimild félagsins til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa sé mikil. Hann segir þó að um síðustu áramót hafi verið miðað við gengið 2,60-2,70, þannig að kaupverð í hendi seljanda sem kemur til frádráttar söluverði er þá nafnvirði hlutafjárins margfaldað með þessu gengi. í stuttu máli þýðir þetta að aðeins söluverð umfram 2,60-2,70 er skattskylt. Sé millivegurinn farinn og miðað við gengið 2,65 fæst kaupverð þeirra bréfá sem Sund seldi með því að margfalda nafnverð bréfanna, 305 milljónir, með 2,65. Útkoman er 808 milljónir króna. Mismunurinn á söluverði á eignarhluta Sunds hf. í Olís og kaupverðinu, 808 milljónum, telst skattskyldur söluhagnaður. Ef miðað er við að söluverðið hafl verið milljarður er söluhagnaðurinn um 200 milljónir króna. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær mun Gunnþórunn, skv. upplýs- ingum blaðsins, hafa náð samningum um jrfirverð fyrir hlutabréf Sunda. Það þýðir í raun að hún hafí samið við kaupendurna, Esso og Texaco, um að greiða tekjuskattinn sem féll á Sund vegna sölunnar eða um 100 milijónir króna, skv. framansögðu. Olíuverslun íslands hf. er skráð á Verðbréfaþingi Islands. I reglum um skráningu hlutabréfa á Verðbréfa- þingi íslands frá júní 1993, segir að stjórn þingsins skuli tilkynnt strax og félaginu, í þessu tilfelli Olís, sé kunnugt um að eignaraðild einhvers hluthafa, einstaklings eða lögaðila, hafi breyst þannig að at- kvæðisréttur hans hækki upp fyrir eða lækki niður fyrir eftirtalin þrep: 10%, 20%, 33,3% 50% og 66,7%. Við sölu Sunds hf. á 45,5% í félaginu eignaðist Olíufélagið hf. 35,44% hlut og Texaco jók hlut sinn úr 25,37% í 35,44%. Ekki yfirtaka „Markmiðið með þessari upplýs- ingagjöf er fyrst og fremst að upplýsingarnar komi upp á yfirborðið og að allir hafí sama aðgang að þeim,“ segir Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings íslands. „í ljósi þess hvernig þetta gerðist, þ.e. að viðskiptin voru tilkynnt á blaðamannafundi og það um helgi, myndi ég ætla að það skaðaði ekki þó það hafi ekki komið formleg tilkynning frá þeim enn. Þeir segjast enda ekki vera búnir að ganga formlega frá hlutunum." Þeir aðilar sem koma að máli vegna viðskiptanna með eignarhlut Sunds í Olís þurfa ekki að tjlkynna Verðbréfaþingi um kaupverðið skv. reglum þingsins. Aðspurður hvort það væri ekki umdeilanlegt þegar um jafn stóran eignarhlut væri að ræða sagði Tómas að hafa þyrfti í huga að hér væri ekki um yfirtöku að ræða á einn eða annan hátt þar sem Sund hefði átt fyrir 45% í Olís. Erlendis væri reglurnar hins vegar víðast þannig að ef ákveðinn aðili keypti jafnstóran eignarhluta og hér um ræðir af mörgum smærri hlut- höfum bæri honum skylda til að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa þeirra hlutabréf á sama gengi, enda væri þá um yfirtöku að ræða. Hér á landi er ekki um slíkar regl- ur að ræða, en rétt er að benda á tillögur að breyttum samþykktum íslandsbanka hf. sem lagðar verða fram á aðalfundi félagsins og fela m.a. í sér innlausnarskyldu stórs hluthafa á eign annarra í íslands- banka, eignist hann meira en þriðj- ung í hlutabréfum bankans. — Eitt að lokum. Nú keyptu Esso og Texaco hlutabréf Sunds hf. í Olís og þar sem Olíufélagið er skráð á Verðbréfaþingi þarft að tilkynna þau viðskipti. Hvað ef Esso og Texaco hefðu keypt Sund hf. ogþannig eignast bréf- in í Olís? „Mín túlkun á reglum þingsins er sú að það hefði ekki þurft að tilkynna kaupin ef svo hefði verið,“ sagði Tómas Om Krist- insson, framkvæmdastjóri Verð- bréfaþings íslands. 200 milljón ír skatt- skyldar Yfirverð rennur til skattslns m t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.